Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.02.1963, Blaðsíða 12
Bruninn af manna! HJARTAÐ knúið voidum | rafmagni Lokið er nú frumrannsókn brunamálsins á Litla Hrauni og skýrði setudómarinn, Elías Elías- son fulltrúi í dómsmálaráðuneyt- inu, Þjóðviljanum svo frá í gær, að hún hefði leitt í Ijós að á- stæða væri til að ætla að brun ínn hefði orsakazt af manna völdum, þótt ekki hefði enn fallið grunur á neinn sérstakan b mann. kj Við rannsókn á kynditæki B verkstæðisins sem brann fundust k tvö göt á olíugeymi þess og B telja sérfróðir menn að þau hafi k verið höggvin á geyminn með ^ meitli eða öðru álíka verkfæri. Segja þeir jafnframt að þetta hafi verið gert áður en verk- stæðið brann og muni hsjfa kviknað í olíunni sem rann út um götin á geyminum. f sambandi við rannsókn þessa brunamáls hafa margir verið yf- irheyrðir bæði fangar og starfs- lið stofnunarinnar, en ekkert það hefur komið fram við rann- sóknina er felli grun á ákveðinn mann eða menn. Setudómarinn sagði að lokum, að skýrsla um rannsóknina myndi afhent saksóknara ríkis- ins á næstunni. Síðastliðinn laugardag kom bílstjóri hér úr | Reykjavík, Hörður Gestsson, Sólheimum 27, | heim af sjúkrahúsi í Árósum þar sem hann | hafði dvalizt frá því um miðjan janúar. Gekkst • hann fyrstur íslendinga undir mjög sérstæða hjartaaðgerð. Var sett rafhlaða inn í líkama hans og leiðslur frá henni tengdar við hjart- að og stjórnar rafhlaðan síðan hjartslæ'ttinum sem var orðinn alltof hægur. þorskanét Aflaleysistímabjl hefur verjð í verstöðvum á Suðurnesjum undanfarið og vakti athygli góð- ur afli í þorskanót núna um helgjna hjá Ársæli Sigurðssyni II, frá Hafnarfirði, sem rær í vetur frá Grindavík. Á föstuda? fékk hann 15 lestir af góðum þorski í einu kasti og á laugardag fékk hann 12 lestir í einu kasti út af Reykjanesi. Þorskanót hefur ekki verjð notuð við veiðar hér á landi fyrr en síðustu árjn að norskri fyrirmynd og má búast við. að fleiri bátar sem eiga þorskanót. fari út og reyni hana | I IK- Þjóðviljinn átti í gær stutt samtal við Hörð og bað hann að segja ofurlítið frá þessari sérstæðu læknisaðgerð. Fer frásögn hans hér á eftir. Sló aðeins 30 slög Þessi veikindi mín eru bú- in að standa yfir í rúm 4 ár. Byrjuðu þau með því að ég fór að fá yfirlið á morgn- ana. Var ég á sjúkrahúsi í 3 mánuði og batnaði nokkuð, en veikindin tóku sig aftur upp í október 1961. Fór mér síðan smáversandi og voru hjartaslögin komin niður í 30 slög á mínútu, enda fékk ég yfirlið og datt niður hvar sem var. 1 sumar var ég á Vífilstaðahæli þar til um miðjan september að ég var fluttur í Landspítalann þar sem ég var þá orðinn svo slæmur. Var ég þar fram að mánaðamótum nóvember og desember að ég fór aftur að Vífilstöðum. var ég svo sendur til Árósa 14. janúar og voru yfirliðin þá byrjuð á nýjan leik. Var send með mér hjúkrunarkona til þess að sjá um mig á leiðinni. Læknirinn var íslenzkur Ég kom á Kommunehos- pitalet í Árósum 15. janúar Hörður Gestsson. og var ég þar í rannsókn dagana 15.—25. janúar að að- gerðin var gerð. Framkvæmdi hana íslenzkur læknir, Hans Svane að nafni, sem er ung- ur og mjög efnilegur læknir. Var faðir hans lyfsali í Stykkishólmi og á Isafirði. Aðgerðin fór þannig fram, að rafhlaðan eða tækið sem nefn- ist „pacemaker" er sett í kviðarholið neðst í náranum, er tækið á stærð við tóbaks- dós nema heldur þynnra. Er því komið fyrir með skurði í holdinu. Frá því ganga síðan leiðslur sem þræddar eru upp í hjartað og tengdar þar. Stjómar rafhlaðan nú slætti hjartans og slær það alltaf 62 slög á mínútu. Rafhlað- an endist í 5 ár en þá þarf að skipta um hana með skurð- aðgerð. Hjartað hætti að slá Áður en aðgerðin fór fram var ég settur í nýtt tæki sem sjúkrahúsið er nýbúið að fá. Voru þá settar leiðslur inn í æðar á handleggnum á mér og þræddar þaðan alla leið inn í hjarta. Sagði læknirinn að þetta hefði verið gert vegna þess, að læknamir ótt- uðust að hjartað þyldi ekki svæfinguna. Enda varð sú raunin á að það hætti að slá er ég var svæfður. Var þá hleypt rafstraumi á þræð- ina er leiddar höfðu verið frá handleggnum til hjart- ans og hjartað knúið áfram með rafstraumi meðan á að- gerðinni stóð. Getur farið að vinna Aðgerðin hófst um kl. 8.30 um morguninn og var ég vaknaður aftur um kl. 11.30 og fann ég þá strax mikinn mun á mér. Nú finn ég ekki neitt fyrir þessu, mig tekur aðeins svolítið í skurðinn. Og eftir 2—3 mánuði á ég að geta farið að vinna alla al- genga vinnu nema erfiðis- vinnu. Ég þarf þó að fara í skoðun á þriggja mánaða fresti og verð að forðast að verða fyrir rafmagni því að það er bráðlífshættulegt. Ég mun vera þriðji eða fjórði sjúklingurinn sem þessi aðgerð er gerð á við sjúkra- húsið í Árósum. Átti ég tal við einn sem gengizt hafði undir þessa aðgerð fyrir 9 mánuðum og var hann við beztu heilsu. Er tiltölulega nýbyrjað að framkvæma þessa aðgerð á Norðurlöndum en hún var fyrst gerð í Ameríku. Hér lýkur frásögn Harðar af þessari merkilegu aðgerð, en hann mun mörgum Reyk- víkingum að góðu kunnur, enda búinn að vera bifreiða- stjóri hér í 30 ár, en hann er nú 52 ára að aldri. Verðlaun afhent I I i Frá afhendingu verðlauna í Iok firmakeppni Skíðaráðs Reykjavík- ur sl. sunnudag. Mótsstjórinn, Ólafur Þorstciinsson, afhendir sigur- vegaranum, Gunnlaugi Sjgurðssyni, verðlaunin. — (Ljósm.: Hörð- ur Jónsson). Starfsf ræðsludagur siáv- arútvegsins á sunnudag lisfarlíf á Mrshöfn Þórshöfn í gær — Lejkljstarlíf stendur nú hér með miklum blóma og eru orsakir meðal annars ágætt bílfæri á Norð- austur’andj og blíður og still- Ur í veðurfari. Nýlega var lejkinn hér sjón- leikurinn ..Maður o.g kona“ og stóð Kvenfélag Þistilfjarðar fyr- ir þessari upofærslu og tókst með prýði Séra Sigvalda lék Óli Halldórsson frá Gunnars- stöðum' Fjölda fólks dreif að frá Raufarhöfn og Vopnafirði og viða úr sveitum. Þá er Lejkféiag Þórshafnar byrjað að æfa sjónleikinn „Aumingja Hönnu“ og hyggst færa hann upp bráðlega. Ennþá eru bátar ekki farnir að leggja upp fisk hér og leggia allan sjnn afla upp á Raufarhöfn og stafar það af fiár- málaóreiðu hjá Fiskiðjusamlagi Þórshafnar h’f. sem hefur ann- azt alla fiskverkun á staðnum. Nýlega er látin frú Arnheið- ur Sæmundsdóttir frá Heiði á Langanesi og fer útför hennar * H fram á morgun Þetta var mæt ; ^ merkiskona, — A.E. | pXLdlCL 1 AiUoUiU J.O. J “uuai OLJLtllicti 1 ctXlIIdLfdil UU ÐUCCbU tri IIU 04 cU d dU dlUii. Sex ný prestsembætti stofnuð í Reykjavík Safnaðarráð Reykjavíkur hefur nú gengið frá tillögum sínum um fjölgun presta og sklpun presta- j Sjötta j j skilningar- !vfti*1 ** « Aflj Eyjabáta var með ágæjtum í fyrradag og kom H f*f!ebö!d í Þinghó! Sósíaljstafélag Kópavogs held- ur spjlakvöld í Þinghól næst- komandi föstudagskvöld og hefst það kl. 8.30. Verðlaun vcrða veitt — Auk Þess mun Gísli afiaievsíð fvrir Halldórsson lesa upp fyrir gestj » atlaleysið lynr. kvöldsins. 1*r andi. með 11 lestir úr þeim róðri. ^ Hinsvegar undraði menn ^ i gær, að Stígandi fór ekki h á sjó og sást skipstjórinn " ásamt skipshöfn sinni huga h að netum sínum og fór í gærkviild út og lagði ■ þeim. Eyjabátar komu tómir E að landi í sær og þykir ? sjötta skilningavitið hjá B Helga Bergvinssyni vera í k all góðu lagi. — Hann sá | I rA kalla í borginni en mái þetta hefur verið í athugun hjá ráð- inu í meira en ár. Leggur ráðið til, að bætt verði við 6 nýjum prestum í Reykjavík, 4 embætti bætist við í gömlu prcstaköliun- um en einnig verði stofnuð tvö ný prestaköll. Nýju prestaköllin sem gert er ráð fyrir að stofna eiga að heita Bústaðaprestakall og Grensás- prestakall. Hins vegar er gert ráð fyrir að bætt verði við prest- um í Nesprestakalli, Laugames- prestakallj, Háteigsprestakalli og Langholtsprestakalli. Verður það lagt á vald viðkomandi safn- aða, hvort prestaköllum þessum verður skipt milli prestanna eða þeir þjóni þeim sameiginlega. Þá er í tillögum Safnaðarráðs- ins gert ráð fyrir því að kosn- ing nýju prestanna fari fram um mánaðamótin sept.—okt. Þessar tillögur safnaðarráðs verða nú sendar til biskups er síðan lætur þær ganga til kirkju- málaráðherra ásamt umsögn sinni. Safnaðarráðið er skipað prestum, safnaðarformönnum og safnaðarfulltrúum þjóðkirkju- safnaðanna í Reykjavík. Nái þessar nýju tillögur fram að ganga verða þjóðkirkjuprest- ar í Reykjavík 14 en eru nú .9 i Reykjavík og Kópavogi en Kópavogur verður gerður að sér- stöku prestakalli eftir tillögun- um. Auk þjóðkirkjuprestanna eru svo starfandi 2 fríkirkju- prestar hér í Reykjavík. Dagblaðið Vísir segir í gær að þegar sé uppi fótur og fit Á S'unnudaginn kemur, 24. febrúar, verður nemendum unglinga- og framhaldsskólum Reykjavíkur og nágrennis gefinn kostur á yfirgripsmikilli kynningu og fræðslu um aðalatvinnugrein íslendinga, sjávarútveginn, og störf tengd honum. Hefst þessi starfsfræðsludagur sjávarútvegsins klukkan tvö síð- degis og stendur yfir í 3 klukku- stundir. Fjölmargir fulltrúar ým- issa starfsgreina sjávarútvegs- ins veita unglingum fræðslu í húsakynnum Sjómannaskólans, en auk þess gefst nemendunum kostur á að heimsækja nokkra vinnustaði í bænum. 1 vinnusal Stýrimannaskólans á fyrstu hæð vesturálmu skóla- hússins verða sýnd sjóvinnu- brögð ýmiskonar, björgunarbátur o. fl. 1 matsalnum á sömu hæð verður Fiskimat ríkisins með stóra sýningardeild, þar sem fram fer verkleg sýning á gæðum og útliti fisks með ýmsum verk- unaraðferðum og veittar verða upplýsingar um störf við gæða- mat á fiski til útflutnings. Þama meðal klerka víðs vegar um i verða einnig fulltrúar matsveina. land vegna þessara væntanlegu embætta hér í höfuðstaðnum og nefnir blaðið marga presta er það telur að ætli sér að sækia um nýju brauðin og gömlu. Má vafalaust búast við harðsóttum prestkosningum ef að vanda Vísitalan óbreytt í febrúarmánuði Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun febrúarmánaðar 1263 og reyndist hún vera 128 stig eða óbreytt frá vísitölunni í janúar- byrjun 196*. veitingaþjóna og bryta og svara fyrirspumum. Á annarri og þriðju hæð, í húsakynnum Vélskólans, em svo fulltrúar fjölmargra starfshóoa og félagasamtaka Þarna verða fulltrúar fyrir félagsmál sjó- manna, loftskeytamenn, vélskól- ann, norska sjómannaskólann, iðngreinar ýmsar, Tæknifræðinga- félag íslands, Eimskipafélag Is- lands, Skipadeild SÍS, skips- þemur, Samlag skreiðarframleið- enda, Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Fjskideildina, Fiskifélag Islands o.fl. o.fl. Samtök framleiðenda, þau er áður var getið, munu annast eig- inlega fræðslusýningu á 2. hæð skólahússins, en á þriðju hæð- inni verða sýnd, í stofum 10 og 18, ýmiskonar siglingatæki, allt frá áttavita til ratsjár. Þeir vinnustaðir, sem heimsótt- ir verða á starfsfræðsludegi sjáv- arútvegsins, eru þessir: Vélasal- ur Vélskólans, en þar verða vél- arnar hafðar í gangi, Vélsmiðja Sigurðar Sveinbjörnssonar, Fisk- verkunarstöð Júpíters og Mars á Kirkjusandi, Fiskimjölsverk- smiðjan á Kletti, togari á Reykja- víkurhöfn og Slippurinn. Stræt- isvagnar munu ganga milli Sjó- mannaskólans og vinnustaða. Brauzf inn í 5—6 bíla og stal ír vflim ýmsn dóti Aðfaranótt sl. sunnudag tók lögreglan mann sem brotizt hafði inn í nokkra bíla og hnuplað þaðan ýmsu lauslegu dóti. Vitað er um þrjá bfla sem maðurinn hafði brotizt inn í við Hvassa- leiti, Heiðagerði og Langagerði en sjálfur segist hann hafa brot- izt inn í 5 eða 6 bíla og mun það rétt vera því enn eru í vörzlu rannsóknarlögreglunnar ein úlpa, vasaljós og nokkur smáverkfæri sem tekin voru af manninum og hann hafði hirt í einhverjum bifreiðum. Eru þeir bíleigendur sem kunna að sakna þessara hluta beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna. Maðurinn var ölvaður er hann framdi verknað þennan. á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.