Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 12
/ Nýju vegalögin í dreifíbréfi, en málið kemur ekki fyrirþing Qert ráð fyrir að benzín lítrinn hækki í kr. 5 Eins og kunnugt er hafa vega- lögin verið í heildarendurskoðun undanfarið og hafa stjórnar- flokkarnij- margsinnis lofað því, að endurskoðun þeirra yrði lok- ið á yfirstandandi kjörtímabifi. Hefur fjölmörgum breytingar- tfllögum stjórnaransstöðuflokk- anna svo og þingsályktunartil- lögum verið vísað frá á þeim grundve'li að lögin væru í end- urskoðun og yrðu afgreidd á þessu kjörtímabili. — Á þing- fundi í gær lýsti Ingólfur Jóns- són, samgöngumáiaráðherra, því loks yfir, að þetta mál kæmi ekki fyrir þetta Þing, enda þótt vítað sé að milliþinganefnd hafi lokið störfum, en ráðherrann hefur nú jafnframt fyrirskipað henni að taka upp störf að nýju. ★ Haildór E. Sigurðsson (F) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi neðri deildar i gær. Minnti hann á fyrri yfirlýs- ingar stjómar- flokkanna í þessu máli. Kunnugt væri að nefnd sú sem hafði með endurskoðun- ina að gera hefði lokið störf- um, og hefði hnnn leitað eftjr áliti hennar til að kynna sér. en þá hefði kornið í ljós að ráð- hérra hefði bannað að gefnar væru nokkrar upplýsingar um málið. — En nú hefði komið í ljós, að formaður umræddrar nefndar, Benedikt Gröndal. al- þingismaður. hefði í dreifibréfi til áhugamanna í Vesturlands- kjördæmi skýrt frá nokkrum meginatriðum laganna. I>ar kæmi m.a. fram að endurskoða ætti reglur um þjóðvegi, gera skyldi áætlanir um vegaíram- kvæmdir til 5 ára, ákveðið fram- Iag skyldi lagt til gatnagerðar í kaupstöðum (eftir íbúafj.). Þá hefði einnig komið fr'am i bréf- inu, að ætlunin hefði verið að hækka benzínlítrann upp í 5 kr.t og hefði allt benzíngjaldið átt að renna til vega. Þá kom einnig fram í bréfinu að mál- ið hafði strandað vegna ágrein- ings stjórnarflokkanna, en hin stjómskipaða nefnd skilaði á- litj ’sínu sl. haust. — Óskaði Halldór eftir því. að ráðherra hlutaðist til um að þingmenn fengju álit nefndarinnar í hend- ur. ! Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra,. kvaðst aldrei hafa lýst því yfir, að vegalögin kæmu fyrir þetta þing, þar hefðu á- vallt verið gerðir á nægir fyrir- varar. Á- greiningur hefðj verið um málið og hefði hann skrifað nefndinni, sem annaðist endurskoðun- ina bréf, og beðið hana að taka á ný til at- hugunar 8 atriði, sem hann hefði tilgreint. — Ráðherr- ann kvaðst álíta að óvenjulegt væri að láta þingmenn fá í hendur upplýsingar meðan nefndin væri enn að störfum. t>ó mundi hann ekki _ leggjast gegn því, ef nefndin sjalf vseri þvi samþykk. Nokkrar umræður urðu um málið og tóku þátt í þeim auk ráðherrans og Halldórs, Benedikt Gröndál (sem sagði, að hann hefði skrifað mönnum einkabréf úm þetta), Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson. Lögðu þing- menn stjómarandstöðunnar á það áherzlu, að þingmenn fengju upplýsingar um störf neíndarinnar. Lúðvik Jósepsson benti á það, að fyrir lægi, að ríkisstjómin 'iefði falið milliþi ng anefnd að 4. sióstangaveiði- mótið í Eyjum í maí fjalla um endurskoðun laganna. Sú nefnd hefði starfað og skil- að áliti. Þar að auki væru sumir nefnd- armanna farn- ir að skýra frá veigamikl- um atriðum um störf nefndarinnar. sýnilega sem innlegg í kosningabarátt- una á vori komanda. Þingmenn ættu því kröfu á því að fá að sjá álit nefndarinnar. Störf miliiþinganefnda tilheyra Al- þingi en ekki einstökum stjórn- málaflokkum, sagði Lúðvík. Þá lægi það einnig fyrir, að stjórnarflokkarnir hefðu komið í veg fyrir þinglega afgreiðslu margra mála Qg vísað þeim frá með tilvitnun til þess að vega- lögin væru í endurskoðun og Dagana 22. til 24. maí n.k. verður efnt til fjórða sjóstanga- veiðimótsins, sem haldið er í Vestmannaeyjum. Undirbúningur mótsins er þegar hafinn, en að því standa Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur ásamt Sjóstanga- veiðifélaginu í Vestmannaeyjum Búist er við góðri þátttöku, en auk inniendra þátttakenda eru væntanlegir nokkrir útlendingar, m.a. frá Englandi, íriandi, Frakk- Iandi og Bandaríkjunum. Fyrsta sjóstangaveiðimótið á Islandi var haldið í Eyjum í mai 1960, og hefur það verið haldið þar árlega síðan. 1 fyrsta mótina tóku þátt 68 manns, bæði inn- anlands og utan, enda skrifuðu margir af hinum erlendu þátt- takendum greinar um það í blöð og tímarit, þegar heim kom. f brezka blaðinu „The Sea Angler“ birtist löng grein um keppnina og franska veiðitímaritið „Le Pecheur Independente“ birti mjög ítarlega og lofsamlega grein um betta fyrsta sjóstangaveiðimót á Islandi, og fylgdu greininni margar myndir. 1 apríl næstkomandi hefjast sýningar á aukamynd í Tónabíói frá Pathe kvikmyndafélaginu og var sú mynd tekin á sjóstanga- mótinu í Vestmannaeyjum 1962 og sýnir marga aflakló. Þá hefj ast næstu daga gluggasýningar í Verzluninni Sport, Laugavegi 13 og verða þar sýndar verðlauna- gripir og ljósmyndir frá öllum mótunum. Sjóstangaveiðifélag Reykjavík- ur var stofnað í marz 1961, en nú eru félagar þess um 90 talsins. Á síðasta aðalfundi félagsins, sem nýlega var haldinn, voru þessir menn kjömir í stjóm: Birgir Jóhannsson, formaður, Halldór Snorrason, varaformaður. Egill Snorrason, ritari, Magnús Valdimarsson, gjaldkeri, og með- Fékk 250 þús. kr. sekt I gær var skipstjórinn á brezka togaranum Carlisle dæmdur í Sakadómi Reykjavikur. Togarinn var sem kunnugt er tekinn að ólöglegum veiðum undan Snæfellsnesi á dögunum. Skípstjórinn fékk 250.000 króna sekt auk þess sem afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. yrðu afgreidd á þessu kjör.tima- bi'Ii. — Gg nú síðast væru nefndastörf tafin með því, að vitnað væri til gagna sem lægju hjá nefndinni, en þjngmönnum værj ekki gefinn kostur á að kynna sér. Þingmenn ættu kröfu á því að fá að kynna sér álit nefndarinnar, enda hefði hún skilað áliti og skipti ekki máli í því sambandi, þótt ráðherra hefði falig henni að taka upp störf að nýju. ★ Mál þetta kom sýnilega mjög illa við stjómarflokkana og gafst ráðherra alveg upp við að verja þá afstöðu stjórnarinnar að halda áliti nefndarinnar leyndu fyrir þingmönnum, enda þótt fjölmörgum málum hafi verið vísað frá með þeim rök- um að vegalögin yrðu endurskoð- uð fyrir lok þessa kjörtímabils. stjómendur þeir Einar Ásgeirs- son og Hákon Jóhannsson. Ferðaskrifstofan Saga hefur tekið að sér að veita þátttakend- um fyrirgreiðslu og upplýsingar er varða ferðir til og frá Eyjum og annað, sem að keppninni lýt- ur. Hornablástur á Austurvelli Lúðrasveit Reykjavíkur ætlar að gefa borgarbúum kost á að njóta fagurs homablásturs á Austurvelli kl. 3,30 á morgun, sunnudag. Þetta eru fyrstu úti- hljómleikar sveitarinnar í ár og ef veðrið helzt eins gott og und- anfarið, er ekki að efa að marg- ur maðurinn kemur að hlusta. Lúðrasveitin leikur undir stjóm Páls Pampichlers Pálssonar . Vopnafjarðar- kirkja fær gjöf Vopnafirði í gær. — Jón Run- ólfsson frá Böðvarsdal, nú bú- settur í Reykjavík hefur nýlega afhent Vopnafjarðarkirkju kr. 25.000.00 að gjöf. Er gjöfin til minningar um Guðnýju Eiríks- dóttur konu hans og dóttur þeirra Guðbjörgu Sigríði. D.V. Leið íslands til sosíalismans Á fræðslukvöldi í Tjarnargötu 20 í gærkvöld gerði Asgeir Blöndal Magnússon grein fyrir því hvemig fjallað er um al- þýðuvöld og sósíalisma á ís- landi í hinu nýja riti „Leið ís- lands til sósíalismans", sem nú er til umræðu í flokknum. I skýrt mótuðu og snjöllu er- indi rakti Ásgeir þróun hug- myndanna um valdatöku al- þýðunnar eins og hún hefur orð- ið í sögu sósíalismans og reynsl- una sem fengin er, en aðalefni framsöguræðu hans var sem fyrr segir hvemig hugmyndirnar um valdatöku alþýðunnar og fram- kvæmd sósíalismans á Islandi kæmu fram í stefnuskrám Al- þýðuflokksins áður og síðar Kommúnistaflokksins og Sósíal- istaflokksins, nú síðast með „Leið Islands til sósíalismans". — Nokkrar umræður urðu að erindinu loknu. Um borð í franska rann- sóknaskipinu THALASSA í sumar taka íslendingar þátt í víðtækum fiskirann- sóknum 9 þjóða. Rannsókn- imar munu fara fram hér ó N-Atlanzhafi og hefjast innan skamms. Þjóðimar, sem taka þátt í þeim auk okkar eru: Frakkar, V-Þjóðverjar, Eng- lendingar, Skotar, Danir, Norðmenn, Rússar og Kan- adamenn. Rannsóknimar fara fram í þrem umferðum og tekur Ægir þátt í þeirri síðustu undir stjóm dr. Jakobs Magn- ússonar. Alls taka 13 skip þátt i rannsóknunum. 1 fyrradag kom hingað franska rannsóknarskipið Thalassa sem verður í leið- angrinum fyrir hönd Frakka. Borgarbúar hafa haft gott tækifæri til að virða fyrir sér þetta hvíta fallega skip í sólskininu í gær og fyrrá- dag, enda hefur fólki verið tíðgengið niður á bryggju. Við skmppum um borð i gær og bóðum leyfis að fá að ganga um skipið og taka myndir. Það var auðsótt, en með því að frönskukunnáttao er afleit og reyndar, engin varð lítið úr spjalli víð skips- menn. Skipið er byggt sem skut- togari. Trollið er dregið inn á afturþiljur og trollspilið er undir þaki framvið yfirbygg- inguna. Uppi yfir spilinu er stjómpallur, sem notaður er á toginu, en siglingastjórn- pallur er á venjulegum stað. Tvær litlar fiskilestar eru undir afturþiljunum, en það sem mesta athygli vekur er hinn mikli aragrúi tækja á stjómpalli og í kortaklefa. Varla er hægt að ætlast til þess af leikmanni að hann botni nokkum hlut í öllu því völundarhúsi, en þekkja mátti dýptarmæla, fisksjá, asdictæki og annað slíkt. Einnig er þar stór vinnuborð fyrir vísinda- mennina með kortum og til- heyrandi. Stjómpallurinn er eins og á stórskipi og öllu mjög haganlega fyrir komið. Eftirtektarvert er hve vel og snyrtilega er gengið um skipið. Allt er hvítskúrað, þiljur hvítskrúbbaðar og ann- að eftir því. Leiðangursstjóri Frakka heitir dr. Dardignac. Mikið verður nú gaman að lifa þegar íslenzkir vísinda- menn hafa eignazt sambæri- legt skip, — eftir svo sem eins og hólfa öld! — G.O. ■A" Efri mynd: Hér gefur á að líta, Hin flóknustu tól hylja veggina, fisksjár, dýptarmæl- ar o.þ.u.l. Það er sennilega ekki mikillar undankomu auð- ið fyrir fiskana. Neðri mynd: Vinnuþiljumar aftur á skipinu, séð aftureft- ir. Trollið er dregið innum hliðið, sem sést fjarst á myndinni. (Myndimar tók Grétar Oddsson ) Viðskiptabann NAT0 og Hallsteinkenn- ingin komin að fótum fram — 7. síða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.