Þjóðviljinn - 19.02.1963, Page 7

Þjóðviljinn - 19.02.1963, Page 7
ÞJÓÐVILJINN :>riðjudagur 19. febrúar 1668- VERÐUM AÐ KOMAST AF NÝLENDUSTIGINU Þegar stjórnarskiptin urðu í Færeyjum í síðasta mánuði, sendi eitt Kaupmannahafnarblaðið, INFORMATION, blaðamann til eyjanna. Hefur hann átt viðtöl við ýmsa framámenn í stjórnmál- um og atvinnumálum á eyjunum, þ. á m. þetta spjall við Erlend Patursson, f jármála- og sjávarútvegsmálaráðherra, sem hér birtist í lauslegri þýðingu. Þad vanlar enn tvær eða þrjér skúffur í skrifborð Er- lendar Paturssonar og nokkrar vegghillur í skrifstofu hans i landsstjómarhúsinu á Tinga- nesi, en frá öllu verður ekki gengið á svipstundu og þegar þessum smámunum hefur verið kippt í lag getur maður að minnsta kosti verið viss um að í skúffurnar og hillurnar verði ekki hlaðið málum í þeim tii- gangi að þau rykfalli þar. Hinn nýi fjármála- og sjávarútvegs- málaráðherra Færeyja býr sig vinnuglaður til að leysa verk- efni sín. sem framundan bíða, og sú vinnugleði hlýtur óhjá- kvæmilega að setja nokkurn — og kannski ekki svo lítinn — fiðring í andstæðingahópinn. Þjóðveldismaðurinn Erlendut Patursson cand. polit., sonur kóngsbóndans í Kirkjubæ, það- an sem framfarirnar báru á sínum tíma svip stórbrotinnar persónu föður hans. Jóannes- ar Paturssonar, tekur nú við lykilstöðu í færeysku þjóðfélagi. Erlendur Patursson hefur um langt árabil verið forystumað- ur Þjóðveldisflokksins, sjálfs- stjómarflokksins sem stofnaður var í maí 1948, og í Danmörku líta margir á hann sem upp- reisnarmanninn fyrst og fremst og magnaðan Danahatara. Ný- lega gátu menn þó heyrt einn af pólitískum andstæðingum hans, sósíaldemókratann Johan Nielsen, þjóðþingsmann frá Klakksvík lýsa því í danska út- varpið, a'ð sér fyndist fráleitt að kalla Erlend Patursson upp- reisnarmann, því að hann væri bæði „geðfelldur maður og duglegur“. Stutt æviágrip — að nokkru eíns og hann lætur það frá sér fara — segir frá ellefu bernsku- árum í Kirkjubæ og skólanámi i konungsríkinu íslandi. sem lauk með stúdentsprófi. Því næst tók við eins árs hagfræði- nám í Osló og síðan háskóla- nám í Kaupmannahöfn, þar sem hann lauk embættisprófi árið 1942. — Höfðu færeyskir nemend- ur lítil skipti við jafnaldra frá öðrum löndum í „útlegðinni" í dönsku höfuðborginni á her- námsárunum? Með dönskum stúdentum var lítið verið, en þeim mun meir dvalizt með hinum íslenzku. Hvort um ein- angrun eða ekki hefur verið að ræða skal ósagt látið. En áhuga höfðu menn á stjórnmálum, umræðufundir voru haldnir f færeyskum félögum og hálfs- mánaðarlega gefið út blað, þar sem rætt var um allt milli him- ins og jarðar. Þetta var góð æfing þeim, sem síðar áttu eftir að verða forystumaður stjóm- málaflokks og formaður stétt- arsamtaka færeyskra fiski- manna. Erlendur Patursson sneri heim í stríðslok og var hag- fræðingur Lögþingsins 1946—47. — En ég var látinn fara. Það var ekki talin þörf fyrir sér- fræðinga — allra sízt þegar þeir höfðu ákveðnar skoðamr á málum. Og við berum þess merki enn, sagði hann — eins og hann legði áherzlu á að i því efni yrðu gerðar breytingar. ★ Nú situr hagfræðingurinn í sæti fjármálaráðherra. Hverju r-,’-- ’oann að koma til leiðar? Erlendur Patursson dregur sam- an helztu atriði stefnuskrárinn- ar, eins og hún nú liggur fyrir, á þessa leið: — Rannsókn verður gerð á þjóðarbúskap okkar í víðustu merkingu þess orðs og ein- stökum atriðum. Hún rsun ná til fjármála ríkisins (þar með verður reynt að gera áætlanir fram i tímann), bæði með tilliti til aukinnar sjálfsstjórnar og nauðsynlegra úrbóta á því stjórnaríari sem við nú búum við. 1 lok febrúar verður lagt fyrir lögþingið frumvarp að nýrri skatta- og tollalöggjöf. Núverandi lög um þessi efni eru frá 1923 og orðin algerlega úrelt. Skattalöggjöfin hefur ver- ið til umræðu árlega síðan 1948, en nú verður endurskoðun hennar lokið, þannig að nýju lögin öðlast gildi fjárhagsárið 1964. Frumvarp um nýja skatt- heimtuaðferð sem Þjóðveldjs- flokkurinn lagði fram 1960, er til umræðu en verður ekki af- greitt á þessu ári. Við munum einnig reyna að breyta og færa í nýtízkara form frágang ríkisreikninganna, þannig að jafnan sé unnt að hafa glöggt yfirlit um fjármála- ástandið á hverjum tíma. Unnið er að rannsókn á afkomu sjáv- arútvegsins í þeim tilgangi að bæta rekstursgrundvöllinn. Sem formaður samtaka fiskimanna lagði ég fram tillögu þess efn- is þegar árið 1953, en hún kom fyrst til framkvæmda í ágúst- mánuði i fyrra. Sérstök hae- fræðineínd mun samhæfa og hafa yfirumsjón með rannsókn þessari og athugunum sem unn- ið er að af nefnd þeirri, er kannar þróunarmöguleika hinna einstöku héraða. Tillaga um þetta verður einnig lögð fyrir Lögþingið, þegar það kem- ur saman. Hagfræðinefndin á einnig að láta til síln taka þá grund- vallarskipulagsbreytingu sem gera verður innan sjávarútvegs- ins, landbúnaðar. iðnaðar, iðju og verzlunar. Einnig verða launa- og verðlagsmálin tekin til meðferðar. Nefnd þessi á þannig að fá heildarmynd af fjármálaástandinu, byggða á nauðsynlegri sérþekkingu á skatta- og tollamálum, reikn- ingshaldi, hinum ýmsu atvinnu- greinum, viðskiptamálum, lána- stofnunum, verðlagsmálum. kaupgjaldsmálum o.s.frv. — Slíkt sem þetta verður ekki unnið frá degi til dags en það er orðið nauðsynlegt að kanna til hlítar efnahagsmál okkar, segir Erlendur Patursson. — því að nú vitum við i raun- inni ekki hvemig ástandið er í þessum málum. Það er fyrst þegar þessi vitneskja er feng- in, að vænta má ákveðinnar framkvæmdaáætlunar, en þó höfum við nú þegar dregið nokkra höfuðdrætti hennar. ★ Patursson leggur áherzlu á nauðsyn þess að hraða verði uppbyggingunni í Færeyjum og grundvöllur hennar iafnframt gerður skvnsamlegur. — Við verðum að snúa baki við þeirri nýlendustefnu í efna- hagsmálum sem við höfum búið við til þessa. Við verðum að hætta útflutningi hráefna. Það er brýnt nauðsynjamál, að við vinnum okkar afurðir sjálfir, gerum fiskinn að verðmætari vöru. Þetta er grundvöllur þess að menn geti búið á þessum eyjum. Og ég hefi ekki aðeins trú á því að þetta takist. Ég er þess fullviss! Ef litið er á opinbera þjón- ustu hér í Færeyjum (vega- lagningu. hafnargerðir, sjúkra- húsmál, raforkuframleiðslu, skólahald o.s.frv.) þá erum við skammt á veg komnir. Sökina á þessu ástandi bera sameiginlega ýmsar ríkisstjórnir Danmerkur og Hin íhaldssömu öfl hér á eyjunum. Það skiptir svo ekki máli hvernig þessir aðilar vilja skipta þessari sök sín á milli Má vei'a að atvinnurekendur hér hafi ekki gætt þess að fylgjast nægilega með tíman- um, en líka má nefna það, að ytri aðstæður til grundvallar- breytinga hafa til þessa ekki verið fyrir hendi — hvorki pólitiskar né efnahagslegar. Sú breyting, sem á að hefja Færeyjar i röð athafnasamra nútímaríkja krefst mikils fjár- magns. Og því verður ekki náð með sköttum, alls ekki. Ekki heldur lánum með þeim vaxta- kjörum, sem við nú búum við. Þess í stað verðum við að hafa aðgang að fjárfestingar- og framkvæmdalánum til langs tíma með góðum kjörum, vaxtalágum lánum — jafnvei allt niður i 0%! Slík aðstoð er nú veitt þróunarríkjunum — og við teljum að okkur beri einn- ig að liðsinna á þann hátt. í bibliunni er einhversstaðar sagt, að syndir feðranna erfist í þriðja og fjórða lið .... og við verðum enn að bera Sam- bands-syndir frá þeim tíma, er sjálfsagt var talið að ómögu- leet væri að leggja vegi á Fær- Erlendur Patursson: — Við verðum að geta genngið að stórum fjárfcstingarlánum til langs tíma — og með góðum kjörum, já mjög góðum kjörum . . . segir Erlendur Patursson síða 1 eyjum vegna þess að hér væru brekkumar of brattar, eða sími væri óþarfur. Fólk gæti sem bezt gengið. Scinni tíma stjórn- málasaga Færeyja íékk á sig svartasta blettinn, þegar sam- vinna Paturssons gamla og I. C. Christensen var brotin niður af afturhaldsöflunum, sem síðan nutu stuðnings allra ríkisstjóma Danmerkur sem á eftir komu, án tillits til stjórnmálaskoðana. Ef við fáum ekki stórlán með góðum kjörum, þau sem við teljum okkur eiga rétt á, getum við strax lagt árar i bát, því að nú erum við ekki einu sinni færir um að standa und- ir lánum með 7—8% vöxtum. Við höfum nú lán til vegalagn- ingar með 73/4% og útgerðar með 814%... Eg trúi ekki öðru en lánsfjáróskir okkar mæti skilningi í Danmörku, en 'ef lánin fást ekki þar verður óhjákvæmilegt að leita annarra ráða. Landsstjómin nýja hefur ó- líkar skoðanir á ýmsum mál- um, en um sjálfsstjómaróskim- ar er hún sammála, segir Pat- ursson og bætir við: — Heimskulegt finnst mér það alltaf, þegar dregið er í efa að Færeyingar geti stýrt eigin málum. Síðustu árin hafa marg- ar milljónaþjóðir hlotið sjálf- stæði. Geta Færeyingar staðið á eigin fótum? Þér gætuð með sama rétti spurt sjálfan yður: „Kemst ég lifandi út um þess- ar dyr? Kemst ég lifandi heim aftur til Kaupmannahafnar?1* — Stjómarandstaðan heldur því fram, að mörgum kjósend- um flokkanna, sem fulltrúa eiga í nýju landsstjóminni, sé ekki farið að lítast á blikuna .. ? — Það fær ekki staðizt. Allir kjósendur hinna fjóru stjórnar- flokka eru ánægðir með þessa lausn. Mér er vel kunnugt um það sem Peter Mohr Dam hefur sagt i viðtali við Aktuelt (kratablaðið í Kaupmannahöfn). en fáum dögum eftir að við- talið birtist varð hann I minni- hluta við kosningu í bæjarráð í heimabæ hans, Þvereyri. Þar var mynduð samsteypustjóm 4 fulltrúa af 7. Fjórmenningamir eru fulltrúar Sjálfsstjómar- flokksins, Fólkaflokksins, Þjóð- veldisflokksins — og einn ó- háður, sem kjörin var forseti bæjarstjórnarinnar. Síðan kem- ur röðin að Þjóðveldisflokknum að tilnefna bæjarstjómarforset- ann. samþykkt Lögþingsins. Það er: landsstjómin hafi ekki neitun- arvald. Geti stjómin ekki fram- kvæmt samþykktir Lögþingsins, verður hún að segja af sér eða að öðrum kosti að leggja málið aftur fyrir þingið. Þetta er pólitískt samkomu- lag innan hinnar nýju lands- stjórnar, þó að enn hafi það ekki verið fellt undir neina á- kveðna grein skriflegs samn- ings, segir Erlendur Patursson að lokum. Af fundi hans gengur maður fullviss um að það verði stjórn- að frá Tinganesi í náinni fram- tíð. Og kannski í ríkara mæli en mörg undanfarin ár og ör- ugglega með önnur stefnumið í huga. k # Evrópu \ stór uukust \ Þegar rætt er við Erlend Pat- ursson hlýtur 12 mílna land- helgin einnig að bera á góma. Hinn 10. maí 1961 samþykkti Lögþingið að skora á dönsku ríkisstjómina að segja upp hin- um núgildandi samningi við Englendinga (hann er frá 24. apríl 1959) þannig að gildis- tími hans rynni út á miðnætti 27. apríl n.k.). Samtímis var samþykkt að óska eftir að sett yrði reglugerð um 12 sjómílna landhelgi. — Með þessari samþykkt Lögþingsins, segir Patursson, varð stefnan sem Þjóðveldis- flokkurinn hefur markað í fis.k- veiðamálunum allt frá árinu 1952 ofaná. Samningnum var líka um síðir sagt upp, en reglugerðin um 12 mflna land- helgina hefur enn ekki verið sett. 1 samþykkt Lögþingsins var berum orðum talað um reglur, því að nýr samningur við Englendinga var ekki tal- inn æskilegur og tillaga Sam- bandsflokksins um þess háttar samkomulag var fellt. Ég get líka bætt þessu við: Hinn 21. marz 1958 samþykkti lögþingið fyrirmæli til lands- stjórnarinnar um smíði nýs og fullkomins varðskips. Þessari samþykkt hefur enn ekki verið framfylgt. Landsstjórnin átti að sjá um að slíkt varðskip fengi fullkomna heimild til að verja færeyska hagsmuni. ÞeUa hefur ekki heldur verið gert. Sambandsflokkurinn bar fram tillögu um að óskað yrði eftir raunhæfari landhelgisgæziu af hálfu Dana, en sú tillaga var ekki afgrejdd 1 Lögþinginu. Með tilliti til þeirrar reynsiu sem fengizt hefur og drepið er á hér að framan, hefur hin nýja landsstjórn ákveðið að ó- frávíkjanlegt sé að framfylgja I ! i * * * * k >« Nýbirt skýrsla frá Efna- hagsnefnd S.Þ. fyrir Ev- rópu (ECE), sem fjallar um ferðalög með flugvél- um, járnbrautarlestum og vélknúnum farartækjum, leiðir í ljós að fjöldi þeirra ® kílómetra sem hver Ev- rópumaður ferðast árlega eykst jafnt og þétt. og á það jafnt við um ferðir til daglegrar vinnu og við- skipta- og skemmtiferðir. í flugferðum hefur aukn- ingin orðið jöfnust og hröð- ust. segir í skýrslunni. Á síðustu tíu árum nam aukningin í flugferðum Evrópuríkj anna að meðal- tali 13 af hundraði árlega. Þessi aukning hélzt einnig árið 1961, þegar farþega- flug í öllum heiminum jókst aðeins um 6 af hundraði, og árið 1962. ! I I ! Hlutur flugsins í heiidar- útkomunni er samt óveru- legur. Á árinu 1961 voru ferðalög með járnbrautum 40 sinnum meiri en ferða- lög með flugvélum, miðað við kíilómetrafjölda (Sovét- ríkin undanskilin). í þeim k Evrópulöndum. þar sem fjöldi einkabitLa er mikill, L aukast farþegaflutningar Sf jámbrautarlesta samt mjög k hægt, eru óbreyttir eða ® minnka jaínvel. Svíþjóð er nefnd sem einstakt dæmi um það síðastnefnda. Á ár- unum 1956—1958 minnlc- uðu farþegaflutningar jám- brautarlesta þar í landi um 15 af hundraði og hafa ekki aukizt sem þvi nemur á árunum sem síðan eru liðin. Samkvæmt skýrslunni er Svíþjóð mesta bílaland Ev- rópu. Þar er einn bíll á hverja 6 íbúa. Þar næst koma Frakkland með 7 í- búa á bíl, Lúxemborg 8, Bretland 9, Danmörk, Vest- ur-Þýzkaland og Sviss 10, Belgía 11, ísland 12, Nor- egur 13, Austurríki 15. Hol- land 19, Ítalía 20 og Finn- land 21. Tölurnar eru frá 1961. nema íslands frá 1960. Útreikningar ECE benda til. að fjöldi aksturs- kílómetra með einkabílum í öllum Evrópulöndum hafi að minnsta kosti tvöfald- azt á árunum 1960—1961. I nokkrum löndum, svo sem Ítalíu, Svíbjóð. Vestur Þýzkalandi og Austurríki. er aukningin fimmföld eða jafnvel meiri Ekkert bend- ir til að bessi öri vöxtur muni vei-ða hægari i fram- tíðinni — Frá S.Þ.), ! ! * *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.