Þjóðviljinn - 30.03.1963, Side 8
r
0 SfÐA
M6ÐVILIINN
Laugardagur SO. marz 1963
Mýsla og dúkkan
RITSTJÓRI: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR
Almonska og svörtu steinarnir
— Gott og vel, ég skal
gefa ykkur frest í mánuð,
meira get ég ekki, sagði
hviti maðurinn og gekk í
burtu.
Snemma naasta morgun
héldu þau á veiðar, Sabbat-
is og Kata systir hans. Þau
höfðu fallizt á að leyfa Al-
monska að fara með, en fyrst
fór hann að finna Natanis
gamla.
— Natanis, að mánuði liðn-
um verðum við að borga
hvíta manninum tvöhundruð
dollara. Ég trúi þér þegar þú
segir að svörtu steinarnir séu
mjög verðmætir, hvar á ég að
leita þeirra?
— f hvaða átt fer hann
bróðir þinn? spurði Natanis.
— f suðurátt, meðfram
fljótinu.
— Það er ágætt, hlustaðu
nú á mig. Fyrst gengurðu í 5
daga í suðurátt. siðan geng-
ur þú í austurátt í þrjá daga,
Þá finnurðu staðinn.
— En hvernig þekkj ég að
það er rétti staðurinn?
Natanis leit á drenginn og
það var skrítinn glampi í
augunum á honum. — Þú ert
skynsamur, moldvarpa iitia.
Ef ég segi þér hvar staðinn
er að finna segir þú bróður
þínum það, en ég vil að eng-
inn viti þetta nema þú. Að-
eins eitt orð segi ég þér og
það áttu að muna vel. Orðið
er Al-em-bag-wa. Hvíta fólk-
ið segir Norembagwa og sum-
ir Indíánar segja Anorem-
bega, en rétta orðið er Al-
em-bag-wa. þessu máttu ekki
gleyma.
Almonska fannst þetta ein-
kennilegt orð. — Ég hef
aldrei heyrt þetta áður, ég
ætla að velta fyrir mér hvaða
merkingu það hefur, sagði
hann
— Já, hugsaðu um það,
vinur. Og ef Þér tekst að
finna þó ekki sé nema einn
svartan stein, er hann tvö-
hundruð dollara virði.
Um kvöldið þegar systkin-
in höfðu kvejkt sér eld og
sátu og hvíldu sig, spurði
Almonska bróður sinn hvort
hann hefði nokkum tíma
heyrt minnst á Norembega.
— Já, einu sinni, svaraði
Sabbatis, — það var hvitur
maður sem talaði um stórt
þorp sem héti þessu nafni
Sumir kalla það Anorembaga
en ég held að enginn viti
með vissu hvar það er.
Um miðnættið glaðvaknaði
Almonska, hann hafði fengið
skrítna hugmynd meðan hann
svaf. Alembagwa, tautaði
hann aftur og aftur við sjálf-
an si'g, það er gamalt Indí-
ánamál, likt og afi minn tal-
aði. Hann notaði þetta orð
um að fiska i djúpu vatni.
Kannski var það þetta, sem
Natanis átti við. að fiska í
djúpu vatni. En hvar? Ef til
vilil hafið sjálft. eða djúpt
stöðuvatn? Þetta kemur von-
andi í Ijós þegar ég er búinn
að ganga i fimm daga í suð-
ur og þrjá i austur. Hann
sofnaði frá þessum hugsunum
en vaknaði fljótlega aftur
með nýja hugmynd j höfðinu.
Sabbatjs sagði að Norembega
væri þorp, ef þessi orð hafa
sömu merkingu er það sama
og þorp á fljótsbotni. Hver
hefur heyrt talað um þorp
undir vatni? — Almonska
velti þessu öllu fyrir sér. en
gat ekki leyst gátuna.
Systkinin gengu nú fyrst i
fimm daga í suðurátt, og síð-
an þrjá daga í austur, þá
komu þau að stóru stöðu-
vatni. Á þessum slóðum lögðu
þau gildrur og dýraboga. en
það bar engan árangur, þeim
heppnaðist ekki að veiða eitt
einasta dýr. Almonska var
dapur í bragði og vonlítill um
árangur af ferðinni.
Þetta hlýtur að vera stað-
urinn sem Natanis átti við.
En á vatnsbotninum var ekk-
ert markvert að sjá og var
vatnið þó fært og sást vel í
bqtn. — Var Natanis að gera
gys að mér? spurði Almonska
sjálfan sig.
Þau héidu áfram ferðinni,
alla leið til sjávar, en allt fór
á sömu leið, þau veiddu ekk-
ert. Eftir nokkra daga sneru
þau við og komu aftur að
stöðuvatninu, tómhent eins og
þau lögðu af stað.
— Húsið verður selt, það er
útséð um það, sagði Sabbat-
is eitt kvöldið þegar þau
sátu við eldinn og steiktu
fjsk, sem Almonska hafði
veitt. — Ef mér hefði heppn-
azt að ná í bara hálfa tylft
af skinnum, þá hefði öllu ver-
ið borgið, en ég hef ekki
fengið eitt einasta skinn.
Þau ákváðu að leggj a af
stað heim strax næsta morg-
un. (Framhald.)
oSlkfcOíi
VÍMUNN
HA/Vn SoSg&R E/CN [
^CXtt£ 23.
Þessi ágæta mynd af manninum með hattinn er eftir Sigga,
5 ára, Sóíheimum 23.
Litla músin, Mýsla hét hún.
kom út úr holunni sinni og
skimaði i kringum sig eftir
brauðmolum.
— Húrra, hrópaði hún.
— Kexdósin er þá þama, ég
vona að ég finni dálítið af
molum í henni. — Mýsla varð
steinhissa þegar hún leit of-
an í dósina, það var nú eitt-
hvað annað en kexmolar sem
hún sá þar.
— Hæ, hver ert þú? spurði
Mýsla.
— Ég er Bíbí, dúkkan henn-
ar kötu, var svarað, þvi þama
lá reyndar svona ljómandi
falleg dúkka á botninum á
dósinni. — Kata er litla stúlk-
an, sem á heima héma í hús-
inu, bætti dúkkan við.
— Af hverju ertu í kex-
dósinni? spurði Mýsla.
— Af því þetta er rúmið
mitt, svaraði dúkkan.
— Ekki vildi ég eiga svona
rúm, sagði Mýsla.
•— Þetta er þó betra rúm
en það, sem ég svaf í síðast-
liðna nótt. sagði Bíbí, — þá
lá ég útj á ruslahaug.
— Guð hjálpj mér, sagði
Mýsla. — Hvemig stóð á því?
— Sjáðu til. sagði Bibí.
— Fyrst þegar ég man eftir
mér, lá é.g uppi á hillu i
leikfangabúð. Dag nokkum
kom kona og keypti mig, hún
ætlaði að gefa stelpunni sinni
afmælisgjöf. Stelpan hét
Maja. Fyrst fannst henni ég
ósköp falleg og var alltaf að
lejka sér að mér, hún lét
meira að segja krónupening
í svuntuvasa minn svo ég
hefði vasaperiinga.
— Hún hlýtur að hafa ver-
ið mjög rik, sagði Mýsla.
— Já, hún átti of mikið af
öllu, bæði peningum og leik-
föngum. svaraði Bíbí. — Að
stuttum tíma liðnum varð hún
leið á mér, hætti að leika sér
að mér og hirti ekkert um
mig.
— Skömm er að heyra
þetta, hún þyrfti að fá ræki-
lega áminningu, sagði Mýsla.
— Þegar Maja hætti að
leika sér að mér lenti ég i
kassa hjá ýmsu ónýtu rusli,
og þegar Maja hvolfdi úr
kassanum einn daginn kom
hún auga á mig. Þá var kjóll-
inn minn rifinn og óhreinn
og ég óhrein í framan. Maja
sagði þá að það væri ekkert
gaman að mér lengur og
fleygði mér út á ruslahaug.
— Hræðileg meðferð. sagði
Mýsla.
— Já, það var hræðilegt,
sagði Bíbí. — f tvo daga eg
tvær nætur lá ég þarna, mér
var svo kalt að ég hélt að
ég myndi brotna í þúsund
mola. Svo einn morguninn
gekk Kata þama framhjá.
Hún tók mig upp og fór með
mig heim til sín. Þegar heim
kom þvoði hún mér og
gaf mér nýjan kjól.
— Kata er reglulega góð
stúlka. Ég held að ég tími
aldrei oftar að kroppa kex-
ið hennar þegar hún er sofn-
uð. sagði Mýsla.
— Ég skal segja þér nokk-
uð, sagði Bíbí. — Þegar Kata
fann mig lá krónupeningurinn
ennþá í vasa mínum, hún
hljóp með hann í brauðbúð-
ina og keyptj ljómandi góða
köku handa okkur. Það er
heilmikið af kökumolum eft-
ir þama undir borði, gerðu
svo vel og fáðu þér bita.
— Þakka þér kærlega fyr-
ir. sagði Mýsla. — Svo kem
'mfím/ma, ----
z. " m
Svo eru hér tvær „mömmu-
myndir'*. — Nr. 1. er eftir
Ingu B. Sigurðardóttur, Há-
holti 12, [(9 ára). Hún heitir
Mamma vinnur á skrifstofu.
Nr. 2 er eftir Aðalheiði Ingi-
björgu Sveinsdóttur, Faxastíg
15, Vestmannaeyjum, en sú
mynd heitir Mamma bakar.
ég aítur á morgun og spjalla
við þig ef þú verður hér
kyrr.
— Ég verð hérna, það
máttu vera viss um, Kata er
góð stúlka og hún kastar mér
áreiðanlega ekki út á rusla-
haug, svaraði Bíbí c*g brosti
ánægjulega. Síðan buðu þær
hvor annarri góða nótt, Mýsla
og dúkkan.
Rauða
blaðran
1. — Þegar strætisvagninn
nam staðar á móts við skól-
ann, leyfði rauða blaðran
Paseal ekki að ná í sig.
Skolabjallan hringdi Og hann
varð að flýta sér inn og nú
var hann mjög áhyggjufullur.
En blaðran svéif yfir drengja-
hópnum og ætlaði sér að
komast með þeim inn .í skóla-
stofuna. Kennarinn varð held-
ur en ekki hissa að sjá þenn.
an nýja nemarida. og dreng-
irnir hlógu og höfðu svo hátt
að skólastjórinn lcom hlaup-
andj til þess að athuga hvað
um væri að vera.
2. — Skólastjórinn reyndj
að ná blöðrunni en hún var
nú ekki á þvi að láta grípa
sig. Þá tók hann Pascal út
úr hðpnum og hugsaði sem
svo að blaðran mundi elta.
Það gerði hún líka. En nú
þurfti skólastjórinn að bregða
sér í bæinn, svo hann Iaesti
Pascal inni í skrifstofu á með-
an. — Blaðran bíður sjálfsagt
við dymar, hugsaði hann með
sér.
3. — En blaðrari hafði allt
annað í huga. Hún gerði sér
lítið fyrir og elti skólastjór-
ann i bæinn. Nú þekktrí all-
ir borgarbúar skólastjórann
og skildu ekkert í þessu hátt.
arlagi hans að vera með
stóra. rauða blöðm að leika
sér eing og krakki. — Skóla-
stjórinn ætti ekki að haga
sér eins og hver anriar strák-
hvolpur. sagði fólkið.
4. — Skólastjórinn reyndi
eins og hann gaf að losna
við þessa sam'fylgd, eri blaðr-
an ,'fór sínu fram. Og þegar
hann sneri heimleiðis fylgdi
hún honum ennþá. Þá sá
hann ekki annað ráð en opna
fyrir Pascal og senda hann
heim. og varð satt að segja
dauðfeginn að losna við Fasc-
al og þessa einþykku, rauðu
bloðru.
'(Framhald).
I
!
i