Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 10
Þrír af aðalleikendunum í „Eðlisfræöingnum“ eflir Diirrechmatt. Guðmundur Pálsson (Newton), Helgi Skúlason (Einstcin) og Gísti Halldórsson (Möbius). Eðlisfræiingarnir sýndir á sunnudag Leikfélag Reykjavíkur efnir til frumsýningar næsta sunnudagskvöld á síðasta verkefni sínu í vetur og er það hið kunna verk „Eðlisfræðingarn- ir“ eftir Friedrich Dúrrenmatt, — gamanleikur í tveim þáttum. Leikstjóri verður Lárus Pálsson. Tr\ Osvaldur Knudsen sýnir nyjar myndir „Eðlisfræðingarnir“ er viða- mikið verkefni og brýtur til mergjar efni, sem hverju manns- barni á jörðinni er hugstætt um þessar mundir og höfðar sér- staklega til ábyrgðatilfinningar hvers og eins, og eiga allir er- indi á þessa leiksýningu. Hinsvegar er það bjarnar- greiði við væntanlega leikhús- gesti að skýra náið frá atburð- arás þess, þar sem hið óvænta spilar svo sterkt í uppbyggingu verksins og höfðu fprsvarsmenn Leikfélagsins áhyggjur af vænt- anlegum leikdómum og uppljóstr- unum þeirra og vilja vara við- komandi við slíku. Þess má geta um þetta leik- rit, að það er í deiglunni, ef svo má að orði komast, og er í vetur að brjóta sér braut til frama í helztu leikhúsum Evrópu og Ameríku og víðar um heim og er ánægjulegt að horfa upp á lítið leikhús hér norður á hjara veraldar fylgjast svo með vaxtarbroddi leiklistar í heimin- um. Lárus Pálsson, leikstjóri, lét þau orð falla, að persónulega hefði hann haft mikla ánægj u af að glíma við þetta verkefni og lét í Ijós áhyggjur, að fólk hefði á tilfinningunni, að hér væri þungt og tormelt verk Hann lofaði góða samvinnu við leik- endur og leiktjaldamálarann Steinþór Sigurðsson, sem málar leiktjöldin og kvað verk hans erfitt og vandmeðfarið. Aðalhlutverk þessa leikrits skipa góðir og reyndir kraftar og má þar nefna eðlisfræðingana þrjá, Newton, sjúkling, sem Guð- mundur Pálsson leikur. Einstein, sjúkling, sem Helgi Skúlason leikur og Möbíus, sjúkling, sem Gisli Halldórsson leikur. Þá má nefna fröken von Zahnd, doktor og geðveikralæknir í höndum frú Regínu Þórðardótt- ur og Ríharð Voss, fulltrúi | í sakamálalögreglunni, sem Þor- j steinn ö. Stephensen leikur. Þess má geta að leikarar eru 21; þetta er ein fjölmennasta leiksýning Leikfélagsins síðan Túskildings- óperan var sýnd og eru fyrir utan fasta leikara Leikfélagsins margir áhugamenn og nemendur í gær kl. 14.15 var slökkviliðið kvatt að Skólavörðustíg 33. Kafði komið þar upp eldur í mannlausri íbúð en hann varð fljótt slökktur og brann ekki annað en einn stóll. úr leikskóla Leikfélagsins. Þýð- andi er Halldór Stefánsson, rit- höfundur ,og Ijósameistari er Gissur Pálsson. í dag hefjast i Gamla bíó sýningar á fjórum nýjum kvik- myndum sem Ósvaldur Knudsen hefur gert, og verða þser sýnd- ar næstu daga á öllum sýn- ing-um. Fyrsta myndin er um Halldór Kiljan Laxness. Hún hefst á því að sýnd eru hátíðahöldin- í Stokkhólmi, þegar Halldór tók við Nóbelsverðlaununum, og heimkoman með Gullfossi. Þá er brugðið upp myndum úr ævi- ferlj skáldsins. Einnig fylgist kvikmyndavélin með Halldóri á ferðum hans um landið — þar segir m.a, frá ferðinni til Vest- fjarða er Halldór virti fyrir sér sögusvjð Gerplu. En mjög verulegur hluti myndarinnar gerist á Gljúfrasteini og lýsir daglegum önnum skáldsins svo og fjölskyldu hans. Kristján Eldjám þjóðminjavörður hefur samið texta við þessa mynd og les hann inn. Eldar í Öskju lýsir Öskjugos- inu veturinn 1961. Þar hefur tekizt mjög ágætlega að festa á filmu strítt og duttlungafullt hraunrennslið og um nærur stíga smáar eldtungur dans í myrkr- inu undir nýstárlegu spili Magn- úsar Bl. Jóhannssonar. en hann hefur einnig gert tónlist við myndina um Laxness. Þá er og sú náttúrufræðileg nýjung að myndinni, að hér hefur í fyrsta sinn tekizt að kvikmynda hellu- hraun sem víða setur svip á ís- lenzkt landslag. Fjallaslóðir er alllöng mynd sem lýsir öræfum Islands og er víða farið um ill hraun, svört fjöll og blá, lotið ofan að fá- tæklegum gróðri, fuglum á vatni gefinn gaumur. En í þessari mynd hafa einkum verið leitað- ir uppi ýmsir dvalarstaðir þess íslenzk sýnd í myndlist Helsinki í dag er opnuð í Helsinki myndlistarsýning á vegum Nor- ræna listbandalagsins, en það gengst fyrir slíkum sýningum annaðhvort ár, og var sú síð- asta haldin í Reykjavík. Félag íslenzkra myndlistar- manna er aðili að bandalaginu og, hefur það sent til þessarar sýningar málverk eftir Bene- dikt Gunnarsson, Jóhann Briem, Hafstein Austmann, Steinþór Sigurðsson, Guðmundu Andrés- dóttur, Hörð Ágústsson, Sigurð Sigurðsson og Valtý Pétursson. Þar að auki verða sýndar svart- listarmyndir eftir Braga Ásgeirs- son, vefnaður eftir Vigdísi Krist- jánsdóttur, höggmyndir eftir Jón Benediktsson', Guðmund Bene- diktsson og Sigurjón Ólafsson. Listmálararnir Valtýr Péturs- son og Jóhannes Jóhannesson fóru utan með sýningunni. Að lokinni sýningunni í Helsinki mun íslenzka deildin fara ásamt þeirri sænsku til Turku (Abo). Félag íslenzkra myndlistar- manna hefur nýlega haldið sýn- ingu í Osló og í fyrrad var opn- uð önnur á þess vegum í Gauta- borg — og eru báðar þessar sýningar sölusýningar. 1 Gauta- borg er sýnt í húsakynnum Pri- Siglufirði í gær. Asíuinflúenzu hefur skotið upp kolli hér á Siglufirði og borizt mjög ört út og hafa vanhöld orðið mjög mikil í skólum og á vinnustöð- um. Hætta varð jafnvel vinnu í tunnuverksmiðjunni í tvo daga. Um hádegi í gær var Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar lokað cg í morgun var bamaskólanum lokað, þegar það sýndi sig, að um 50—60% nemenda mættu ekki í skólann. Barnaskólinn verður ekki opnaður aftur fyrr en á miðvikudag í næstu viku. H.B. vatbanken að boði hans, og enn- íremur hafa Loftleiðir veitt þessu máli lið. Á þessari sýningu eru verk eftir Þorvald Skúlason, ICjartan Guðjónsson, Hrólf Sig- urðsson, Braga Ásgeirsson, einnig leirmunir frá Glit. fræga útlaga Fjalla-Eyvindar og mynda þeir hennj nokkurskonar grind. Texta við þessar tvær mjmdir semur og les Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur. Fjórða myndjn sem Ósvaldur Knudsen sýnjr er Barnið er liorfið, og fjallar hún um atburð sem gerðist á Snæfellsnesi seint á ljðnu sumri; lítill drengur týndist í hraungjótu um há- bjarian dag. Er því lýst hvernig allir bregðast við skjótt og vel til að leita drengsins — ná- grannar, flugmenn. slysiavarna- félag, allir íbúar Hellissands sem vettlingi geta valdið. — Kristján Eldjárn htfur samið texta við þessa mynd en músík við hana valdi Magnús B1 Jó- hansson. Kvikmyndin um öskjugosið hefur verið sýnd áður á fundi Ferðafélagsins. en aðrar myndir munu ekki hafa verið sýndar opinberlega áður. Föstudagur 8. maxz 1963 — 28. árgangur — 56. tölublað. | Unglingavinnan og skipu- | lagsmál bœjarms rœdd I J <s>rji • Á fundi borgarstjórnar í gær urðu enn lang- rr umræður um unglingavinnu, en á síðasta borg- arstjómarfundi var rætt um skýrslu nefndar er skipuð var í september s.l. til þess að rannsaka og gera tillögur um sumarvinnu unglinga og var afgreiðslu málsins og tillögum varðandi það frest- að þá til þessa fundar. Verður sagt frá nefndar- álitinu og umræðunum í borgarstjórn síðar. • Þá var og til umræðu á borgarstjórnarfundin- um í gær tillaga frá Alfreð Gíslasyni um eflingu skipulagsdeildar borgarinnar, en henni var frest- að á síðasta fundi vegna veikinda flutningsmanns. fíeirí en einstakling- ar fái lyfsöluleyfi væri þeim veitt eins rúmt svið og forsvaranlegt væri. Lagði Hannibal þunga áherzlu á að Snóf vill sameiningu Verkakvennafélagið Snót í það sveitarfélögum, sjúkrasam- Vestmannaeyjum hélt nýlega að- Lyfsölulögin voru enn til um- ræðu í neðri deild Alþingis í gær og tóku til máls tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, Einar Ol- geirsson og Hannibal Valdimars- son. Báðir leiddu þeir rök að því að eðlilegt væri að lyfsöluleyfi væri ekki einskorðað við einstakl ; inga, heldur mætti einnig veita lögum og samvinnufélögum. Taldi Einar að það væri jafn- vel meiri trygging í því gagn- vart almenningi að forstjóri lyfjabúðar hefði ekki jafnframt hagsmuni af því að selja sem mest lyf. Hannibal minnti á að miklir fésýsluhagsmunir eru bundnir við lyfjasölu enda hefðu harðir hagsmunaárekstrar hindrað það um langt skeið að löggjöf yrði sett um lyfjasöluna. I þessum lögum séu margs konar skorður settar þessum hagmunum og þó alf un^Tslnn.1" Sfj 5fif íélSgSWST var öll endurkjörin en hana skipa: Guðmunda Gunnarsdóttir for- maður, Vilborg Sigurðardóttir varaformaður, Kristín Pétursdótt- ir ritari, Ólafía Sigurðardóttir gjaldkeri, Anna Erlendsdóttir meðst j órnandi. Rætt var um sameiningu Verkakvennafélagsins og Verka- lýðsfélagsins og var samþykkt viljayfirlýsing þess efnis að Snót vildi stefna að þeirri sam- einingu .Var stjórninni falið að vinna að því máli. sveitarfélög, sjúkrasamlög og samvinnufélög væru einmitt lik- leg til að gæta hagsmuna al- mennings þannig að tillitið til hinna sjúku, þjónustan, væri alltaf sett hærra en gróðasjón- armið . Einar ræddi allýtarlega um nauðsyn þess að skýrar væri kveðið á um ábyrgð þeirra sem stæðu að framleiðslu og sölu lyfja sem reynust skaðleg, og minnti á thalidomid-málið í því sam- bandi. Umræðunni varð lokið en at- kvæðagreiðslu frestað. Á morgun, laugardag sýnir Germanía kvikmynd í Nýja bíói kl 2 e.h. sem tekin er af þýzka skólaskipinu Pamir, en það er fjórmastrað seglskip notað til að æfa unga menn í sjómennsku. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. bömum þó aðeins í fylgd með fullorðnum. *AVa \ Gegn styrjaldarhættunni er aðeins eitt svar: afvopnun fslenzkar konur! Á alþjóðabaráttudegi kvenna. 8. marz, ávarpa Mennjngar og friðarsamtök íslenzkra kvenna ykkur. Þessi dagur á að hvetja ykk- ur til íhugunar um málefnj þau sem deginum eru helg- uð stöðu konunnar í þjóðfé- laginu. réttjndj barna og friðinn í heiminum. fsland hefur verlð hersetið land í rúma tvo áratugi, yngsta kyn- slóð þjóðarinnar hefur alizt upp við þau skilyrði, sem hersetan hefur í för með sér. Það er þung ábyrgð sem hvíl- ir á lýðveldiskynslóðinni. í vetur stóðum við and- spænis kjamorkustyrjöld sem flestum er í fersku minni Það segir okkur að við meg- um ekki sofna á verðinum enda þótt stríðshættunni hafi verið bægt frá í bili. Við minnstu togstreitu stórvelda eða deilu ríkja á milli meg. um við, og aðrar þjóðir heims. nú búast við að yfjr okkur komj hin ægilegasta styrjöld Við höfum dasmin frá Nagasakí og Hírósíma hverjar ógnir kjarnorkuvopn- in hafa í för með sér. Eftir 17 ár er atómsprengjan enn að deyða fólk við mestu kvalir. Styrjöldinni um gróða og völd er enn ekkj lokið. Hún var nær því búin að tortíma heiminum í vetrarbyrjun 196? vegna Kúbu. Enn er hún háð í Afríku, Asíu. Suður-Amer íku og Evrópu. Markalína stríðs og friðar er dregin um löndin þver. Það má búast ■ið kjarnorkustyrjöld í hvert ikipti sem heimstaflið stend- ur ííkt og í vetrarbyrjun 1962. Gegn styrjaldarhætt- unni er ekkí nema eitt svar. Það er í rauninni það svar sem þjóðir hejms vita að er lausnarorðið. afvopnun. Frá því laust eftir síðustu heimsstyrjöld hefur heimur- inn verið önnum kafinn við að endurvígbúast. í skugga vopnanna þurfa þjóðirnar enn að talast við og eiga því erfiðara með að semja um vandamál sín. En þetta þarf ekki svo að vera Enn er ekki of seint fyrir ráðamenn heims að semja sín á milli um afvopn- un. Það væru miklir ham- ingjumenn meðaj þjóðanna sem tækist að vinna sjgur á stríðsstefnunni. En það skref sem stíga skal er enn óstigið. Smáþjóðirnar gegna þar sínu mikla hlutverki. Rödd þeirra þarf að verða sterk rödd inn. an vébanda þjóðanna fyrir afvopnun og friði. Um heim allan rís nú alda. um að sam- eina andstöðuna gegn her- s;öðva- og vígbúnaðaræðinu. og knýja ráðamenn heims t:i þess að afvopnast. Gerum kröfu okkar á hendur stór. þjóðanna og ráðamanna þeirra. Hún er algjör og al- monn afvopnun. Ávarp vegna 8. marz, alþjóðabarátfudags kvenna, frá Menningar- og friSarsamtökum islenzkra kvenna v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.