Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 6
g SlÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. marz 1903 PönnukökukeppiBÍ A HVERJU ARI er haldið Pönnukökukapphlaup milli hús mæðra í bæjunum Olney í Englandi og Liberal í Kans- as í Bandarikjunum. Keppt er í báðum borgunum sama dagiinn og tími sigurvegar- anna svo borinn saman síðar. Keppnin fór að þessu sinni fram 26. febrúar s.l. og á myndinni að neðan sést sigur- vegarinn í Olney, Linda Ris- by, nálgast markið. Á EINDÁLKA myndinni sést sigurvegarinn í samskonar kcppni sem liúsmæður við Old Kent Road í London halda. Þær hlaupa um 300 m mcð kökuna á pönnunni og sú sem sigraði heitir Grase Walsh og cr hér borin á há- hcsti af vinum sínum cftir kcppnina. BlettaKreinsun Konur þarfnasi fleiri frístnnda en karlmenn MOSKVU — Vegna stytts vinnutíma hefur mikið verið j rætt og ritað um betri nýtinsu frítímans í Sovétríkjunum síð- ustu tvö—þrjú árin. í Æsku- , lýðsblaðinu Komsomolskaja Pravda lýsa lesendur um þess- ar mundir skoðunum sínum á málinu og segja frá hvernig! þeir eyði frístundunum. í vikublaðinu Nedelja er þáttur sem nefnist „Við fund- arborðið“ og þar tekur starfs- maður við heimspekideild vís- indaakademiunnar, M. Aiva- j zian til máls um sama efni. Honum finnst að taka beri til- lit til að fólk hafi misjafna þörf fyrir frístundir. Konur þarfnast t.d. meira af þeirri vöru, segir hann. Svo því ekki að hafa mismunandi styttingu vinnutímans, t.d. láta konur vinna klukkustund skemur en karlmenn! ÚR E8NU TÍMAGLAS eiga margir og nota við suðu á eg&jum En það hefur einnig gefizt vel að láta það standa við símann — eink- um með tilliti til unglinganna sem tala oft' klukkutímum sam- an í símann um hluti sem kæmust auðveldlega fyrir á korti — skriflega. Þar sem glas- ið er sett við símann verður það keppikefli að segja sem mest áður en sandurinn rennur úr glasinu. — Helzt þyrfti náttúrulega að vera tímaglas við hinn endann á þræðinum líka! Kannski hugmynd fyrir pabb- ana sem ekki komast að í sím- anum heima hjá sér .... Shoor </n\ i k i\ 5mamv» ER KJORINN BÍLLFYRIR ÍSLENZKA VEGI! RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR , AFLMIKILL OG O D Y R A R TÉKKNE5KA BIFBEIÐAUMBŒMÐ VONABSTRCTI 12. SÍMI S7SÍI það varlega svo það brotni ekki. Pakkinn með um 100 sneiðum kostar kr. 24.75. ÞAU ERU EKKI FÁ sporin sem húsmóðirin leggur að baki við vinnu sína í eldhúsinu, þótt henni finnist kannski eldhúsið ekki stórt og ekki sé mjög langt á milli eldhúsborðsins vasksins og eldavélarinnar. Mest gengur hún á milli elda- vélarinnar og vasksins. segir i skýrslu sem Cornell háskó’.i hefur gefið út eftir rannsókn á vinnuhagræðingu í eldhúsinu Rannsökuð voru störf í mörg- um eldhúsum þar sem hundruð máltíða voru búin til. Þannig fékkst ábending um hvemig bezt væri að raða upp í eldhús- inu til að fá sem mest útúr vinnukraftinum og spara spor- in. Mest af eldhússtörfunum fer fram við vaskinn. Þar er byrjað að tilreiða flestar matartegund- irnar og jafnvel meðan hús- móðirin er upptekin við mat- inn á vélinni þarf hún oft að nota vaskinn. Þessvegna á, seg- ir í skýrslunni að hafa eldavéi og vask sem skemmst hvort frá öðru og einnig er sjálfsagt að hafa matarskápinn nálægt vask- inum til að spara húsmóðurinni óþarfa gönguferðir. I BARNASKÓLANUM rétti einn strákurinn upp höndina í byrjun tímans og spurði: — Kennari, á nokkurntíma að skamma mann fyrir það sem maður hefur ekki gert? — Nei, auðvitað ekki. Hvað er það annars, sem þú hefur ekki gert? — Ég lærði nefnilega ekkert heima fyrir daginn í dag... Þaö er oft vandamál hvernig á að ná ýmsum blettum úr fötum, dúkum og fleiru. Hér fara á eftir nokkur ráö um bletta- hreinsun. FITA er tekin af með benz- íni, barkarþvoli eða salmíak- upplausn. Þá má setja efnið milli tveggja þerriblaða og strjúka með heitu straujámi (einkum vaxbletti). Ef efnið er silki eða annað viðkvæmt efni verður þó fyrst að strá dálitlu salti eða mjöli á það. Fitu á leðri er náð burt með þeyttri eggjahvitu og fitubletti á gólfi á að nudda með grænsápu og bvo hana af næsta dag. BLEK er tekið af með mjólk og sítrónusafa. Blekblettir í ullarfötum eru leystir upp með hreinu glycerini og síðan skol- að í heitu sápuvatni. BLETTIR eftir blekblýant erj leystir upp í vínanda og einnig má nudda þá með Eau de Col- ogne. EDIKSBLETTIR á hnífapör- um eru nuddaðir af með vín- anda eða steinolíu. ÁVAXTABLETTIR eru þvegnir af með sápu, hafi þeir verið á um ti'ma má reyna að leysa þá upp með mjólk. Séu þeir á silki má aðeins nota volgt vatn. * ÖL er tekið af með þynntum salmíakspíritus og síðan skolað í sápuvatni. RAUÐVÍN leysist upp með mjólk. TÓLG er tekin úr eins og önnur fita. SYKUR þvæst úr með volgu vatni. TE leysist upp i sjóðandi vatni, en tebletti má ekki nudda. TJÖRUBLETTIR eru leystir upp með smjöri og þegar smör- ið hefur verið á dálítinn tíma á að nudda það af með benzíni. SVITABLETTUM má ná af með salmíakspfritus eða ediki. ef þeir nást ekki með sápuvatni RYÐ er nuddað af með sftr- ónusafa og sfðan skolað í vatni, þá eru blettirnir nuddaðir aftur með sítrónu og skolað og þann- ig koll af kolli þar til þeir nást úr. Á KAFFIBLETTI er nuddað glyceríni og það síðan skolað úr með volgu sápuvatni. KAKÓ næst venjulega úr með volgu vatni, annars má reyna glycerín og ‘síðan vín- anda. JOÐ er tekið burt með klór- kalkvatni, vínanda eða salmí- akupplausn. MJÓLKURBLETTIR nást burt með þunnri salmíakupp- lausn, helzt með dálitlu salti útí og síðan er þvegið í sápu- vatni. ILMVATNSBLETTIR nást aí með volgu seyði af barkar- þvoli. BLÓÐBLETTI má þvo úr með volgu vatni, séu þeir nýir, Gamla bletti má þvo með köldu vatni með sóda í. Á léreft á að nota salt í stað sódans. Blóð þvæst úr silki í volgu sápuvatni, Blóðbletti úr dökkum ullarfatn- aði á ekki að þvo burt, heldur skafa og bursta af þegar þeir eru orðnir þurrir. OLÍA hverfur ef notað sr heitt vatn og sápa, eða benzín og jafnvel terpentína. OLÍULITABLETTIR leysast upp með terpentínu og einnig með blöndu af vínanda og benzíni. LÍKJÖRBLETTUM er náð af með vínanda. Munið að geyma alla hreins- unamökva á stað þar sem börn geta ekki náð til þeirra. Hin hvítu segl— og grafarranst.. © Sæitgurfatnaður — hvítur og mislitur. Rest bezt koddar. Dúnsængur. Gæsadúnsængur. Koddar. Vöggusængur og svæflar. Skólavörðustíg 21. LOKIÐ MEÐ BROTI stendur á mjólkurhyrnunum margum- töluðu. En brotið beygist venju- lega upp aftur af því að papp- inn er svo stífur og því er það miklu betra ráð, sem ég sá hjá vinkonu minni í Sogamýrinni. Hún notar bréfaklemmu af þeirri gerð sem sést á mynd- inni til að loka hyrnunum. Klemman fellur þétt að með- fram gllri raufinni og enginn dropi fellur úr hymunni þótí krakkamir taki hana harka- lega upp. IDEAL heitir ákaflega ljúffengt norskt flatbrauð sem nú fæst í sumum verzlunum. Eiginlega er þetta einskonar rúgkex, næf- urþunnt og verður að smyrja r I ANNAÐ steytir á skeri; vestfirzkur mað- ur. Fræöimaðurinn, Gunnar M Magnúss, þá nýlega fermdur, segist hafa verið, ásamt Skáld- inu á Þröm, sjónarvottur að atburðinum, sem er rót sögunn- ar í Hinum hvítu seglum, oa lýsir honum að fræðimannasið Samson mjakast þar upp á sker í blíðskaparveðri, og Skáldið á Þröm læðir út úr sér vísu f logninu. Sagan tók vfsuna og lagði hana í munn Siguröi skurði Grautarhausar eru stundum skemmtilegir. Fræðimaðurinn fer skyndilega að segja frá hlutum sem koma «efninu ekki nokkurn skapaðan hlut við Hann segist hafa ráðið sig. nokkrum árum eftir að Sam- son skreið upp á skerið. á einr ..hinna stóru báta.“ til Sigurð- ar Hallbjamarsonar. sem ég efa ekki að hafi verið mikill sjómaður. Fræðimaðurinn til- tekur hvað þeir hafi fiskað. þorsk og síld, og hvar þeir hafi veitt þorskinn og síldina, „allt Crá Faxaflóa og Jökuldýpi norð- ur fyrir land til Melrakka- sléttu“. Sei, sei. Fleira? Jú. Fræði- maðurinn hreppir líka óveður, og segir að telja megi að þeir hafi verið á landamærum lífs og dauða. „Við hrepptum ofviðri," seg- ir hann, „brotsjór reiö yfir og skipið lá á hliðinni marandi i hálfu kafi. Naumast þurft; nema ánnan brotsjó til þess að yfir lyki. En sá brotsjór rcis ekki. Sá Sigurður sem stjórn- aði skipi sínu hcilu í höfn í þvi áhlaupsveðri var ckki neinn kerskissvarkur“. Nei sá brotsjór reis ekki. Af hverju reis hann ekki? Hann hlýtur þó að hafa veriö ætlaðnr bér, Gunnar. Hvflík botnlaus vitleysa á ■úla kanta. Mér er sagt að maðurinn meðlimur í rithöfundafélagi. Hann leggur á sig samningu hessa langhunds, alla þessa glórulausu dellu, til að leiðrétta bað, að Sigurður skurður og Sigurður Hallbjamarson sén ekki eimi og sami maður. held- ur tveir menn. Þjóðleg fræði láta ekki að sér hæða. Nei, það gera þau ekki. Þau eru skáldi hráefni og fjársjóð- ur, fræðimanninum gröf. Og við drauga segir maður: Þama era kirkjugarðarnir. Gjörið svo vel. Bezt gæti ég trúað að Sig- urður skurður sé samsettur úr þrem mönnum. jafnvel fjórum. Breytir engu. Með hvaða rétti ég geri slíkt — og annað það sem hér hefur verið rakið? Með sama rétti og Islendinga sögur eni skrifaðar eins og þær eru skrifaðar. Með sama rétn og þjóðsagan öðlast líf og tekur myndbreytingum frá manni tii manns — nema sköpunartími Hinna hvítu segla er styttri. Sögupersónumar og afkomend- ur þeirra í þriðja og f.jórða lið eru ekki dauðar. Sá er munur- inn. Við lifum á öld hraðans og fjórðu víddarinnar — eða hvað. fræðimaður? Ég held áfram að sanna mál mitt: Vökudraumur, bað form 'em ég smíðaði sögunni. rétt- ’ætir tilfærslur á sagnfræðileg- um staðreyndum. Sagan er för um hugarheim gamals manns á bjartri sumarnótt. Sagnfræði- legt mat verður bess vegna ekki lagt á verkið. heldur listrænt. Hefðina brjóta menn ef þeim cýnist svo og þora að taka á sig áhættuna. Ég geri ráð fyrir að Gunnar M. Magnúss strjúki skósólum við mottu þegar hann gengur í hús, en mannasiðum hans í orði er svo áfátt að félögum hans í rithöfundafélaginu hlýt- ur að vera raun að. I lok grein- ar sinnar fjallar hann þanr.ig um kynni sín af einum síðasta full- trúa þeirrar kynslóðar, sem lagt hefur harðast að sér frá upphafi Islandsbyggðar og lét tilleiðast að segja frarii minn- ingar sínar, að hann hafi þekkt hann þegar hann „drakk og pissaði á tilteknum stað“. Sögu- manni mínum, gamla mannin- um, sem átt hefur lúkarinn fyr- ir heimili í hálfa öld, voru önnur og geðfelldari dæmi af samferðamönnum sínum munn* tamari en þessi líffi-mðilega staðreynd allrar skepnu. Ritstjórar dagblaðanna verða að kenna Gunnari M. Magnúss mannasiði í greinamkrifum, ef honum er fyrirmunað að til- einka sér þá af eigin rammleik. Og fræðimaðurinn ætti að hug- leiðn gaumgæfilega bá fullyrð- ingu. að hugarsmíðin er stund- um harðari og varanlegri veru- leiki en bað grjót sem hann treður frá degi til dags. Jóhannes Ilelgi. 4 í i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.