Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 12
Tillögur ríkisstjórnarínnar um kjör BSRB-munna: Launahækkunin að meðaltali 15-16% Tillögur ríkisstjórnarinnar um launastiga og launa- Hokba opinberra starfsmanna voru lagðar fram í gær. Fela þær í sér fjölgun launaflokka í 25, úr 15 sam- kvæmt núgildandi launalögum. Byrjunarlaun í 1. flokki (nýliðar við vandaminnstu störf) verða 3500 kr. á mánuði skv. tillögunum, en hámarkslaun í 25. flokki (ráðuneytisstjórar, biskup, landlæknir, sendi- herrar o.fl.) kr. 14.700. Samninganefnd ríkisins hefur áætlað, að meðal- launahækkun skv. tillögunum sé 15—16% og útgjalda- aukning ríkissjóðs af þessum sökum nemi um 80 millj. kr. á ári. Tillögur Kjararáðs BSRB gerðu ráð fyrir yfir 100% launahækkun að meðaltali. Á öðrum stað eru tillögur rík- ísstjómarinnar um launastiga birtar, en hér verður getið dæma um launabreytingar sem tillög- umar ha'fa í för með sér. Talsímakonur við innanlands- þjðnustu em skv. núgildandi launalögum í 13. flokki, hækka í 12. flokk og komast í hámark þess flokks eftir 6 ára starf. Byrjunarlaunin era kr. 4048 á mán. og hámarkslaun kr. 5517 eftir 6 ára starf. Samkvæmt tillögunum verða talsímakonur við innanlandsþjón- ustu í tveim flokkum, 4. og 6. Byrjunarlaun í 4. flokki eru kr. 5000 á mánuði, eða 24% hærri en núverandi byrjunarlaun. Laun eftir 3 ár verða kr. 5500 eða sem næst jöfn núverandi hámarks- launum. Laun eftir tíu ára starf verða kr. 5750 eða 4% hærri en núverandi hámarkslaun. Þær talsímakonur, sem fara í 6. flokk, fá í byrjunarlaun kr. 5500 á mánuði, sem er 36n/n hærra en núverandi byrjunar- laun. Eftir 3ja ára starf komast iaunin upp í kr. 6000. sem er 9% hærra en núverandi há- markslaun, og eftir tíu ára starf Ný flugvél til Flugfélagsins Flugfélag íslands h.f. hefur nú fest kaup á fimmtu fjögurra hreyfla flugvéhnni. Það er Sky- mastervél, sem félagið hefur haft á Jeigu að undanförnu í Grænlandsflugi. Flugvélin hefur hlotið einkennisstafina TF-FID og nafnið „STRAUMFAXI“ Hin nýjia vél hefur sæti fyrir 68 farþega og hefur verið skoð- nð og endurbætt að undanfömu. en skipt verður um sæti í henni fyrir vorið. Flugvélinni er ætlað að fljúga innanlands. og leiguflug. Flugfé- lagið á nú átta flugvélar, fimm fjögurra hreyfla Qg þrjár tveggja hreyfla, auk þess flýgur ein Skymastervél leiguflug fyrir fé- iagið í Grænlandi. Alls geta þessar níu vélar flutt 464 far- þega í einu. verða launin kr. 6300 á mánuði eða 14% hærri en núverandi há- markslaun. Lögrcgluþjónar. Þeir era nú í 10. launaflokki með byrjunarlaun kr. 4876 á mánuði og hækka í kr. 6351 eftir 4ra ára starf. Skv. tillögunum era lögregluþjónar í 9. flokki með byrjunarlaun kr. 6250 eða 28% hærri en núverandi byrjunarlaun. Eftir þrjú ár eru launin komin upp í kr. 6800, sem er 7% hærra en núverandi há- markslaun, og eftir tiu ár verða launin kr. 7150 eða 13°/f- hærri en núverandi hámarkslaun. Hjúkrunarkonur era nú i 11. launaflokki, flytjast í 10. flokk og komast í hámark þess flokks Alþýðabanéalags- félk Hafnarfirði Spilakvöld verður á morgun, laugardagskvöld í GT-húsjnu og hefst kl. 8.30. Bjöm Þorsteins- son sagnfræðjngur sýnjr skugga- myndir. Kaffiveitingar. Verðlaun verða vejtt. Félagar em hvattir til að fjöl- menna á þessi fjölbreyttu spjla- kvöld Alþýðubandalagsins. Nefndin. eftir 6 ára starf. Byrjunarlaun era kr. 4406 á mánuði. en há- markslaun kr. 6351. Skv. tillögunum era hjúkrunar- konur í 11. launaflokki, með byrjunarlaun kr. 6800 á mánuði eða 54% hærri en núverandi byrjunarlaun. Laun eftir þrjú ár verða kr. 7400 eða 17% hærri en núverandi hámarkslaun og eftir 10 ár kr. 7750, sem er 22% hærra en núverandi hámarkslaun. Bamakennarar era nú í níunda launaflokki með byrjunarlaun kr. 4876 á mánuði og hámarkslaun kr. 6783 eftir 4ra ára starf. Skv. tillögunum era bamakennarar í 12. flokki með byrjunarlaun kr. 7100 á mánuði, sem er 46% hærra en núverandi byrjunar- laun. Laun eftir 3 ár era kr. íbúunum enginn greiði gerður með baðbúsi! Á fundj borgarstjórnar í gær var m.a. til umræðu fillaga frá Alfreð Gíslasyni um það, að borgarstjóm samþykki að láta reisa sameiginlegt baðhús til af- nota fyrjr íbúa Höfðaborgar en engjn böð eru í íbúðum þar og hafa ekki verið þau 23 ár sem liðin eru síðan bærinn lét reisa þetta „bráðabirgðahúsnæði“ Borgarstjórnarmeirihlutinn visaði þessari sjálfsögðu tillögu frá á þeirri forsendu, „að íbúunum væri ekki gerður neinn greiði með því að reisa slí-kt baðhús". eins og borgarstjóri komst svo smekklega að orði. Vegna þrengsla í blaðinu i dag verður frásögn af umræðum um málið og önnur mál sem fyrir fundinum lágu að bíða að sinni. 7700 eða 13% hærri en núverandi hámarkslaun og eftir tíu ára starf eru launin kr. 8100 eða 19% hærri en núverandi há- markslaun skv. launalögum Löglærðír fulltrúar hjá sýslu- mönnum og bæjarfógetum era í 7. launaflokki með byrjunarlaun kr. 5858 á mánuði og hámarks- laun k. 7770 eftir 4ra ára starf. Samkvæmt tillögunum verða þeir í 18. launaflokki með byrjunar- laun kr. 9400, sem er 60%i hækk- un, kr. 10200 eftir 3 ár eða 31% hærra en núverandi hámarkslaun og kr. 10700 eftir tíu ára starf, sem er 38%, hækkun frá núver- andi hámarkslaunum. Náttúrufræðingar hjá Atvinnu- deild Háskólans o. fL stofnunum era nú í 6. launaflokki með kr. 8263 í mánaðarlaun. Samkvæmt tillögunum verða þeir í 19. launa- flokki með byrjunarlaun kr. 9950, kr. 10850 eftir þrjú ár og kr. 11400 eftir tíu ár. Hækkunin er 20%, 31% og 38%, eftir því hvort miðað er við byrjunarlaun, laun eftir þrjú ár eða eftir tíu ár. Prófessorar era nú í 4. launa- flokki með 9743 kr. í mánaðar- laun. Samkvæmt tillögunum era þeir í 23. launaflokki með kr. 12850 í mánaðarlaun. Hækkunin er 32%. Eftir tíu ár verða laun- in kr. 13500 á mánuði, sem er 39%i hækkun. Ráðuneytisstjórar, biskup, land- læknir o. fl. eru nú í 3. launafL með kr. 10545 á mánuði í laun. Þeir verða í 25. launaflokki með mánaðarlaun kr. 14000, og er það 33% hækkun. Eftir tíu ára starf verða launin 14700 eða 39% hærri en núverandi laun. Föstudagur 8. febrúar 1963 — 28. árgangur — 3i2. tölublafi. magnís G. Jéns- son skipaður désent í frönsku Menntamálaráðuneytið skipaði hinn 29. janúar sl. Magnús G. Jónsson menntaskólakennara dós- ent í frönsku við heimspekideild Háskóla Islands. ÆFR Síðustu forvöð að skrá sig í Skálaferðina í dag. Sími 17513. Sjá nánar á 8. síðu. Reglugerð um tak- mörkun netaveiða CAKD5KA6! Var Óskar kosinn annars staðar? Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna er kQSÍn í ejnu lagi og sikjptir hún sjálf með sér verkum. „Aðalfundur" Fulltrúa- ráðsins svonefndur stóð -allt til miðnættis í fyrrakvöld, en samt skýrðu bæði Morgun-blaðið og Alþýðublaðið frá því ,að formað- ur ráðsins hefði verið kosjnn Óskar Hallgrímsson! Nú velta menn fyrir sér hvort hinni nýkjörnu stjórn hefur unn- izt tími til að halda virðulegan stjórnarfund eftir miðnætti og komið samt fregninni um ,,kosn- ingu“ Óskars sem formanns í bæði blöðin. ^ Eða var ákvörðunin um að Óskar skyldi kosinn formaður hvað sem tautaði fekin annars staðar en á fundjnum? Spilakvöld hjá Sésíalistafélagi Spilakvöíid Sósíalisbafélagsins í Kópavogi er í kvöld kl. 20.30 í Þinghóli. Veitt verða góð kvöldverðlaun og heildarverð- laun verða svo veitt síðar fyrir allan vet.urinn. Félagsvistin er ekki eina skemmtiatriðið í kvöld, heldur mun Valdimar Lárusson leikari hressa upp á samkomuna með snjöllu skemmtiatriði. Lélegt tilboð Framh-ald af 1. síðu. starfsmönnum er boðin í 9. fl. En má geta þess að i tillögum ríkisstjórnarinnar era verkfræð- ingar hafðir með, og eru þeim reiknuð um það bil helmingi lægri laun en þeir fá nú greidd, samkvæmt samningum sínum! — Þetta era aðeins nokkur dæmi, héldu þeir Haraldur og Teitur áfram. en nú mun kjara- ráð rannsaka tillögumár i heild, hafa samráð við stjómir félag- anna og launamálanefnd B.S.R.B. Viðræðunum við samninganefnd ríkisstjómarinnar á að ljúka fyr- ir 1. marz, en þá tekur kjara- dómur við, náist ekki samkomu- lag fyrir þann tíma. Verður ekki öðru trúað, sögðu þeir félagar að lokum, en ríkissjómin leggi fram nýjar og gerbreyttar tillög- ur fyrir þann tíma, því þær sem nú hafa komið fram verða ekki teknar alvarlega. Pólitíska bröltið með verzlunar- mannasamtökin ekki til hagsbóta Blöð íhalds- og Alþýðuflokks- 6amfylkingarinnar 1 verkalýðsfé- lögunum reyna að þyrla upp ryki um „aðalfund" Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna og hafa sýni- lega haft mikinn viðbúnað að ljósmynda afrek sín á fundinum. þó litið af þeim myndum verði eennilega birtingarhæft, af skilj- anlegum ástæðum. Blöðin reyna að fara kringum það, sem er kjaminn i ágrein- Ingnum á þessum fundi: Það er, að Fulltrúaráðið er ckki sjálft aöíli tí! að ákveða hverjir hafi þar setu með fullum réttindum. Til þess þarf hlutaðeigandi að hafa verið fullgildur fulltrúi á Alþýðusambandsþingi eða full- trúi félags sem tekið hefur verið inn af Alþýðusambandsstjóm með fullum réttindum milli þinga. Það er því með öllu löglaust athæfi að taka fulltrúa Vcrzl- unarmannafélags Reykjavíkur Inn með öðrum réttindum en þeim sem þeir höfðu á Alþýðu- sambandsþingi, sem sagt með málfrelsi og tillögurétti. Bæði á fundinum og í blöðum reyna samfylkingarmenn íhalds og Alþýðuflokks að láta líta svo út, að mótmæli vinstri manna í Fuiltrúaráðinu gegn þessum lögleysum séu til komin af andúð gegn launalágu verzlunarfólki! Enginn snefill af sannindum fel- ast í þeirri ásökun, enda er hún framborin af einskærri hræsni. Á fundinum minnti Eðvarð Sig- urðsson á að hann og hans skoð- anabræður í Alþýðusambandinu hefðu boðið verzlunarfólki hverja þá aðstoð hcildarsamtaka verka- lýðsins sem það vildi þiggja í hagsmunabaráttunni. Slík aðstoð hefði áreiðanlega orðið láglauna verzlunarfólki meir til hagsbóta en atgangur vissra afla að ryðj- ast með Verzlunarmannasam- bandið inn í Alþýðusambandið með því ofurkappi, sem leiddi til „dóms“ Félagsdóms. Þannig hef- ur málið hlotið pólitískan undir- búning sem er af allt öðram toga spunnið en umhyggju fyrir hagsmunum láglaunafólks f verzl- unarstétt. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hef- ur sent frá sér reglugerð um takmörkun á þorsikanetaveiðum. I upphafi fréttatilkynningar frá ráðuneytinu segir, að það hafi lengi haft til athugunar ráð til að mæta þeirri óæskilegu þróun, sem átt hefur sér stað á undan- fömum árum í þá átt að auka notkun þorskanetja á vetrarver- tíð við Suðvesturland. 1 hinni nýju reglugerð er neta- fjöldi bátá með 10 manna áhöfn takmárkaður við 90 net, eða sex trossur og báta með 11 manna áhöfn við 105 net, eða 7 trossur. Hinsvegar era engin ákvæði um netafjölda útilegubáta, sem marg- ir hverjir hafa 12 manna áhðfn og stunda að nokkra veiðar sín- ar á sömu miðum og aðrir bát- ar. 1 annarri grein reglugerðar- innar eru ákvæði um sérstakt bannsvæði, þar sem netaveiðar verða ekki leyfðar. Svæði þetta er í suðvestur frá Reykjanesi og Garðskaga og útað landhelgis- línu. Innan svæðisins era nokkur góð netaveiðisvæði, svo sem Hól- amir og Röstin, að öðru leyti hefur það lítt verið nýtt á neta- veiðum. Svæði þetta sést glögg- lega á meðfylgjandi mynd. Reglugerð þessi tekur strax gildi. Tillögur ríkissijórnarinnar um launastiga ríkissiarfsmanna Mánaðarlauit Lfl. ( Byrjunarl. 1 Eftir 1 ár 1 Eftir 3 ár 1 Eftir 10 ár 1. 3500 2. 4500 4750 5000 5250 3. 4750 5000 5250 5500 4. 5000 5250 5500 5750 5. 5250 5500 5750 6050 6. 5500 5750 6000 6300 7. 5750 6000 6250 6550 8. 6000 6250 6500 6800 9. 6250 6500 6800 7050 10. 6500 6800 7100 7450 11. 6800 7100 7400 7750 12. 7100 7400 7700 8100 13. 7400 7700 8050 8450 14. 7700 8050 8400 8800 15. 8050 8400 8750 9200 16. 8400 8750 9150 9600 17. 8900 9300 9700 10200 18. 9400 9800 10200 10700 19. 9950 10400 10850 11400 20. 10850 11300 11850 21. 11750 1235C 22. 12300 1290( 23. 12850 1350f 24. 13400 14100 25. 14000 14700 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.