Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 5
.’-.&figó'ÖSft* Laugardagur 30. marz 1063 HÖÐVmiNN SlÐA 5 Sérkennilegt skíðafélag 39000 FELAGAR - ENGINN KEPPANDI Göngubrautir brautin. Það annast allt víðhald á brautinni og hefur yfirumsjón með breytingum á henni. Að vísu kemur Oslo-borg til hjálp- ar þegar mikið liggur við eins og t.d. 1952 þegar OL voru haldnir í Oslo, og eins núna þegar verið er að búa sig undir það að fá Olympíuleikina 1968. Eina skíðamótið sem félagið sér um er Holmenkollenmótið, sem nú tekur yfir allar þaer greinar skíðaíþróttarinnar sem keppt er í. Þetta er merkileg- asta mót Noregs, ,og þangað er boðið skíðamönnum frá öllum skíðalöndum heims, og þykir það eftirsóknarvert að vera þar meðal keppenda. Félagið telur það mikilvægt fyrdr framgang skíðaíþróttarinnar í Noregi að fá stöðugt erlenda útvalsskíða- Eitt af aðalverkefnum félags- ins er að fá fólkið út í snjóinn og náttúruna, fá það út úr borgarskarkalanum um helgar og þegar það getur á öðrum tímum. Oslo-borg hefur lika Gósenland upp á að bjóða til slíkrar útiveru þar sem Norður- og Austurmörk eru. Þessi land- svæði, sem eru mikil víðátta, og skógi vaxin, liggja norður og austur af borginni. Um langt skeið hefur það verið einn þátt- ur í því að fá fólkið í göngu- ferðir um þessa staði, að leggja um þá göngubrautir langs og þvers. Er nú svo komið að vegalengd þeirra er um 1800 km eða lengra en frá Lindesnes til Norkap! Þessum brautum heldur félagið svo við, merkir göngubrautimar með rauðri Norðmenn ganga frá Osló til Holmenkollen tugþúsundum saman tlaginn sem mótið fer fram. Engu máli skiptir hvemig viðrar eða OSLO 21/3 — Það kann að þykja einkenni- legt að til sé skíðafélag, sem telur 39 þúsund félagsmenn, en sendir aldrei neinn kepp- anda til móts eða keppni. Ekki er það fyrir æsku sakir, því félagið verður 80 ára gam- alt á þessu ári. Það er stofnað 1883, og hef- ur tvímælalaust unnið meira fyrir útbreiðslu skíðaíþróttarinnar en nokkurt annað félag í heiminum. 1 dag er starfsemi þess á sama grundvelli og það var fyrir 80 ámm: Að vinna að útbreiðslu skíðaíþróttarinnar. Þetta felst og i heiti félagsins sem er á norskunni: „Foreningen til ski- idrettens fremme" sem mætti kalla á íslenzku: „Félagið sem vinnur að framgangi skíða- íþróttarinnar". Félagið hefur skrifstofur í miðri Oslo-borg, og eru þar starfandi 13 fastir starfsmenn. Þar er og sala minjagripa, korta, og margs annars sem minnir á skíði, og sem einnig er til tekjuöflunar fyrir starf- semina. Ég brá mér i heimsókn þang- að í dag til þess að fá nánari upplýsingar um starfsemi þessa merkilega félags. Til gamans má geta þess hér, að margt bendir til þess að L. H. Múller hafi haft í huga félag þetta og starfsemi þess er hann stofn- aði Skíðafélag Reykjavíkur. Á ýmsan hátt vann Skíðafélagið í svipuðum anda, en aðstæður' í Reykjavík eru á margan hátt öðru visi, og því ekki eins tekizt til um framkvæmd. Og ekki er því að neita, að Skíða- félagið var á sínum tíma a. m. k. forustufélag um áróður fyrir iðkun skíðaíþróttarinnar. Æfingar og mót Félagið hefur unnið að því á öllum undanfömum árum síðan það var stofnað, að koma upp minni og stærri skíðastökk- brautum og ennfremur svig- hvernig færðin er. Þaö tiilheyrir „stemmningu" dagsins að ganga, Þetta er teikning frá því um aldamót gerð al Gustav Lærum. málningu og setur upp vega- skilti. Til þess að fá meiri til- þreytni i þetta er gerð sérstök göngubraut hvem sunnudag þegar snjór er og er þá kölluð „braut dagsins". og auðvitað má fara aðrar brautir þá daga líka. Þetta er líka gert til þess að dreifa fólkinu, og til þess að fá fölkið til að fara nýjar leiðir, ef til vill éður óþekktar. Á vissum stöðum hefur^ verið komið fyrir sérstakri lýsingu. þannig að það gefur möguleika til skíðagöngu á kvöldin eftir vinnutírha. Þetta er ekki aðeins gert fyr- ir skíðafólk á vetrum. Þessar brautir eru líka notaðar á sumrin, þar sem þúsundir Oslo- búa fara eldsnemma á sunnu- dagsmorgnum með nesti og nýja skó. og eldfæri til að sjóða mat í einhverju rjóðrinu. Er gert ráð fyrir að á góð- viðrisdegi í góðu færi séu þama á ferli allt að 150 þúsund manns frá Osló og nágrenni. brautum á síðari árum. Annast það viðhald á þessu og hefur alltaf á prjónunum að koma nýjum upp. Félög sem óska að fá brautir þessar tii afnota þurfa ekki annað en að hringja til félagsins og fá leyfið, og þarf ekki að greiða neina leigu. Auk þess styrkir félagið hin ýmsu félög x Oslo sem ætla að byggja slíkar brautir, og gefur ýmsar tæknilegar upplýsingar. Þessi hjálparstarfsemi nær ekki aðeins til Oslo,- hún nær til félaganna um allt land. Sumsstaðar em búningsher- bergi og böð og hefur fólk að- gang að þeim. Holmenkollen Stærsta mannvirkið sem fé- lagið á er Holmenkollenstökk- menn til keppninnar. Með því móti sjái norskir skíðamenn það bezta frá öðrum löndum og svo skapar það nokkurt aðhald, og þá fá þeir svolítinn mæli- kvarða. Eins og fyrr segir á félagið engan keppanda, en það leggur til um 600 starfsmenn til að framkvæma mótið. Skíða- sambandið leggur til nokkum hóp, og svo er alltaf nokkur hópur frá hernum til aðstoðar, auk óskráðra áhugamanna. Sá sem þessar upplýsingar gaf taldi að um 1000 manns mundu standa að framkvæmd mótsins! Yfirleitt er ekki gert ráð fyrir ágóða af móti þessu, og þykir okkur gott ef það stendur undir sér. í þetta sinn fengum við þó 40 þúsxmd krónur í á- góða, og skiptist það á milli Skíðafélagsins og Skíðasam- bandsins, en þegar tap verður er engu skrpt, sagði maðurinn og brosti, þá fáum við allt! Skíðasjóður barna Skíðafélagið vinnur ötullega að því að safna fé til kaupa á skíðum fyrir böm. Gengst það fyrir sérstökum skíöadegi þar sem safnað er fé til starf- semi hins svokallaða „Skíða- sjóðs bama“. Fyrir þetta fé eru svo keypt skíði og þau send um allt land, til barnaheimila og skóla. Sjóðurinn er einnig not- aður til að styrkja skíðaskóla fyrir böm sem starfandi eru víðsvegar um allt landið, og kemur þar til samstarfs við skíðafélögin á staðnum. Unnið er að því að senda skólaböm í vetrarfrí upp í skíðaskálana, og um páska og helgar er komið á stuttum skíðaferðum fyrir skólaböm. Hér í Oslo er samstarf við tvö af dagblöðunum um þetta, og er þetta ákaflega vinsælt. , \ , \Skíðaskálar reistir tUnnið er markvisst að því að korna upp skíðaskálum hér og þar' í Norður- og Austurmörk, og eru svo skálar þessi leigðir út til næturgistingar fyrir fólk, sem vill vera lengri tíma í úti- legu. Þannig á félagið skála sem alls hafa um 400 rúm. og er það mikið notað, og þarf að panta þau fyrir fram. Allan vetuiinn gefur félagið upplýsingar um skíðafærið í dagblöðum og í útvarpi, á sunnudögum og laugardögum, og daglega er hægt að hringja í visst númer sem svarar þegar í stað hvemig veður og færi sé. 39000 félagsmenn 1 félaginu eru mina um 39 þúsund félagsmenn, og okkur þykir þetta of h'tið. ef litið er á það að uppundir 150 þúsimd fara á skiði um helgar og njóta þess sem við höfum gert fyrir þessar skiðagöngur. Þó er hinn almenni áhugi nxina í stöðugum vexti. Árgjaldið er 15 kr. (norsk- ar) á ári fyrir eldri en 25 ára en undir þeim aldri 10 krónur og böm 5 krónur. Árgjaldið eru hinar föstu tekjur félagsins, en auk þess hefur það miklar tekjur af hin- um ýmsu mannvirkjum sem það á eins og veitingum í Holmenkollen. Þar eru veiting- ar bæði úti og inni, og er úti- veitingastaðurinn á bungunni þar sem skíðamenn fljúga yfir • á vetnim. Undir neðsta hluta aðrennslisbrautarinnar eru svo inni-veitingar. Svo kemur til leiga af mann- virkjum, sala minjagripa, korta o. m. fl. Hér hefur verið getið þess helzta sem Félagið til eflingar skíðaíþróttarinnar, hefur með höndum. Þessi starfsemi nýtur mikilla vinsælda og nýtur fé- lagið mikils trausts, bæði meðal almennings og eins opinberra aðila. Virðist starfsemi þessi miða á undra fullkominn hátt í þá átt að fá fólk til úti- og iðkunar hollrar íþróttar, og þá helzt það fólk sem býr í borginni. Jafnframt því sem það vill safna saman þeim af- reksmönnum sem til eru, til lærdóms og skemmtunar fyrir alla. Þetta hefur tekizt með þeim ágætum að t.d. Holmenkollen- stökkmótið hefur ekki aðeins orðið íþróttakeppni. Það hefur orðið að þjóðlegri hátíð. Frfmann. j A dagskrá < ___________1 Vegna greinar J. G. hér é síðxmni í gær, skal eftirfar- andi tekið fram: íþróttamaður ársins Það þarf enginn að komast úr jafnvægi þótt óánægju- raddir heyrist vegna úrslita atkvæðagreiðslu íþróttafrétta- ritara um hver hljóta skuli sæmdarheitið „Iþróttamaður ef niðurstaðan er þeim ekki að skapi. íþróttablaðamaður landsins Órökstudd er sú fullyrðing J. G. að ritstjóri (eða ritstjór- ar) Iþróttablaðsins megi ekki starfa sem blaðamenn við annað blað. Því miður leyfir fjárhagur Iþróttablaðsins ekki á hverju ári og í öllum lönd- um. Hugsandi menn gera sér grein fyrir því, að úrslit í slikri atkvæðagreiðslu geta aldrei orðið þannig að öllum líki. Ég tel atkvæðagreiðsluna hins vegar eiga fullan rétt á sér, líka þótt mér kunni ekki að falla úrslitin. Þessi viðburður vekur jafnan þjóðarathygli, lyftir undir íþróttaáhugann og veitir viðurkenningu þeim sem beztum árangri ná. Aðdróttanir J. G. í garð íþróttafréttaritará í heild, um að þeir hafi Iátið félagaskipti eins íþróttamanns verða til þess að þoka honum neðar á afrekalistann, eru tæpast svaraverð. Það er fyrir neðan virðingu þeiira, sem leggja rækt við starf sitt, að svara rakalausum dylgjum sem þessum. Sumir menn geta aldrei viðurkennt úrslit lýð- ræðislegrar atkvæðagreiðslu. launum. Núverandi ritstjórar Iþróttablaðsins hafa áunnið sér gott orð sem íþróttablaða- menn. Það er óhjákvæmilegt að þeir hafi líka önnur störf með höndum, og ástæðulaust að vera að fárast út af slíku meðan þeir rækja störf sín sómasamlega. Við J. G. höfum báðir gott álit á Jóhanni Bemhard, þekkingu hans á íþróttamál- um og hæfni í íþróttablaða- mennsku. Við skulum þó gæta þess að skjóta ekki yfir mark- ið. Oflof er svæsnasta háð sem til er. En úr því J. G. treystir sér upp á eindæmi að sæma sérstakan mann titlinum „lang- færasti maður í þessari grein hér á Iandi“, því þá ekki að unna samtökum íþróttafrétta- ritara þess að útnefna „1- þróttamann ársins"? E. Þ. Fjölbreytt íþrótta- sýning Ármanns Glímufélagið Ármann gengst fyrir fjölbreyttrí íþróttasýningu að Hálogalandi á morgun, og hefst hún kl. 14. íþróttafólk úr hinum ýmsu deildum félagsins kemur þar fram og sýnir list- ir sínar. Hjá Ármanni æfa nú ífleiri íþróttamenn og íþróttafeonur en. hjá nokkru öðru íþróttafé- lagi á landinu, eða nær eitt þúsund manns í 10 íþrótta- deildum. Þær íþrótfír, sem sýndar verða að Hálogalandi, eru m.a. judo, handknattleikur, frjáls- ar íþróttjr, fimleikar stúlkna, körfuknattleikur, glíma og hrá- skjnnsleikur. Sumar íþrótta- greinar félagsins er að sjálf- sögðu ekki hægt að sýna í þeirra raunverulegu mynd að Hálogalandi, svo sem skiða- íþróttina, róður og sund, en íþróttafólk úr þessum deildum mun þó koma fram til að minna á þessar íþróttagreinar. Með þessari umfangsmiklu íþróttasýningu vilja Áimenn- ingar kynna hið fjölbreytta íþióttastarf þessa elzta íþrótta- félags landsins. Félagið hefur ávallt leitazt við að gera íþróttíinar að eign fjöldans, og gefa hverjum og einum kost á að iðka íþróttir við sitt hæfL Stjórn Ármanns býður alla velkomna til þessarar íþrótta- sýningar meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Sérstak- lega eru aðstandendur þeirra sem æfa hjá félaginu hvattir til að koma, svo og allir þeir sem íþróttum unna, eða vilja kynnast hinum ýmsu íþrótta- greinum. Glimufélagið Áimann hefur nú gert slikar sýningar að ár- legum dagskrárlið í starfi sínu. og hefur aðsókn að þeim verið mjög góð undanfarið. fýýý:----/ v.,.. Illlll Meðal þeárra íþróttaflokka, sem fram koma á íþróttasýningu Ármanns að Hálogalandl á morgun. er fimleikaflokkur stúlkna, sem sýnt hefur víða við miklar vinsældir undanfarið. Þessi mynd er tekln af flokknum 17. júnf s.I. en þá sýndu stúlkumar á Laug- ardalsvcllinum. (Ljósm. Þjóðv. Á. K,). <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.