Þjóðviljinn - 30.04.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.04.1963, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. apríl 1963 — 28. árgangur — 96. tölublað. Alþýðusamband Islands hefur gefíð út ávarp í tllefni 7. maí 1963 — birt á 2. síðu 40 ÁRA AFMÆLl 1. MAl-HÁTÍÐAHALDANNA Kröfuganga og útifundur verklýðsfélaganna 1. mai Afturhaléið, tmdir forustu íhaldsins, hyggst^ minnast fyrstu kröfugöngu reykvísks verka- lýðs með akámi 1. maíkröfugöngunnar. — ^ Vinnandi fóik mun svara þessu með því að fjölmenna í kiöíugönguna, sem 1. maínefnd verkalýðsfélaga í Reykjavík stendur fyrir. Á morgun, 1. maí, eru liðin 40 ár frá því að verkalýður Reykjavíkur hélt þann dag hátíðlegan sem baráttudag og fór í sína fyrstu kröfugöngu. Sú hefð hefur gilt um árabil, að sérstök 1. maí- nefnd allra verkalýðsfélaga hér hefur annast und- irbúning hátíðahaldanna. Hin svonefnda „stjóm“ fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna hugðist leggja niður 1. maínefndina, en nokkur stærstu verka- lýðsfélögin tóku þá saman höndum um að mynda 1. maínefnd til undirbúnings hátíðahaldanna á sama hátt og undanfarin ár, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. I ! i i Listi Alþýðu- bandalagsins í Vestfjarða- kjördæmi Vestfirðingur, blað Al þýðubandalagsins í Vest- fjarðakjördæmi, birti fram- boðslista Alþýðubandalags- ins i Vestfjarðakjördæmi við þingkosningarnar 9 júní n.k, síðast liðinn laug- ardag Listinn er þannig skipaður: 1. Hannibal Valdimarsson alþingismaður, forseti Alþýðusambands ís- lands. Reykjavík. 2 Steingrímur Pálsson umdæmisstjóri, Brú Hrútafjrði 3 Ásgeir Svanbergsson bóndi, Þúfum. 4 Ingi S Jónsson verka- maður Þingeyri. 5 Játvarður Jökull Júl- iu^son oddviti, Miðja- nesi 6. Haraldur Guðmundsson skipstjóri, ísafirði. 7. Davíð Davíðsson bóndi Sellátrum. 8 Guðsteinn Þengilsson, héraðslæknir. Suður- eyri. 9. Páli Sólmundsson, sjó- maður Bolungarvík. 10 Skúli Guðjónsson bóndi Ljótunnarstöðum. Vegna þrengsla i blað inu í dag verður birting mynda af frambjóðendun- um að bíða að sinni 1 maínefnd verkalýðsfélaganna í Reykjavík gengst fyrir hátiða- höldum, með kröfugöngu og úti- fundi, eins og undanfarin ár. Sér- staklega er þess minnst að 40 ár eru liðin síðan fyrsta kröfu- ganga var farin í Reykjavík. Safnast verður saman í Von- arstræti við Iðnó kl. 14.00, en þaðan verður lagt af stað í kröfugönguna og gengið um Vonarstræti. Suðurgötu, Aðal- stræti, Hafnarstræti, Hverfisgötu, Frakkastíg, Skólavörðustíg, Bankastræti og Lækjargötu að Miðbæjarskóla, en, þar hefst úti- fundur að göngunni lokinni. Ræðumenn á útifundinum verða Eðvarð Sigurðsson. formað- ur Dagsbrúnar, Björn Þorsteins- son, sagnfræðingur, Jón Péturs- son, símamaður, og Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.I. Fundarstjóri verður Jón Sn. Þor- leifsson. formaður Trésmiðafé- lags Reykjavíkur. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika i göngunni og á útifundinum. — Merki dagsins, merki Alþýðu- þýðusambands Islands, verður selt á götunum og kostar kr. 10.00. Merkin verða afgreidd á skrifstofu Dagsbrúnar í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu og á skrifstofu Félags jámiðnaðar- Framhald á 2. síðu. Munu Bretar enn reyna að1 Óðinn og beygja íslenzka ráðamenn? Milwood Þau tíðindi hafa nú gerzt að Bretar hafa sagt upp Norð- ursjávarsamningnum frá 1882. Frá þessu skýrði Edward Heath varautanríkisráðhcrra i neðri dcild brezka þingsins í dag og lét liggja að því að brezka stjórnin hefði í hyggyu að færa út brezku fiskveiðilögsöguna. Jafnframt skýrði Heath frá því að Brctastjórn hefðl ákveðið að efna til ráðstefnu um fiskveiöar í London í haust og bjóða þang- að fulltrúum 16 landa þ.á.m. Islands. Ráðherrann sagði að á ráðstefnunni skyldi meðal annars fjallað um fiskveiðiréttindi á N- Atlanzhafi. Vitað cr að Bretar boða tii ráðstefnu þessarar meðal annars vegna útfærslu fiskveiðilögsög- unnar við Island og Færeyjar og má búast við að þeir geri enn tilraun til að fá danska og ís- lenzka ráðamenn til að viður- kenna cinhver sérréttindi brczk- um togurum til handa. Sjá 3. s. KAUPIÐ OG SELJIÐ 1. MAÚMERKI ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS Alþýðusamband íslands hefur að venju látið gera 1. maí-merki og verður það selt á götum borgarinnar á morgun og er verð þess kr. 10.00. Merkið verður selt á vegum 1. maí-nefndar verkalýðsfélag- anna og verður afgreitt til sölubarna og annarra á skrifstofu Dagsbrúnar í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu og á skrif- stofu Fél. járniðnaðarmanna, Skipholti 19.^ BLAÐAMAÐUR og ljósmyndari Þjóðviljans flugu síð* degis í gær til móts við land- helgisbrjótinn Milwood og varðskipið Oðinn. Skipin voru þá i þann veginn að fara fyrir Reykjanes. ÖÐINN var nokkurn spöl á und- an, en togarinn i humátt á eftir. Til Pallisers sást eðli- Iega ckki, þar sem hann var á austurleið með hinn seka skipstjóra. MYNDIRNAR hér að ofan tók Ari Kárason Ijósmyndari af skipunum. Frétt um eltingar- leikinn og fleiri myndir eru á baksíðu blaðs* i ins í dag : i.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.