Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 8
2 SlÐA ÞJOÐVILJINN Föstudagur 8. marz 1903 GWEN BRISTOW: V I HAMINGJU LEIT Hún horfði á hann með fyrir- litningu. — Ég frábið mér frek- ari lýsingar. Og ég ætla ekki að vera til staðar og sjá og heyra og lykta þetta. Eg verð hé kyrr. — Nú, jæja. sagði John. — En ég verð að játa að þetta kemur mér á óvart. Ég hafði ekki hugmynd um, að þú hefðir svona fínar tilfinningar. — Jú, hvort ég hef ekki fínar tilfinningar. Eg er hefðarkona og fell í öngvit ef ég sé blóð. Og snáfaðu nú í burtu og láttu mig f friði, skilurðu það. John yppti öxlum með fyrir- litningu. — Já, þetta er hlægi- legt. Þegar ég sá þig í eyði- mörkinni, þá fannst mér þú vera dæmalaust hugrökk. En svona er sumt fólk. Þegar það þarf að- eins að hugsa um sjálft sig, þá vílar það ekkert fyrir sér. En ef það þarf að hjálpa öðrum, þá hagar það sé eins og eggjasjúk- ar hænur. Fyrirgefðu, að ég skyldi ónáða þig. Florinda sneri sér við og horfði beint á hann. Hún brosti til hans. Með lágri röddu Bagði hún honum með orðum sem Gamet hefði alls ekki skil- ið, álit sitt á honum, forfeðrum hans og væntanlegum örlögum. John brosti viðurkenningar- brosi. — Dásamlegur orðaforði. Það er synd og skömm að þú skulir ekki hafa kjark til að lifa í samræmi við hann, þvi að ég skal hjálpa Gamet. ef þú vilt það ekki. En við ættum að koma í fúkyrðakeppni einhvern daginn. Hann þagnaði. Hún sagði ekki neitt. Með breyttri röddu sagði John: — Þú vilt ekki vera hjá henni Florinda? Florinda dró djúpt andann. •— John, ég — ég get það ekki. — Af hverju ekki? — Af þv{, að þú hafðir rétt fyrir þér þegar þú sagðir að mig skorti hugrekki. Eg h'ef ekki kjark til þess. Ég myndi titra og skjálfa og kasta upp! — Þú sagði einu sinni í Santa Fe að þér þætti mjög vænt um Gamet. Mér fannst þér vera al- vara. Florinda lit niður. Hann sá hvemig brjóst hennar hófst og hneig. John braut grein af runna og klóraði í steininn með henni. Án þess að líta upp sagði Flor- inda. — Gamet hefur gert meira fjTÍr mig en þú rennir grun í. Ef ekki væri fyrir hennar hjálp, þá má hamingjan vita hvar ég væri nú niðurkomin. — Ef Garnet hefur verið þér góð. sagði John stutur í spuna, — myndi hún aldrei ætla sér að fá það endurgreitt. Eg átti ekki við það. En ég held að hún sé vinkona þíln og þú viljir gjarnan vera vinkona hennar. Er ekki svo? Florinda kyngdi. — John, heldurðu í alvöru að henni yrði þetta léttbærara, ef ég væri hjá henni? — Já, ég held það. — Jæja þá, sagði Florinda. Það fór hrollur um hana. John gekk til hennar og hjálpaði henni á fætur. — Það var ágætt, sagði hann. — Þakka þér fyrir. Florinda svaraði ekki. Þau gengu saman up frá læknum, framhjá mönnunum sem voru að tjóðra múldýrin og þangað sem Garnet lá á ábreiðunni. Hún var með lokuð augun. Florinda kraup hjá henni og strauk henni um ennið. Án þess að lílta á John, sagði hún: — Hér er ég, Garnet mín. Garnet opnaði augun. — Ó, Florinda, hvað ég er fegin að þú ert komin aftur. Hvar varstu? — Eg fór bara að sækja meira vatn. Eg velti flöskunni minni um koll. Florinda vætti klútinn aftur. — Nú skal ég baða á þér ennið. — Þú ætlar að vera hjá mér? spurði Garnet mjúkum rómi. — Auðryitað. Florinda leit ekki upp þegar hún sagði við Oliver og John: — Heyrið þið piltar, sólin hefur færzt til síðan hún lagðist hérna. Kemur það nokk- uð að sök þótt við drögum tepp- ið betur inn í skuggann? Já svona. Þetta er ágætt. Nú skal ég væta á benni andlitið. Þegar votur klúturinn var lagður á enni hennar, heyrði Garnet að Texas hrópaði frá bálinu: — Tilbúin? — Rétt strax, hrópaði John á móti. — Frú Hale? — Já, sagði Garnet með önd- ina í hálsinum. — Við verðum að halda yður, sagði John, — svo að þér hreyf- ið yður ekki og fáið aukabruna- sár. Leggið höfuðið á hné mér. Já, svona, snúið andlitinu frá, svo að þér þurfið ekki að horfa á það. Garnet grúfði andlitið upp að sterklegu og hörðu lærinu á John, Olivier lagðist við hlið- ina á henni og lagði handlegg- inn yfir líkama hennar svo að hún hreyfði sig ekkj. Florinda tók um hægri hönd hennar og hélt í hana og strauk hár henn- ar blíðlega. Garnet heyrði hana segja: — Þetta tekur fljótt af, elsku vina. Æptu bara eins og þú lifandi getur. — Já, endilega. sagði John. — Þegar þeir gerðu þetta við mig, öskraði ég svo hátt að þeir heyrðu til mín í Los Angeles. Gamet lokaði augunum aftur. Hún fann skerandi sársauka við hreyfinguna. Hún hugsaði: Eg má ekki æpa. Eg trúi því ekki að John hafi æpt og ég vil ekki gera það heldur. Eg verð að bíta í eitthvað. Af hverju bað ég ekki um eitthvað að bíta í. Eg bít í buxurnar hans Johns. Hún kreisti hönd Florindu með hægri hiendinni. Hanzki Florindu var blautur af svita. Fyrir bragðið var auðveldara að halda um hann. Höndin í hanzk- anum þrýsti hana uppörvandi. Garnet opnaði , munninn og læsti tönnunum í buxur Johns. Efnið var grófgert og rykugt. Hún fann sandinn mdlli tann- anna. Hún hugsaði: Nú kemur það á hverri stundu. Eg bít eins fast og ég get og ég skal ekki æpa. Hún fann að Texas risti sund- ur kjólermina. Hún beit fast í buxnaj«kálm:.na. Svo fann hún jámið. Það var eins og handleggur- inn stæði í björtu bá'li. Eldur- inn breiddist um allan kropp hennar, inn í hnakkann, niður bakið og ofan í tær. Vöðvamir herptust saman. Hún fann hend- ur Johns og Olivers halda henni fastri svo að hún hneyfði sig ekki. Það heyrðist hvæsandi hljóð þegar jámið gekk inn i holdið og kæfandi þefur og í munni hennar var beizkt salt- bragð þegar hún beit tönnun- um saman fastar og fastar og fastar. Hún fann hvemig tárin streymdu úr augunum og svjtjnn fossaði um hana alla og í háls- inum var einhver andstyggðar j kökkur sem ætlaði að kæfa hana. Hún hélt dauðahaldi í höndina á Florindu, kreisti fingur hennar. Eldurinn flæddi um hana alla og hún heyrði snarka í eigin holdi eins og það væri steik. Hún gat ekki bitið tönnunum fastar saman og hún gat ekkj andað, og ef þetta stæði lengur myndi hún kafna. Og þá sagði Texas: — Því er lokið, frú Garnet. því er lokið, og Oliver losaði tökin á henni, tók um axlir hennar og reisti hana við og sagð: — Því er lokið, Garnet! Heyrðirðu ekki til mín? Þú mátt hreyfa þig, eiskan mín, — og fyrir ofan hana sagði John: — Bannsett litla mannæta, losaðu tennurnar úr lærinu á mér! Gamet fann að hún slakaði á. Hún leyfði Oliver að lyfta sér upp. Hann hélt utan um hana með báðum höndum. Hann og i Texas sögðu, að hún hefði verið j dæmalaust dugleg, hún hefði umborið þetta án þess að gefa frá sér hljóð Hana laghitaði i handlegginn, en það var þó ekki eins slæmt og áður. Hún var búin að sleppa hend- inni á Florindu. Florinda reif stykki úr pilsinu sínu til að nota sem vasaklút. Gamet tók eftir því, að Florinda var græn- föl í andliti og stórir svitadropar runnu niðu vangana. Florinda þerraði af sér svitann með klútnum. Gemet fann, að eitthvað rann niður hökuna á henni. Hún lyfti heilbrigðu hendinni til að þurrka sér og starði undrandi þegar hún sá að það var blóð sem hún þurrkaði burt. Allt var svo undarlegt enn- þá. Þetta hafði verið svo gíf- urleg áreynsla að það tók nokkra stund fyrir hana að átta sig á ný. En hún starði á hönd- ina á sér og starði á John. Hann Þingsjá Framhald af 3. síðu. höfuðforsenda, að fræslustarf- semi færi fram og samráð væri haft við verkafólkið, sem á vinnustaðnum er og á að taka þátt í rannsóknunum, því að annars gæti farið miklu verr heldur en ekki. Við erum hár- nákvæmlega sammála umþetta og lét ég þetta í ljós á sumr- inu 1961 og hef ekki brtytt skoðun um það síðan. Þá sagði ég ennfremur: „Að lokum vil ég segja það, að verkalýðshreyfingin hefur að sjálfsögðu enga fordóma gagnvart launagreiðslukerfum, sem sums staðar hafa rutt sér til rúms meira en hér og ýmsir hafa trú á, að geti glætt hvöt verkamannsins ti.1 að afkasta meira verk.i. Hér er einkum um að ræða launagreiðslukerfi fyrir ákvæðisvinnu eða föst laun fyrir ákveðna verkeiningu og vinnuverðlaun umfram af- köst. Slík launageiðslukerfi hafa vafalaust ýmsa kosti og henta vel við ýmis störf, t.d. í fjöldaframleiðslu, en ekki dylst mér heldur, að einnig þessi launagreiðslukerfi hafa ýmsa annmarka og verður auk þess tæplega við komið við ýmis störf. Þannig mun tíma- greiðslufyrirkomulagið sem hér hefur verið algengast að mínu álitj síður en svo verða lagí j til hliðar." Eg þarf víst eklci aö gera; nánari grein fyrir minni per- sónulegu afstöðu. Hún var lát- in þarna í ljós á sumrinu 1950 að viðstöddum fjölda atvinnu- rekenda. sem þá samkomu sátu. En þegar hnútukast er haft hér i frammi við forustu verkalýðshreyfingarinnar í heild, þá er a.m.k. hægt að afsanna það, að forusta Al- þýðusambandsins á síðustu ár- um sé sönn að sök um það, að vera með þrjózku eða stífni eða hafa ekki fullan vilja á að greiða fyrir vinnurannsóknum og sé búin við að taka upp ný launagreiðslukerfi, ef því er að skipta, þó að því verði ekki neitað, að a.m.k. um alila verk- lega hagræðingu í atvinnufyr- irtækjunum, verði frumkvæðið að vera atvinnurekandans en ekki verkafólksins. Verkafólkið hefur engan rétt til þess að skipa vélum á annan hátt í verksal heldur en atvinnurek- andinn vill vera láta. Það er því frumskilyrði, að fram- j kvæmdin verður að vera á herðum atvinnurekendanna og ég hygg, að það verði ekki sagt með neinum sanni, að þar sem atvinnurekandi hefur haft vilja til að framkvæma und- irbúning að vinnurannsóknum og vinnuhagræðingu. þá hafi nokkurn tíma staðið á verka- tólki eða samtökum þeirra. (Niðurlag). Staðan í Handknatt- leiksmóti íslands Staðan í 2. deild er nú þessi: L U J T M St. yalur 4 4 0 0 67: 73 8 Ármann 3 3 0 0 69: 41 6 Haukar 4 3 0 1 140: 87 6 ÍA 5 2 0 3 154:160 4 ÍBK 4 0 0 4 43: 73 0 Breið.bl. 4 0 0 4 83:152 0 Tvö félög hafa mestar líkur til sigurs, en það eru Valur og Ármann. Hvorugt liðið hefur tapað leik í mótinu. H. Þá er ég tilbúin að fara í blóðbankann og gefa blóð, en þú Andrés? Vissulega er ég til Hlka, Andrésína mín. Væri þér sama, þó Skröggur frændi kremi með? Nei, mér er ekki sama. Jesús minn, hversvegna? Hann gerir ábyggi'lega uppi- stand x bankanum. Gerir Skröggur frændi uppistand? .... þegar hann fattar enga hagnaðarvon, sérðu til. Herra minn trúr! Það segir þú satt. SKOTTA Alltaf þegar þessi gæi þinn spilar „rokk — barna á gítarinn, — springa öryggin. rokk** Knattspyrnufélagið Víkingur 55 ára: Fram vann Vík- ing mei 30:26 Handknattleiksdeild Víkings hélt hátíðlegt 55 ára afmæli fé- lagsins á föstudagskvöld og bauð til keppni við sig Fram í meistaraflokki karla og FH í meistaraflokki kvenna. Aðeins stúlkunum tókst að færa félagi sínu 2 stig í afmæl- isgjöf með sigri sinum gegn FH 10:9, en karlaflokkurinn varðist vel og átti ágætan leik gegn Fram, þótt íslandsmeist- ararnir hefðu sigrað með 4 marka mun. Fram — Víkingur Vílkingarnir settu fyrstu tvö mörkin með markskotum Jó- hans og Rósmundar. en Ingólf- ur jafnaði snarlega fyrir Fram. Áfram hélt leikurinn hnífjafn, og sperman lá í loftinu 3:3, 4:4, 5:5, en þá náðu Famarar sér í 3 marka forskot og héldu því lengstum, þar ti'l staðan var orðin 11:11. Leikurinn hélzt mjög jafn fram að hléi og skoruðu liðin á víxl en í hléinu var leikurinn jafn 14:14. spennandi og sá fyrri eða þar til draga fór af Víkingum rétt undir lokin, en þá áttu Fram- arar góðan endasprett að vanda. Upp úr miðjum síðari hálfleik skildu l'iðin síðast jöfn 21:21 og tóku Framarar þá for- ustuna og héldu henni til leiks- loka. Víkingarnir komst næst því að jafna, er staðan var 25:24 en þá tóku Framarar undir s'ig stökk og settu þrjú mörk í röð. Leiknum lauk síð- an með sigri Fram 30:26. Fram-liðið lék án Karls Benediktssonar og Sigurðar Einarssonar. en lið Víkings saknaði markvörzlu Helga Guðmundssonar. Flest mörk Fram gerði Ingólfur, 11, en Guðjón skoraði 7 mörk. Fyrir Víking skoraði Pétur 7 mörk og Jóhann 5 mörk. Karl Jóhannsson dæmi leik- inn mjög vel. Víkingur — FH 10:9 Sigur Víkingsstúlknanna yfir FH er vissulega ánægjulegur, þar sem FH stúlkumar skipa um þessar mundir efsta sætið á yfirstandandi íslandsmóti. Það voru mjög aóð tilbrif í þessum leik og öllu meiri en maður bjóst við. Það er ekki oft sem maður sér þrumuskot hjá kvennaflokkunum, en það mátti sjá í þessum leik. Elín Guðmundsdóttir var skothörðust Víkingskvenna og setti hún 4 af 5 mörkum Vík- ings íl síðari háifleik. Voru skot hennar einkar skemmtileg. Silvia og Sigurlína hjá FH em einnig skotharðar, en ekki tókst þeim að ná yfirhöndinni að þessu sinni. Af og til mátti greina ágætt Hnuspil og væri gaman að fá að sjá meira af svo góðu. 1 leikhléi var staðan 5:3 fyrir Víking en að lokum 10:9. Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdi leikinn yfirleitt vel. H. Leikir handknattleiks- mótsins um Á sunnudaginn voru leiknir nokkrir leikir í handknattleiks- mótinu og urðu úrslit þessi: 2. fl. karla b. Víkingur — Þróttur 18:12. M.fl. kvenna Ármann — Breiðablik 15:4 3. fl. karla b. Víkingur — Valur 8:8. 3. 11 karla b. Þróttur — Fram 5:23. 3. fl. a. Haukar — ÍA 12:5. helgina 2. fl. karla a. Valur — Ár- mann 17:14. 2. deild Einnig fór fram leikur í 2. deild og áttust þar við Haukar og Akurnesingar. Eins og við var búizt, varð leikurinn mjög jafn og var það ekki fyrr en að langt var liðið á leikinn að Haukarnir gátu farið að verða vissir um sigur. Úrslit urðu 36:28 fyrir Hauka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.