Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1963, Blaðsíða 1
Afleiðingar iarSskjáíftans fyrir NorSurlqndi: Hefur hafsbotninn lyftst? Siglfirzkur skipsfjóri telur sig verða varan viS mikla röskuir á hafsbotni norður af Sauðanesi Laugardagur 30. marz 1963 — 28. árgangur — 75. tölublað. SIGLUFIRÐI í gærkvöld. — Skipstjórinn á Særúnu, SI 50, Númi Jóhanns- son, telur sig hafa orðið varan við mikið rask á hafsbotni norðaustur af Sauðanesi og er þetta sett í samband við nýafstaðnar jarðhræringar. Nánari málavextir eru þeir, að er Særún var að koma úr róðri síðdegis í dag urðu skip- verjar varir við Það, að Þejr höfðu siglt yfir allmiklar grynn- ingar þar sem kortum sam- kvæmt átti að vera um 110 til 120 faðma dýpi. Svæði þetta er 6% — 7 milur í stefnu austur að norðri frá Sauðanesi. Minnsta dýpi á þessu svæði var nú allt upp í fimm faðma. Samkvæmt maj'ingu dýptarmælis virtist snarbrattur bakki að austan- verðu en dró úr hallanum smám saman vestureftir. Tveggja- þriggja mínútna sigling var yfir hæsta hluta þessa svæðis áður en aftur fór að dýpka vesturúr, og kom þá niður á eðlilegt dýpi á nýjan lejk eða um 110 faðma, Skipstjórinn gaf sér ekki tíma tii að athuga þetta nánar á inn- leiðinni. Hafði hann samband víð Þórarin Dúason hafnarvSrð strax og hann kom í land, og kom þeim saman nm að, hann myndi freista þess að athuga þetta fyrirbæri nánar er hann. færi út aftur í kvöld. Fór bát- urinn í róður uni áttaileytið. Skipstjórinn, Númi Jóhanns- Framhald & 3. sfðo. Björn Jónsson Tollabyrðarnar léttast ekki á helztu neyzlu- vorum og byggingarefni Breyfingarnar engar þar sem mesf var þ'órfin Umræðum um tollskrárfrumvarpið var haldið áfram í efri deild í gær og toluðu þá' 'fúlltrúar stjórnarandstöðunnar. Björn Jónsson minnti með- al annars á það í ræðu sinni að frá því 1959 hafa tollar og skattar HÆKKAÐ um 850 milljónir króna að HÆKKUNIN nemur um 1400 milliónum frá árinu 1958 að lækkunin nú nemur aðeins 97 milljónum af fyrrgreindum upphæðum að tollabreytingarnar fela ekki í sér niðurfellingu heldur SAMEININGU eldri tolla, þar á meðal 8% viðbótarsöluskattsins, sem ríkisstjórnin hef- ur margsinnis lofað að fella niður að lækkanirnar eru mestar á lúxusvörum en hinsvegar hækka ýmsar al- mennar neyzluvörur að fjölmargar vörur til bygginga hækka að nuverandi f jármálástefna hlýtur að leiða af sér hundruð milljóna auk- in útgjöld ríkissjóðs. að tollabreytingarnar hafa því lítil sem engin áhrif til bó-ta á lífskjör al- mennings. is þ.á.m. kaupmannasamtök og iðnrekenda hafa f jallað um þetta tollskrárfrumvarp ekki dögum saman, — ekki vikum saman, heldur mörgum mánuðum saman áður cn þingmönnum ex sýndur sá trúnaður að fá að sjá frumv. eða uppkast að því. Og tímaritinu Frjáls verzl. sem út kom um sl. áramót, þ.e.a.s. fyrir ársfjórðungi segir þannig frá því að kaupmannasamtökin hafi . tollskrárfrumvarpið til at- hugunar og fleiri aðilar sem sér- stakra hagsmuna hafa að gæta í sambarídi við tonamálin. A sama tíma og allt þangað til í gær eða fyrradag var þingmönnum þing- flokka stjórnarandstöðunnar synjað «m að fá að sjá frv. sem trúnaðarmál. Allir skyidu fyrr fá vitneskju um málið heldur en kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Þannig heldur hv. stjórn uppi virðingu Alþingis og sýnir um leið þingrasðisást sína. Og svo er þetta hneyksli kór- ónað með því að sjálfur fjár- málaráðherra hleypur með toll- Framhald á 2. síðu. Lögregla gegn verka- mönnum Þúsundir verkamanoa söfnuðust saman í Lond- on á þrið]*udaginn vaf. Þeir héldu til þin'ghiúss- ins til að vekja athygli þingmanna sinna S. at- vinnuleysinu sem nú hrjá-- ir verkalýð Bretiands.'I'il nokkurra átaka kom milli atvinnuleysingjanna og lögreglu. Myndin s'ýnrr' hvar verkamennirnir hafa þeytt hjálminum af verðr laga og réttar en "töff- reglumanninum heíur heppnast að grípa hann með fætinum rétt eins og hér væri knattspymu- keppni á ferð. 1 upphafi ræðu sinnar minnti Björn . á það. að endurskoðun tolla- og skattamála er meðdl stærstu mála sem löggjafinn fær til meðferðar. þar sem þau á- kveða að verulegu leyti skipt- ingu þjóðarteknanna og þar með lífskjör fólks í landinu. Við end- urskoðun slíkra lagahálka hæri því að hafa fullt samráð við þá flokka alla. sem sæti eiga á A'.- þingi. svo að unnt sé að kanna til hlýtar öll siónarmið. sem fyrir hendi eru. En núverandi riki'-stjórn hefur haft þann hátt á í hverju stórroálinu eftir ann- að. að einungis fulltrúar stiórn- arflokkanna eru látnir annast þessa endurskoðun. Þannig hef- ur verið unnið að endurskoðun tollskrárinnar í full 3 ár án bess að fulltrúar stjómarandstöðunn- ar hefðu tækifæri til þess að fylgjast með því starfi eða koma skoðunum sínum á framfæri. — Síðan sagði Björn orðrétt: Þvílík vinnubrögð eru því mið- ur ekkert einsdæmi hjá núver- andi ríkisst.iórn heldur svo til al- gild regla. Þar sem megininntak ið er að troða á rétti andstæð- inganna með ólýðræðislegum og óþingræðislegum vinnubrögðum og um léið að reyna að sanna það sem oftast og sem áþreifan- legast að sjálft stjórnarliðið sé aðeins auðsveipt verkfæri sem hlýði fyrirskipunum eins og þrýst sé á hnapp, en Alþíngi sé ekki samkoma sem teiji sér skylt að kanna hvert mál t'.l hlýtar og taka síðan afstððu eft- FJkk ðkki inni í eigin bhði • Sá óvenjulegi atburður gerðist í gær að Þjóð- viljanum barst beiðni frá Hersteini Pálssýni. rit- stjöra Vísis, um birtingu á grein sem hann kemur ekki inn í sitt eigið blað. Er Þjóðviljanum að sjálf- sögðu ljúft að birta grein Hersteins; hún er á á 2. síðu. ir málefnum og sannfæringu. 1 tíð núverandi ríkisstjórnar hef- ur það lagt niður svo að segja með öllu að milliþinganefndit' skipaðar úr röðum þingflokkanna ynnu að endurskoðun meirihátt- ar lagabálka. Engir nema þing- menn stjórnarflokkanna eða starfsmenn þeirra mega þar koma nærri. Ekki er þetta þó gert í sparnaðarskyni því aldrei hefur svo gífurlegum upphæðum verið varið til nefndarstarfa við endurskoðun laga og samningu frumvarpa sem nú. Tilgangurinn getur því aðeins verið einn og sá einn að útiloka stjórnarand- stæðinga frá þátttöku í löggjaf- arstarfinu á jafnræðisgrundvelli við stjórnarflokkana — útiloka að sjónarmið þeirra og skoðan- ir komist að við undirbúninf< stórmála og raunar þeirra smærri einnig, þetta kalla ég að vega að þihgræðinu og troða á lýðræð- islegum vinnubrögðum. En það er ekki aðeins með þessum hætti sem öfugt og illa er að hlutunum staðið. Ofan á annað er æ ofan í æ leitað fær- is til þess að haga svo vinnu- brögðum, að Alþingi sé sem mest óvirðing gerð. Það liggur nú fyrir að aðilar utan Alþing- \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.