Þjóðviljinn - 05.04.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.04.1963, Blaðsíða 6
6 SÍÐA MÖÐVILIINN Föstudagur 5, apríl 1963 Ivar Lo-Johansson reiður við norskt forlag Stöivaði sölu á bók sinni vegna klámmyndar á kápu Norsk útgáfa á sfðustu bók sænska skáldsins Ivars Lo- Johanssons hefur valdið nokkru fjaðrafokl f Noregi, þar sem höfundurinn stöðvaði sölu bók- arinnar og krafðist þess af forlaginu, Tiden, að það kaliaði inn þau eintök bókarinnar sem send höfðu verið í verzlanir og léti gera nýja hlífðarkápu á hana. Hann ber því við að teikningin á kápunni sé argasta klám. Bók þessi, Hamingjan, kom út í Sviþjóð ekki alls fyrir löng.i og er frá því greint að i henni séu mjög berorðar kynlífslýs- ingar og hefúr teiknari kápu- myndarinnar, Nils Aas, að lík- indum sótt mótif sitt í þær. Lo-Johansson, sem nú er staddur i Osló segir í viðtali við Arbeiderbiadet að hann hafi ^ hugsað sig vel um áður en hann krafðist þess af forlaginu að það skipti um kápu á bók- botna ekkert í þessu. Forlagið hafði fallizt á tillögu mína um kápumyndina, en vegna hótana höfundarins verður bókin nú a.m.k. fyrst um sinn seld hlífð- arkápulaus. Ég vann þetta verk af einlægni og alúð og kæri mig ekki um að því sé slengt fram- an í mig að ég hafi gert mig sekan um klám. Ný samningsákvæði Formaður norska rithöfunda- félagsins, Hans Heiberg, segir í viðtali við NTB, að hann búist ekki við að um þetta mál verði fjallað í félaginu, en augljóst sé að það verði tekið á dag- skrá í norræna rithöfundaráð- inu. Það sé um að ræða hvort ástæða sé til þess að setja nán- ari ákvæði inn í rammasamn- ing rithöfunda og íorleggjara, m.a. um rétt höfunda til að ráða útliti bóka sinna. Heiberg segir hins vegar að slíkur á- greiningur sem þessi muni mjög sjaldan hafa komið upp. Formaður norska teiknarafé- lagsins, Ame Amundsen, segir að sér virðist að það muni verða nokkuð erfitt fyrir teikn- ara að leysa verkefni sín ef höfundar bóka fá heimild tiljað, segja fyrir um hvernig mynd- imar eiga að vera. Nú er til- högunin sú að forleggjarinn tek- ur ákvörðunina á grundvelli þeirra uppkasta sem teiknarinn leggur fyrir hann og sú tilhög- un hefur gefizt vel. En auðvit- að munum við fjalla um þetta mál á naasta aðaifundi okkar, segir Amundsen. lvae Lo-Johannsson inni og hefði hann tekið þá ó- kvörðun bæði af siðferöilegum og fagurfræðilegum ástæðum. „Saurgar bókina“ — Að' mínu áliti brýtur kápu- myndin í bága við almennt siðgæði og hún saurgar bókina. Hún gengur í berhögg við til- gang minn með bókinni sem ég vann að í þrjú ár og tel vera veigamesta verk mitt. Kópu- myndin er ekki aðeins klám, heldur er hún verri en klám gerist og gengur. Ég hef þess vegna neyðst til að krefjast þess að öll eintök bókarjnnar verði innkölluð, því að annars hefði ég átt á hættu að höfðað hefði verið mál fyrir klám vegna út- gáfu bókar minnar. Ég hef aldrei orðið fyrir þessu áður, en ég er þeirrar skoðunar að þetta mól hafi grundvallarþýðingu fyrir alla rithöfunda á Norðurlöndum og legg til að rithöfundafélögin taki það á dagskrá. Er alveg gáttaður Arbeiderbladet lagði þessi ummæli Lo-Johanssons fyrir teiknara kápumyndarinnar, Nils Aas. Hann segir: — Ég verð að játa að ég Æskulýðsmál Framhald af 8. síðu. orðið gefið frjálst og tóku margar konur til móls og ræddu af miklum áhuga. M.a. ræddi María Þorsteinsdóttir um j glæpahneigð unglinga og nauð- syn á auknu starfi með ung- lingum. Halldóra Kristjánsdótt ir ræddi um sjoppur og tóm- stundir. Þórunn Magnúsdóttir vildi að skólinn stæði lengur fram á vorið og væru þá sum fög, svo sem náttúrufræði kennd á lífrænni hótt úti f | náttúrunni. Adda Bára Sigfús- dóttir skýrði író gangi æsku- lýðsmála og hvað fram hefði komið í þeim í borgarstjóri og minnti m.a. á tillögu Sigurjóns Péturssonar um sumarbúða- starfsemi fyrir böm og ung- linga og að lokum talaði Mar- grét Signrðardóttir um sumar- vinnu bama og unglinga. Lýðræði framkvæmt í Guatemala Þingmenn saksóttir fyrir fundarhaid Eitt fyrsta verk hins nýja ein- vaida í Guatemala, Peralta Az- urdia, sem hefur sagt að hann muni vinna að því að koma á „raunhæfu lýðræði“ í landinu og hlotið Iof Bandaríkjastjórn- ar fyrir, var að kunngera á þriðjudaginn að þeir þingmenn sem komið hefðu saman á fund í Guatemalaborg myndu verða leiddir fyrir rétt. Þeim verður gefið að sök að hafa brotið gegn banni, sem sett hefur ver- ið við öl'um mannfundum fleiri en fjögurra manna. Peralta sagði blaðamönnum, að stjóm sín myndi ekkj geta gengið að neinum þeim sam- þykktum sem gerðar ' voru 4 fundi þingmannanna, þar sem hún hefði leyst upp þingið þeg- ar á sunnudaginn. Hann skýrði annars frá því að Arévalo, fyrrverandi for- seti Guatemala (á árunum 1945—1951), sem kom heim úr útlegð í síðustu viku myndi nú aftur vera farinn úr landi. Hann sagði blaðamönnunum að stjóm sín hefðj uppgötvað mörg dæmi um fjármálaspill- ingú ‘hjá ’fyrrvérandi valdhöf- um. Þannig hefði fyrrverandi efnahagsmálaráðherra Eduardo Rodriguez stolið um 4 milljón- um króna úr ríkissjóði. Nýtt lyf fundið gegn krabbameini Vísindamenn við John Hop- kins-háskólann í Bandaríkjun- unum hafa skýrt frá því, að ef til vtill hefði nú verið unnið mikið átak í baráttunni gegn krabbameininu. Dr. Summer Wood skýrði frá því að þeim hefði tekizt að kvikmynda myndun og brott- nám krabbameinsfruma sem bárust um með bióðstraumnum. Frumur þessar eru kallaðar metastasar og eru ein algeng- asta dánarorsök krabbameins- sjúklinga. Flökkufrumur Dr. Wood sagði að oft væri unnt að fjarlægja sjálft krabba-- meinsæxlið með skurðaðgerð eða geislalækningu, en litlar krabbameinsfrumur losna oft og berast með blóðstraumnum út í lí'kamann o.g festast þar sem ómögulegt er að fjarlægja þær með nokkrum ráðum. Vísindamennimir leituðust við að ganga úr skugga um á hvaða hátt þessar flökkufrumur festust og hvort lyf eitt sem enn er í rannsókn gæti fjarlægt þær í tíma. Nánari rannsóknir Lyf þetta nefnist Plasmin og er enwm sem leysir upp blóð- lifrar. Komið hefur í ljós að unnt hefur verið að nota það til þess að leysa upp blóðlifrar sem sezt hafa um krabba- meinsfrumur í blóðrás kanína Þegar blóðliframar hafa verið leystar upp, er frumunni skolað brott. Dr. Wood sagði að í fjölmörg- um rannsóknarstofum víða um heim værí unnið að nákvæmri rannsókn á plasmini með það fyrir augum að framleiða það í stórum stíl. Gina Lollobrigida var mesta „stjarna" ítalskra kvilcmynda fyrir nokkrumj (irum, en hefur nú undanfarið staðiö mjög í skugga Soffíu Loren. Hún er þó ekki dauð úr öllum æðum, því að fyrir nokkrum dögum sæmdu ítalskir kvikmyndagagnrýn- endur hana „Nastro-verðlaununum" fyrir leik hennar í kvikmyndinni „Hin keisaralcga Venus“, en sú kvikmynd segir frá ævi hinnar fögru og léttúðugu systur Napóleons, Pálínu Bonaparte. Vittorio Gassman fékk verðlaunin fyrir leik sinn í mynd inni „II Sorpasso" og sjást þau Gina hér á myndinnl. Áfengi alveg á þrotum í Svíþjóð ' Aldrei hefur veriö slíkur skortur á áfengi í Svíþjóð frá því árið 1914. Vegna verkfalU starfsmanna viö áfengiseihká- sölurnar hefur 48 vínsölum ver- ið iokað og heldur er fátæklegt um að litast í þeim sem enn eru opnar. IJtsala 1. apríl Allar venjulegar áfengisteg- undir eru uppseldar. Þó mur. enn vera eitthvað eftir af dýr- um tegundum viskís og kon- jaks í einstaka afskekktum bæjum. Veitingahúsin búast við að birgðir þeirra endist enn í mán- uð, en naumt er skammtað þar sem hver gestur getur ekki fengið meira en 16 sentilítra. Um helgina hengdu gárung arnir upp auglýsingaspjöld úti fyrir vínbúðunum í Stokkhólmi og gat þar að lesa: Tollskyldar vörur sem gerðar hafa verið upptækar til sölu meðan birgðir endast. Otsalan átti að heíjast 1. apríl. Viskí í fallbyssu hlaupum Fyrir nokkrum dögum kom skólaskip sænska flotans Álv- snabben, heim úr löngum leið- angri til suðurlanda. Þegar toll- verðir Gautaborgar fóru um borð í skipið gátu þeir varla þverfótað fyrir áfengi. Jafnvei fallbyssuhlaupin voru fyllt me-3 viskíflöskum og gini og konjaki var staflað við hliðina á skot- færunum. 1 vistarverum skips- manna var hver hugsanlegur geymslustaður notaður. Venjulega þegar Álvsnabben kemur í höfn ganga aðmírálar og aðrir flotaforingjar um borð með miklum glæsibrag en nú voru það tollverðirnir sem sáu um móttökuathöfnina. Skips- menn hlupu til og frá og reyndu að losa sig við smygl- vínið. Flöskum var hent fyrir borð og víni hellt miskunnar- laust í vaska og frárennsli. Samt sem áður heppnaðist tolt- urunum að klófesta 800 flöskur og 100.000 sígarettur. Oftast var auðveit að finna eigenduma bar sem nöfn þeirra voru rituð á flöskumár. ( Bæði nemendur og menn úr hinni föstu áhöfn voru viðriðn- ir málið. Ekki bætti það úr skák að um kvöldið veitti sænska sjónvarp- ið hinni þ.yrstu þjóð tækifæri til að skoða vínbirgðimar — og bað með nærmyndum. ú>- Smygluiu tonni af heróíni til USA Ben Bella boðar mikla þjóðnýtingu i Alsír Forsætisráðherra Aisírs, Ben Bella, hefur boðað þjóð- nýtingu lands og fyrirtækja sem áður voru í eign franskra landnema. Þjóðnýtingin tekur til um milljón hektara rækt- aðs lands og um 500 Iðnfyrirtækja, sem eigendurnir yfir- gáfu þegar Serkir fengu sjálfstæði. Auk þess hefur serkn- eska stjórnin þjóðnýtt margar stórjarðir í eigu Iandnema enda þótt þeir séu enn í Alsír. Þá hafa öll stærri gistihús landsins verið þjóðnýtt, 69 að tölu, og verða. þau fengin ! hendur starfsliði þeirra til reksturs. Bandaríska lögreglan hefur^ upprætt eiturlyfjahring í Bost- on sem smyglað hefur meira en einni smálest af heróíni inn í Bandaríkin frá því áriö 1949. Talið er að söluverð þess hafi verið um 13.500 milljónir kr. ) Yfirmaður eiturlyfjalögregi- unnar, Henry L. Giordano. skýrði þingnefnd frá starfsemi hringsins 6. marz. en nú fyrst hefúr skýrsia hans verið birt. Hann sagði að meðal þeirru sem vlðriðnir væru málið værj Joseph Sax, þekktur refsirétt- arlögfræðingur í Boston, og Joseph Massa, kunnur kaup- sýslumaður þar f borg. Frá þvi þeir hófu starfsemi sína árið 1949 hafa þeir smyglað 1000 kílóum af hreinu heróini inni landið. Næst æðsti maður eiturlyfja- lögreglunnar, Charles Siragusa. sagði að 1000 kíló af heróíni kostaði um 800 milljónir í inn- kaupi. En þegar það er selt : smáskömmtum er það þynnt svo söluvarningurinn inniheld- ur aðeins fimm prósent af hreinu heróíni. Með þetta i huga gerði hann ráð fyrir að söluverðið hefði verið um 13.500 . milljónir króna. 1 Egyptar móðgaðir Egypzka stjórnarmálgagnið A1 Ahram hefur ásakað sýr- ienzka forsætisráðherranj SaÞ ah Bjtar og fylgismenn hans vegna „móðgandi“ greina sem birzt hafa í Damaskus-bl&Suo- um og segir blaðið að slíkt boðl ekkert gott um samningavið- ræður um bandalag milli Eg- yptaiands. Sýrlands Og Iraks sem hefjast eiga í Kaíró á laug- ardag. Samkvæmt frásögn A1 Ahram eru þejr Salah Bitar og Mieh- el Aflak framktfæmrlastjóri Baath-flokksins. ábyrgir fyrir greinar þessar. bar 'sem fullyrt er að Egyptar en ekki Sýrlend- ingar hafi valdið upplausn Ar- abíska BambandSlýðveldisin* árið 1961. Ennfremur munu blöðin hafa sakað Nasser fnrs&ta um vilja drottna yfir him' væntan- lega þríveldasambandi. * i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.