Þjóðviljinn - 30.03.1963, Side 4
SfDA
ÞlðÐVILJINN
Laugardagur 30. marz 1963
Otgefanði: Sameuungarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð
ur Guðmundsson (áb)
Fréttaritstjórax: Jón Bjamason. Sigurður V Fritíbiófsson.
Bitstir-" ”,F'ivsingar orentsmiðia- Skólavörðust 19
nMuSÍuL'a'iMiMmiMMMSiiB ^5 & mánuði
Tollskráin
Ctjómarblöðin láta þessa dagana mikið af nýju
^ tollskrárfrumvarpi sem lagt hefur verið
fyrir Alþingi. Megingildi þess frumvarps er
það að með því er greitt úr þeirri flækju sem
tollheimtan á íslandi hefur verið um langt skeið.
Breytingar á tollum hafa verið samþykktar svo
til árlega á Alþingi, ákvæðin hafa síðan hlaðizt
hvert ofan á annað unz svo var komið að erfitt
var að fylgjast með hinum margvíslegu gjöld-
um, auk þess sem eðlilegt' samræmi skorti. Hins
vegar verður það naumast talið neitt ofurmann-
legt afrek að gera fyrirkomulag tollheimtunn-
ar einfaldara í sniðum, það er augljósf skyldu-
verk sem embættismönnum ber að sinna án þess
að ætlast til sérstakrar lofgerðar fyrir. Og þess
ber einnig að gæta að jafnframt því sem toll-
heimtan er gerð einfaldari, eru gerðar varanleg-
ar ýmsar þær álögur sem Alþingi samþykkti
til „bráðabirgða“ á sínum tíma. Er það raunar
gömul reynsla að bráðabirgðaskattar endast engu
skemur en bráðabirgðahúsnæði Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
¥¥ins vegar er það augljóst skrum að þessi
breyting á tollheimtufyrirkomulagi feli í
sér einhverja kjarabót fyrir alþýðu manna.
Tollabreytingarnar eru yfirléitt mjög smávægi-
legar og ýmist til hækkunar eða lækkunar;
þannig hækka tollarnir á yfir 400 vöruflokkum
í tollskránni. Á fáeinum vörutegundum er um
dálítið áþreifanlega lækkun að ræða, og verður
þeim að sjálfsögðu hampað í stjórnarblöðunum
sem dæmum um breytinguna alla. En á almenn-
um neyzluvörum verður ekki um neina breyt-
ingu að ræða. Þetta sést glöggt af því að sjálfur
fjármálaráðherrann hefur játað að breytingam-
ar muni engin áhrif hafa á vísitöluna; hinn
hárnákvæmi vísitölugrundvöllur mun þannig
ekki taka eftir kjarabótinni miklu!
jPn það sem athyglisverðast er og alvarlegast í
sambandi við þessa tollskrárbreytingu er
málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið
hefur mánuðum saman verið í fórum kaup-
sýslumanna og iðnrekenda, þeir hafa hnikað 'til
ákvæðum þess eftir hagsmunum sínum, og gert
ráðstafanir í samræmi við væntanlega lagasetn-
ingu. Þau vinnubrögð munu sannarlega breyta
gróðcívísitölu þeirra. í nágrannalöndum okkar
eru ráðherrar umsvifalaust reknir úr starfi ef
á þá sannast lausmælgi í sambandi við lagasetn-
ingu sem getur haft áhrif á hag einstakra
stétta. En hér eru það sérhagsmunahóparnir
sjálfir sem semja frumvörpin, þvínæst eru þau
samþykkt í flokksfélagi stærsta stjórnmála-
flokksins, en að lokum ætlar fjármálaráðherra
að nota Alþingi sem einskonar stimpil til þess
að fullgilda ákvarðanir Verzlunarráðsins og
Varðarfélagsins. Meðferð málsins brýtur þann-
ig í bága við grundvallarreglur lýðræðis og
þingræðis á íslandi, og það er miklu alvarlegra
mál en prósentubreytingar og sameining á mörg-
um gjaldapinklum í einn bagga. m.
Framhald af 2 .síðu.
urs virði veröur varla svo um
þessi mál rœtt að ekki komi að
spumingunni um það hvort f jár-
málastjómin í heild gefi vonir um
eða vissu um að þessi lækkun
verði raunhæf; þ.e. að engin ný
gjöld verði sett í staðin, eða
önnur hækkuð sem fyrir eru. Og
í því sambandi má minna á, að
hv. ríkisstjóm hefur í áriiðrinum
alltaf verið að lækka tolla og
skatta allt viðreisnartímabilið,
þótt hinar köldu tölulegu stað-
reyndir hafi sagt nokkuð aðra
sögu.
Það væri áreiðanlega blindur
maður sem ekki gerði sér þess
fulla grein að allt bendir ótví-
rætt til pess að fjárþörf ríkis-
sjóðs vaxi á þessu og þó alveg
sérstaklega á næsta ári um gíf-
urlegar upphæðir og ber margt
til að sú aukna fjárþörf að ó-
breyttri fjármálast.jóm verður
meiri en nokkru sinni áður á
skömmum tima.
Almenn dýrtíð fer vaxandi
risaskrefum, vísitala framfærsla-
kostnaðar fer hækkandi í svo til
hverjum mánuði sem líður og
launastéttimar snúast til vamar
dýrtíðinni hver af annarri. Opin-
berir starfsmenn standa nú í
kjarasamningum og hv. ríkis-
stjóm hefur þegar þoðið þeim
launahækkanir uppá um 100
milljónir króna. Ekki mun óvar-
legt að áætla að sú uDDhæð tvö
til þrefaldist áður en lýkur. Við-
reisnarkrónumar vega æ
skemmra til hverra þarfa sem
er og ekki síður til ríkisþarfa
en annars, — enda vex ríkis-
báknið með ári hverju.
A s.l. ári voru ríkistekjur á-
ætlaðar 1748 milljónir króna. Á
þessu ári hækkar sú áætlun í
2194 milljón kr. eða um 346
milljónir ‘kr. Það er þvi áreið-
anlega ekki ofáætlað að stökkið
frá yfirstandandi ári til þess
næsta verði miklum mun stærra
þótt ekkert sérstakt komi til.
600—700 millj. kr. útgjaldaaukn-
ing miðað við óbreytta fjármála-
stjóm og með hliðsjón af ýmsum
ráðstöfunum sem nú er verið að
gera á löggjafarsviðinu beinlínis
vegna kosninganna sem nú fara
í hðnd og flestar eða allar era
skrifaðar á reikning framtíðar-
innar — verður að teljast full-
vís.
Það var auðfundið S ræðu
hv. fjármálaráðherra hér í gær
að hann gerjr sér grejn fyrir því
að ejnhvern veginn verður ríkis-
stjómin að svara því hvaða úr-
ræði hún hafi á hendjnni —
hvemig hún ætli að leysa fjár-
þörfina. En það verð ég að segja
að svq bjllega sem h. ráðh.
reyndi að sleppa út úr þeirrj
spumingu hér í gær er ekki lík-
legt að ríkisstjórnin sleppi gagn-
vart nokkrum meðalgreindum
manni.
Ráðherrann tilgreindi fjórar
uppsprettur sem ríkisstjómin
hygðist ausa af í framtíðinni.
1) Tekjuaf'gang ríkissjóðs sl.
ár upp á röskar 200 millj. kr.
Það er ástæða til að spyrja:
verður þetta fé sem ríkisstjóm-
in hefur pínt af almenningi um-
fram þarfir handbært ^ næsta
ári og sannar þessi útkoma
nokkuð um afkomuna 1963 og
1904. Ég held ekki.
2) Ráðh. nefndi þá reynslu
sem orðið hefði á lækkun há-
tolla 1961, að sú lækkun hefði
fremur aukið tolltekjur en hitt.
Hér er áreiðanlegt dregin mikil
ályktun út frá lítilfjörlegri _for-
sendu. Auðvitað skeði það óhjá-
kvæmilega í fyrstu lotu eftir lækk-
un hátollavaranna og afnám
verðlagsákvæða á þær að ofsa-
legt kapp greip heildsalana um
að ryðja þessum vörum á mark-
aðinn og af því stafa auknu toll-
tekjumar fyrsta árið. En þetta
sannar ekkert um það að hér sé
um neina stórvægilega breytingu
til langframa að ræða. Enda hef-
ur reynslan af innflutningi há-
tollavara ætíð verið sú að hann
gengur í bylgjum og á honum
hafa orðið hliðstæðar sveiflur
áður — þótt um engar tolla-
læfckanir hafi verið að ræða
Loks nefndi ráðherrann auk-
inn inmflutning. Það er auðvit-
að rétt að ef allt er með felldu
um okkar atvinnulíf, lífskjör
fara batnandi og fólki fjölgar,
þá hlýtur innflutningur að auk-
ast. En að innflutningur vaxi
svo á eimu ári að tollatekjur
vaxi um 600—700 millj. kr. eða
um meira en 50% á einu ári, er
hinsvegar svo fjarstætt, að það
gegnir hreinni furðu að hv. ráð-
herra skuli láta sér slíkar full-
yrðingar um munn fara. Eða
hvað halda menn annars að
yrði um gjaldeyrisafkomuna með
.slíkum innflutmingi og’ hve mikl-
ar þyrftu kjarabætur almenn-
ings að verða til þess að slík
eftirspum skapaðist.
Nei, þessi svör hv. fjármála-
ráðherra eru vífilengjur einar
og undanfærslur við að svara
þeirri meginspurningu sem hér
er um að ræða, hvernig ríkis-
stjórnin ætli að mæta fjárþörf-
inni sem dýrtíðarstefna hennar
hefur skapað.
Ég held að hið rétta svar
liggi nofckuð Ijóst fyrir þegar
reynslan af stjómarstefnunni
undanfarin ár er höfð í huga. Sú
reynsla bendir alveg ótvírætt til
þess að það sem koma skuli sé
margföldun á hinum almenna
söluskatti eða gemgisfelling —
nema hvort tveggja verði, sem
ég tel líklegast. En auðvit-
að á ekkert slíkt að ske fyrr
en eftir kosningar.' Fram að
kosningum á að telja almenningi
trú um að lækka eigi tollana,
efla^ tryiggingar. veita aukið fé
í húsbyggingar, efla hverskonar
sjóði, auka framlög til margs-
konar nauðsymlegrar starfsemi
o.s.frv. — en þegar búið er að
kjósa má befja sama leikinn
eins og í ársbyrjun 1960 —
lækka gengið, margfalda sölu-
skatt — skerða lífsk.iörin — altt
samkvæmt þeirri formúlu að
almenningur sé svo gleyminn að
í lok kjörtímaþjls sé hann orð-
imn óminnugur á það sem gert
var á fyrra helmingi þess. Þá
megi því sýna honum hnefann
af hjartans lyst ef honum
er klappað með lófa rétt
fyrir kosningar, Og það er það
sem nú er verið að gera, sýna
fleðulæti rétt fyrir kosnihgar.
Toillskráin sem hér liggur fyrir
er einn þáttur þessara fleðu-
Iáta, tryggingafrumvarpið annar,
úthlutun 500 millj. kr. kosninga-
lána þriðji og lengur mætti
telja. En reikningnum verður
ekki framvísað fyrr en aS lokn-
um kosningum — en þá kemur
hann • jafn öruggíega og nótt
fylgir degi, þótt nú sé reynt að
láta menn halda að allt það
umstang sem nú á að bjarga
stjóraarflokkunum kosti ekki
neitt.
Hér áður fyrr var það oft
háttur svíðimga, sem rakað
höfðu saman auði í jarðeignum
eða lausu fé að gefa riflega fyr-
ir sálu sinni þegar dauðinn nálg-
aðist. 111 samvizka knúði þá til
að skila einhverju af illa fengn-
um auði sínum aftur til kirkju
eða fátækra. Hæstvirt ríkisstjóm
fer líkt að — hún keppist við að
gefa fyrjr sálu sinni þegar hún
veit hinn mikla dóm nálgast.
En sá er þó munur á að fjár-
málastjóm hennar hefur verið
með þeim hætti að hún verður
ýmist að hafa gjafir sínar í
formi ávísana, sem engar inn-
stæður eru fyrir eða taka Ián
með okurvöxtum til þess að
geta annast greiðslumar.
En almenningur verður ekki
ríkari af slíkum „gjöfum“, held-
ur þvert á móti. Hann verður
ekki betur settur þótt glysvarn-
ingur sé Iækkaður í tolli, ef á
eftir fer hækkun almenns sölu-
skatts eða gengisfelling — held-
ur miklu verr en áðnat
Eins og ég áður sagði er auð-
vitað engin leið fyrir okkur
stjórmarandstæðinga að ræða
þetta mál *— þetta flókna frum-
varpsbákn í einstökum atriðum
að þessu sinni. Það verður að
bíða síðari umræðna. Sennilegt
verður þó að telja að sú gagn-
gera formbreyting sem á toll-
skránni hefur verið gerð sé til
verulegra bóta á vinnúbrögðum
tollayfirvalda — þ.á.m. sú breyt-
ing að bræða saman margskon-
ar gjöld í einn flokk. f því sam-
bandi verður þó ekki fram hjá
því gengið að með þesari sam-
bræðslu hefur endanlega verið
svikið að fella niður hinn svo-
nefnda bráðabirgða söluskatt í
tolli 8%, sem lagður var á í
ársbyrjun 1960. Honum er nú
í reynd gefið eilíft líf í tollakerf-
inu — þótt sjáttt nafn hans
hverfi.
Vörumagnstollurinn er einnig
lagður af og verðtollur einn sett-
ur í staðinn. Sú breyting hefur
það m.a. í för með sér, að þungi
tollheimtunnar verður enn háð-
ari genginu heldur en áður og
þar með er auðveldað að hækka
alla tO'Jheimtuna með einu
striki, með gengisfellingu. En
áður hefur gengisskráningarvald-
ið verið tekið úr höndum Al-
þingis og fengið í hendur banka-
stjómar Seðlabankans. Það þarf
því ekki lengur að leita sam-
þykkis Alþingis til þess að
hækka tollana, hvort sem um
væri að ræða jafngildi þeirrar
lækkunar, sem nú er lögð til,
eða miklu meiri hækkun.
Hið varanlega gildi breyting-
anina nú er því einvörðungu
fólgið annarsvegar í formbreyt-
mgunni, í ’breytingu á gjald-
flokkum innbyrðis, sem ég dreg
að lítið rannsökuðu máli, mjög
í efa áð sé í heildinni - til bóta
fyrir almenning. .,
Háttvirtur ráðherra sagði hér
í gær að þessi breyting á toll-
skránni mundi hafa lítil áhrif
á vísitölu framfærslukostnaðar
og fór í því sambandi hæðileg-
um orðum um það hvemig
fyrr. ríkisstjóm hefði leikið sér
með vísitöluna og reynt að láta
hana sýna sem minnsta hækkun
þegar verið var að hækka tolla
og skatta. Þetta er auðvitað að
sumu leyti rétt, en hinu sleppti
hv. ráðherra alveg að geta að
með nýja visitölugmndv. 1959
varð gerbreyting á vísitölugrund-
vellinuim — þannig að hún er
miklu raunhæfari mælikvarði
en áður á þær breytingar sem
verða á raunverul. lífskjömm
með hækkuðu verðlagi, á neyzlu-
vömm og þjónustu. Hinar algeng-
ustu nauðsynjavörur vigta léttar
en áður en aðrar vörur þarfar
sem óþarfar meira. Það er því
hreint ekki jafn auðvelt og áð-
ur að leika sér með þennan
mælikvarða og áður, þótt vilji
væri fyrir hendi.
Þcgar þess er gætt sannar
sú fullyrðíng hv. ráöh. að þess-
ar tollabreytingar hafi lítil á-
hrif á vísitöluna auðvitað
mjög greinilega að áhrif
þeirra á lífskjör venjulegs
neytanda verða harla lítil.
Það er auðvitað líka svo að
raunveruleg lifskjör batna
lítið við það þótt silfurplett
og skartgripir úr gulli og
silfri lækki í tolli. Verka-
maður sem tæpast hefur til
hnífs og slteiðar er Iítið bætt-
ari þótt 5000 kr. gullúr lækki
í verfti um 200—300 kr. — en
það eru slíkar kjarabætur
sem hv. ráðh. telur almenn-
ingi alveg sérstaklega hag-
kvæmar, J
Ég get því vel endurtekið það
að ég tel alveg fullan vafa leika
á því að þær breytingar sem
gerðar em til jöfnunar á tolla-
flokkunum innbyrðis séu til
nokfcurm bóta fyrir hagsmuni
almennings — eöa a.m.k. mjög
vafasamt að svo sé. Ég hygg að
ýtarleg athugun — sem ég hefi
ekkert ráðrúm haft til að gera
— á þeim 400—500 tollskrár-
númemm sem tollar eru hækk-
aðir á og samanburðar við ýms-
ar lækkanir mundu leiða þetta
allgreinilega í Ijós. En svo ein-
hverjar hækkanir, sem tvímæla-
laust hækka beint framfærslu-
kostnað séu tilgreindar vil ég
nefna og réði þó hreint handa-
hóf vali dæma:
Nú Verður
Matarsalt, pakkað 0 5%,
Epli og Perur 28 30%
Rúsínur, Sveskjur 50 48%,|
Ullargam 50 49%
Vönduð baðmullarefni 60 65%,
Rafmagnsperur 40 38%
Böfcunardropar 40 38%
Garðjrrkjuverkfæri 40 24%
Vantsslöngur 50 38%,
Gólfdúkalim 40 38%
Byggingaviður 35 34%i
Krossviður 35 34%
Línoleumdúkur 35 34%.t
Pípur úr jámi og stáli 34%
til bygginga 35
Miðstöðvakatlar 35 34%,
Benzín 50 49%
Kartöflur 70 400/«
Tómatar 70 40%|
Belgávextir 5 0%
Púðursyfcur 20 16%
Flórsyk., Kandíssyk. 20 16%
Súpur og súputen. 100 99°/tl
Sáraumbúðir o.fl. vörur
til lækninga 35 340/c
Litir til listmálara
og kennara 35 34%
Handsápa 110 108%
Sjöl, klútar o.fl. 100 99%(
Hálsbindi 100 99%i
Þetta em aðeins örfá dæmi
af handahófi um það að hér er
ekki bara lækkanir á ferðum.
Hækkanir em að visu hvérgi
mjög miklar, en sama er oft-
ast að segja um lækkanimar
Frá minni hálfu er það líka
alveg óathugað mál, sem vel
verður að athuga í nefnd ,hver
áhrif hinar innlögðu breytingar
hafa á iðnaðinn i landinu og
einstakar greinar hans. I ýmsum
tilvikum getur tollvemd fyrir
6érstakar iðngreinar átt fullan
rétt á sér — þótt við höfúm
nú um sinn búið hér við svo
lágt kaupgjald að okkar iðn-
aður, hyerju nafni sem nefnist
hefur fyllilega staðið samkeppni
við erlendan iðnað — er varla
unnt að reikna með sh'ku til
frambúðar.
Eins og ég áður hefi sagt
virðast lækkanir á almennum
neyzluvömm vera mjög óvem-
legar og aðeins lítill hluti af
þeim 90—100 milljonum króna
lækkun, sem ráð er fyrir gert.
Frekar virðist um irmtalsverð-
ar lækkanir að ræða á; 1) :há-
tolluðum lúxusvamingi og skrani
og 2) á nokkrum rekstrarvörum
atvinnuveganna. Þegar þessa er
gætt og jafnframt hins að heild-
arskatthéimtan er nú orðin uppá
Um 1850 milljónir króna er auð-
sætt að ekki er um að ræða
neina afgerandi kjarabót : til
handa almenningi. öllum lækk-
unum, jafnvel á þeim vömteg-
undum sem minnst er ástæða til
að lækkaðar séu hljóta menn
þó að verða fegnir í þvi skatta-
og tollaflóði sem háttvirt ríkis-
stjórn hefur veitt yfir þjóðina
á valdatima sinum.
En því aðeins eru slíkar ráð-
stafadir ánægjuefni að full
skilríki séu lögð fram fyrir því
að hér sé um varanlega heiid-
arlækkun að ræða og engin und-
irmál séu á ferðinni um nýjar
fyrirætlanir um nýjar og al-
menningi óhagstæðari skatt-
heimtuaðferðir. Þessvegna hljóta
þær spumingar að dynja á ,hv.
ríkisstjóm og hv. forsætisráð-
herra: Hvemig ætla þeir að
lej^sa hina auknu fjárþörf ríkis-
sjóðs á næstu tímum. IVIeð hvaða
hættá ætla þeir að afla þeirra
600—700 milljóna króna, sem
stjórnarstefnan hefur gert óhjá-
kvæmilegt að afla á næsta ári
eða jafnvel fyrr. Hver eru þeirra
úrræði, á þeim vanda, sem þeir
hafa verið að skapa jneð .fjár-
málastefnu sinni á undanfpm-
um árum?
Við þcssum meginspurningum
duga engin undanbrögð. Hér
verða að koma hrein svör og
bein svör. Og á þeám svörum
veltur að sjálfsögðu mjög heild-
ardómur um þetta frumvarp.
v