Þjóðviljinn - 05.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.04.1963, Blaðsíða 7
X, r Föstudagur 5. apríl 1963 HÖÐVIUINN SÍDA A verði fyrir • / í 36 ár töluvert lengur Varðstaða í vitunum á útnesjum landsins og víðar er varðstaða í stríði. — Þá varðstöðu þarf að standa nætur og dag-a árið út og árið inn. Það stríð er ekki háð til þess að ráða niðurlög- um sem flestra manna, heldur til að tryggja líf sem flestra manna. Undir trúnaði eins vita- varðar geta þúsundir átt líf sitt. Við lentum síðast í lítilli vík yzt á Dalatanga og rifj- uðum aðeins upp forsögu Dalatangavitans. Nú höfum við átt góða nótt hjá Halldóri vita- verði. Hér, í kyrrð sumarnsetur- innar á útskaganum, er gott að hvíla lúin bein — kominn utan úr ys borgarinriar. I dag skulum við kynnast Dalakálki nánar í fylgd og leið- sögn Siguröar Helgasonar. (Orð- ið kálkur mun nú vart notað nema á Austurlandi, það merk- ir byggðahverfi sem er útaf fyrir sig. Kálkar munu hafa verið nokkrir á Austfjörðum fyrrum). Aðalbærjnn, sem kálkinn dreg- ur nafn af, var Dalir. Hann er á ströndinni nokkuð fyrir innan Dalatanga, yzt í Dalnum sunn- an Dalafjallsins, vitabærinn Grund er austan þess. Þar sem Grundarbærinn stóð fyrrum hefur nú verið sléttað, en Sigurður gengur þar rakleitt á rústir tveggja bæja, hann þekkir þær — þótt nú sé þar grænt tún. Svö göngum við inn í Dali og þrömmum milli rúst- anna í hlíðinni. — einu minj- anna um lífsbaráttu sem eitt sinn var hér háð. sigra og ó- sigra, — mannlíf. Gömul tún, grónar rústir bæja, fjárhúsa, stekkja, túngarða. Rústir Dala- bæjarins (Stóru-Dala) eru all- umfangsmiklar og hefur bærinn staðið á háum sjávarbakka sem brimið lemur þegar gustar. Und- irstöðusteinar gokkinna fornra veggja eru nú teknir að hníga niður sjávarba"kkann. Næst kemur röðin að yngstu veggj- unum er enn standa. Hér er sumarfaurt. og án efa hefur fólkið hér átt sínar gleðistundir og hamingju engu síöur en þeir er bjuggu í fjölsetnari stöðum. Á þessu útngsi hefur ætíð verið fámenn byggð. Auk Dalabæj- anna, Stóru-Dala og Minni- Dala og vitabæjarins Grundar eru heimildir um bæina: Borg, Nafar og Garða. — En þið verðið að bíða útkomu bókar Sigurðar Helgasonar eftir sögu þeirra bæja! Á siginni rúst gamals býlis gr okkur hollt að leggja fyrir okkur spurningu: Myndum við hafa brugðizt mannlegar við á Wmmimm Gamli vitinn, sem Wathne lct reisa á Dalatanga 1S95, hann tók til megin við hann stendur Sigurður Helgason rithöf. sem „ólst upp“ verulegu leyti í mörg ár. 1958 að hann bra búi útfrá Og fluttist inn í BreUkuþorp. Á stríðsárunui.i byggóu Bret- ar radíovita á öalatanga og tóku Islendingar við starf- rækslunni haustið 1945. úx þa starfið við vitann enn, þá voru þeir orðir þrír: Ijósviti, hljóðvit! og radíóviti. Jafnframt þossu hefur veður- athuganastoð verið á Dala- tanga í aldarfjórðung, svo gæzlustörfin haía verið narg. a Við skulum ekki spyrja Sig- urð frekar um Vilhjáim bróður hans, þcnna mann er gastti Dala- tangavjtans i 36 ár samfleytt — og þó í raun töluvert lengur. Við spyrjum Theresíu Guð- mundsson veðurstofustjóra. Hún tjáir okkur að vcðurathuganir hafi byrjað á Dalatanga árið 1938 og á stríðsárunum hafi fyrst verið hafnar athuganir á 3ja stunda fresti allan solar- hringinn. — Á Dalatanga hefur verið al. þjóðleg stöð, segir Theresía, það er að veðurskeyti þaðæi hafa verið send út jpheim. Vil- hjálmur Helgason var samvjzku- samur og sérstakur prýðjsmað- ur, og Halldór sem tók við af honum er ágætur líka. Dala- tangi hefur alltaf verið góð öld þess fólks er reisti þenna bæ — og svara þessari spum- ingu áður en við kveðum upp „hæstaréttardóm" um verk hinna gengnu. Við getum fjöld of farið — og fundið þó hvergi þann ilm sem er í grýttum fjallahllðum á Islandi. m Við höldum aftur út á Dala- tanga. Neðan vitanna er sam- felldur klappaklasi, en gegnum hann gengur nokkurra metra breið rauf, sem ekki sést fyrr en að er komið. Rauf þessi heitjr Dugguvogur. Árið 1835 rak franska fiskiduggu á land á Dalatanga — beint í þessa gjá. Duggan lenti þar þversum og brotnaði í briminu, en menn- jrnir stukku allir á land { klett- ana. Úthafsaldan getur verið sterk og óvægin á þessum tanga. Það er aðdjúpt við þessar klappir. — Gengur fiskur að þessum klettum? ---Já, og marga stundina dorg- aði ég hér þegar ég var strák- ur, svarar Sigurður. Héðan sér vel til hlíðarinnar fyrir ofan, þar sem bláklukk- an ríkir í gráu grjóti og græn- um börðum. Við höldum til vit- ans — sem einu sinni var — lágrar byggingar úr gráu grjóti. — Þú ert fæddur hér og upp- alinn, Sigurður. Er ætt þín úr þessari byggð? * — Fyrsti ættmaður minn, svarar Sigurður, kom að Dala- kálki 1819 og var þar unz son- ur hans tók við 1863—1888, á .Görðum, helmingnum af jörð- inni Grund. Árið 1897 fluttist svo Helgi Hávarðsson, faðir minn hingað, en hann var bróð- ursonur bóndans er hætt hafði 1888. — Og hann gerðist hér vita- vörður? — Fyrsti vitavörðurinn á Dalatanga — bærinn sjálfur heitir Grund — var Ásmundur Jónsson, var skipaður í það starf 1896, en fórst í nóv. 1897, og þá tók faðir minn við, eða sama árið og hann fluttist að Grund. — Þekkir þú þá ekki sögu vitans frá upphafi? — Fyrsti vitinn var olíuviti og ljósin úr gömlum dönskum vita, Sletterhagevitanum í Dan- mörku. Hann var notaður til ársins 1908 að hluti af núver- andi vita var byggður. — Manst þú eitthvað eftir þvi? — Nei, ég var aðeins þriggja ára, þá, þó man ég einstaka at- burði frá því ég var 3ja til 4ra ára. Það sumar var byggt nýtt hús á Grund, en gamli bærinn stóð uppi undir Klauf- arklettinum. og man ég þegar ég var að skoða nýja húsið sem verið var að smíða. Ég man líka aðeins einstaka atvik úr gamla bænum undir klettinum. — Var mikil vinna við að sinna vitanum? — Vitinn sem þá var byggður var einnig olíuviti. Það var klukkuverk í honum og gang- verkið svo stirt að faðir minn varð að létta undir með því þangað til danskir verkfræðing- ar komu með Islands Falk og lagfærðu það. Kveikt var á vitanum á kvöldin eftir nákvæmri tíma- töflu. og var henni ævinlega fylgt. Á morgnana var slökkt hálfri stundu eftir sólarupprás. Á hverju sumri varð að byrja að kveikja á kvöldin 1. ágúst. Á haustin þurfti að fara kl. 9 á kvöldin til að draga upp lóðið sem knúði gangverkið, og þegar kom fram yfir veturnæt- ur þurfti að fara bæði á kvöld- in og 1—2 stundum eftir mið- nætti til að láta olíu á lamp- ana. Þessu varð að halda áfram framundir vor. Faðir minn gerði þetta oftast sjálfur, en stundum við strákamir. Vil- hjálmur bróðir minh fór alltaf á næturnar. I slyddubyljum verður Iíka stöðugt að þurrka af vitaglerj- unum, því enginn hefur gagn af vita sem er kaffenntur. — Var langt frá húsinu i vitann? — Bærinn stóð þá á túninu hér fyrir innan núverandi íbúð- arhús og mun vegalengdin út í vitann hafa verið 400—500 metrar. Sumarið 1918 jókst starfsem- in við vitann því þá kom þokulúðurinn. Sumarið 1917 var vitinn stækkaður, byg.gt y£- ir þokulúðurinn og tilheyr- andi vélar, tvo 9 ha mótora. Var það fyrsta þokulúðurstöð- in hér á landi. Þokulúðurinn gaf frá sér hljóð einu sinni á mínútu. Þokulúðurstöðin tók til starfa 15. júlí 1918. Kostnaður við bygginguna var 40.258,21 kr. Við þetta jókst vinnan, því nú þurfti að hafa mann á verði dag og nótt allt árið tii að setja þokulúðurinn af stað ef þoka kom. — Hvenær fórst þú að gæta vitans, Sigurður? — Ég fermdist árið 1919, og um það leyti fór ég að gæta vélanna í vitanum, og um langt árabil var ég mikið yfir þeim meðan þær voru í gangi. — Var þetta ekki bindandi starf? — Þarna var maður oft allan Dugguvogur. I þessa gjá rak franska fiskiduggu árið 1835. Mennimir stukku upp í klcttana, en duggan brotnaði. daginn, og svaf þar stundum á nóttunni líka — þann tíma sem maður svaf. — Varstu ekki myrkfælinn út; í vitanum? — Jú, þarna kvaldist ég ógurlega 'af myrkfælni allan tímann sem ég var við þetta. Einu sinni var ég i vitanum með Jóni bróður mínum og hann brá sér eitthvað útfyrir. Sá ég þá bregða fyrir einhverri svartri flygsu, stórri og hræði- legri!, svo ég rauk upp og út i ofboði, en kom í flasið á bróð- ur mínum við dyrnar. Ég þagði um flygsuna. Á leiðinni inn aftur sá ég að vettlingur sem hafði verið látinn upp á rör til að þorna hafði dottið á gólfið — og skugginn af honum í fall- inu verið flygsan hræðilega, sem ég sá!! — Leiddist þér þá ekki mikið -Jl < W1 t( '■ ' T-.lltl'.' — Nei, þama las eg kynstur af allskyns bókum.......Jú, ég náði í töluvert af bókum. Heima var til þónokkuð af bókum, á Eldleysu, sem þá var enn i byggð, voru 3 bræður sem áttu mikið af bókum og lánuðu mér, og svo var bókasafn f sveitinni. — Byrjaðirðu kannski að skrifa í vitanum? — Á þessum árum, frá 14'/? til 17% árs skrifaði ég 40—50 skemmri og lengri skáldsögur!!! — þá síðustu a. m. k. 15 arka bók. Mestallt er þetta týnt, en nokkuð á ég enn — og hef ekki litið í það í 30—40 ér! Skáldsögumar átti ég erfitt með að skrifa þama, því hve þrifinn sem ég vildi vera kc>mu olíublettir á pappírinn. Þá fór ég að yrkja kvæði og skrifaði uppkösst að þeim þama. Þú munt sjá af þessu að þó að ég væri myrkfælinn var síður en svo að mér leiddist þama. Síðustu 5 árin heima var ég i skóla á vetrum en heima á sumrum og gætti bá vitans stundum. Annars tóku yngri strákamir þá við, og voru dug- legir gæzlumenn .. nei, við vikum aldrei frá þessum vélum þegar þær voru 1 gangi. — Var stórt heimili á Grund þá? — Við vorum víst aldrei færri en 10 og upp í 14 manns í heimili á uppvaxtarárum mín- um. — Varstu aldrei leiður á vitagæzlunni? — Mér þótti mjög vont eftir þurrkdag eða nýkominn af sjó að þurfa þá að fara út í vita og sinna þokulúðrinum, — en allir Austfirðingar vita að þokan kemur oft einmitt með kvöldinu. — Hvenær varð Vilhjálmur bróðir þinn vitavörður? — Vilhjálmur bróðir minn var sá okkar sem mest hjálpaði pabba við vitann, hann var elztur og byrjaði þvi fyrst, og vann lengi mikið við gæzluna áður en hann tók við henni að fullu; hann svaf ein 6—7 ár í vitanum. Hann tók við vita- gæzlunni þegar faðir minn lézt 1922 og hafði hana á hendi til Helgi Ilávarðsson vitavörður. Vilhjálmur Helgason vltavörðiu-. og trygg veðurathuganastöð. Næst skulum við svo kynn- ast núverandi vaktmanni á Dalatanga, Halldóri Víglunds- syni. 3. B. 5 i | Mýs og menn | Garði, Mývatnssveit 30/3 k J — Nú er lokið æfingum á™ ■ leikritinu „Mýs og menn" | J eftir John Steinbeck á veg- ■ um Ungmennafélags Mý- ■ J vetninga og leika bændur J I úr Mývatnssveit aðalhlut- I í verk: Leikstjóri er frú JJ R Ragnhildur Steingrimsdótt- I k ir, leikkennari frá Akur- w R eyri. Böðvar Jónsson, bóndi R k á Gautlöndum leikur Georg ts R og Ketill Þórisson, bóndi í R k Baldursheimí, leikur Lenna. k " Léttúðardrósina leikur R | gagnmerk kona hér í sveit- K JJ inni. Samfelldar æfingar R B hafa verið á hverjum degi k J í þrjár vikur og hefur fólá R ■ lagt mikið á sig, þrátt fyrir ■ J annir og umstang heima J B fyrir — Starri. 4 i i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.