Þjóðviljinn - 16.03.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1963, Blaðsíða 4
SlöA ÞlðÐVIUINN Laugardagur 16. marz Útgefandi: Bitstjórar: Sósiaiistaflokk Sameiningarflokkur aiþýðu urinn. — ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigúrður V Fríðþ.iófsson. Ritstjóm -•<i—*»«•>- "'.niýsjngar orentsmiðia Skólavörðust 19 Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr 65 ó mánuSi ¦HBTOBliJUIi'IIHIWW.IIWMIIMI IIIII.....I !«¦!¦ IIWI ¦H.Ui.illi ¦ Réfturinn "jl/|orgunblaðið segir í gaer í feitletraðri ritsíjórn- ***¦ argrein um landhelgismálið að ástæðulaust sé fyrir Þjóðviljann að „fjargviðrast yfir því að við íslendingar höfum lýs't því yfir, að við ætl- um að fara að alþjóðalögum í landhelgismálum eins og öðrum málum.. . Allir vissu þó fyrir, að við íslendingar hygðumst ekki reyna að koma málum okkar fram með ofbeldi, heldur með lögum, og mundum þar af leiðandi hvenær sem væri fúsir til að hlíta lögmætum dómum og úrskurðum." Þannig er reynt að réttlæta þafin þjóðhættulega verknað stjórnarflokkanna að gera landgrunnið utan 12 mílna að alþjóð- legu svæði sem erlend ríki og erlendir dómstól- ar hafi úrskurðarvald yfir. I^að er sjálfgerðara fyrir íslendinga en nokkra * aðra þjóð að fara að alþjóðalögum. En al- þjóðalög fjalla aðeins um samskipti ríkja, ekki innanlandsmál þeirra. Hvert sjálfstætt ríkí hefur rétt til óskoraðrar lö'gsogu'"á gérvöllu yf- irráðasvæði sínu, og þess réttar gætir hver þjóð sem sjáaldurs auga síns. Það .var_afstaða-.ís- lendinga að yfirráðasvæði landsmanna næði til alls landgrunnsins og hafsins yfir því, og þann rétt aetluðu landsmenn að sækja í áföngum eft- ir því sem færi gæfist, eins og þeir höfðu áður sótt fjórar mílur og tólf mílur. Andstæðingar okkar hafa alltaf haldið því fram að við værum að brjóta alþjóðalög og beita ofbeldi — mer svipuðum orðum og Morgunblaðið hefur nú uppi — en við höfum ævinlega getað sannað í orði og verki að málflutningur þeirra væri fals- rök. Við höfum alltaf vitað að við yrðum að berjast fyrir rétti okkar og sæta færi og að bar áítan kynni að verða langvinn og erfið, en við vissum að unnt myndi að leiða hana til sigurf ef við afsöluðum réttinum ekki sjálfir. Við vit- um það jafnt úr sögu okkar sem annarra þjóða að réttur, sem um skeið kann aðeins að virð- ast innantóm orð og lagaref jar, breytist í áþreif- anleg verðmæti ef honum er fylgt eftir af ein- huga þjóð. A fbrot stjórnarflokkanna er það að hafa af- f* salað einkarétti íslendinga til landgrunns- ins alls til harðvítugustu andstæðinga okkar og alþjóðadómstólsins. Sumum mönnum sem lítf skyggnast fram í tímann kann að virðast að þetta réttindaafsal skipti litlu máli, en ókomn- ar kynslóðir munu kveða þunga dóma yfir þeirr mönnum sem að afsalinu stóðu. Og auðvitar1 verður þessu afsali hrundið; samningur serr gerður er í skugga byssukjafta brezka flo'tam fær ekki staðizt, og engin ein kynslóð hefir heimild til að binda hendur afkomenda sinnr Rétturinn mun standa og verða að veruleifc þótt þjóðin þurfi ekki aðeins að eiga í höggi vi erlenda and<=+^ðíriga heldur og slíta af sér fjötr sem skamrnswnir innlendir valdamenn hafa í hana lagt. — m. Karl Guðjónsson. Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósefsson hafa lagt fram þtags- ályktunartillögu um athugun á opnun vegarsambands milli Fljótshverfis og Suðursveitar, en akvegakerfið yrði órofin hringleið kringum landið, ef unnt reynist að koma á vegar. sambandi milli þessara byggðar- Órofin hringleið umhverfis landii lagða. Tillaga þeirra Karls og Lúðvíks fer hér á eftir, en síð- ar verður skýrt fá greinargerð, sem tillögunni fylgir: „Albingi álykíar a« skora á ríkisstjórnina að láta fara fram athugun á því, hvort unnt sé og hvað kosta mundi að opna á tveimur næstu árum akvega- samband milli Fljótshverfis í Vestur-Skaftafellssýslu og Suö- ursveitar í Austur Skaftafells- sýslu, þannig að vegakerfið myndi órofa hringleið um land- ið. Athugun þessi skal vera við það miðuð. að gerðar verði var- anlegar brýr á þau fallvötn þessarar leiðar, sem enn eru o- brúuð, en ef slíkar brýr á Núps- vötn, Skeiðará og aðrar vatna- kvíslar á Skeiðarársandi teljast bundnar miklum tæknilegum annmörkum eða vera sérlega kostnaðarsamar má við það mi'ð'a, að á þær ár verði byggðar trébrýr af tiltölulega ódýrri gerð, sem þá gæti þurft að end- urbyggja eftir meiri háttar jök- ulhlaup. Niðurstöður athugunar þessar- ar skulu lagðar fyrir næsta Lúðvík Jósefsson. reglulegt Alþingi svo snemma að haga megi afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1964 i samræmi við þær." blNCSJÁ ÞIÖDVILjANS Byggingarsjóður aldraðs fólks: nogu n í gær var til fyrstu umræðu í ncöri deild frumvarp til laga um byggingarsjóð aldraðs fólks, en frumvarpið, er kom- i<\ frá efri deild, þar sem þaö var samþykkt samhljóða án nokkurra breytjnga. Emil Jónsson, félagsmála- ráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði með örfáum orðum. en það er sem kunnugt er sawiið af nefnd. sem kosin var af Alþingi 1959 til þess að athuga að- staeður aldr- til i>ess að nýta sína. Ráðherrann minnti á, að hundraðshluti þess fólks. sem kemst á gamals aldur, færi sföðugt hækkandi og miðaði frumvaroið að bvi að greiða fyrir þessu fólki einkum varðandi hentugt í- búðarhúsnæði. Kvaðst ráðherra vænta þess að málið fengi ^fgreiðslu á þessu þinsi aðs fólks starfsorku Halldór E. Sigurðsson (F) lýsti yfir ánæg.iu með að frum- varp þetta væri fram komið, enda þótt hann hefði óskað að það hefði verið meira mál, en hér væri á ferðinni. Frum- varpið gerð': sðeins ráð fyrir lausn á ejn um þessa máls. andj aldraðs þætti vanda varð- íbúðir fólks. en æskilegt hefði verið að komið hefði fram heildarlöggjöf um vist- og vinnuheimili aldraðs fólk5, en slíka löggjöf vantaði. Þá hefði hann einnig talið eðlilegt. að tekjum af happdrætti DAS hefði vexið skjpt .iafnt á millj DAS og byggingarsióðs aldr- aðs fólks — Halldór vék að því að stjórnarflokkarnir hefðu reynt að eigna sér þetta mál og framgang þe=s. en hið rétta væri, að nefndin, sem kosin var tU þess að fjalla urn mál- ;ð. befði verið kosin samkvæm* Mlíogu sem nokkrir þingmenn Framsóknar báru fram á btntr- inu 1958—59. Emil Jónsson taldi minnstu •náli skipta, hverjum þétta 'æri að þakka upphaflega. '-itt væri aðalatriðið, að mál- " næði fram að ganga. Pétur Sigurðsson (í) þakk 5i ríkisstjórninni og milli- binganefndinni, sem unnið hefði að þessu máli, ásámt öðrum aðitom, sem þar hefðu I komið við sögu. Um söguskýringar HES kvaðst hann vilja segja, að einn mikilvægasti þáttur þessa máls, væri fjárhags- grundvöllur þess, en hann ætti sér langan aðdraganda. í rauninni allt frá stofnun Sjó- mannadagsins fyrir 25 árum, en þó fyrst og fremst með til- komu happdrættis DAS. Höf- uðstfóll DAS næmi nú , tæpl. 35 milljónum króna, bar af væri ágóði af happdrættinu um 29 milljónir. Stiórn Dvalar- heimilisins hefði tekið mála- '.eitun milliþinganefndarinnar um að nokkur hlutj ágóðans if happdrætti DAS rynni til byggingar~jóðs aldraðs fólks m.iög vel, enda eðlilegt og í 'amræmi við þá stefnu. sem "vlgt hefði verið um rekstur -iva'arheimilisins. Samkomulag hefði orðið um skiptingu tekn- anna en sá hluti sem ætlaður væri DAS væri nauð-ynl. til þess að unnt. væri að l.iúka þar fvrirhuguðum framkvæmdum é næstu 10 árum, en það væri skilyrði þess að Tekstur heim- ilisins kæmist á hagkvæman grundvöll. Dvalarheimilið rúm- aði nú um 200 vistmenn. oe í þeim framkvæmdum sem fyr. Ir dyrum stæðu væri gert ráð fvrir verulegri aukningu vinnupláss. En á síðasta ári námu tekjur vistmanna í heim- ilinu af eigin vinnu um há'fri milljón króna. — Að lokum sat Pétur þess, að tek.iur af happdrætti DAS hefðu numið frá 4,5—5.5 milljónum króna s.l. þrjú ár. Halldór E. Sigurðsson ítrek- qði þá skoðun sína. að eðli- legt hefði verið að fara eftir helmingaskiptareglunni varð- andi skiptingu tekna DAS. Eystcinn Jónsson (F) kvaðst fvlgigndi bessu frumvarpi, en lét í ljós nokk- urn ugg um að skerðing á tekjum DAS mundi draga um of úr æski- legum fram- kv., einkum beirri fyrir- ætlun stjórnar DAS «ð stuðla að byggingu dvalar- heimila úti um land. Hefði verið æskilegra ef tekna til byggingarsjóðsins hefði verið iflað á annan hátt. en hann i/iidj hvetja Sjómannadagsráð til þess að halda fast við þá stefnu að stuðla að byggingu dvalarheimila út um land. Hannibal Valdimarsson <A1- þýðubandalag), sagðist mundu f.ylgja þessu frumvarpi, þótt hann vildi vegar í Ijós skoðun að væri tekið þeirri máls- sem mestu varð- aði fyrir nlHrað fólk. ¦en -það væri vinnuað- =;taða þess. Laii'sn' á ¦^úsnæðisvandamálum samals fólks væri að ví<-u nauðsynleg, "n eftir sem áður gæti þetta fólk setið uppi án þess að hafa nokkra aðstfiðu tii bess að stunda vinnu við sitt hæfi. — Þá spurði Hanniba), hve mjkið fé mætti ætla að fengi~t með beim tekiustofni sem =íóðnum er ætlaður. b.e. 40% íf happdrættisrmðum DAS — t>að væri einnig galli á frum- varpinu að ekkj væru í þvi á- kvæði. sem trvggðu =>ð ibúðir =°m hvgeðar væru á þennan bítt fyrir a'drað fólk. yrðu •ífram ti] ráðstöfunir ; sama *ilg9nai. en S!r>tu ekki eengið ksuoum ná ^ölum til bverr51 =em yærj Hannibal tnldi að frumvarrj bst*a mundi hafp •""kmark^ða býðingu þar sem "kki væri líklegt að bað eva+' ->rðið til lausnar R biicn^ði^- vandræðum veruleg- fiöld^ aldraðs fólks Það væri frem- ur ólíklegt. að fólk sem kom- ið væri yfir 67 ára aldur gæti ráðizt í að kaupa íbúðir, ef það hefði ekki begar áður leyst húsnæðisvandamál sín, og því teldi hann að frumvarpið kæmi ekki að þeim notum sem æskilegt hefði verið. — Raun- hæfari lau^n húsnæðismála, einnig þ.ióðfélagslega séð. væri að aðstoða fólk þegar á unga aldri við að koma sér upp i- búð. og væri þfirfin án efa mest á því sviði. Pétur Sigurðsson tók það fram vegna ummæla EJ, að unnið yrði áfram að fyrirætlunum um aðstoð við byggingu dvalar- heimila úti um land. en nauð- synlegt væri að ljúka fyrstfram- kvæmdum í Hrafnistu. Emil Jónsson taldi að andað hefði köldu til frumvarpsins frá Hannibal Valdimarssyni, og væri það ómaklegt. — Ráðherrann sagði, að ekki væri til þess ætlazt að aldrað fólk keypti í- búðirnar heldur að bæjarfélögin byggðu þær og leigðu síðan út. — Hitt mætti fallast á, aS hjálpa ætti ungu fólki til að eignast íbúðir en það nyti þegar allrar fyrirgreiðslu. sern eðlileg væri samkvæmt núgildandi lög- um. Hannibal Valdimarsson ítrek- aði það að gefnu tilefni, að hann væri fylgjandi þessu frumvarpi, en hann hefði einungis látið í ljós ótta um það, að það kæmi ekki að nægilega almennum notum. — Þá kæmi það fram í frumvarpinu, að aðeins bygging bæjarfélaga á íbúðum væri að- eins ein leið af þrem. Þar væri Framhald á 2. síðu. resíS' ;®snsnciasisia: Frumvarp um afnám almennra prcstskosninga var til fyrstu umræðu í neðri deild i gær. Benedikt Göndal fylgdi frum- varpinu úr hlaði fyrir hönd menntamálanefndar, en frum- varpið er flutt að beiðni biskups og einnig hafa kirkjuþing f jallað um það og leggja til að það verði samþykkt. Gert er ráð fyrir að sérstök kjörnefnd safn- aðanna kjósi presta, en síðan skal veita embættið. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, kvað hér um vandamál að ræða, sem rétt væri að athuga vandlega Á stæðulaust væri að hraff-> -' greiðslu málsins á þessu '¦ og vœri ekki óeðlilegt að end I snlee afgreiðsla þess biði næsta þings. Einar Olgeirsson lýsti sig ein- dregið andvígan afnámi al- mennra prestskosninga og benti á. að söfnuðirnir hefðu í hendi sér að afsala sér þesu valdi um val sálusorgara með bví að taka ekki þátt í prestskosning- um og væru embættin þá veitt á svipaðan hátt og gert er ráð fýrir í þessu frumvarpi, Einnig væri vitað að sðfnuðirnir væru yfirleitt andvígir afnámi prests- kosninganna. í eðli sínu miðaði fumvarpið að því að draga úr lýðræðislegum réttindum. en öll viðleitni í þá átt gæti skapað 'msttúlegt fordæmi á fiðrum sviðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.