Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.03.1963, Blaðsíða 1
Föstudagur 8. marz 1963 — 28. árgangur — 56. tölublað. Rannsókn á aðbúnaði í ver- stöðvum og á vinnustöðum Gunnar Jóhannesson og Eðvarð Sigurðsson flytja á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um rann- sófcn á aðbúnaði verkafólks í verbúðum og á vinnustöðvum. Tillagan er þannig: „Alþingi ályktar að kjósa fimm manna nefnd, sem rann- saki aðbúnað verkafólks í ver- búðum og á vdnnustöðum með sérstöku tilliti til öryggis og heilbrigðiseftirlits. Sérstaklega skal nefndin rann- saka aðbúnað og alla aðstöðu VISIR jtóknast vinnuveitendum EINS OG ÞJÓÐVILJINN skýrði frá fyrir nokkru sömdu bif- vélavirkjar á Akureyri við verkstæðin þar um 20% kaup- hækkun. VÍSIB skýrði rét.ti- lega frá þessu í fyrradag, í framhaldi af frétt um samn- ingsuppsögn járniðnaðarmanna í Reykjavík, en í gær ber bláðið þessi skrif sín til baka og segir að þau hafi verið byggð á röngum upplýsingum forsvarsmanna Félags járniðn- aöarmanna í Reykjavík. SANNLEIKURINN í þessu máli er sá einn sem VÍSIR greindi frá í fyrradag: bifvélavirkjar á Akureyri hafa samið við bifreiðaverkstæðin þar um 20% kauphækkun — og ættu Vísismenn að geta fengið stað- festingu á þessu hjá Sveinafé- lagi jámiðnaðarmanna á Ak- ureyri. Finint ura SKlÐAKAPPINN á miöri mynd- inni er fimm ára gamall Seyð- firðingur, heitir Þorsteinn Bald- vinsson og var í hópi 76 þátt- takenda í skíðamóti, sem hald- ið var á Séyðísfirði fyrir skömmu. Þorsteinn sést hér koma í enda- mark eftir að hafa gengið 1,3 kílómetra á 9 mínútum röskum og þar með náð beztum tíma í göngukeppni 5 og 6 ára drengja. Frétt um mót þetta og fleiri myndir birtast á íþróttasíðu á margun, laugardag. (Ljósm.. G. S.K <S> EN SKÍRINGIN á viðbrögð- um VÍSIS í gær er augljós: Staðreyndirnar um kauphækk- un bifvélavirkjanna á Akur- eyri eru óþægHegar fyrir for- svarsmenn Vinnuveitendasam- bands íslands og þessvegna er íhaldsblaðið látið grípa til lyg- innar um leið og forystu- mönnum Félags járniðnaðar- manna er lýst sem ósauniuda. mönnum, þótt þeir hafi ekki annað gert en látið frétta- manhi í té upplýsingar sem eru á allra vitorði og sann- leikanum samkvæmar! ANNARS ERU járniðnaðarmenn í Reykjavík vanir skrifum sem þessum úr Vísisáttinnl og næg- ir i því sambandi aðeins að minna á skrif blaðsins meðan stóð á vinnudeilunni í fyrra. Þá reyndi þetta íhaldsblað að stappa stálinu í vinnuveit- endur. Þá stóðu málin þannig, sem kunnugt er, að verkstæð- iseigendur hófðu samið við járniðnaðarmenn án þess til verkfalls kæmi, en Vinnuveit- endasambandið bannaði verk- stæðunum að standa við þá samninga! FRAMHALDI af þessu skal þess fólks, sem sækja verður atvinnu sína til fjarlægra staða um sumar- og vetrarvertíðir. Nefndin skal gera ýtarlega skýrslu um störf sín og leggja fram tillögur til úrbóta varð- andi þessi mál, ef rannsóknir hennar upplýsa, að þess sé þörf. Nefndin kveður sér til aðstoð- ar fulltrúa frá Alþýðusambandi Islands, f rá verkalýðsf élögum viðkomandi staða, frá Vinnuveit- endasambandi Islands og frá Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna. Nefndin skal Ijúka störfum fyrir ársbyrjun 1964. Ýtarleg greinargerð fylgir til- lögunni. Askrifenda- söfnunin ALLIR sem safna 5 nýjum kaup- endum að Þjóðviljanum geta valið sér eina af neðantöld- um bókum í viðurkenningar- skyni: Byltingin á Kúbu Tuttugu erlend kvæði Óljóð / í Unuhúsi Vegurinn að brúnni Blakkar rúnir Andlit Asíu Griskar þjóðsögur Tvær kviður fornar Vort land er í dögun Ræður og riss Skriftamál uppgjafaprests Á Islendingaslóðum Hetjuleiðir og landafundir Við elda Indlands Hin hvítu segl Mjinningar Vigfúsar Guð- mundssonar, Þroskaárin Að duga eða drepast íslenzkt mannlíf Fullnuminn Ferðarolla Magnúsar Step- hensen Vefaradans Því gleymi ég aidrei Fortíð og fyrirburðir Sonur minn og ég Þjóðsögur og sagnir, F. Hólm Prjónastofan Sólin Saltkorn í mold Játningar Ágústínusar íslenzkar nútímabókmenntir. LEIÐIN TIL jSÓSSALISMANSj nærtækara verkefni er nú að gera skýra grein fyrir, hvernig við ætlum að undirbúa fram- kvæmd sósíalismans á þing- ræðislegan hátt. Hitt er svo annað mál, að umbreytingin úr kapítalisma í sósíalisma er og verður alltaf þjóðfélags- Kannski það 1 kvöld klukkan hálf niu flytur Einar Olgeirsson erindi i Tjarnargötu 20 um leið Is- lands til sósíalisma. Er það hið fyrsta í erindaflokki, sem fræðslunefnd Sósíalistaflokks- ins gengst fyrSr. Tíðindamaður Þjóðviljaus hitti Einar snöggvast ao máli Ieg bylting. í gær og spurði, hvað hann huggi Vísi! mundi aðallega tala um. — Ætlunin er að ræða um þau verkefni Sósíalistaflokks- ins, sem fram undan eru í valdabaráttu alþýðunnar. Um þetta efni er nú mikið talað og spurt. — Það er auöséð, að and- stæftingar okkar fylgjast iíka af nokkrum áhuga með. Vísir var að ráðleggja okkur að halda okkur við byltingar- leiðina! Hann er líklega hræddur um, að við missum glæpinn? — Auðvitað eru það rang- færslur hjá Vísi, að við höf- um viljað byltíngu með valdi. Lengi voru hins vegar lang- mestar líkur tii þess, að við yrðum ofbeldi beittir, ef við næðum þingmeirihluta og fær- um að framkvæma sósíal- isma. Við munum harmleik- ínn á Spáni. En timarnir hafa brcytzt okkur í hag, og því l^HHBH^SWÖFí^^^BR Tíðindamaður Þjóðviljans vill bæta við þetta áskorun til allra sósíalísta að koma i Tjarnargötu í kvöld og hlýða á erindi Einars. Það er sann- arlega ekki aðeins ástæða fyrir andstæðingana að fylgj- ast af áhuga með umræð- unum um þessa stefhuyfirlýs- ingu okkar, heldur er það sérstakt ánægjuefni allra ein- lægra vinstri manna að kynna sér þetta mál sem rækileg- ast. i Afstaða íhaldsins til borgarstarfsmanna: Neitar að fal/ast á Sprésent launabætur beim til handa svo loks á það minnt, að járn. iðnaðarmenn sögðu upp samn- ingum sfnum núna m.a. vegna þess að vinnuveitendur neit- uðu þeim algerlega um minnstu lagfæringar á gildandi samn- ingum, meira að segja fimm prósentin sem fjölmörg verkalýðsfélög hafa fyrir nokkru samið um Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær hindruðu íhaldsfulltrúarnir og Óskar Hallgrímsson með atkvæðum sínum að eftirfarandi tillaga frá borgarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins næði fram að ganga: „Borgarstjórnin samþykkir að grejða félags- mönnum Starfsmannafélags Reykjavíkur 5% á- lag á laun frá 1. febr. s.l. og þar til gengið hefur verið frá nýrri launasamþykkt fyrir starfsmenn borgarinnar. Borgarstjórnin ályktar að greiða einnig sama álag á laun þeirra laustráðinna starfs- manna, er venjulega fá sömu launabætur og fastir starfsmenn." í framsöguræðu fyrir tillög- unni rakti Guðmundur Vigfús- son stuttlega aðdraganda þess, að verklýðsfélögin fengu 5% kauphækkunina í vetur. Riðu Akureyrarfélögin þar á vaðið og síðan fylgdi Dagsbrún og mörg önnur félög á eftir. 20. febrúar var svo lagt fram á borgarráðs- fundi erindisbréf frá launanefnd Starfsmannafélags Reykjavíkur þar sem félagið fór fram á að félagsmenn þess fengju einnig 5% launahækkun frá 1 febrúar sl. að telja, Guðmundur benti á, að opinberir starfsmenn eru flestir hverjir að því leyti verr settir en verkamenn, að þeir eiga óhægara með að bæta sér upp lág laun með þvi að leggja á sig aukavinnu, en ýmsir borg- arstarfsmenn eru engu betur launaðir en verkamenn. Sagði hann, að borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins hefðu rætt með sér þetta mál og teldu, að einsýnt vaeri að það bæri að verða við óskum borgarstarfsmannanna um kauphækkunina, enda væri nú þegar búið að hækka búvöru- verð um 3—4% vegna 5% kaup- hækkunarinnar og kæmi sú hækkun auðvitað jaínt niður á borgarstarfsmönnum og öðrum launlþegum. Borgarstjóri sagði aS mál þetta væri í athugun h]á borgar- ráði og taldi eðlilegt, að það gerði tiUögu um afgreiðslu þess til borgarstjórnar. Sagði hann, að 5% hækkunin hefði átt að vera uppbót til þeirra sem lægst væru launaðir og væri þöri á að athuga hvort eða hve mikill hluti borgarstaTfsmanna féHI undir þann flokk. Taldi hann einnig, að mál þetta ætti að ræða af launanefnd borgarinn- ar og félags bQrgarstarfsmanna, Lagði hann til, að tillðgu Guð- muridar yrði vísað til borgarráðs Framhald á 2. síðu. Presturínn vill farga eignum Krísts A Alþingi stóð allhörð rimma í gær um eignir Krists og fá- tækra í Skagafirði, en það er guðsmaðurinn Gunnar Gíslason sem flutt hefur frumvarp um að rýra þær eignir og farga þeim. En í forsvari fyrir Krist og fátæka var enn sem fyrr Einar Olgeirsson og tók hann fast í strenginn með Karli Guð- jónssyni, sem f landbúnaðarnefnil hefur lagt tíl að fellt verði frumvarp um söiu kristfjárjarð- arinnar Utanverðuness í Rípur- hreppi í Skagafirði. Einar taldi með öllu óhæfu að taka þessa jörð úr eigu Krists og fátækra og selja hana ein- staklingum. Jörð þessi, Utan- verðunes, var gerð að kristfjár- jörð með gjafabréfi sr. Bene- dikts Vigfússonar prófasts að Hólum árið 1838, og svo fyrir mælt að afgjaldi jarðarinnar skuli varið til styrktar og fram- færslu munaðarlausum börnum i Skagaf jarðarsýslu og skyldu börn í Hólahreppi sitja fyrir um slík- an styrk. Þessi ákvæði hefðu fengið að standa óhreyfð í meira en öld, og það er ósæmilegt að henda jörðinni nú í einstaklinga, sagði Einar. Það er ósvífin blekking að halda því fram að það sé eins verðmætt að eiga vexti af sölufé jarðarinnar og eiga jörðina sjálfa. Ef horft væri 125 ár fram í tímann en ekki aftur. er enginn kominn til með að segja hversu mikils virði jðrð- in Utanverðunes yerður orðuij þegar Island byggir milliónaþjóð og Skagafjörðurinn er orðinn á- líka þéttbýll og . Gullbringusýsla er nú. Og þó margt sé breytt eru enn fátækir menn á íslandi og enn munaðarlaus börn í Skagafjarðarsýslu. Einar tók eindregið undir þá tillögu Karls Guðjónssonar (sem minnihluta landbúnaðarnefndar) að frumvarpið um sölu jarðar- innar yrði fellt. Varamaður guðsmannsins á þingi, Jón Pámason og Ágúst Þorvaldsson vildu endilega láta farga þessari eignarjörð Krists og fátækra. Þetta er þriðja um- ræða málsins í deildinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.