Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 4
SÍÐA — ÞJÓÐVIL.TINN Sunnudagur 17. febrúar 1963 fjórþrautarmeistari Þeir sem fylgdust með íþróttum á árunum 1930 til 1940 muna ef til vill eftir þrek- legum manni, dökkhærðum og vörpulegum á að líta, manni sem var fúsastur til að taka þátt í þeim íþróttagreinum, sem kröfðusl þreks og vilja. Stundum sást hann í lang- hlaupum frá Álafossi, Hafnarfirði eða Þing- völlum, og svo sama dag eða daginn eftir sáu menn hann í stakkasundi suður í Skerja- firði. Þessi maður var Haukur Einarsson frá Miðdal. Tímar rm'nir á 5 og 10 km göngu munu vera gildandi Isl. met í dag eða 25,26 mín. og 52.43 mín. Ég geng alltaf þegar ég get, oftast 3—4 km á dag og á sunnudögum 12—14 km og syndi svo á eftir 3—400 m. Ég lagði bílnum mínum f haust, svo hann freistar mín ekki. Það ættu fleiri að gera og ganga meira. Fjrþraut Fyrir unga fólkið sem iðkar íþróttir í dag, mun forvitnilegt að heyra frá þeim íþróttagrein- um sem Haukur lagði mesta stund á, og er þar sérkennileg- ust f.iórþrautarkeppni hans. Haukur lærði prentiðn í Gut- enberg og vinnur nú í Félags- prentsmiðjunni. Á stríðsárunum var hann nær þrjú ár kyndari á togara og sigldi á England. Hann tók því vel að segia svolítið frá íþróttaferli sínum og fer það hér á eftir. Byrjaði í glímu oð hnefaleikum Þegar ég fór að nema prent- iðnina komst ég í kynni við íþróttirnar í KR, og var það fyrir áeggjan Kristjáns Gests- sonar. Hann sagði að ég hefði gott af því að koma á hlaupa- æfingar a sunnudagsmorgnum, hlaupa úti og fa svo bað á eftir! Jú, þetta var alveg rétt, og ég tók til að æfa og hlaupa. Fyrsta íþróttin sem ég æfði var glíma, og svo hnefaleikar, og kenndi Eiríkur Beck. Var ég með í hnefaleikasýningu sem efnt var til í Iðnó, til ágóöa fyrir Vetrarhjálpina. Fyrsta keppnjn sem ég tók þátt í var 10 km hlaup á Allsherjarmótinu 1928, en í því móti tóku þátt 120 manns. og munu um 40 keppendur hafa verið frá KR. Ösigrandi í göngu Ég fór brátt að taka þátt í göngukeppni á mótum, og ef ég man rétt þá vann ég hverja göngukeppni sem ég tók þátt í frá 1928 til 1941. Fyrst var keppt í 5000 m göngu, en 1937 var 10.000 m tekin upp líka. Gengið var frá Árbæ og vestur á Melavöll og þar gengnir 3 hringir. Skæðasti keppinautur minn var Jóhann Jóhannesson úr Ármanni. Árið 1926 efndi ÍSÍ til keppni í fjórþraut, en það er keppni í: 1000 m hlaupi, og hófst það við Vatnsþróna (þar sem Laugavegur og Hverfisgata mætast) og var hlaupið niður Hverfisgötu. Við Kolasund stóð reiðhjól, og var næsti áfangi 1000 m keppm' á þeifh fárkosti, og lá leiðin þaðan vestur Vest- urgötuna og niður að sjó. Þar var stjgið um borð í skektu, Forseti ÍSÍ afhendir Hauki bikara fyrir fjórþrautina og Þingvalla- hlaupið 1930. sem ég fékk vanalega lánaða hjá Ellingsen, og róinn lífróður út í örfirisey. Þar var- þessi farkostur yfirgefinn og kepp- endur fleygðu sér í sjóinn við 100 m brautina við Sundskál- ann í Eyjunni, og þar urðum við að synda 10x100 m í köld- um sjó! Samanlagt bezti tími keppn- innar gaf sigur. Ég keppti fyrst 1930, vann bikarinn í öll skipt- in, og á hann nú til minja. Bezti tími minn var 35 mín. 10 sek. Keppendur voru yfirleitt 3— 4. Fyrsti sigurvegarinn var Jó- hann Þorláksson jámsmiður. Klæðnaður okkar var yfir- lejtt sá, að við fórum strax í sundbolinn og var hlaupið, hjólað. róið og synt í honum! Skór voru léttir sem fljótlegt var að taka af sér, og stundum gleymdist það í ákafanum og varð það þá að gerast á sund- inu. 1 þá daga var umferð ekki það mikil að hún truflaði þessa keppni í gegnum bæinn sem heitið gat. Þó kom það fyrlr einu sinni er ég var kominn á reiðhjólið, að litlu munaði að illa færi. Öldruð kona þurfti að fara yfir götuna, og gekk hátíðlega eins og hún var víst vön og gætti ekki að þessari miklu keppni sem þar fór fram einmitt á þessu augnabliki. Það mátti engu muna, en mér tókst að skjótast upp á gangstéttina og kasta mér af hjólinu, og þá áttaði konan sig, en hsettan var liðin hjá, og ég þaut á hjólið að nýju og hélt ferðinni áfram! Stundum var slæmt veður og ég minnist þess að eitt sinn snjóaði nóttina fyrir keppnis- daginn. Það var 10. sept., og það var norðan strekkingsvind- ur og kalsi meðan á keppninni stóð. Erfiðasti kaflinn í keppn- . inni var róðurinn, — oft á móti stormi og kviku. Þessi keppni var lögð niður 1935 að læknisráði, var talin hættuleg heilsu manna. Mér fannst þetta skemmtileg keppni, en með tilliti til al- mennrar þátttöku hefði verið betra að róðurinn hefði farið fram á lygnu og sundið í volgu vatni. Ég minnist ágætra keppenda úr keppni þessari eins og Guð- jóns Guðlaugssonar, Lárusar Scheving og fleiri. Haukur að konia frá Þingvöllum 1930 (staddur inn við Rauðarárstíg). Við hlið hans er Tómas Guðmundsson glímumaður og á hjólinu er Magnús Páisson sundmaður úr Ægi. Þingvallahlaup, Ála- fosshlaup og fleira Árið 1930 stóð til að hlaupið yrði bóðhlaup til Þingvalla í tilefní af Alþingishátíðinni. Keppendur voru tilnefndir, og var ég meðal þeirra. Af hlaupi þessu varð þó ekki, aðallega eða eingöngu vegna þess að talið var að umferð yrði svo mikil að ekki yrði tiltök að framkvæma það. Var æft nokkuð undir þetta. Magnús Guðbjömsson vildi þó ekki hætta við hlaupið og vildi að ég hlypi með sér frá Þing- völlum eftir hátíðina. Ég var tregur til þess og hafði aldrei hlaupið lengra en 20 km, og ekki nema aðeins 19 ára gam- all. Það varð þó úr að ég féllst á Árið 1931 ætluðum við Magn- ús að hlaupa frá Saurbæ í Eyjafirði til Akureyrar, en af því varð ekki vegna roks, þess í stað hlupum við frá Fagra- skógi til Akureyrar sem er 23 km., og var tími Magnúsar 1,43 tím. en minn 1,52 tím. Grímumaðurinn á ferð A þessum árum hljóp ég mikið í nágrenni Reykjavíkur á kvöldin, og þá sama hvemig veðrið var. Þá var það og að nokkur uggur var í mönnum sérstaklega í Skólavörðuholti, því þar hafði iíðum sézt grimU- maður á ferð eftir að rökkva tók. Fór hann hratt yfir, og virtist ekki auðvelt að hand- Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum af Hauki Einarssyni við prentvélina í FélagsprentsmSðjunni. (Ljósm. Þjóðv. A. K.) það að hlaupa með honum og fór hlaupið fram 6. júlí. Tíminn á fyrstu 35 km var nokkuð góður eða 2 tím. og 40 mín., og var Magnús þá um 200 m á undan. Erfiðasti kaflinn var eftir að komið var í rykið á Suðurlands- veginum við Geitháls, en hlaupið var eftir gamla Þing- vallaveginum, og þá höfðum við sólina í augun. Tími Magn- úsar var 4 tím. 10 mín. en minn 4 tím. og 20 mín. Ég hafði gaman af þessum langhlaupum og tók 5 sinnum þátt í Álafosshlaupi og 4 sinn- um þátt í Hafnarfjarðarhlaupi. Ég var alltaf of þungur fyrir langhlaup, en þolið virtist I bezta lagi. sama hann, og alltaf þegar lög- reglan kom var hann horfinn. Það var eitt sinn er ég var á hlaupaæfingu að um 20 stiga frost var og tók þá það til ráða að breiða hluta af hand- klæði mínu fyrir vitin til þess að soga ekki eins kalt Ioftið að mér. Þegar ég er kominn á austanvert Skólavörðuholt, verð ég var barna þar, sem taka að hrópa: „Þarna er hann, Þama er hann, hringjum á lögregluna, strax. strax!“ og var bað gert. Ég hljóp alla leið suður undir Kópavogshæli og til baka aftur sömu leið, en ekki með hand- klæðið fyrir andlitinu. Sjálfsagt hefur lögreglan orðið of sein Framhald á 10. síðu. U T S A L A U T S A L A ER I FULLUM GANGI Á teppabútum • Góövara Idgtverö AXMIKSTER Skipholti 21 sími 24676 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.