Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA HÓÐVILTINN Laugardagur 30. ma'rz 1963 Ræða Björns Framhald af 1. síðu. skrána á Varðarfund í fyrrakvöld og gerir Varðarmönnum grein fyrir því áður en hann flytur framsöguræðu sína á .hv. Alþingi Fyrst Vörður, — síðan Alþingi. Hinn sama hátt hafði þessi ráð- herra á þegar hann á sínum tíma bar fram frv. ríkisstjórn- arinnar um skattamál. Gleðiboð- skapur hans þá um stórfellda skattalækkun auðfélaga í land- inu var fyrst fluttur i Verði, síð- an á hv. Alþingi. Þessi fram- koma ráðherrans; þessi svívirð- ing hans á Alþingi er því ekkert einstakt frumhlaup nú heldui regla, sem ráðherrann er að skapa og reyna að festa í sesst Sjálfur er þessi hv, ráðherra einn aðaleigandi heildsalablaðs- ins Vísis og það er því varla til- viljun að einmitt heildsalastétt- in hefur notið, forréttinda fram- yfir Alþtngi um það að fjalla um þetta frv. Vafalaust eru heildsalarnir meðeigendur hv. ráðherra að Vísi búnir að hagn- ast vel á því að hafa fengið i hendur fulla vitneskju um fyrirhugaðar breytingar á toll- skránni nær ,ársf jórðungi áður en hún er lögð fram hér á hv. Al- þingi. Það hefur áreiðaniega ekki verið þeim alveg ónýtt að geta hagað kaupum sínum og sölum í samræmi við slíka vitneskju. Slík vinnubrögð sem ég hefi hér að nokkru sýnt í fáum orð- um þarf að fordæma eftirminni- lega og ég vil vona að þeir tím- ar séu ekki langt undan að breyting verði á breytnj þeirra sem með vöMin fara — að bessu leyti — því ella er sæmd Alþíng- is í veði. En þetta varðar aðeins SjáV viimubrögðin og framkomuna gagnvart hv. Alþingi af hálfu ríkisstiómarinnar og hv. fiár- málaráðherra sérstaklega, en ekki sjálft málið — efni bess hvaða brevtmear það hefur í för með sér í tolla- og skattamáhim — hvaða breytingar það boðar f þeim efnum. Það er gert mikið úr bví að hér sé um stórfelldar tollalækk- anir að ræða. Tollalækkanir um 100 millj. kr. hlióðaði þversíðu- fvrirsögn heildsBlablaðsins í gær. Ég rengi ekki að óreyndu að bessi staðhæfing úr grg. frv. sé rétt, að miðað við óbreyttan innflutning nemi tollalækkunin 97 mHli kr.. En f bví sambandi fer 'heldur varla hjá bvf að rift að sé unn hversu mikið tollar hafa hækkað í tíð núverandt ríkisstiómar og hversu óveruleg bessi lækkun sem hér er ráðgerð er á móti henni — bótt hún ætti eftir að verða raunvemleg sem ég tel útilokað en að bvf kem ég síðar. Samkvæmt gildandi fiárlösum fyrir yfírstandandi ár nema beir tollar Og aðflutnlngsgjöld sem Vélstjórofélag fslands Félagsfundur að Bárugötu 11 mánudaginn 1. aprll kl. 20.00. Mörg mál á dagskrá — Mætlð stundvíslega. STJÖRNIN. Verkamenn óskast til starfa hjá Kópavogskaupstað. Upplýstngar hjá verkstjóranum í síma 24564, eftir ld. 19.00 næstu kvöld. hér eru nú sameinuð 1347.4 milli. kr. og er þá sleppt smæstu sköttunum, sem ekki renna beint í ríkissjóð og skipta ekki höfuð- máli. Árið 1959 — síðasta fjárlagaár- ið fyrir viðreisn námu þessir tollar — aðeins þessir tollar, aðrir ekki meðialdir —- saman- lagt tæplega 500 milljónir kr. Hækkunin er því um eða yfir 850 milljónir kr. eða nálægt 170%. Þrátt fyrir 100 milljón kr. lækkun stendur samt eft-ir tolla- hækkun uppá 750 milljónir kr. eða hækkun sem nemur 150% ng sýnist það — alls hækkun skatta og tolla — vel viðunanlegt afrek hjá háttv. ríkisstjóm. En heild- arhækkun tolla og skatta á al- menning frá því árið 1958 nem- ur samtals um 1400 millj. kr. Við lauslega athugun virðist meginlækkunin vera á hátolla- 'flokkum, Skartgripum og skran- vöru, allveruleg á varahlutum i bifreiðar, lítilsháttar á landbún- aðarvélum og síðast smávegis j lækkanir á mjög mörgum vöru- \ tegundum, en þó í langflestum tilvikum mjög lítilfjörlegar. Smá- vægilegar hækkanir eru einnig allvíða á algengustu nauðsynja- vörum. Á matvörum virðast hækkanir og lækkanir vegast á og sömu- leiðis á vefnaðarvöru og skó- fatnaði — ekki er hróflað við hinni óhæfilegu tollheimtu á byggingarefni, en sumt efni til byggingarstarfsemi hækkað svo sem algengum viði, krossviði, gólfdúk, pípum úr jámi og stáli, miðstöðvarkötlum o.fl. Á þeim byggingarvörum sem ekki eru hækkaðar eru lækkanir engar eða þá alveg hverfandi. Ríkar ástæður hefðu þó verið til að nota einmitt slíkt tæki- færi sem heildarendurskoðun tollskrár er til þess að létta nokkuð þær drápsklyfjar tolla, sem hvíla á byggingarstarfsemi í landinu; sem vafalaust væri ein allra raunhæfasta aðgerðin til þess að mæta vaxandi hús- næðisskorti og ýta undir auknar byggingar íbúðarhúsa. Þegar þess er gætt að tollar og innflutnings- eiöld af byggingarefni er f möfg- um tilfellum 1/6—173 hluti af verði efnis má glöggt s.iá að af miklu er að taka ef vilji væri til að létta fyrir byggingariðnað- inum. En á það hefur ekki verið litíð við þessa endurskoðun. Allveruleg hækkun er á bif- reiðum. Búsáhöldum er haldið 100% tollflokki. Það virðist því alveg auðsætt aö lækkanimar sem leiða af þessu frumv. munu reynast léttar i vasa venjulegs neytanda; jafnvel þótt engin gjöld yrðu hækkuð f stað þeirra sem hér er lagt tíl að lækka. Enda þótt segja megi að 97 milljón kr. lækkun á gjöldum sem áður er búið að hækka um 1400 millj. kr. sé bó alltaf nokk- Framhald á 4. síðu. Stimplar og stimpla- vörur STIMPLA- GERMN Hverfisg. 50 Sími 10615 iiðfið um letur- sýnishorn TPULOFtJNAP HRING I FtÆ AMTMANNSSTIG 7 Halldór Kristinsson Grein sem rítstjórí Vísis fær ekki að birta / biaði sínu Herra ritstjóri! 1 tvo daga, fimmtudag og föstudag, 28. og 29. marz. hefir mér verið meinað að birta eftir- farandi greinarkom í Vísi, sem ég hefi nú starfað við í samfleytt 27 ár, og sé ég mig því knúðan til að biðja yður um rúm fyrir þetta. ★ „1 sl. viku birti Vísir viðtal við Finn Jónsson listmálara, þar sem fjallað var um þátttöku íslenzkra listmálara í sýningum erlendis. Viðtal þetta skrifaði ég, þótt ég teldi ekki ástæðu til að auðkenna það, enda hefi ég sjaldnast gert það við þær greinar, sem ég hefi skrifað í Vísi um langt skeið. Aðrir mega hafa þá reglu fyrir mér. Gunnar G. Schram fann hins- vegar hvöt hjá sér til að fara nokkrum orðum um viðtal þetta hér í blaðinu í gær, og mundi ég ekki hirða um að eltast við skæt- ing hans, ef ekki væri fyrir þá Ahrif verzlunar á dreifingu menn- ingar I dag 30. þ.m. kl. 2 e.h. flytur prófessor Jóhann Hannesson erindi á fundi Stjóm- unarfélags Islands í Þjóðleik- húskjallaranum sem hann nefnir Áhrif verzlunar á dreifingu menningar. öilum sem áhuga hafa á þessu efni er heimill að- gangur þótt þeir séu ekki í fá- laginu. Að loknu erindinu verður kaffihlé en síðan frjálsar um- ræður og mun fyrirlesarinn svara fyrirspumum sem fram kunna að koma um þetta efni. ER BlLLINN FYRIR ALLA. SVEINN BJÖRNSSON & CO. Hafnarstræti 22. Sími 24204. sök, að í pistli hans felst sú að- dróttun, að ég hafi samið viðtal þétta að öllu leyti og kennt Finni Jónssyni, en hann eigi þar minnstan hlut að. Þetta er ósvíf- in aðdróttun, og vísa ég henni hér með á bug, og svo mun Finnur Jónsson einnig gera á þeim vettvangi, sem honum mun þykja hentastur. Annars mun viðtal þetta ekki hafa verið undirrót köpuryrða Gunnars G. Schram. Hitt er sennilegra, að hann hafi reiðst ummælum í forustugrein Vísis á laugardag, þar sem fjallað var um sama efni. Þar var talað um yfirgang viss hóps listamanna og sagt, að slíkur yfirgangur tíðkað- ist nú víða í þessu þjóðfélagi. Er mér ekki grunlaust um, að þar hafi Gunnari þótt nærri sér höggvið, en skort hygginndi til að leyna gremju sinni. — En vilji hann taka það sem sneið til sín. er það hans einkamál. Að öðru leyti tel ég ástæðu- laust að fara frekari orðum um þessa sérkennilegu ritsmíð með- ritstjóra míns. Andinn og orð- bragðið dæma sig sjálf'. • Mun ég ekki ræða þetta mál frekar á þessum vettvangi. Með þökk fyrir birtinguna . Hersteinn Pálsson. DD i ffi/'/í. '/*?/ Qe/l/rg Einangrunarglu Framleiði eimmgis úr úrvajs gleri. —- 5 ára ábyrg& Pantið tfmanlega. Korklðjan Vt.f« SkúlagStu 57. — Sfini- 23200. PJllllSTAN LAUGAVEGl 18® SIMI 19113 Höfum kaupendur að íbúðum, íbúðar- hæðum með allt sér og einbýlishúsum.: — Miklar útborgan- ir. TIL SÖLU: 3 herb. íbúð við Öðinsgötu. 3 herb. góð íbúð á Seltjam- amesi. 4 herb. góð jarðhæð við Njörvasund ( 4 herb. góð risíbúð við Drápuhlíð, 1. veðr. laus. 5 her. vöndué hæð í Hlíð- unum, 140 ferm Sér hiti, sér inngangur, bílskúrs- réttindi. 1. veðr. laus. 4 herb. íbúð við Flókagötu, I. veðr. laus. Haíið samband við okkur ef þér þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Diirrenmatt Á ÞÝZKU: Die Physiker kr. 93,60 Der Doppelganger 81,60 Der Blinde 81,60 Ein Engel komt nach Babylon 81,60 Romulns der Grosse 81,60 Es steht g-eschrieben 105,60 Der Besuch der alten Dame 94,50. Grieche sucht Griechin 26,40 Á DÖNSKU: Mistanken 89,25 Dommeren og hans Böddel 82,25 Ophold pa. Vejen 82,25 Græker söger Grækerinde 96,00 Det skete ved höjlys Dag 89,25. Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18, sími 15065. Útvegum allar fáanlegar erlendar bækur, blöð og tímarit. Aöalfundir deilda KR0N verða sem hér segir: (Búðir Skólavörðustígur 12 og Grettisgata 46) (Búðir Ægisgata 10 og Þvervegur 2A) (Búðir Nesveg 31 og Dunhaga 10) (Búðir Barmahlíð 4 og Bræðraborgarstígur 47) (Búðir Langholtsvegur 130 og Hrísateigur 19) (Búðir Langholtsvegur 24 og Tunguvegur 19) (Búðirnar í Kópavogi) Fundimir verða allir haldnir í fundarherbergi félagsins á Skólavörðustíg 12 og hefjast kl. 8,30 e.h. Nema fundur 12. deildar, sem haldinn verður í Gagnfræðaskólanum við Digra- nesveg, Kópavogi. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NAGRENNIS, Þriðjudaginn 2. aprH 1. og 2. deild MSðvikudaginn 3. apríl 3. og 4. deild Fimmtudaginn 4. apríl 5. og 6. deild Föstudaginn 5. apríl 8. og 9. deild Mánndaginn 8. apríl 11. og 13. deild Þriðjudaginn 9. apríl 14. og 15. deild Miðvikudaginn 10. apríl 12. deild Gullsmiður Sími 1697».

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.