Þjóðviljinn - 14.02.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 14.02.1963, Page 1
25000. sýning hússins N.k. þriðjudag verður 25000. leiksýningin í Þjóð- leikhúsinu. Þann dag verð- ur sýning á hinu vinsæla bamaleikriti Dýrin í Hálsa- skógi sem nú hefur verið sýnt 27 sinnum fyrir fullu húsi. Á þeim 13 árum sem Þjóðleikhúsið hefur starfað hefur það sýnt 140 verk- efni og eru þar meðtalin óperur, söngleikir og gesta- leikir. Á þessum tíma hafa 1.175.000 leikhúsgestir sótt sýningar leikhússins. Á þessu leikári hafa verið sýnd 5 leikrit í Þjóð- leikhúsinu og einn gesta- leikur, Jose Greco ballett- inn. Aðsókn hefur verið mjög góð síðan á jólum. Pétur Gautur hefur þegar hlotið mjög miklar vinsæld- ir og hefur leikurinn nú verið sýndur 20 sinnum og jafnan fyrir fullu húsi. Er ekkert farið að draga úr aðsókninni og virðist : þetta stórbrotna leikhús- f verk ætla að ganga í all- an vetur. Auk Péturs Gauts og Dýranna í Hálsaskógi sýnir Þjóðleikhúsið nú franska leikritið Á undan- haldi. Hefur það hlotið góða dóma. Æfingar standa nú yfir á nýju íslenzku leikriti eftir Sigurð Róbertsson og nefn- ist það Dimmuborgir. Verð- ur það væntanlega frum- sýnt um mánaðamótin. Leikstjóri er Gunnar Eyj- ólfsson en Ævar Kvaran fer með aðalhlutverkið. Yfirlýsing Bjarna Ben á Alþingi í gœr Framsókn vill komast í st/órn með„okkur " eftir kosningar Sindra- hær Myndin hér að ofan er af hinu nýja 'félags- heimili á Höfn í Homá- firði, er vígt var s.L laugardag. Sjá frét’f og fleiri myndir frá vígslu- hátíðinni á 2. síðu. Það vakti mikla at- hygli á Alþingi í gær, að Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra lýsti því yfir í umræðum, að Framsóknarflokkurinn væri fyrst og fremst að reyna „að búa til á- trreining'' við stjórnar- rlokkana um Efnahags- bandalagsmálið. Það sem Framsókn ætlar sér með hessu, sagði. Bjarni, er að „afla vinstri atkvæða til þess að geta samið við Sjálfstæðisflokkinn um að komast í stjórn með „okkur“ eftir kosning- ar.“ in“, enda væri sýnilegt að Framsókn ætlaði sér að beita sömu aðferð í þessu máli og í hernáms- málunum. — Á 5. síðu blaðsins er sagt frá um- ræðum um þetta mál á Alþingi í gær. Ríkisstjórnin hækkar tillboð sitt til BSRB Þjóðviljinn hefur frétt að ríkis- stjórnin hafi nú þegar hækkað til- boð sitt til opinberra starfsmanna, og nær hækkunin til átta neðstu flokkanna Nemur hún 250 kr. á mánuði í fjórum neðstu flokkun- um, 200 kr. í fimmta flokki, 150 kr. í sjötta flokki, 100 kr. í sjö- unda flokki og 50 kr. í áttunda flokki. Eins og Þjóðviljinn hefur áður bent á fól hið upphaflega tilb’oð ríkisstjórnarinnar í sér að fólki í þessum flokkum var boðið lægra kaup en tíðkast á almennum vinnumarkaði. Hækkun ríkis- stjórnarinnar á að vera leiðrétt- ing á þessu, og er trúlegt að fleiri leiðréttingar fylgi á eftir. Eins og kunnugt er, hefur Bjarni Ben. stöðugt látið rnál- gögn sín hamra á „þjóðfylk- ingaráformum" Framsóknar og „kommúnista“, ef þeir ykju fylgi sitt í næstu kosn- ingum! En sýkilega veit dómsmálaráðherra betur um Einhuga álit opinberra starfsmanna: Tillögur ríkisstjórnarinnar of skammt hug Framsóknar en hann annars viil vere láta og telur sér henta að láta málgögn sín halda öðru fram. Áður- nefnda yfirlýsingu gaf Bjarni Benediktsson í miklu fljót- ræði og gremju, eftir ræðu sem Hermann Jónasson hafði haldið um Efnahagsbanda- lagsmálið. Og ráðherrann bætti við, að það gæti orð- ið „mátulegur hrís“ á Fram- sóknarmenn að sjá slíka samvinnu tekna upp! Dómsmála ráðherrann lagði á það hina mestu íherzlu, að afstaða Fram- sóknar í Efnahagsbanda- lagsmálinu væri „tilbú- ganga Stjórn B.S.R.B. og launamálanefnd héldu fund í fyrrakvöld og ræddu þau viðhorf, er skapast hafa eftir að lagðar hafa verið fram tillögur um launaflokk- un ríkisstarfsmanna frá samninganefnd ríkis- stjórnarinnar. Á fundinum mættu auk stjóma og kjararáðsmanna. fulltrúar frá félögum ríkis- starfsmanna og 3 félögum bæjarstarfsmanna. Margir tóku til máls, og voru allir einhuga, vilji og álit fundarmanna var undir- strikaður með einróma sam- þykkt eftirfarandi tillögu, sem borin var fram af full- trúa stærsta bandalagsfélags- ins. „Pundur stjórnar og launa- málanefndar B.S.R.B., hald- inn 1 Amarhvoli 12. febrúar 1963, álítur að framkomnar tillögur samninganefndar rík- isstjómarinnar um launakjör ríkisstarfsmanna séu ófull- komnar og gangi of skammt til móts við kröfur Kjararáðs um sama efni, enda hafa þær í för með sér launalækkun fyrir marga starfshópa. Pundurinn lýsir stuðningi sínum við tillögur Kjararáðs og skorar á bandalagsfélögin að veita þv£ allan stuðning sem þau mega við yfirstand- andi samningaviðræður". Engar sættir Sáttascmjari boðaði tii fundar með kjararáði B.S.R.B. og samn- inganefndar ríkisstjórnarinnar kl. 5 í gærdag. Fundurinn stóð til kl. 8, án hess að samkomuiag næðist og hefur nýr sáttafundur ekki ver- ið boðaður. Er kvenna- bósinn loks fundinn? Eins og frá var skýrt í blaðinu i gær hefur ó- þekktur úlpuklæddur mað- ur þráfaldlega gerzt sekur um það athæfi nú í vetur að áreita kvenfólk á götum úti á síðlcvöldum, nú síð- ast sl. mánudagskvöld. 1 gær handtók lögreglan mann, sem grunaður er um að hafa verið hér að verki og hófst rannsókn í máli hans í gær. 1 sambandi við rannsókn málsins biður rannsóknar- lögreglan konu þá er varð fyrir árás úlpumannsins sl. mánudagskvöld á Rauðar- árstíg að gefa sig fram sem allra fyrst, en lögregl- una vantar heimilisfang hennar. Rannsókn í Sauiárkréks- málinu lokið Þjóðviljinn snéri sér í gær til Hjálmars Vilhjálmssonar ráðuneytisstjóra í félagsmála- ráðuneytinu og spurðist fyrir um það hvað liði afgreiðslu kærunnar vegna bæjarstjóm- arkosninganna á Sauðárkróki sl. vor. Sagði ráðuneytisstjór- inn, að rannsókn væri nú lokið fyrir 2—3 dögum og væri niðurstaða rannsóknar- innar nú til athugunar í ráðu- neytinu. Bjóst hann við, að úrskurður yrði fljótlega felld- ur, ef ekki þætti ástæða til enn frekari rannsóknar, en eins og kunnugt er er málið þegar búið að fara tvívegis í rannsókn þar eð fyrri rann- sóknin þótti ekki fullnægj- andi. Vestur-þýzka stjórnin var andvíg að ísland sœkti um aðild 1961 — Frakkar hall- ast aS tollasamningi. Sjá 5. s.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.