Þjóðviljinn - 30.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.04.1963, Blaðsíða 10
]{) SfÐÁ ÞIÖÐVHJINN Þriðjudagur 30. apríl 1963 — Ég held ég hafi aldrei fyrr hugsað um landið mitt, sagði Garnet. — í New York var fjórði júlí ekki annað en flugeldar og feitur maður sem las sjálfstæðisyfirlýsinguna úr ræðustól. En hér er dagurinn bara eins Qg hver annar venjulegur dagur — Hún þagn- aði. — Ó, fyrirgefðu, þetta er víst jafnslæmt fyrir okkur báð- ar. — Þú veizt að fólk getur snú- ið heim aftur, sagði Florinda. — Já, auðvitað. Kannski gæti ég fengið einhvern skipstjór- ann til að taka mig sem far- þega. Eru konur með þessum skipum? — Það kemur fyrir. Stundum hefur skipstjórinn kpnuna með sér. Ef kona er um borð hefur hann sjálfsagt ekkert á móti annarri til. Þú gætir verið henni til skemmtunar. — Ég vildi borga hvað sem væri fyrir það. sagði Gamet. Eftir nokkra þögn spurði hún: —• Myndir þú koma með? — Nei, vina mín. Gamet felldi þetta tal. En hún horfði á stjörnurnar og hugsaði heim og tárin voru á næsta leiti. Daginn eftir fóru þ®r til Abbotts. Garnet var klædd ein- um af svörtu mexíkönsku kjól- unum og Florinda kenndi hérihi að binda yfir höfuðið ræmu af svörtu silki^ sem Kaliforníubúar kalla rebozo. Þetfa var dýrðleg- ur miðsumardagur. Þær gengu eftir stígnum sem troðinn hafði verið í villihveitið, hann bugð- aðist til og frá á miHi húsanna. HároreWo" P E K M A. Garflsenda sími 33968. Hárgreiðslu- os snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662 ______ iárgreiðslu og snyrtistofa TEINH OG DÓDÓ .augavegi 11. simi 24616 Hárgreiðsluriofan S Ó L E Y Sólvailagðtu 72 Simi 14853 Hárgreiðsiustofa ADSTURBÆJAR (María Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað Hundar og böm voru alls stað- ar og stundum urðu þær að víkja fyrir ríðandi manni. Gönguferðin tók tíu mínútur. Fyrir utan búðina lá stafli af húðum. Þegar Garnet farin af þeim þefinn, fitjaði hún upp á nefið. — Hvað hefðirðu sagt í New York, spurði hún Florindu, ef einhver hefði sagt þér hvað- an skórnir þínir kæmu? — Ég hefði sjálfsagt sagt: — Guði sé lof að ég þarf ekki að eiga þar heima. Jæja, það er aldrei að vita, hvað komið getur íyrir. Hérna undir ill- gresinu er trappa, farðu var- lega. Já. svona. Þetta er Abbott, þessi feiti sem situr bakvið borðið. Abbott, kringlóttur, sköllótt- ur og glaðlegur, brosti út að eyrum þegar þær komu inn. — Þetta var mikill heiður. Hvernig líður yður. ungfrú Florinda? — Alveg prýðilega eins og illgresinu. Má ég kynna fyrir yður vinkonu mína, frú Oliver Hale Hana langar til að ræða viðskiptamál við yður. Abbott Ieit ekki út fyrir að ganga meira en hann mátti til, en af virðingu fyrir sorgar- klæðum Gametar og ásigkomu- lagij brölti hann upp úr stóln- sturium og erfiðsmun- um, rétti henni stóra, mjúka hönd og lét í Ijós samúð sína- Hann dró fram stól handa henni fyrir innan búðarborðið og bauð henni að setjast. Garnet þakkaði fyrir, gekk inn fyrir borðið og settist á stólinn. Abbott spennti greip- ar utan um ýstruna og sagði henni að Oliver hefði verið afbragðs maður og honum væri sönn ánægja að greiða fyrir ekkju Olivers ef hann gæti. Gamet langaði ekki til að ræða um Oliver. Florinda fann þetta. Hún greip fram í fyrir Abbott með því að segja að hún vildi gjaman máta skó ef hann ætti einhverja fallega. Auðvitað sagðist Abbott hafa tii fallega skó. reglulega stáss- skð frá beztu verksmiðjunni í Connecticut. Hann kallaði, að einhver yrði að koma og af- greiða ungfrú Florindu og tveir bandarískir búðarþjónar komu fram úr bakherberginu. Flor- inda setti upp sparibrosið og þeir flýttu sér að koma ekki aðeins með skó. heldur einnig bönd og nærfatnað. Flórinda settist á veggbekkinn til að fara úr skónum. Hún spurði hvort þeir héldu að hún væri rancho-eigandi, fyrst þeir ætl- uðu að pranga inn á hana vörum fyrir þúsund húðir svona í einu — Svona, svona, þér megið ekki stríða mér, sagði Abbott og Ijómaði eins og sól í heiði. — Ef allir hefðu eins góða reglu á fjármálunum og þér þá væri ekki erfitt að lifa. Collins! Komið með krús af víni handa frú Hale. hún er dálítið þreytt. Já, líka krús handa mér, já, já. Viljið þér ekki sopa líka, ungfrú Flor- inda? íhugið það, frú mín góð, ekkert er betra fyrir kroppinn en hóflega drukkið vín. Það stendur í sjálfri biblíunni. Florinda þakkaði gott boð en afþakkaði. Hún dáðist að vel löguðum fæti sinum í svörtum geitarskinnsskóm með rósettu og á meðan daðr- aði hún við búðarþjónana. Á meðan litaðist Garnet um í búðinni. Það voru bekkir með- fram veggjunum, og borðið vissi að dyrunum, svo að Abbott kallaði á þá. Þeir höfðu vinunum um leið og þeir komu inn. Á öðrum borðsend- anum lá hlaði af gömlum dag- blöðum sem notuð höfðu verið ið til að pakka inn vörum. Sumar síðumar. voru heilar, aðrar rifnar, en það var slétt- að úr þeim öllum svo að baridarískir viðskiptavinir gætu rýnt í þær ef þeir vildu. Flest voru þessi dagblöð árs- gömul, því að þau höfðu komið sjóleiðina, en þetta voru síð- ustu fréttir sem völ var á frá Bandaríkjunum. Á veggnum bak við búðarbo.rðið voru hill- ur fullar af viðskiptabólíum. Ranchó-eigendurnir komu með húðir, létu færa þær inn í bækur og tóku með sérkvittan- ir, sem þeir skiptu yfir í vörur smátt og smátt þegar þeir þurftu á þeim að halda. Sala gegn staðgreiðslu þekktist varla. Bak við þetta herbergi var annað, þar sem búðariþjónarri- ir höfðu verið að vinna þegar Abbolt kallaði á þá. Þeir höfðu bersýnilega verið að taka upp vörur sem komið höfðu með skipi, því að Garnet sá þarna í opna kassa og katla og pönn- ur, spegla og kjóltau og skó, sem í þeim höfðu verið. Coll- ins, búðarþjónninn setti rauð- vínsflösku og tvær krúsir á búðarborðið. Abbott bellti í krukku handa Gametu og rétti henni með hneigingu sem var meira af vilja en mætti. svo feitur og stirður sem hann var. Abbott flýtti sér aldrei. Hann dreypti á víninu og spurði hvernig Garnetu litist á óeirð- irnar fyrir norðan. Það voru Ijótu vandræðin, ha? Slæmt fyrir viðskiptin. Og hvemig henni geðjaðist að þessu in- dæla sumarveðri? Heitir dagar, kaldar nætur, svona gött var það ekki í Bandaríkjunum, ónei. Það kom maður inn, þreklegur. kjálkamikill náungi í rauðri skyrtu og rykugum svörtum buxum. Abbott kynnti hann fyrir Gametu sem Bugs Mc- Lane. Gamet hafði heyrt á hann minnzt. hann var vel þekktur í stofnun Silkys. Hann verzlaði með whiský og annan smyglvarnin,g úr skipunum. McLane sagðist hafa þurft að ræða dálítið við Abbott en sér lægi ekkert á og hann gæti beðið þar til frú Hale hefði lokið erindum sínum. Hann hefði séð konu selja heitar tamales hjá kirkjunni. Ef Flor- inda væri búin að velja sér skó. þá hefði hann mikinn hug á að fá hana með sér þangað svo að hún gæti hresst sig á heitum tamales. Florinda sagðist raunar þjást af skorti á tamáles og hún þæði þetta boð með þökk- um, ef Collins vildi taka þessa skó frá fyrir hana. Hún og Bugs leiddust út. Abbott spjallaði um alla heima og geima nokkra stund enn, en loksins kom þó að því að Gamet gat borið uPP erind- ið. Hún sagði að Abbott hefði haft reikningshald fyrir Oliver og henni væri forvitni á að vita hve mikið Oliver hefði átt inni Já, já, þó það nú væri, sagði Abbott, og hann bað Collins að rétta sér eina af viðskipta- bókunum úr hillunni. Meðan Abbott blaðaði í bókinni með holdugum fingrunum var hann mjög vingjamlegur og föður- legur og um leið lotningarfull- ur, eins og vera ber um kaup- mann sem á viðskipti við ríka konu. Tuttugu mínútum síðar þakkaði Garnet hönum fyrir og reis á fætur. Abbott gaf Coll- ins merki. sem kom þjótandi til að bjóða henni arminn og leiða hana út fyrir. Neðar í götunni sá hún Florindu og Um netaveiði o.fl. Framhald af 7. síðu. En eru það ekki eftirtektar- verðar fréttir að í einu sjáv- arplássi hér í námunda verða þrír sjómenn bráðkvaddir úti á sjó á skömmum tíma? Er það ekki verkefni fyrir lækna að kveða á um hvað sé hæfilegur vinnutími fyrir meðalmann til sjós við þunga og hraða vinnu eins og netaveiðar eru? Sjómannastéttin er víst eina státtin í landinu, sem ekki þarf að gera upp við um ára- mót og sjómaðurinn víst eini þjóðfélagsþegninn sem' verður að borga sekt eða frádrátt á kaupi fyrir að mæta ekki i vinnu. Ég man t.d. eftir þvi, að sonur var hýrudreginn um 500 krónur fyrir að mæta nokkrum mínútum og seint til skips, þar sem hann var að fylgja öðru foreldra sinna til grafar! Og sjómaðurinn, sem fer á lögleg- an hátt úr skiprúmi vegna þess að hann veikist eða þolir ekki hina ströngu vinnu fser ekki uppgert fyrr en í vertíðar- lok, ef hann á hlut inni. 1 slik- um tilfellum verður að krefj- ast þess að laun séu þegar gerð upp. Sjómannastéttin verður að hugsa um sín mál og halda vöku sinni í réttindabaráttunni. Sjómenn verða að .gera sér Ijóst, að þeir eiga kröfu á þvi að litið sé á þá sem menn og að þeir hafi sömu aðstöðu til lífsins sem aðrir þegnar þjóð- félagsins, bæði um aðbúð, ör- yggi, vinnutíma og kaup í sam- ræmi við raunverulega vinnu. Broslegt má það heita dagana fyrir 1. maí, þegar útgerðar- menn leggja mikið kapp á það hér f Reykjavík, að bátamir sem venjulega eru í dagróðr- um taki ís og séu þar með lög- giltir til að vera í útilegu á þessum hátíðis- og baráttudegi verkalýðsins. Er ekki hægt að fella þessa leikstarfsemi niður, þessa ögrun við daginn og tákn hans? Mál sjómanna eiga að vera oftar á dagskrá en á sjó- mannadaginn. Mál verkalýðsins. eiga að vera sameiginleg, hvort sem unnið er á sjó eða landi. og því aðeins vinnum við sigra að hinar vinnandi stéttir beiti sameinuðu átaki, setji meiri metnað í baráttu sína, vinni að meira öryggi, betri aðbúð og kjörum til sjós og lands. Þetta á að vera kjörorð okkar á kom- andi tímum. Páll Helgason. SKOTTA 0 1 z 0 1 3 LO r LU tí O z : < Mikið er Skröggur frændi selgur. Veiztu hvað Súsa. Hef fundið út nýja Ieið tdl með löppunum. að sprikla Skrifstofustúlka óskast nú þegar, 1 Mars Trading Company h.f. Klapparstíg 20, — Sími 17373. LOKAD vegna jarðaxfarar þriðjudaginn 30. apríl frá kl. 14. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. UTBOO TilboS óskast í aS byggja 22 sumarhús fyrir A.S.f. í Hveragerði. Tilboð óskast 1 þrennu lagi: j ■ 1. Jarðvinnu 2. Steypuvínnu 3. Trésmíði. Uppdrátta og akilmála má vitja á skrifctofu A.S.Í. Laugavegi 18 gegn 2000.00 kr. skilatrygg- ingu. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANÚS. Aðstoðar- hiúkrunarkonur t vantar á sjúkrahúf Akraness, 1 júní n.K. Upp- Iýsingar veitir yfirhjúkrunarkona Rinnip vant- ar liósmóður serr allrg fvr^ SJÚKRAHÚS AKRANEy ■ I 9 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.