Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 10
10 SlÐA GWEN BRISTOW: W I HAMINGJU LEIT ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. febrúar 1963 SKOTTA Mér er sama um höggln í vélinni, Jón, en þaö er bílhurðin maður. Haukur Eínarsson — Heldurðu að það sé eina ástæðan? spurðj hún efabland- in. — Hélt hann að ég gæfist upp á miðri leið? — Já, auðvitað hefur hann haldið það og þú getur ekki láð honum það. Oliver batt skó- reimamar oS leit upp alvarleg- ur á svip. — Þetta verður eng- inn dans á rósum, skaltu vita. Þú verður að iifa frumstæðu lífi og borða lélegan mat og stundum er vatnið skammtað í bollum. Éjj veit að þú ert fær um það í rauninni þykir mér gaman að öllu nýju og óvæntu, 'já, kannski nýturðu beinlínis ferðarinnar. En þú getur ekki ætlazt til þess að John viti það. — Ég held hann hafi verið með bréf til þín. — Var það? Frá Charles? — Það veit ég ekki. Hann vildi ekki skilja það eftir Hún sagði honum að John hefði á- varpað hana á spænsku og hvað hann hefði sagt og svo hefði hann neitað þvi að hann væri með bréf. Oliver fór að hlæja. — En hvað þetta er likt John. Hann treystir ekki nokkrum manni. Sennilega er þetta bréf frá Charles, þar sem hann segir mér hvað gerzt hafi á ranchoinu þetta árið. Auðvitað veit ég að þú hefðir ekki lesið það. En John hefur búizt við að þú stæðist ekki þá freistingu að athuga hvort það væri frá einhverri stúlku. Hann strauk henni um hárið og kyssti hana: 1— Ég fer aftur í búðina núna og kem aftur fyrir myrkur. Garnet fylgdi honum niður þrönga sundið sem lá út að göt- unni. Hann gekk burtu og hún stóð kyrr og horfði á fólk- ið sem gekk framhjá Það var alitaf eitthvað skemmtilegt að sjá á götunni. Allt gerðist í móðu af tóbaksreyk. Heimamenn í Santa Fe, konur og karlar og stundum böm líka. reyktu án afláts. Þau höfðu með sér tó- bakspunga ’ og litla pakka með þunnum. brúnum pappir og úr þessu rúlluðu þeir Htia ströngla sem þeir köliuðu cigaritos. Hefð- árkonur héldu um þessa cigar- jtos með litlum gullklemmum. Svo að reykurinn blettaði ekk} 'fingur þeirra Reykurinn steig j smásúlum yfir höfuð þeirra þegar þær spjölluðu saman á ^öífunni og myndaði biátt gris'jumynztur vfjr marglitum kjólunum. Garnet sá Flörindu koma nið- ur götuna í fylgd með Bartlett. Silky, Penrose og fleirum. Öll hlógu þau og töluðu glaðlega. Karlmennirnir hneigðu sig fyr- ir Garnet og Florinda stanzaði. — Ó, herra Bartlett. hafið þér nokkuð á móti því að ég skreppi inn til Gametar og sýni henni þessa yndislegu silfurhnappa sem þér gáfuð mér? Ég kem eft- ir andartak. ef þið viljið bíða á meðan — Auðvitað, auðvitað. yndið mitt, farðu bara. Eins og venjúlega var brenni- vínslykt a.f Bartlett. Hann brosti ánægjulega til Gametar. Hann var hreykinn af því. að frú Hale skyldi hafa áttað sig á hinum göfugu eiginleikum Flor- indu, þrátt fyrir það að siðgæð- ið væri kannski svolítið götótt. Florinda skauzt inn í sundið og masaði meðan hún dró Garnet með sér inn í húsið. — Sjáðu Garnet, ósvikið silf- ur! Barnett sagði. að ef ég vildi málmhnappa. þá mættu þeir eins vera verðmætir. Hann er dæmalaust örlátur. — Á ég að geyma þá fyrir Þig? spurði Garnet. — Þú get- ur týnt þeim ó götunni. — Já, vjltu ekki taka við þejm. Ég get sótt þá seinna. Hún lokaði dyrunum og lækkaði róm- inn: — Gætir þú ekki litið inn á Fonda í kvöld. Gamet? Það gæti orðið gaman. — Fiorinda. hvað eftu eigin- lega með á prjónunum? Þú hef- ur ekki talað við mig í heila viku. — Ég hef átt annríktj vina mín, ég er að gera mitt ,til að auka á frægð Sant'a Fe En nú verð ég að fara. Herrarnir ætla að spila monte. Hún opnaði og fór út. — Þakka þér kærlega fyrir að ætla að geyma hnapp- ana. Jæja, komum þá. herra Bartlett. Garnet hafði fylgt henni út sundið. Florinda gekk af stað með fylgdarmönnum sínum. Garnet heyrði þá segja: „Hæ, John,“ og andartaki síðar sá hún John Ives á leið til búðar Oli- vers til að hitta hann þar. Garn- et hafði ónotalegt hugboð um að þeir myndu tala um hana. Hún fór aftur inn í húsið og sagði við sjálfa sig að hún væri óttalegur kjáni. Oliver var ekki vitund órólegur og Oliver þekkti John miklu betur en hún. Hér á lestaslóðunum gerðist svo margt nýtt, að það var ekki að undra þótt hún væri taugaó- styrk. Hún tók fram kragann sem hún var að búa tfl handa Florjndu og fór að sauma. Þegar hún sá Oliver aftur um kvöldið, virtist hann engar á- hyggjur hafa Hann sagði að John hefði meðferðis úrvals múldýr og annan vaming sem MissQurikaupmennimir myndu kaupa. Oliver hafði keypt ull- arteppi í Taos og hann áttj von á fleiri teppum frá indíán- unum umhverfis Santa Fe og ferðin til Los Angeles myndi gefa mikið í aðra hönd. Þeir höfðu mikið að gera, en útlitið var ijómandi gott og nú var hann soltjnn eins og sléttu- úlfur. — Var hann með bréf til þín? spurði Gamet. — Nei, sagði Oliver. — Ekk- ert bréf. Hann hellti vatni í þvottafatið — Mér þætti gaman að vita hvað það var sem hann sagði, sagði hún. Oliver fór að þvo sér í fram- an. — Ég spurði hann. en hann man ekki vel, hvaða orð hann notaði — ,,ég ætia að finna Oiiver,“ eða eitthvað þess hátt- ar. Þú mátt ekki láiia mig tala. Garnet, ég fékk sápu upp í mig. Framhald af 4. síðu. til að ná mér á suðurleiðinni því ég varð hennar aldrei var, og leitinni hætt þegar ég kom til baka! Drangeyjarsund Þrátt fyrir það að ég hafði mest gaman af hlaupum stund- aði ég mikið sund, en það merkilega var að ég hafði aldrei gaman af sundi. Þó tók ég mig til og synti úr Viðey og inn á Reykjavíkurhöfn 1931. Og 1939 synti ég úr Viðey og einnig úr Engey. Þá tók Jón Ingi Guðmundsson að eggja mig á það að synda úr Drang- ey. Lét ég til leiðast og kom hann með mér í það ferðalag. Við urðum að bíða 1 viku á Sauðárkrók vegna óhagstæðs veðurs og notaði ég tímann til þess að æfa mig þar sem Hér- aðsvötnin koma í Skagafjörð- inn. Synti ég þar í IV2 tíma, og var satt að segja að því kominn að hætta vegna kulda. Karlamir þar héldu því líka fram að sjórinn úti í firðinum væri ekkj heitarj, svo mér lejzt ekki á blikuna og var að því kominn að gugna. En svo kom góðviðrisdagur, og aðfaranóttina hafði mig dreymt að ég væri fastur í fjóshaug, en læknirinn á Sauð- árkrók ætti að fylgja mér. Þetta þótti mér góður draumur, en þegar ég ætlaði til hans að taka um morguninn var hann allur á bak og burt. Þá segja menn að ómögulegt sé að fara án læknis. Eg var nú ekki á sama máli og var haldið ef stað til Drangeyjar. Þaðan var svo la'gt i sundið kl. 7 um kvöldið. Það sem að- allega kvaldi mig á leiðinni var kvalasviði í augum vegna mar- glyttunnar sem var þarna að kalla má í haugum. Veðrið var gott en nokkur undiralda, og sjávarhiti um 8 stig. Það sem ég hugsaði fyrst og fremst um var að komast alla leið í land, og gekk það vel þó að sund- leiðin myndaði S á leiðinni frá Drangey til Reykjastrandar, og tíminn var 3,20 klst. Var ég þá algerlega óþreyttur. Drangeyjarsundið verður allt- af sögulegt sund í vitund Is- lendinga, það gæti því verið gaman að til væri gripur sem bæri nafnið Drangeyjarbikar, þar sem sá væri handhafi er síðast hefði synt vegalengdina. án tillits til tírna. Árið 1940 hafði ég í hyggju að synda frá sandinum og út í Vestmannaeyjar, en sjómenn í Eyjum töldu það vonlaust vegna strauma, og gerði ég því ekki tilraun til þess. Svo kom stríðið, og þá fór ég til sjós eins og fyrr sagði. Síðasta keppni mín í hlaup- um var 1941, en þá hljóp ég 10 km og á sama ári tók ég þátt í hnefaleikamóti Islands. Ég hafði gaman af hnefaleikum, þó ég væri enginn snillingur í þeirri grein, en úthaldið hjálpaði mér þar. Ég er algerlega á móti banni á hnefaleikum, því léttir hnefa- leikar „sipp“, slá sandpoka og knött eru góðar hreyfjngar og hollar. Stakkasund Árið 1926 gaf Sjómannafélag Reykjavíkur sérstakan bikar til að keppa um í stakkasundi, en keppnin var á vegum ÍSl. Var það keppnisgrein þar sem keppendur voru íklæddir sjó- stakk og uppháum stígvélum. Oftast var keppt um bikarinn við sundskálann í örfirisey nema 1933 var keppt um hann á Akureyri og 1934 í höfninni ír Hafnarfirði. Ég keppti um hann í fimm skipti og vann í öll skiptin. Þetta var mjög erfitt sund. Var um að gera að reyna að ná lofti í stakkinn þannig að hann bæri mann eiginlega uppi. Mað- ur stakk sér því ekki eins og venjulega heldur stökk maður út í með fætuma niður, og reyndi að fá loft í stakkinn. Var ég orðinn laginn með þetta. Fyrsti sigurvegarinn var Jó- hann Þorláksson jámsmiður, en sundið lagðist niður 1935 vegna ónógrar þátttöku. Með tilkomu sjómannadagsins var bikarinn þá tekinn í keppni, en af ein- hverjum ástæðum hefur ekki verið keppt um hann síðustu árin. Hliðra sér hjá erfiðum íþróttum Mér finnst áberandi að menn reyna að hliðra sér hjá að æfa erfiðar íþróttir og eru mér þá fyrst í huga lengri hlaupin. Ég minnist þess að þegar ég var að æfa hlaup í KR, að 20—30 menn komu á hlaupaæfingar kl. 2 eftir hádegi á sunnudög- um. Þess vegna virðist mér að mest sé nú hugsað um það auð- velda, og það sem minna reyn- ir á. Meira sé hugsað um ut- anfarir, og að verða í fyrstu sætunum, en að vera með virðist mér ekki vera hið al- menna áhugamál. Og er ekki sorgarsaga glímunnar eitt dæm- ið um þetta? Ef^ til vill á það sinn þátt í því að nú virðast allir ungir menn vilja elta bolta. Eg er ekki að hafa á móti boltaleikj- um, en mér finnst sem þeir telji að í flokkaleiknum geti þeir komið ábyrgðinni af æf- ingarleysi yfir á hvem annan, en við vitum að árangur næst ekki nema með sjálfsaga, vilja og skyldurækni. Þessvegna vildi ég segja við unga menn að beygja sig ekki fyrir erfiðleik- unum, heldur mæta þeim með karlmennsku. Það er fþrótta- mennska. Frímann. §;®gfgpg|| .... . Þetta er svefnsófinn sem hentar yður , Þægileg hvíla á nóttunni — Glæsilegur sófi á daginn Húsgagnaverzlun Austurbæjar Skólavörðustíg 16 — Sími 24620 Nei, sko, hvað berst nú hingað á reka? — Þetta er frá Girðirgastaurafélaginu, ha!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.