Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. marz 1903 NÝI TÍMINN SÍÐA J Vesturveldin vilja ekki flytja eldflaugarnar á brott GENF 29/3. — Á fundj afvopn- unarráðstefnunnar í Genf í dag lagði sovézki fulltrúinn, Semjon Tsarapfldn, til að ráðsteftian samþykkti þegar tillögnr Sovét- ríkjanna um griðasáttmála milli NATÓ og Varsjárbanda'agsins og um brottflutning eldflauga frá erlendum svæðum. Brezki fu'ltrúinn, Joseph Godber visaði eindregið á bug tillögunni um að stórveldin flyttu brott eldf’augar sínar úr öðrum löndum. Sagði hann að slíkt væri hættulegt friðnum í heiminum, meðal annars vegna þess að Sovétrikin hefðu svo lítið af vopnum í öðrum lönd- um að þau myndi ekki saka! Hættan vex dag frá degi Tillögu þessa lögðu Sovétrík- in fram 12. febrúar síðastliðinn. Samkvaemt henni skulu stór- veldin flytja allar eldflaugar, kafbáta og herskip búin kjarn- orkusprengjum brott frá her- stöðvum í öðrum löndum. Tsarapkin sagði að hættan á kjarnorkustríði ykist nú dag frá degi. Hann gagnrýndi mjög fyr- irætlanir um sameiginlegan kjamorkuher NATÓ-rikjanna og sagði að arftakar Hitlers í Vestur-Þýzkalandi vildu ólmir fá kjárnorkuvopn til að hefja nýtt stríð. —• En enginn mun lifa það Verkfallsmenn stöðva /estír og lyftur LENS 29/3Ö — Um 50.000 námu- menn gengu í dag um götur franska námabæjarins Len$ og mótmæltu stefnu ríkisstjórnar- innar í launamálum. Þeir báru spjöld sem á var letrað: Engir peningar( — engin kol. Starfs- menn við gas- og rafstöðvar um allt Frakkland gerðu I dag tveggja og hálfrar stundar verk- fall. I París og öðrum meirihátt- ar borgum olii verkfallið miklum erfiðleikum og ringulreið. I París stöðvuðust neðanjarðar- lestirnar um hádegi vegna raf magnsleysis. Lyftur allar stöðv- uðust og urðu slökkviliðsmenn að koma til hjálpar fólki sem sa< fast á milfi hæða. Starfsmenn við gas- og raf- stöðvar krefjast hærri launa og hafa boðað svipuð skyndlverk- Rösfcnn á h?fs- botni son, er ungur Siglfirðingur, hef- Ur verið með Særúnu á þessari vcrtíð og aflað um 200 tonn frá áramótum. í viðtali við frétta- ritarann ^vaðst hann ekki geta fullyrt að niðurstiiður sínar væru fyllilega nákvæmar, en hann kvaðst fullviss um að ekki hefði verið um fiskilóðningu að ræða. — H.B. Rejse pao tsland eftir Martin A Hansen í ó- dýrri útgáfu. kr. 52.75. Sömu myndir og i frumútgáfunni. BÓKABÚÐ M£LS og MENNINGAR Laugavegi 18. af., sagði hann. Kjarnorkustríð mun breyta veröldinni í ösku- haug. Samband milli Hvíta hússins og Kreml Bandaríski fulltrúinn, Charles Stelle. sagði í ræðu sinni að Bandaríkjamenn væru fúsir til að gera þegar ráðstafanir til að bæta sambandið milli Hvíta hússins og Kreml. Mælti hann einkum með fjarritarakerfi en sagðj að einnig mætti koma á sérstöku símasambandi ef ósk- að væri eftir því. Stelle sagði að skoðun Banda rískra stjórnarvalda væri sú að einungis ætti að nota samband þetta þegar ástandið væri mjög viðsjárvert, til dæmis þegar hætt væri við hernaðarátökum með svo skjótum hætti að að venjulegar viðræðuaðferðir hrykkju ekki til. „Kanada spónn í WASHINGTON 29/3. — f ófrið arástandi myndu Bomarc-eld- flaugarnar sem staðsettar eru í Bandaríkjunum og Kanada gegn,a mikjlVægu hernaðarhlut- verki. þar sem andstæðingurinn neyddist til að beina sinum eig- in eldflaugum gegn þessum skot- mörkum, sagði landvarnaráð- herra Bandaríkjanna í ræðu sem hann hélt nýlega í þinginu. í Bandaríkjunum eru um 200 Bomarc-flaugar búnar kjama- oddum, en Kanadamenn hafa tii þessa neitað að búa Þær 56 flaugar sem staðsettar eru í Ontario og Quebec kjarnahleðsl- um. þrátt fyrir ítrekaðar kröfur Bandaríkjamanna. Mál þetta varð til þess að ihaldsmaðurinn Difenbaker hrökklaðist úr for- -ætjsráðherrasfoli fyrir skömmu. en hann var andvígur Þyí a® flaugamar yrðu búnar kjarna- spfengjum. ‘ í ' " Þingkosningar fara fram í Kanada 8. apríl. Kosningabar- •’tan snýst að verulegu leyti um eUlflaugamá’ið og sjálfsagt hefur bandaríski landvarnaráðherr- ann ætlað að styrkja fylgis menn kjarnahleðslanna með ræðu sinni. Hann sagðj að í striði yrðu Sovétrikin að nota eldflaugar "inar gegn Bomarc flaugunum fy/gið hrynur af ihaldinu í Bretíandi LONDON 29/3. — í gær fóru fram aukakosningar í kjördæm- unum Rooherham og Swansea East i Bretlandi. Svo fóru leik- ar að Verkamannaflokkurinn hélt þingsætum sínum í báðum kjördæmunum. íhaldsflokkurinn fékk sérlega háðulega útreið í Swansea East. Frambjóðandi Fokksjns var í fjórða sæti, á eftir frambjóðanda Verkamanna- flokksins. Frjálslyndra og ó- háðra. íhaldsframbjóðandinn h’aut ekki einu sinni einn átt- unda greiddra atkvæða. Aðeins 56,3 prósent kjósenda grejddu atkvæði í Rooherham. Úrslitin þar vpru svipuð og í öðrum aukakosningum sem fram hafa farið undanfama 18 mán- uði. íhaldsflokkurinn tapaði níu prósentum af fylgi sínu. Yfir- burðir Verkamannaflokksin" voru 13.232 atkvæði en voru 11.539 árið 1959. f Swansea East greiddu 55 9 orósent kjósenda atkvæði Verka-mannaflokkurinn hlaut 18.909 en íhaldsflokkurinn 2.272. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 489 atkvæði. sé skot- stríSi" og gætu þvi ekki beint þeim gegn öðrum skotmörkum. Óvíst er hvort kanadískir kjósendur telja sér mikinn ávinning að þvi að gera land sitt þanni-g að skotspæni i kjamorkustriði. Bidault biður um landvist í Brasiiíu BIO DE JANEIRO 29/3. Georges Bidault, fyrrum forsætisráðherra Frakklands og núverandi OAS- forsprakki, hefur sótt um hæli um pólitískur flóttamaður í Brasilíu. Blaðið Jomaldo Brasil í Rio hefur skýrt frá því að franska ríkisstjórnin hafi ekk- ert á móti því að Bidault fái að setjast að í Brasilíu. Sam- kvæmt frásöng blaðsins hafa yf- ir völdin enn ekki tekið neina afstöðu til umsóknar OAS— mannsins. Að undanfömu hefur Bidault dvalizt í Vestur-Þýzkalandf Þaðan hélt hann til Portúgal en fékk ekki landvistarleyfi þar í landi. Samkvæmt fréttum frá Lissa- bon átti Bidault og ritari hans, Guy Ribeaud fund í gær með : Donaleto Griecco, sendiherra Brasilíu í Portúgal. 1 Lissabon er almennt búizt við því að Brasilíu-stjóm muni verða við beiðni OAS-forsprakkans og telja menn að hann muni í næstu viku fljúga til Rio de Janeiro með flugvél frá flugfé- laginu Panair do Brasil. Enginn getur sigrað i atómstríði WASHINGTON 29/3. — Ef Sovét- ríkin gera kjarnorkuárás á Bandaríkin gætu Bandaríkja- menn gert gagnárás og lagt Sov- étríkln í auðn, sagði Robert McNamara, landvarnaráðherra Bandaríkjanna nýlega á fundi f þingnefnd einni. Slík árás myndi kosta að minnsta kosti tíu mllljónir Bandaríkjamanna lífið, en Iík- legra er að manntjónið yrði mörgum sinnum meira, sagði ráð- herrann. McNamara sagði að í slíku stríði myndi livorugur aðilinn bera sígur lir býtum í þess orðs venjulegu merkingu, slíkt yrðl tjón beggja. Poqo-menn teknir höndum í S-Afríku Hvarf í september — nú í ísrael KAtRÖ 29/3. Kaíró-blaðið A1 Ahram hélt því fram í dag að dr. Heinz Krug, þekktur vestur- þýzkur vísindamaður sem hvarf frá heimili sinu í Múnchen síð- astliðinn september, væri um þessar mundir í yfirheyrslum hjá yfirvöldunum í IsraeL Samkvæmt því sem A1 Ahram sagði telja Israelsmenn að dr. Krug hafi unnið að eldflauga- smíði fyrir Sameinaða Araba- lýðveldið. TÖKlÓ 29/3. Home lávarður, utanríkisráðherra Bretlands er nú staddur í Tókíó og hélt í dag blaðamannafund í brezka sendiráðinu þar í borg. Hann sagði meðal annars að verzlun- arþjóðir heimsins yrðu að var- ast að loka sig bak við toll- múra. UMTATA, Transkei 29/3. Lög- reglustjórinn í Transkei-héraði í Suður-Afríkusambandinu hefur skýrt frá því að 54 Transskei- búar sem grunaðir eru um að vera viðriðnir hina ólöglegu þjóðernishreyfingu Afríkumanna sem nefnd er Poqo hafi verið handteknir í gær. Hinir hand- teknu voru, samkvæmt því sem Iögreglustjórinn sagði, starfsam- 5r í Nqanduli-héraði, en þar héldu tvö til þrjú hundruð með- limir samtakanna fund síðast- liðinn desember. Þar var við- staddur töframaður sem þvoði fundarmenn og merkti þá Poqo- merkinu í andlitið. Fundurinn í desember var einn af mörgum sem haldnir voru á síðara miss- eri ársins 1962. Lögreglan hefur skýrt frá því að fundizt hefðu um 300 riffl- ar, 38 skammbyssur og ein vél- byssa í húsi einu í Pretoríu. Vopnin tilheyrðu Poqo og var ætlunin að nota þau til árása í borginni. Eigandi hússins er negri í lögreglunni og er talið að hann sé meðlimur f Poqo. KEFLAVÍK KEFLAVÍK Þjóðviljiim vill ráða umboðsmann, karl eða konu, til að annast dreifingu og innheimtu blaðsins í Iíeflavík. — Upplýsingar í síma 17500, eða í skrifstofu blaðsins, Skólavörðustíg 19, Reykjavík. ÞJÖÐVILJÍNN BÓK SEM VEKUR ATHYGU eftir Fitz Gibbon, þýðandi Hersteinn Pálsson. When the kissing had to stop — þegar kossarnir urðu að hætta — er nafnið, sem hinn enski höfundur valdi bók sinni, og gefur það nafn efnið vel Jil kynna. Spurningin sem stöðugt sækir á við lestur bókarinnar, er.. þessi: Þetta gerist aldrei hér — eða hvað? Fyrsta prentun þessarar umdeildu en óvenju spennandi skáldsögu er þegar UPPSELD hjá forlaginu. Önnur prentun kemur út í byrjun apríl. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.