Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.02.1963, Blaðsíða 5
Sunmidagur 17. febrúar 1963 ÞJOÐVILJINN Ingi R. Jólianusson (t.v.) og Friðrik Ölafsson sitja yfir skákinni, sem þeir tefldu á dögunum á Skákþingi Reykjavíkur og lauk með jafntefli eftir harðvituga baráttu. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) FRIÐRIK OG Undanfama daga hefur at- hygli manna beinzt í æ ríkara mæli að hinni heiftarlegu bar- áttu þeirra Friðriks Ölafsson- ar og Inga R. Jóhannssonar um efsta sætið á Skákþingi Reykjavíkur. Þeir gerðu jafn- tefli sín á milli í mjög harð- ★ Frá Skákþingi Sovéfríkj- anna vítugri skák, en þegar þetta er skrifað, er enn óséð hvor muni verða hlutskarpari í kapphlaup- inu um meistaratignina. Ekki væri úr vegi á þessu stigi málsins að gera nokkurn samanburð á þessum tveimur snillingum, skákstíl þeirra o.fl. Naumast verður sagt, að skák- stíll þeirra sé sérlega líkur. Meginmunurinn er sá, að still Friðriks er yfirleitt talsvex-t hvassari og lætur stjórnast meira af taktískum sjónarmið- um. Ingi er meiri „positionskáií- maður. Hann skilur betur nota- gildi hefðbundinna kennisetn- INGi inga um skákfræðileg efni og stendur því að vissu leyti á traustari grunni þótt hann hafi sennilega ekki eins mikla nátt- úruhæfileika og Friðrik og sé ekki eins gripviss að höndla tækifæri augnabliksins. Friðrik er meiiá sóknarmaður Fáir stórmeistarar heimsins munu standa honum framar i því að útfæra kóngsókn eftir að nauðsynlegum stöðulegum undirbúningi aðgerðanna er lokið. En það er einmitt þessi nauðsynlegi stöðulegi undirbún- ingur, sem vandasamastur er. og margar snjallar hugmyndir brenna til ösku í þeim hreins- unareldi. Þama er það sem Friðriki skrikar helzt fótur. Skákmenn sem tefla meir uppá langvinna stöðubaráttu, líkt og Ingi, falla síður í slíkar gryfj- ur. Þeim verður gjarnan ann- að að aldurtila. ef þeir tapa, og mætti benda hér á tvær al- gengar dánaroreakir slikra manna. Önnur er sú, að þeim hætt- ir stundum við að tefla of „passivt" og fá ekki nægjan- legt „lífsrými“ fyrir menn sína. Afleiðingin vill þá oft verða sú, að andstæðingui'inn nær tortimandi sókn, þar sem hann heldur oftast frumkvæðinu og á hægara um alla liðflutn- inga. Hin orsökin er sú að ,,posi- tionsmönnunum" mistekst stundum að útfæra sókn á réttan hátt þótt þeir hafi byggt upp góða sóknai'stöðu. Oreök þess er sú að þeir hafa að jafnaði ekki eins mikla takt- iska hæfileika og hinir dæmi- gerðu sóknarmenn. Þeir vita kannske dável hvað þeir eiga að gera og jafnvel hvenær þeir éiga að blása til sóknar. en þeim fallast oft hendur, þegar þeir eiga að ráða fram úr því. hvernig þeir eigi að lífláta andstæðinginn. Þetta hefur oít örlagaríkar afleiðingar fyrir þá, því örvæntingin magnar gjam- an krafta andstæðingsins. svo oft verða snögg hlutverkaskipti með keppendum. Þótt ég hafi freistast til að flokka þá Friðrik og Inga eft- ir hinni hefðbundnu flokka- skiptingu, þar sem greint er á milli sóknarskákmanna og stöðuskákmanna, þá eru mörk- in alls ekki glögg, enda má ekki gleyma þvi, að enginn get- ur teflt vel sókn án þess að hafa gott stöðumat og naum- ast geta menn heldur byggt upp góða stöðu, án þess að vera vel skyggnir á sóknar- möguleika andstæðingsins a.m.k. Því má segja, að ofan- greind flokkaskipting sé frem- ur til glöggvunar en að hún sé Framhald á bls. 2. Sem kunnugt er varð Viktor Kortsnoj sigui-sælastur á nýaf- stöðnu skákþingi Sovétríkjanna. Ég birti hér á eftir eina af vinningsskákum hans á þing- inu. Hvítt: Korstnoj. Svart: Savon. Kóngslndversk vörn. 1 d4, Rf6, 2. c4, g6, 3. Rc3, I Bg7, 4. g3 0—0, 5. Bg2, d6, 6. I Rf3. Rc6. (Áður fyrr var riddaranum venjulega leikið til d7. Það mun kennt við argentínska stórmeistarann Panno að leika Rc6 í þessu afbrigði. 6------id er hinsvegar nefnt júgóslav- neska afbrigðið). 7. 0—0. (7. d5, Ra5, 8. Rd2, c5 er einnig til. en vafasamt, að það sé betra fyrir hvítan.) 7. — — e5, 8. d5, Re7. (Hugsanlegt var að leika 8. — — Ra5. Þó er öllu eðli- legra að leika honum til e7, eftir að svarta peðið er komið til e5.) 9. e4, Rd7. (Til að spyi’na gegn c5 9.----- Re8, kom til greina.) 10. b4, a5, 11. bxa5. (Þótt þessi leikur virðist fremur ónáttúrulegui'. þá sýn- ist reynsla síðustu ára benda til, að þetta sé sterkasta leið hvíts.) 11. — — Hxa5, 12. a4, f5, 13. Ba3, Bh6. (Sennilega einkum leikið til að hindra Rg5.) 14. exf5, Rxf5. (Eðlilegra sýnist að drepa með peði á f5.) 15. Bb4, Ha6, 16. a5, Rf6, 17. Hel, c5, 18. dxc6, Hxc6, 19. Rxe5! (Með þessari leikfléttu nær Korstnoj því marki að gera a-peð sitt að frelsingja. Það ræður úi’slitum.) 19------dxe5, 20. Rxc6, bxe6, 21. Bxf8, Dxf8, 22. a6, Rd4, 23. a7, Bb7. (Hótar að leika — — c5 og sækja á hvíta kónginn.) 24. Hbl, Pf7. 25. Hxe5, c5, 26. Hxb7!. Dxb7, 27. Rd5. (Þannig vinnur hvítur mann. því eftir t.d. 27. — — Rxdö. Icm-ú 28. He8t og síðan a8D.) 27. — — Dxa7, 28. Rxf8t. Kf7, 29. Rd5, Da2, 30. Dg4 og Savon gafst upp. I KROSSGÁTA 4-1963 LÁRÉTT: 1 hrópa; 4 dökkur; 8 mikið hvassviðri; 9 slæpist; 10 stíf; 11 íslenzkt; 13 kvittun; 15 missmíð; 17 keyrsla; 19 brunaleifar; 21 eymsli í baki; 23 latína; 26 kól; 27 eina; 28. forystan í ÍSÍ. LÓÐRÉTT: 1 skrefs; 2 leysist; 3 pening- anna; 4 ekki í askana; 5 eldhúsáhaldið; 6 salerni; 7 byggt; 12 tveir samhljóðar og tveir sérhljóðar; 14 hugmyndir; 16 mála; 18 loðdýr; 20 harðfiskur (d=ð); 22 unna; 24 leiðbeint; 25 glufa; 26 framkoma. Lausn á krossgátu 3/1963: LÁRÉTT: 1 krabb; 4 skálkar; 8 skvetta; 9 allir; 10 renna; 11 ísaland; 13 rösk; 15 skrögg; 17 ekkill; 19 rell; 21 skakkar 23 elska; 26 hakan; 27 elskuna; 28 Hafnarfjarðar. LÓÐRÉTT: 1 kæsir; Asvan; 3 bitvarg; 4 skarís; 5 ásaka; 6 kallaði; 7 rýrið; 12 skel; 14 ögra; 16 REÁLK; 18 klessta; 20 erreff; 22 kanna; 24 skurð; 25 aaarr; 26 hhh. SlÐA g Útgefandi: Sameimngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. SigurS- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Heimsmethöfum þakkað Með ýmsum hætti er vikið að íslenzkum sjó- mönnum í Morgunblaðinu. Ekki alls fyrir löngu langaði ritstjórana að finna einhver dæmi þess, að íslendingar séu framtakssöm þjóð og stórhuga, og varð þá ekki annað tiltækara en þetta: „Framleiðsla okkar af sjávarafurðum er meiri á hvern sjómann en tíðkast meðal nokk- urrar annarrar fiskveiðiþjóðar.“ Og þess er get- ið í beinu framhaldi að afköst og framleiðsla þjóðarinnar eykst ár frá ári og þjóðin æíti því að eiga bjarta framtíð í vændum. Það fer ekki milli mála að í slíkum ummælum er Morgun- blaðið á réttri leið. j^n hvernig hafa svo Morgunblaðsmenn viljað launa gfreksmönnum íslenzku sjómanna- stétt'arinnar á liðnu ári afrekin í vinnu og af- kösíum? Hér er ekki eingöngu átt við þá Morg- unblaðsmenn sem skrifa mest í blaðið, heldur líka mátfarstólpa Sjálfstæðisflokksins sem öllu ráða í samtökum útgerðarmanna, eins og t.d. Fél. íslénzkra bofnvörpuskipaeigenda og Lands- sambandi íslenzkra útvegsmanna. Af því er fróðleg saga einmitt frá þessu afreksári íslenzku sjómannasíéttarinnar 1962, árinu þegar þessir sömu útgerðarmenn skófluðu í sinn vasa o’fsa- gróða svo annað eins hefur ekki þekkzt í ís- lenzkum gróðaannálum. Jjhnmitt þetta metár í afreksafkösfum íslenzku sjómannastétfarinnar völdu Morgunblaðs- mennirnir og máttarstólpar Sjálfstæðisflokks- ins til hinna lúalegusfu árása á réttindi og launakjör sjómanna, afreksmannanna, sem vitn- að er til. Þannig var Sjálfstæðisflokkurinn í langvarandi stríði við togarasjómenn, framá- menn flokksins í Félagi íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda sendu Alþingi kröfuna alræmdu um skerðingu vökulaganna og hóíun um að tog- araútgerð skyldi að öðrum kosti lögð niður á íslandi. Þeirri árás var afstýrt, en Sjálfstæðis- flokkurinn reyndi samt að sýna togarasjómönn- um í t’vo heimana með því að neita í 131 dag að viðurkenna hinar sjálfsögðu leiðréttingar á kjörum þeirra og binda skipin þann tíma, en útgerðarmenn hirtu um leið 60 milljón krónur af almannafé sem Alþingi hellti í skuldahítir togaraúfgerðanna. Síðan hófst stríð Morgun- blaðsmanna og máttarstólpa Sjálfstæðisflokks- ins við síldveiðisjómennina og misbeiting lög- gjafarvalds með gerðardómsárásinni.’ Og þessir herrar létu sig ekki muna um að stofna tvívegis til stöðvana síldveiðanna á sl. ári með vitifirrtri kröfu um kjaraskerðingu síldveiðisjómanna, svo útgerðarburgeisarnir gætu líka tekið á þurru verulegan hluta af því sem sjómönnunum bar. Jjannig launa Morgunblaðsmenn og máttarstólp- ar Sjálfstæðisflokksins í reynd afreksmönn- um og heimsmethöfum íslendinga í fisk^:*öm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.