Þjóðviljinn - 19.03.1963, Page 3

Þjóðviljinn - 19.03.1963, Page 3
Þriðjudagur 19. marz 1963 ------- ~----------------- - , -------------—,... -----HÖÐVIUINN Taugaveiki í Sviss ZERMATT 19/3. 59 menn í svissneska ferðamannabænum Zermatt hafa sýkzt af tauga- veiki. 34 þeirra hafa verið fluttir á sjúkrahús í nágrenni þorpsins en 25 eru í sóttkví í skólahúsinu. Um helgina voru mörg þúsund ferðamenn staddir í Zermatt til að fylgjast með skíðakeppni og óttast er að fleiri hafi tekið veikina. Flestir hinna sýktu eru Italir en auk þeirra Spánverjar, Sviss- lendingar, Austurríkismenn og Bretar. Talið er að verkamaður einn frá Lecce á Suður-ltalíu hafi borið veikina til Zermatt. De úaulle fór til Holianás Verkfallsmenn í París snæða nesti og hafa kröfur sínar á lofti. Verkfallsmennirnir frönsku staðfaslir og sigurvissir PARÍS 18/3 — Verkfall franskra námamanna hef- ur nú staðið í hálfan mánuð og eru litlar líkur til að það leysist í bráð. Staðfesta frönsku verka- mannanna hefur verið slík að fullvíst má teljast að de Gaulle og ríkissjórn hans neyðist til að láta undan, veita verkamönnum kauphækkun og víkja þannig frá þeirri stefnu í efnahagsmálum, sem fylgt hefur verið til þessa. í dag leit sannarlega ekki út ryrir að verkföllin í Frakklandi leystust i bráð. Hinsvegar á- kváðu verkamenn við gas- vinnslustöðvarnar í Lacq í Suð- ar-Frakklandi að hefja allsherj- arverkfall ef stjórnarvöldin leggðu ekki fram viðunandi til- boð áður en tveir sólarhringar væru liðnir. Fjöldaganga til fjöldagöngu til Parísar til þess að leggja frekari áherzlu á kröfur sínar. 20.000 jðrnbrautarstarfsmenn í Austur-Frakklandi eru í verk- falli og er gert ráð fyrir að bað hal.dj áfram enn um hríð. | Járnbrautarmenn víða í Frakk- j landi munu hafa í huga að hefja verkfall. Kröfur verkamanna fram verulegar kjarabætur. Rík- isvaldið hefur andæft þeim sanngirhiiskröfum með því að halda fram að slíkt væri hættu- legt framgangi fjögurra ára á- ætlunarinnar en samkvæmt henni áttj framleiðslan í Frakk- landi að aukast um 24 prósent á árunum 1962-65. De Gaulle hefur mjög skorið við nögl laun þeirra verkamanna sem vinna hjá ríkinu og er þeim nú greitt talsvert lægra kaup en þeim sem vinna hjá einkafyrirtækj- um. PARÍS og HAAG 18/3 — Á laugardaginn fór de Gaulle Frakklandsforseti í skyndiheim- sókn til Hollands. Heimsóknin istóð aðeins { fáeinar klukku- stundir. Forsetinn snæddi há- degisverð með Júlíönnu drottn- ingu og ræddi við Joseph Luns utanríkisráðherra. Talið er að rætt hafi verið um ósamkomu- lag það sem ríkt hefur milli landanna tveggj.a frá því að de Gaulle kom því til leiðar að upp úr slitnaði í samningunum milli EBE og Bretlands. USA mótmæla MOSKVXJ 18/3 — Á laugardag sendi Bandaríkjastjóm ríkis- stjórn Sovétríkjanna orðsendingu þar sem segir að tvær sovézkar þotur hafi farið inn í lofthelgi Bandaríkjanna yfir Alaska dag- inn áður. Er þessu framferði mótmælt. Serkir vilja engar tilraunir í Sahara Parísar Fulltrúar kolanámumannanna sem ; verkfalli eru sátu í dag i þriggja klukkustunda fundi með þriggjamannanefndinni sem de Gaulle setti á laggirnar til að rannsaka kaup og kjör jnn- an ríkisrekna iðnaðarins. Verk- fallsmenn ráðgera nú að ganga Fermingarn- ar nálgast Myndavélar V eiðistangasett Skautar Skíðaútbúnaður Ferðamataráhöld í tösku Ferðaprímusar Bakpokar Svefnpokar Vindsængur Tjöld og ótal margt fleira hentugt tii fermingargjafa. PÖSTSENDUM. Laugavegi 13 Kjörgarði, Laugavegi 59. Sími 13508. Verkamennimir við gas- vinnslustöðvarnar { Lacq hafa ákveðið að halda áfram verk- fallinu meðan samningaviðræð- ur við ríkisstjórnina fara fram. Verkamennirnir fara fram á 11% launahækkun. 40 stunda vinnuviku Qg viku lengra orlof. Málsvari verkfallsmanna sagði í dag að tilboð stjórnarvald- anna um níu prósenta hækkun væri óviðunandi. Framleiðsla gasvinnslustöðvanna er nú sjött- ungi minni en vanalega. Verklýðssambönd þau er kommúnistar. sósíalistar og kaþ- ólskir veita forystu hafa öll samþykkt að gera tvö fjögurra stunda verkföll innan rafmagns- iðnaðarins til að fylgja eftir kröfum um hærri laun. Fyrra verkfallið verður á miðvikudag en ekki hefur enn verið ákveð- ið um hitt Áætlun í hættu Telja má fullvíst að frönsku verkamönnunum tekst að knýja Enn er rœH um skipun í | iaunaflokka 15. þ.m. rann út frestur só, sem kjararáð BSRB og samn- , inganefnd ríkisstjórnarinnar höfðu til þess að ná samkomu- lagi um kjör opinberra starijs- manna en fresturinn hefur nú verið framlengdur til 1. apríln.k. Samninganefndirnar sátu á: ' fundum um helgina og í gær- kvöld var einnig boðaður fundur og ræða þar stöðugt skipun opin- berra starfsmanna í launaflokka. PARlS OG ALGEIRSBORG 18/3. Fyrir helgina kom upp orð- rómur um að Frakkar hygðust sprengja kjarnorkusprengju í til- raunaskyni og átti sprenging- in að fara fram neðanjarðar í Sahara. Stjórnin í Marokkó lýsti því yfir í kvöld að spreng- ingin hafi farið fram í dag og hefur sent Frakklandsstjórn mót- mæli vegna þessa, Fregnir um þessa fyrirætlun Frakka vöktu mikla ólgu í Alsír. Serkjastjórn fjallaði um málið á aukafundi á laugardagskvöld og ákvað að kalla heim sendiherra sinn í París til viðræðna. Fréttamenn í Paris og Alsír gerðu ítrekaðar tilraunir að ná símsambandi við Hassi Messaud þar sem hugsanlegt er að fá fregnir af því hvort sprenging- in hefði farið fram. Þeir fengu alltaf það svar að enginn svaraði á þeim stað. Gegn ölluni sprengingum Serkjastjórn sendi frá sér yfir- lýsingu á sunnudag og segir þar að mjög alvarlegt ástand muni skapast ef Frakkar sprengi kjamorkusprengjur í Sahara. Serkjastjórn hefur hvað eftir annað látið í ljós að hún er and- snúin öllum kjamorkusprenging- um og mun því ckki sætta sig við að slíkar tilraunir fari fram á yfirráðasvæði hins sjálfstæða Alsírs, segir f yfirlýsingunni. Brezkir sjómenn vilja stækka landhelgina LONDON 18/3 — Brezkir fiski- menn Ieggja um þcssar mundir hart að yfirvöldunum að færa út fiskveið’imörkin úr þrem mílum í sex. Ghristopher Soames, landbún- aðar- og sjávarútvegsmálaráð- herra hefur lýst því yfir- að hann sé fús til að ræða við fulltrúa fiskimannanna í næsta mánuði. Fiskimennimir hafa ákveðið að koma saman í apríl og ræða um hugsanlegar ráðstafanir til að koma fram kröfum sínum. Eidur í Þegar skeytj kom um miðjan dag i gær til Eimskipafélags fslands, þá var búið að ráða niðurlögum eldsins fyrir utan neistaglóð i einangrunarplötum í lestarþjljum. Gullfoss er í svokallaðri tólf ára klössun og eru breytjngar fyrst og fremst miðaðar við fyrsta farrými °2 Þá aðallega Gullfossi reyksalinn og barinn með ný- tízkulegum innréttingum fyrir utan venjulegt viðhald. Sennilega falla niður tvær ferðir skipsins og var áætlun fyrri ferðar 23. apríl og missa væntanlegir farþegar pláss sín í þeim ferðum, en þeir sem hafa pantað far eftir þann tíma munu ekki þurfa að óttast rugling af þeim sökum. SlÐA 3 Harðinda veturinn veldur EBE tjóni BRUSSEL 19/3. Vetrarríkiö í Evrópu hefur haft sín áhrif á gang efnahagsmála í EBE. Verð á matvöru hefur hækkað veru- lega og nýting vinnuaflsins hef- ur verið léleg. Framkvæmda- nefnd bandalagsins telur að ekki sé unnt að vinna upp tapið á þeim tíma sem eftir er ársins og verði þá ástandið alvarlegt á vinnumarkaðinum. 1 ársbyrjun var atvinnuleysið á EBE-svæðinu mikið og er Kennedy ræð- ir við forseta Mið-Ameriku SAN JOSÉ 18/3 — í kvöld kom Kennedy Bandaríkjaforseti til San José, höfuðborgar Costa Rica. f för með honum voru Dean Rusk utarníkisráðherra og isex bandarískir þingmenn. For- setinn mun dveljast þrjá daga í San José og sitja á ráðstefnu með forsetum sex Mjð-Ameríku- ríkja. Ríki þessi eru Panama, Guatemala, E1 Salvador, Hond- ‘uras. Nicaragua Qg Costa Rica. Til umræðu á ráðstefnunni verður meðal annars áætlun um efnahagsbandalag Mið-Ameríku og hugsanlegar ofsóknaraðgerð- ir gegn Kúbumönnum. Kennedy forseti fór flugleið- is frá Palm Beach til San José. Hann flaug í stóran sveig fram- rjá Kúbu og var þess vandlega gætt að flugvélin kæmi ekki nær eyjunni en 480 kílómetra. kuldanum kennt um. Talið er að samdrátturinn í at\nnnulífinu muni enn magnast. Útgjöld neytenda aukast Vetrarríkið hefur ennfremur orðið til þess að verð á neyzlu- vamingi hefur hækkað mjög. Er hér einkum um að ræða matvör- ur og eldsneyti, en útgjöld neyt- enda hafa aukizt af fleiri ástæð- um. Húsaleiga hefur hækkað í Hollandi, Vestur-Þýzkalandi, Italíu og Frakklandi. Útgjöld vegna flutningskostnaðar hafa hækkað í Vestur-Þýzkalandi og Ítalíu. Ennfremur hefur tóbak hækkað í verði á Italíu. í desember og janúar varð verzlunarjöfnuður Efnahags- bandalagsins óhagstæðari en éð- ur, enda var útflutningurinn mun minni en undanfama mán- uði. Útflutningur til Bandarikj- ana og Bretlands dróst saman og eftirspum frá vanþróuðu löndun- um minnkaði. Innflutningur frá löndum utan bandalagsins jókst vemlega á árinu 1962. NEW YORK 18/3. í gærkveldi felldu setjarar í New York til- Iögu um nýjan kjarasamning með 1.621 atkvæði gegn 1.557. Tfflögu þessa lagði R. Wagner borgarstj. fyrir fulltrúa setjara. Atkvæðagreiðslan fór fram á fé- lagsfundi og skoraði formaður New York-deildarinnar á setjar- ana að samþykkja tfflöguna, en sagði þó að hann væri ekki fylli- lega ánægður með samninginn. Blaðaverkfallið hefur staðið i 100 daga og þar sem að tfflagan var felld em litlar líkur til að það leysist í náinni framtíð. Breiðfirðinga- heimilið h.f. Aðalfundur Breiðfirðingaheimilisins h.f. verður haldinn í Breiðfirðingabúð föstudaginn 19. apríl 1963 kl. 8.30 eh. Dagskrá skv. félagslögum. Reikningar félagsins liggja frammi hluthöfum til athug- unar 10 dögum fyrir fundinn á skrifstofu félagsins í Breiðfirðingabúð kl. 10—12 f.h. STJÓRNIN. Fornsalan Traðarkotssundi 3 tekur í umb'oðssölu ýmsa muni og velmeðfarin föt. Opið frá kl. 4—6 e.h. Fyrirlyggjándi Harðtex 270x120 cm. kr. 67.50. BaSker 170x75 cm. kr. 2485.00 Nokkur göiiuð baðker seld með afslætti næstu daga. Mars Trading & Co. h/f Klapparstíg 20 — Simi 17373.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.