Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.02.1963, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 21. febrúar 1963 — 28. árgangur — 43. tölublað. Hættuiegur leikur unglinga Si i mgu Mara drengs Vm klukkan 9.30 f fyrra- kvöld var 14 ára piltur að leika sér úti á götu í Gnoð- arvogi. . Gengu þá frasnhjá honum á götunni f jórir piltar nokkru eldri en hann og um Ieið og þc'ir fóru framhjá hon- um sprautaði einn þeirra l'raman í hann einhverjum vökva er lenti í augum hans. Brenndi vökvinn drenginn svo að a.m.k. annað auga drengs- ins skaddaðist talsvert og varð að fara með hann strax til læknis. Er þó talið, að hann muni ekkí missa sjón af völdum brunans. 1 sambandi við atburð þenn- an biður rannsóknarlögreglan alla sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar um, hvaða piltar hér hafa veriö að verki, að gefa sig fram við hana. Að því er rannsóknarlög- reglan skýrði blaðinu frá í gær er ekkí Vitað um hvers konar vökvi það var sem sprautað var í augu drengsins. Blaðið hefur hins vegar haft spurnir af því, að atvik líkt þessu hafi komið fyrir áður, þótt ekki hafi hlotizt svo al- varlegt slys af sem nú. Hefur blaðið heyrt, að unglingar hafi fundið upp á því að hrekkja hverjir aðra með því að sprauta salmíakspíritusi hverjir á aðra, en af honum er sem kunnugt er mjög sterk og vond lykt. Salmíakspíritus er hins vegar svo sterkur, að hann getur hæglega brcnnt illa, ef hann lendir t.d. í augu. Er hér því vissulega um mjög hættulegan leik að ræða og ættu foreldrar að brýna fyrir börnum sínum að hafa ekki slíka hrekki í frammi. Aist©i á hafínu ÞeirskipalU/ta vinstri manma Þessir menn skipa; aðal- sæti á lista vinstri ananna í Iðju. Myndin til vinstri er af Gísla Svanberjgssyni, en síðan koma, talið oí'an- frá: Guðmundur Þ. bóns- son, Guðbrandur Bcncdikts- son, Jóhann Guðlamgsson, Katríu Þórðaróttir, Marta Þorleifsdóttir og Guim- laugur Einarsson. Listi vinstri manna í llju Framundan eru stjórnarkosn- ingar í Iðju, félagi verksmiðja- fólks. Vinstrimenn hafa gengid frá sínu framboði í félaginu og er listinn þannig skipaður: Formaður: Gísli Svanbergsson, Ölgerðin. Varaformaður: • Guðmundur Þ. Jónsson, Frigg. Ritari: Guðbrandur Benediktsson, Ax- el Eyjólfsson. Gjaldkeri: Jóhann Guðlaugsson, Svanur. Meðstjórnendur: Katrín Þórðardóttir, Gefjun. Marta Þorleifsdóttir, Föt, Gunnlaugur Einarsson, Gólf- teppagerðin. Varastjórn: Guðbjörg Jónsdóttir, Nýja Efnalaugin, Þorbjörg M. Þor- bergsdóttir, ílltíma, Vilborg Xómasdóttir, Belgjagerðin. Endurskoðendur: Sigurður Valdimarsson, Rey- plast, Þráinn Arinbjarnarson, Gólfteppagerðin. Viðtal við Gísla Svanbergsson, formansefni vinstrimanna: Iðja þarf ai háfa forustu, ekki hiria árangur annara íHÍRí^kKv í formannssæti á lista vinstrimanna í Iðju er Gísli Svanbergsson, 28 ára gamall iðnverkamaður; hann hefur starfað hjá Ölgerð Egils Skallagríms- sonar undanfarin þrjú ár og skipaði í fyrra rit- arasætið á lista vinstrimanna í félagi sínu. Þjóð- viljinn kom í gær að máli við Gísla og spurði hann um þau kjaramál sem nú ber hæst í Iðju. Þó varðskipin séu ákaflega upptekin þessa dagana við að gæta landhelgisskákarinnar aust ur með öllum söndum, gefa þau sér þó tíma til að aðstoða skip, sem þess þurfa með. Hér er Úðinn með síldarskipið Sigur- karfa frá Njarðvík í eftirdragi utan við Vestmannaeyjar. Nótin hefur líklega farið í skrúfuna og verið losuð með aðstoðfrosk- manns af Cðni. Sigurkarfi hét áður Edda og sökk í ofsaveðri á Grundarfirði fyrir allmörg- um árum en náðist upp aft- ur. — (Ljósm. Þjóðv. G. C). Örtröð í Eyjahöfn Vestmannaeyjum í gær. — Síld- veiðiskipin streymdu hér inn í gaerdag og fór síidin að mestu í bræðslu Þó var Gunnólfur með 650 tunnur af bráðfallegri síld og Ófeigur II. með 300 tunn. ur af góðrj síld og fór hún í frystingu Önnur skip sem lönd- uðu síld til bræðslu voru Krist björg með 600 tunnur. Gullborg með 900 tunnur Eriingur III. með 650 tunnur. Erlingur IV. með 800 tunnur, Meta með 800 tunnur. Afli var tregur hjá línu- bátum og eru þeir óðum að skipta yfir á net. Enn sækja þrír bátar um leyfi fyrlr síldartrolli Vegna þess, sem fram hefur komið um land-^ helgisveiðar báta, sem fengið hafa leyfi til að stunda síldveiðar í flotvörpu, snerum við okkur til Fiskifélagsins í gær og höfðum tal af Davíð Ólafssyni fiskimálastjóra. Hann kvað það rétt, að Sindri VE og Haraldur SF hefðu á sín- um tíma fengið leyfi frá Sjávar- útvegsmálaráðuneytinu til þess- ara veiða. Leyfið hefði verið gef- ið samkvæmt meðmælum frá Fiskifélaginu. Slík leyfi hefðu verið veitt öðru hverju undanfar- in ár, en árangur veiðanna hefði jafnan verið lítill, sem enginn. Fulltrúi í Fjármálaráðuneytinu staðfesti ummæli fiskimálastjóru. Bátarnir Sindri og Haraldur fengu leyfi sín hinn 22. janúar sl. Leyfin eru veitt samkvæmt meðmælum Fiskifélagsins og með þeim skilyrðum, að eingöngu séu stundaðar síldveiðar við Suðvest- urland og ekkert annað veiðar- færi sé um þorð. Þá er skipstjór- unum gert að skyldu að sei.da Fiskifélaginu skýrslu um veiðarn- ar á meðfylgjandi eyðublöðum. Loks er tekið f ram, að ef bátur er staðin að verki að öðrum veið- um en síldveiðum, falli leyfið tafarlaust niður. Fulltrúinn kvað það ekkert efamál að Sindri og Haraldur hefðu verið með botntroll um borð jafnframt sfldartrollinu og yrðu leyfi þeirra vafalaust aft- urkölluð. Fleiri sýna nú áhuga á síldar- trollinu. Glaður VE 270, sem tek- inn var í landhelgi á sunnudag- inn hefur sótt um leyfi. Freyja VE 260 og einn í viðbót. Um- sóknir þeirra voru sendar Fiski- félaginu til umsagnar, en vafa- lítið er að þeim verður synjað. Á 12. síðu blaðsins í dag er viðtal við skipstjóra á Sindra um þetta mál. a Gáð síldveiði íðugrunninu Allgóð sildveiði var í fyrri- nótt á austurkanti . Síðugrunns- ins og fengu 14 skip 14.150 tunn- ur, en sildin er misjöfn að gæð- um. í Vestmannaeyjum er aðeins tekið á móti bræðslusíld úr Eyja- bátum og er þannig langt sótt hjá Reykjavíkurbátum og Suð- urnesjabátum allt að tveggja sólarhringa sigling og tn'ær ferðir farnar á viku. Þessi skip fengu yfir þúsund tunnur í fyrrinótt: Leó með 1100 tunnur, Guðmundur Þórðarson með 1500 tunnur, Pétur Sigurðs- son með 1400 turunur, Ólafur Magnúss0n með 1500 tunnur Ól- afur Bekkur með 1150 tunnur og Gjafar með 1200 tunnur — Iðnverkafólk þarf að tryggja það, svaraði Gísli, að félag þess hafi forustu í kjaramálum stéttiarjnnar.- Sú stjórn sem nú>- fer með völd í félaginu hefur; ekkert frumkvæði; hún Iætur sér nægja að hirða það sem aðrir hafa samið um áður og það jafnvel með hangandi hendi. Hún er ailtaf á eftir. Glöggt dæmi um það var þegar Þjóð- viljinn neyddi stjórnina hrein- lega til þess að ganga eftir 5 prósentunum til alls iðnverka- fólks um daginn; þá kom glöggt í Ijós að iðnrekendur töldu sig geta gert verr við iðnverkafólk en aðra í skjólj þesss hvernig menn fara nú með völd í félag- inu. Enda gefur það auga leið hvers vegna iðnrekendur og flokkur þeirra vilja að Guðjón S. Sigurðsson fari með stjórn í Iðju. það er af eiginhagsmun- um einum saman. — Eru ekki einnig ýms sér- vandamál í Iðju sem ekki verða Ieyst með bví að hirða aðeins það sem aðrir kunna að sem'ia um? — Jú, í Iðju er, til dæmis mjög mikið um ákvæðisvinnu; um það bil fjórði hver maður vinnur ákvæðisvinmi. Hins veg- ar semur féiagið ekk'i um þessa vinnu heldur hver starfshópur um sig. með þeim afleiðingum að mikil ringulreið er á greiðsl- unini og margir ákvæðistaxtar óhæfílega lágir. Ekkert eftirlit er af stjómarinnar hálfu með þessu virniufyrirkomulagi, til dæmis hefur hún ekki hugmynd um hvort 5% hækkunin um dag- inn hefur alls staðar komið til framkvæmda í sambandi við á- kvæðisvinnuna. Þá væri það mikið nauð- synjamál að bæta vinnuskilyrði í verksmiðjunum. en á því sviði er víða mjög ábótavant. En nú- verandi stjóm skortir bæði stefnu og framtak ; því efni. Enn má nefna vinnutímann. f löndunum allt umhverfis okk- ur hafa samtök iðnvorkafólks haft "rumkvæði að því að stytta vinnuvikuna, en hér verða menn að sætta sig við algerlega 6- hæfilegan vinnutírna. Ef vel ætti að vera œtffi Iðja að hafa forystu fyrir því að krefjast þess að ekki aðeins 48 st. vinnuvika væri gerð raunhæf, heldur haldi menn óskertu heildarkaupi fyr- ir 44 stunda vjnnuviku. En sú barátta verður ekki háð nema skipt verði um stjórn í fé- laginu — Og samstaða verklýðsfélag- anna? — Mörgum iðriverkamönnum Framhald á 12. síð'i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.