Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.02.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. íebrúar 1063 GWEN BRISTOW: INGJU LEIT að finar stúlkur eins og þú lærðu neitt gagnlegt.“ „Þú gerir þér skrýtnar hug- myndir,“ svaraði Garnet. „Kvennaskólarnir kenna alltaf handavinnu. Láttu mig falda kragann meðan þú saumar pds- ið“ „Þú ert engill,“ sagði Florinda og skömmu seinna sagði hún: „Nei, Garnet mi'kið gerirðu þetta vel.“ „Þakka skyldi mér. Ætli ég hafi ekki eytt þúsund stundum í að spretta upp og sauma aftur.“ Eftir þetta hjálpaði Garnet ævinlega til við saumaskapinn. Hún tók að sér þann hluta kjól- anna sem mest bar á, svo sem kraga og hnappagöt, svo að ó- jöfnu sporin hennar Fiorindu yrðu ekki jafn áberandi. Hún velti fyrir sér. hvort Florinda tæki eftir þessu. Hafi hún gert það, þá hafði hún ekki orð á því. Hún þakkaði Garnet innilega fyrir hjálpina, en hvorug þeirra minnt- ist á, að hendumar á Florindu væru ekki vel vinnufærar. Meðan þær voru að vinna, kom senora Silvia oft inn með skál með ávöxtUm eða flösku af víni. Hún gekk að því sem vísu að Florinda væri gift Bartlett og Garnet var ekkert að leiðrétta þann misskilning. Florinda gæddj sér á þrúgum og eplum, en hún bragðaði aldrei á víninu. Til að særa ekki tilfinningar senoru, var hún vön að segja já þökk, en þeg- ar frú Silva var farin aftur, var hún vön að hella í glas og tæma það út um gluggann. Garnet hélt að athæfi Bartletts hefði gert hana skelfda og hún sagði stund- um, að vinið væri svo létt að glas af því væri naumast skað- legra en tebolli. En Florinda hristi höfuðið brosandi. „Það er allt í lagi fyrir flesta aðra, vina min. En þú veizt að sumt fólk fær útbrot af jarðarberjum. Eins er með mig og eldvatnið.“ Hún útskýrði þetta ekki nánar og Gamet spurði einskis. Ströng bindindissemi kom eiginlega ekki heim við framkomu Florindu að öðru leyti. en í rauninni kom það engum við nema henni sjálfri. Gamet var fegin því að hafa Florindu. Meðan á ferðalaginu stóð hafði hún oft saknað þess að hafa ekki kvenmann til að taia við. og það var alltaf jafn ánægjulegt að vera með Florindu, Þær tÖluðu um föt og atburði ferðalagsins og Santa Fe. Stund- SKOTTA Herra minn. Má ég biðja um hönd dóttur yðar til þess að ganga stöðugur? um töluðu þær um New York, Þar höfðu þær aldrei hitzt. Þar höfðu þær dvalizt í tveim ólík- um heimum. En samt höfðu þær gengið sömu götur og verzlað í sömu búðum og höfðu jafnvel getað stuggað hvor við annarri á mannmargri gangstétt og sagt „Afsakið" án þess að líta undir hattbarðið. Þær höfðu um margt að tala. Þegar Oliver kom heim, fór hann með henni út til að sýna henni bæinn. Götumar voru ó- hreinar og skemmtilegar og alltaf troðfullar af fólki — kaupmönn- um og uxakúskum, indíánum með ullarteppi, smástelpum sem seldu ávexti úr körfum og góndu á útlendingana, karimönnum sem teymdu smáasna klifjaða viði, skrautbúnum mönnum í útsaum- uðum jökkum og buxum. Þau komu í spilavíti þar sem hún sá meira af glæsibúnum mönnurn og konum reyndar líka. því að í Santa Fe voru spilavítin mið- stöð samkvæmislifsins. Eitt kvöld fór hún með honum í Fonda. Það var snemma kvölds, en þar var þéttsetið af Bandaríkja- möiinum 0:g mexíkönskum unn- ustum þeirra og fáeinum mexí- könum sem dreyptu á víni eða léku á gítara. Florinda var þar, hún sat við borð ásamt Bartlett og fleiri kaupmönnum. Hún hellti í glösin hjá þeim og skemmti þeim, en hún bragðaði ekki vín sjálf fremur en endranær. Þeg- ar Oliver og Gamet stönzuðu hjá borðinu til að tala við þau. spurði hún raunamædd: „Hvað á maður að taka til bragðs í Mexíkó til að fá sopa af vatni?“ Oliver útvegaði henni könnu af vatni, þótt það væri ekki auð- velt. Þjónamir á Fonda vom ekki vanir að ber.a gestum sín- um vatn. Þau Garnet fengu sér sæti og Bartlett, sem var dálítið hýr. kom til þeirra. Aðalumræðuefni hans var Florinda. Hún var fínn kven- maður, sagði hann. sá fínasti sem hann hafði kynnzt. Þau máttu ekki hugsa neitt illt um hana þótt hún væri með honum. Ung ekkja. vel ættuð, frá New York, sem lartgaði til að komast í smáævintýri. Ættingjar hennar yrðu fokreiðir ef þeir fréttu Um þetta. Þau hlustuðu á hann alvarleg í bragði, og Oliver var honuim saimmála um að Florinda væri finn fevenmaður og það værd auðséð að hún væri vel ættuð. — Hún varð fyrir óiáni. aum- inginn, hélt Bartlett áfram. Hún hjúkraði manninum sín- um meðan hann lá banalqguna. Þegar hún ætlaði að leggja á hann heita bafestra, helliti hún sjóðandi vatni yfir hendumar á sér. Hún verður að ganga mieð hanzka. Já. þið hafið sjálfsagí tekið eftir því? Aumingja kon- an. Svona fómfús. Stórkostleg- ur kvenmaður. Göfugur kven- maður. — Þegar þau gengu heimleiðis frá Fonda, sagði Oliver: — Eg hef teibið eftir því að Florinda vinkona okkar, er frábær leik- ari. — — Hann hefur sjálfsagt spurt um hendumar á henni, sagði Gamet, — og þá hefur hún þurft að segja honum eitthvað. Hver svo sem hin raunveruilega ástæða er, þá vill hún ekkert um hana tala. — — Hún kann að minnsta kosti handverkið, — sagði Oliver glaðlega. — Hún hefur fengið Bartlett til að dansa eftir sinni pípu. — Þegar Florinda kom daginn eftir með hannyrðir sínar, horfði Gamet fast á hnappagat- Kveðja til félaga og vinar. Magnús Skúlason F. 11. júní 1896 — D. 31. jan. 1962 Það var í júlí árið 1931, er ég í fyrsta sinn sá og átti sam- tal við Magnús Skúlason að heimili hans Þverveg 2 1 Skildinganesi við Reykjavík. Ég renndi ekki grun í það. að þetta samtal er við þá átt- um saman, væri upphaf raun- verulegs kunningsskapar og vináttu, er reyndist óhvikul til hinztu stundar Magnúsar. Hann andaðist í Landspítalan- um hinn 31. janúar sl., eftir varanlegt heilsuleysi. Ég tek ekki þann vanda á mig, að gera glögga grein fyr- ir sérstæðum persónuleika Magnúsar Skúlasonar, það er mér ofviða, en ég vildi aðeins gefa stutta viðurkenningu frá minni hálfu um þá gæfu, að hafa átt þess kost, meira en þrjá áratugi, að vera tiltölu- lega náinn samferðamaður Magnúsar í starfi og lífsbar- áttu okkar beggja, sem oft var það samslungin, að sérstakt má heita, alla þessa áratugi. Hvað var þá sérstakt í fari Magnúsar? myndi einhver spyrja. Var bann að nokkru öðruvísi en fólk er flest? Já, hann var það sannarlega. Magnús var um margt sér- stæður persónuleiki svo af bar, um það veij gjörla fjölmenn- ur hópur samverkamanna, fé- laga og vina Magnúsar, sem ávallt minntust hans með þeirri einlægu hlýju hjartans og virð- ingu. sem menn eins og Magn- ús og hans líkar ávinna sér, hvar sem þeir koma við á langri ævi. Magnús Skúlason var starfs- ins maður, vinnan var honum óbrigðulust gleðiuppspretta, uppörfun, líkamleg og andleg heilsulind, hún tók hann líka allan, með lífi og sál, meðan hann gat í fætur staðið. Lif hans var helgað starfinu. Það gat enginn sagt að hann æti letinnar brauð. Nei, það geröi Magnús aldrei, en hann gerði annað, sem margir láta ógert, hann miðlaði öðrum, og af rausn, kröftum og fé, og hlífði sér hvergi, þótt eftir langan og erfiðan vinnudag væri. Vinsamleg hjálpsemi Magn- úsar var tiltölulega fágæt, enda voru þeir ekki fáir er nutu hennar í mjög ríkum mæli. Snilli hans og fjölhæfni til starfa voru með fágætum, san\- fara dugnaði og atorku. Ég minnist oft orða gamals vinar okkar Magnúsar, sem dó fyrir fáum árum háaldraður. Er Magnús hafði eitt sirtn lok- ið við að leysa vanda gamla & mannsins, er var sjálfur góð- ur smiður, sagði hann: „Mikið gull eru á þér hendurnar Mangi minn“. Þakklætið, hlýjan og virðingin í rödd gamla manns- ins til Magnúsar gat engum duhzt, enda voru það einu laun- in sem Magnús fékk í þetta sinn, eins og svo oft. Ég hef ekki séð aðra menn glaðari vtð móttöku launa sinna, en hann var er þetta atvik átti sér stað, er hann þrýsti útrétta hönd gamla mannsins. Magnús taldi það helga skyldu sína að hjálpa samferða- mönnum sínum í lífsbarátt- unni, honum var það áskapað, það var honum nauðsyn og i samræmi við grundvallar lífs- Góðan daginn. Get ég ekki talað við þig núna Verð að vera aatl eftir tía minútur. Farið úr dyrunum. Hvað er eiginlega að kell- ingunni? Það er líklega Tízkuskólinn. skoðun hans. Hann naut ekki sjálfur arðs af vinnu sinni í venjulegrl merkingu, að öðru leytí. en því, að hann naut gleð- innar, sem nytsamt og þýðing- armikið starf veitir hverjum sönnum og heiðarlegum manni. sú h'fsnautn var Magnúsi meira virði, en allt það sem hægt sr að kaupa fyrir peninga. Þeir voru margir, sem komu til Magnúsar, og ég einn í þeirra hópi, að leita hjálpar hans í einu eða öðru, er þeir voru í vanda staddir, en eng- an þekkti ég persónulega er fór bónleiður frá honum. Var honum sérlega ljúft að veita aðstoð sína þeim, er hann treysti til að hagnýta hjálp hans á þann hátt, að hún yrði árangursrík, varanleg stoð í lífsbaráttu þess er hennar naut. Magnús unni lifandi starfi heils hugar, af ástríðu, þessvegna fyrirleit hann letingja og land- eyður að sama skapi. Hann var minnugur þess, að bam að aldri varð hann að sjá móður sinni og yngri systkinum borg- ið er hann missti föður inn. Það var hjá honum aðeins um eitt að ræða, að duga. Hann stóð við það heit til dauðadags. Þótt Magnús hefði ærið að starfa, gaf hann sér tíma til að móta sér ákveðna stefnu í félagsmálum. Samúð hans og örlæti voru ævinlega til stuðn- ings þeim, er erfiðast áttu í h'fs- baráttunni, honum var ekkerf framandi né ókunnugt hjá vinnandi fólki — hann var sjálfur einn af þeim stóra fjölda. Ég er ekki einn um það, að þakka Magnúsi Skúlasyni frá- bæran drengskap, góðvild og hjálpsemi sem engin takmörk þekkti, áratuga samvinnu og vináttu, sem aldrei féllskuggiá. Við erum mörg, sem minn- umst Magnúsar, nú sem œvin- lega, með djúpri virðingu ' ög söknuði, um drengskapat- mann sem aldrei brást, og hverra minningu á að halda á lofti, ef ekki manna eins og Magnúsar Skúlasonar? Sigurvin Ossurarson. ★ ★ ★ Magnús Skúlason lézt í Land- spítalanum 31. janúar eftjr langa legu, þar sem löngu var vitað að hverju stefndi. Ég minnist Magnúsar fyrst, sem 14 ára drengs, sem var að taka fullnaðarpróf úr bama- skóla Reynishverfis í Mýrdal. Mér sem yngri nemanda sama skóla er ennþá minnisstætt hversu vel þessi hægláti ungí- ingur kunni. Magnús var fædd- ur í Nýlenduhvammshreppi í Reynishverfi 11. júní 1896. Ölst hann svo upp í Mýrdalnum til tvítugs aldurs. Skömmu fyrir fermingu missti hann föður sinn af slysförum. Varð hann því ungur að aldri aðalfyrir- vinna móður sinnar og systkina. Upp úr 1916—1917 fiuttist hann til Reykjavíkur, þar sem hann vann ýrnis störf, aðal- lega þó sem vélstjóri á bát- um eða bílstjó.ri. Magnúsi var alla ævi mjög sýnt um að fara með vélar og trésmiður var hann góður. Hann kvæntist 1927 Valgerði Pétursdóttur og áttu þau þrjú böm, sem öll eru uppkomin. Valgerður og Magmis slitu hjúskap. Hann hóf búskap með Þóru Gísladóttur 1947 og bjð hún hjá honum og annaðist allt til dauðadags. Þegar ég endumýja kynni við Magnús erum við báðir orðnir fjölskyldufeður. Þetta var á mestu kreppuámnum frá !34. Ég leigði hjá honum í mörg ár. Á þeim tímum kom oft fyrir, að ég skuldaði honum húsaleiguna í lengri og skemmri tíma en aldrei mkkaði Magnús. Hann var yfirleitt miklu bjart- sýnni en ég sjálfur, viðkvæðið hjá honum var alltaf: „Þetta lagast allt“. Magnús var maðuu sem gleymist ekki auðveldiega; hann var í mesta máta um- gengisgóður, mjög vel greindur, léttur í máli og hafði að ýmsu leyti mjðg sérstæðar skoðanir( þó hann væri aldrei að reyna að troða þeim upp á aðra. Þar sem Magnús var, eiga vinir og vandamenn að sjá á bak manni, sem hvorki skorti drengskap né getu til að láta ýmislegt gott af sér leiða á lífsleiðinni. Vinahópurinn þakk- ar þér Magnús samveruna og kveður þig með söknuði. Tómas Tómasson. iókasafnarinn Framhald af 7. síðu. — Finnst þér gaman að safnia bókum? — Já, það er gaman, oig spennandi að safna — sérstak- lega að komast í hauiga. Það er mín masta skemmtun. — Hefurðu stundum fundið fémæti í haiugum? — Já, komið hefur það fyrir. — Manstu eftir nokkru sér- stöku? — Stundum finnur maður ekkert. stundum nokkur blöð sem gætu komið að gagni við að fylla aðrar skemmdar bæk- ur. Einu sinni var mér vísað á hang í útiihúsi og sagt ég mætti hirða hann. Hann var svo skítu'gur og myglaður orð- inn og iilia farinn að mér hraius hugur við. Samt herti ég mii'g upp og iagði í hann. Það var orðið myglað og fúið mest aillt, en í miðju ruslinu kom smáðakvier Péturs á Hákonar- stöðum heilt og óskemmt! — Það kver er ekki í hvers manns skáp. — En svo við víkjum að öðru, Piáll. Einiu sinni skrifaði ég frétt um það þegar þú siteyptist í Jökulsá í haustriign- imgtum úr drættmum hjá Brú. Hvenær var það aftur, og hvemiig gerðist þetta? — Það var 1945. Það slitn aði og ég steyptist þá vitan- lega í ána. — Man ég ektoi rétt að þat væru straiumur og þrengsli þai sem klafurinn var á ánni? — Jú, en það var nokkum- veginn jafn straumiur í henni — Varstu við bakkann, þegai slitnaði eða úti á ánni? — Það mun hafa verið noikk um veginn á miðri ánni — o? ég var kominn töluvert niðu: eftir henni þegar mér skau' upp aftur. — Varstu syndur? — Já, ég lærði sund á Laiuig- arvatni....... Vafalaiust hefð ég drepið mig þarna hefði éf verið ósyndur. — Hvemi'g varsitu búinn? — Eg var í vinnufötum meí hnéhá leðurstiíigivél. — Hélztu ekkj, að allt vær búiið? — Nei, ég heM það haf. ekki hvarflað að mér að þette yrði mitt síðasta. Eg barí synti. Auðvitað synti ég ekfc móti straiumnum. heldur ská baflt þangað tiil ég náði landi — Varstu ekki istrax dofinr af kulda — var ekki Jökla ís- köld að vanda? — Ekki var hún nú beinlín- is vollg. j. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.