Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. marz 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA g Víkurkauptún í Mýrdal. Um þrjá nýja embættis- menn og sitthvað fleira an verður athvarf þeirra til starfs og leiks. Og þessa götu renna bílarnir, stórir og smáir. hver af öðrum, einkum um sumarið. Barnaleikvöllur er lágmarks- krafa fyrir okkar litlu þjóð- félagsþegna. Vonandi kippir skólanefnd, ásamt hreppsnefnd- inni, þessu í lag hið bráðasta, að minnsta kosti áður en „sjoppur" verða leyfðar á hverju götuhomi (þær eru nú þegar orðnar tvær) til að ginna litla peninga úr litlum lófum, svo ekki sé talað um alla þá ómenningu aðra sem er í kringum hverja „sjoppu", hér sem annarstaðar. Hálfrar aldar kvenfélag Hér í Vík í Mýrdal starfar kvenfélag, sem nú er nær hálfrar aldar gamalt. Hefur inn var að friðlýstum bletti, sem þeirra og annarra böm í kauptúninu áttu þama. Ég vona af heilum hug að þeim sem nú taka við gangi þessa máls takist betur til. Ungmennafélag starfaði hér í fjölda mörg ár, en nú lengi hefur öll sú starfsemi legið niðri. Er ekki ótrúlegt að hús- næðisleysi sé að einhverju leyti um að kenna. Takmarkaðir atvinnumöguleikar I Víkurkauptúni em um 350 íbúar. Byggðin stækkar ekkert frá ári til árs, því að atvinnu- möguleikar em næsta litlir og takmarkast við þá íbúa sem fyrir eru. Unglingar hafa hér mjög takmarkaða vinnu og er það mörgum foreldrum á- hyggjuefni að þurfa að senda AUt er þá þrennt er Læknisbústaðurinn nýi, 1100 rúmmetrar að stærð. Húsið er reist í mýri. það alla tið beitt sér fyrir margháttuðum menningar- og líknarmálum. Flest árin hefur félagið starfað með miklum ágætum. Húsnæðisskortur hefur nú á undanfömum árum gert félaginu mjög erfitt um vik. Leiksýningar voru t.d. ár hvert hér áður fyrr á vegum þess, þar til nú síðari árin að skól- inn er svo þétt setinn, en um snnað hús er ekki að ræða. í vor er ætlunin að ráða bót á þessum húsnæðisvandræðum og er þá von til að meira verði um tilbreytingu á löng- um vetrum. Það rná geta þess, að fyrir nokkrum árum beitti kvenfé- lagið og verkalýðsfélagið hér á staðnum sér fyrir byggingu barnaleikvallar. Góður blettur var girtur, settar upp rólur og sölt, ásamt bekkjum til að setj- , ast á. En sumir sáu ofsjónum yfir þessum fagra bletti, því að þarna var hægt að ná í nokkrar heytuggur. Fengu þeir leyfi forráðamanna sinna og rifu niður þann vísi, sem kom- böm sín í fjarlæg byggðarlög til atvinnuleitar, ef til vill á þeim árum sem þau þurfa helzt á að halda umhyggju for- eldra sinna. Sauðfé hafa hér í Vík nokkuð margir, þó að í smáum stíl sé. Sumir stunda sauðfjárrækt sér til dægrastyttingar en aðrir til að bæta upp rýrar tekjur. Er þetta fé mjög heimaspakt og tekur þakksamlega á móti ef einhver réttir því brauðbita eða köku. Þarfasti þjónninn, sem einu sinni var hér sem annar- staðar hesturinn, sést hér líka að það er augnayndi Víkur- búa, þegar hestamenn spretta úr spori, svo að glymur í litl- um götum af fjörlegu fótataki gæðinganna Heyfengur bænda er hér við- ast frekar rýr eftir votviðra- samt sumar og lélega gras- sprettu. Nú er von allra að það vori vel, því að þá er von til að þær áhyggjur sem hey- leysi veldur hverjum búandi manni verði afstýrt. Kristín Loftsdóttir. Jóhannes Helgi Hin hvítu segi — og grafar raust fræðimennskunnar Barkarblettir í Hinum hvítu eglum heitir grein í Þjóðvili- mum fyrri laugardag, rituð h1 ^unnari M. Magnúss, fræði- nanni og fyrrverandi þing- manni. Fræðimaðurinn hefur þa' eftir Dýrfirðing, að ég og sjó maður Hinna hvítu segla höf- um afrekað sitthvað sem ti1 hreystiverka megi telja, svo sem að flytja Ellefsen hinn 'iorska með hvalstöð sína o;- bjósir úr önundarfirði yfir Dýrafjörð, en þar var rekin hvalstöð sem í bókinni er eign- uð Ellefsen. Fræðimanninrj langar að vita, hvort við flutt- um hvalstöðina yfir Gemlu- fellsheiði eða Skarð. Svar: Gemlufellsheiði. Trúin flytur fjöll. Hvað mun- ar þá skáldskapinn um að flytja eina hvalstöð yfir Gemlu- fellsheiði? Ekki man ég hvor okkar félaga snaraði þessu lít- ilræði yfir heiðina, en án flutn- ingsins hefði ekki verið unn, hnökralaust að kippa inn á iögusviðið þeim gamla góða Ellefsen sem veiddi svo stóra fiska að hann stóð jafnfætb konungum og snýtti sér lúður- hátt, svo hátt að frú Ellefsen sem sat á plussi og heklað; fína puntdúka af því að hún var skyld kónginum, fitjaði upp á nefið, meðan þjósimar mannsins hennar fældu þessi býsn af bráðfallegum og sprikl- andi silung í greipar lítits drengs sem sat í kænu á speg- ilsléttum sjó, utar í firðinum. Sagan tekur það sem hún barfnast. Hefur fræðimaðurinn heyrt þá sotningu fyrr? Sagan tók Ellefsen. Fræðimaðurinn er hneykslað- ur og reiður. Sennilega munu hár hans rísa um það bil sem hann lýkur lestri greinarinnar bví að það var fleira flutt ’ Hinum hvítu seglum en hval- stöðin og Ellefsen og frú. Bróð ur sögumanns, kenjóttan drena sem aðhafðist sitthvað það sem í fólst mannlýsing. eftir að fjölskyldan var flutt til Reykjavíkur, flutti ég til baka í Haukadal, stytztu leið — yfir fjöll — sviðsetti hann í daln- um með Reykjavíkur-kenjar sínar. 1 dalnum var rúm fyrir hann á sögusviðinu; ekki eftir bað. Það eru ekki flugfélögin eir sem annast flutninga í lofti. Fleira var flutt í tíma og rúmi, miklu fleira, og ýmsu hnikað til í snarheitum, tveir menn gerðir að einum, einn maður klofinn í tvo. Ég nefm eitt dæmi, fræðimanninum ti! skemmtunar. Ég dvaldist um skeið ásamt sögumanni mínum á hóteli úti á landi. Háskóla- borgari, gamansamur og flug- greindur náungi, var nábýlis- maður okkar. Hann gat hermt eftir mönnum og hundum og öðrum kvikindum. Daglega gengum við þrír til veitinga- stofu í nágrenninu að drekka kaffi. Veitingastofan var eins og dauðs manns gröf; fram- leiðslustúlkan lét ekki á sér kræla fyrr en seint og síðar meir, hvemig sem við hringd- um. Þá hættum við að hringja, en í þess stað hermdi vinur okkar eftir hundi, grimmum og soltnum, og þá stóð ekki á stúlkunni. Hundinum varð að fleygja út. Hundurinn er farinn. Komdu með kaffið, sögðum við. Nábýlismaðurinn hvarf á brott, en brot af honum er að finna i fari sjómanns, sem lætur til sín taka undir þeim hvítu seglum, sem kulið á La Plata þenur, ofar pálmum og laufþungum trjám. Sagan tekur það sem hún barfnast — og leitar víða fanga í vef sinn. I hugarheimi sjómanns hinna hvítu segla siglir Sigurður skurður — sem drekkur brenni- vín og étur hákarl og treður illsakir við tvo heima og hræð- ist hvorki guð né djöfulinn — á Samson sínum inn Súganda- fjörð, hefur uppi hveria piötl'i, aarpurinn, og kastar fram fyndinni visu begar bátinn Framhald á 6. síðu. Vík í Mýdal — Gamalt mál- tæki segir að það gefi hverj- um eins og hann er góður til. Hér hefur- verið einmuna góð tíð að mestu síðan fyrir jól. Er það nokkuð óvenjulegt, því að hér sem annarstaðar á voru landi hafa skipzt á skin og skúrir — og hér í Mýrdal verið heldur votviðrasamara en víðast hvar annar&taðar. Það verður nú dálítið skrítið með gamla máltækið, því að hér er að mestu leyti sama fólkið og var, þegar veturnir sýndu sig í öðrum ham, að undantekn- um nýju embættismönnunum okkar. Ef við tökum mark á gömlum sögum þá er þeim eflaust að þakka hið ágæta tíð- arfar. mætti verða til þess, að þeir verði reynslunni ríkari. Sýslu- maður. Einar Oddsson, er líka nýr í starfi sínu hér. Flest- ir Víkurbúar, ásamt þeim sem í sveitunum búa, vonuðust fast- lega eftir því að Björgvin Bjarnasyni sýslumanni í Hólmavík yrði veitt embættið. Hann er hér frænd- og vin- margur, fæddur hér og að mestu uppalinn. Við hér úti á útkjálka erum svo gamal- dags, að við héldum í ein- feldni okkar að þau lög væru í fullu gildi, að sýslumenn sætu fyrir slíkum embættum. En þrátt fyrir órétt þann, sem okk- ur var sýndur með veitingu sýslumannsembættisins, vonum við af heilum hug. að okkar nýi sýslumaður megi verða far- sæll í starfi. Leikvöllurinn er gatan Hér í Víkurkauptúni er mik- ill hópur bama Hér starfar barnaskóli og unglingaskóli tvo vetur. Munar það aðstandend- ur bamanna mjög miklu að hér ljúka bömin sínu skyldu- námi. Flest þeirra fara svo í héraðsskólann í Skógum og taka þar á einum vetri lands- próf eða gagnfræðastig. En hér er dálítið vandamál með litlu börnin. Þegar snjóa leysir á vorin og jörð tekur að gróa, þá er ræktaður hver grasblettur og börnunum þá allstaðar ofaukið, svo að gat- Eins og flestum mun kunn- ugt vera, ern hér þrír nýir embættismenn. Séra Páll Pálsson kom í haust. Er hann um allar sóknir annálaður ræðumaður, bæði innan kirkju og utan, og það sem ekki er síður orð á ger- andi: hann er einnig prestur þó að hann sé kominn úr sín- um prestsskrúða. Náunginn er honum aldrei óviðkomandi. Hann virðist hafa tíma til að tala við alla sem til hans þurfa að leita, hvar í flokki sem þeir standa, en því miður er það meira en hægt er að segja um marga andlega leið- toga, sem vilja upphefja sjálfa sig ósjaldan eftir pólitískum leið-um. Héraðslæknirinn Vigfús Magnússon hefur einnig starf-^ að hér síðan í haust, ungur I maður vel látinn og áhuga-1 samur. Er hann nú fluttur með fjölskyldu sína i hinn nýja læknisbústað, en keypt var til þeirra nota stórt íbúðarhús (1100 rúmmetra). Eins og lík- um lætur er það áætlað minnst þriðjungi of stórt og aö sama skapi óhentugt sem bústaður héraðslæknis. Lækningatæki vantar svo að segja ölL Rönt- gentækið, sem til var, er nú ónýtt, engin súrefnistæki, eng- ir stólar eða borð svo að eitt- hvað sé nefnt sem þarf að vera í hverju læknishéraði. Hrepparnir innan læknishér- aðsins eru fjórir. Er það trú manna að þeir hljóti nú að bregða skjótt við og kaupa nauðsynlegustu tæki, þar sem nóg fjárráð voru til að kaupa alltof stóran læknisbústað og þar að auki að láta gamla læknisbústaðinn okkar fyrir tæpast hálfvirði. Ég skal þó virða nokkrum hreppsnefndar- mönnum það til vorkunnar, að þeir hafa aldrei inn í hið nýja læknishús komið. Það kennir þeim vonandi að trúa ekki allt- af vel þeim mönnum, sem öllu ráða og öllu réðu bæði um kaup og sölu. — Það var dá- j lítið annað að vera ráðríkur | en hollráður. Vona ég að þetta sem mörg önnur málefni hér I Heimaöldu fé þykir gott að fá bita. VÍK í MÝRDAL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.