Þjóðviljinn - 30.04.1963, Blaðsíða 12
SKOPLEIKUR A HAFI
Á laugardagsmorgTminn kom varðskipið Óð-
inn að skozka togaramim Milwood frá Aberdeen,
þar sem hann var að ólöglegum veiðum innan
landhelginnar á Meðallandsbugt. Skipstjórinn á
togaranum lét þegar höggva á togvírana og sigldi
skipi sínu til hafs.
\
.. V
A kappsiglingunnl á laugardag-
inn, sigldi John Smith skipi sínu
í veg fyrir Óðinn með þeim
hætti að árekstur varð ekki um-
flúinn. Bæði skipin skcmmdust
nokkuð og hér er mynd af stefni
Óðins, eins og það er útleikið
eftir áreksturinn.
Togarinn sinnti ekki að-
vörunarskotum varðskipsins,
en hélt áleiðis til Skotlands
í fylgd með Aberdeentogar-
anum Juniper.
Varðskipsrnenn gerðu enga
tilraun til að taka skipið,
eða skjóta á það föstum
skotum, heldur biðu þeir
eftir brezka herskipinu
Palliser, sem statt var í
Reykjavík og hélt á vettvang
þegar tíðindin gerðust.
Nú var settur á svið einhver
átakanlegasti skopleikurinn, sem
gerzt hefur í viðskiptum ís-
lenzku landhelgisgæzlunnar við
brezku veiðiþjófana. Söguþráð-
urinn er eitthvað á þessa leið:
Þegar skeytið um brot tog-
arans barst landhelgisgæzlunni,
var skipherrann á Palliser stadd-
ur á skrifstofu Péturs Sigurðs-
sonar forstjóra gæzlunnar. Hann
lét þegar úr höfn með skip
sitt og á meðan hélt Óðinn á-
fram elingaleiknum út í haf.
Skipstjórinn á Milwood sinnti
engum fyrirmælum og svaraði
aldrei í talstöðina. Loks þegar
jherskipið var komið á vettvang
tfékkst hann til að hætta flótt-
anum.
1 Áhöfnin á Palliser flutti nu
hluta skipshafnar togarans yfir
í herskipið og Óðinsmenn tóku
við stjórn togarans, einnig
nokkrir af Palliser. Sem nú
þessir mannflutningar fara fram
verða Óðinsmenn þess varir að
þeir á Palliser skjóta hinum
seka skipstjóra um borð í
Juniper, sem lá álengdar. Juni-
per setti þegar á fulla ferð til
Skotlands Nú hélt Milwood til
lands. en Óðinn elti Juniper og
Framhald. á 2. síðu.
Er blaupið eftir
dutthngua Breta
ar í þessu máli er fádæma
klaufalegur og skoplegur. Hvers
vegna var Óðinn ekki látinn
stöðva togarann með föstu skoti,
í stað þess að eyða tíma og elds-
neyti í bjánalegan eltingaleik
suður í haf? Er eitthvað sam-
band á milli þessarar hegðunar
og þess að Hunt skipherra á
Palliser var staddur á .skrifstofu
Péturs Sigurðssonar þegar skeyt-
ið kom frá Öðni? Hefur Land-
helgisgæzlan virkilega ekkert
annað að gera en að eltast við
einhverja duttlunga úr einhverj-
um Hunt? Þessi undirlægjuhátt-
ur við Bretana lofar sannarlega
ekki góðu um framtíðina.
Eitt getum við líka upplýst:
Við höfum orð Brians Holts
blaðafulltrúa brezka sendiráðsins
fyrir því, að engin byssukúla sé
til um borð í Palliser!
G. O.
Pétur Sigurðsson stóð á bryggj-
unni þcgar skip'in komu ánægð-
ur á svip.
Þáttur Pallisers í þessu máli
er allur hinn furðulegasti. 1
sjálfu sér er ekki undarlegt þó
að manngarmurinn John Smith
vilji komast undan réttvísinni.
Það er ekki nema mannlegt, en
hitt er öllu furðulegra að her-
skipið skuli skjóta skipstjóran-
um undan.
Palliser hefur áður komið við
sögu hér í Reykjavík. Fyrir rúmu
ári var áhöfn skipsins staðinn að
leikaraskap með skotvopn hér
við togarabryggjuna og vegna
þess að myndir voru teknar af
athæfi þeirra, neyddist brezka
sendiráðið til að vísa skipinu úr
höfninni.
Þáttur íslenzku réttargæzlunn-
Æskulýðsfylkingin f Rcykja-
vík hcldur 1. maí-fagnað í Næt-
urkiúbbnum í Glaumbæ í kvö'd
og hefst þessi góðkunni fagnað-
ur kl 9.
Til skemmtunar verður:
☆ Ávarp, Gunnar Guttorms-
son, forséti ÆF.
☆ Óttar Guðmundsson flytur
skcmmtiþátt (eftirhermur).
■ár Hið vestur-indíska trió, Don
Williams, lejkur og syngur.
■fc Hljómsveit Árna Elvar leik-
ur fyrir dansi.
Miðar afhentir á skrifstofu
ÆFR í dag, símj 17513, og við
innganginn.
Þriðjudagur 30. apríl 1963 — 28. árgangur
96. tölublað
Við komu Óðins og Miiwood til Reykjavíkur voru mættir tveir
blaðamenn og Ijósmyndarar frá Scottish Daþy Mail. Þeir eru
hér á myndinni fyrir ofan og myndi margur blaðaljósmyndar-
inn hér þakka sínum sæla ef hann hefði ráð á öllum þeim til-
færingum, sem þejr eru með á maganum. — (Ljósm. A.K.).
Til hægrj hér á myndinni er yfirvélstjórinn á Milwood, en við
hlið hans er annar hásetanna, sem urðu eftir um borð. Hann gæti
verið hinn 19 ára gamlj stýrimaður. — (Ljósm. A.K.).
Gerræði fordæmt
Akureyri í gær. — Á fundi 1.
maí-nefndar verkalýðsfélaganna
á Akureyri 28. þ.m var eftir-
farandi tillaga einróma sam-
þykkt:
„Fundur 1. maí-nefndar verka-
lýðsfélaganna á Akureyri, hald-
inn 28. apríl 1963, lýsjr fordæm-
iegu sinni á þcjrri furðulegu
ráístöfun meirihluta útvarps-
ráðs að meina fui’ltrúum al-
þýðusamtakanna allan aðgang
að dagskrá ríkisútvarpsins á
degi verkalýðsins, 1 maí.
Stj. BSRB mótmælír
ákvöriun útvarpsins
f gærkvöld barst Þjóðvjljanum svohljóðandi fréttatilkynning
frá stjórn B.S.R.B.:
„Á fundi stjórnar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í dag
var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 svohljóðandi tillaga:
„Stjóm B.S.R.B. mótmælir harðlega þeirri ákvörðun meirihluta
útvarpsráðs að bregða út af þéirri venju, að formaður Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja og forseti Alþýðusambands ís-
lands flytji ávörp í dagskrá útvarpsins 1. maí.
Stjórn B.S.R.B. te’ur þessa ákvörðun freklega skerðingu á þeim
réttindum launþegasamtakanna, sem þau hafa notjð um
langt skeið“.
„Þýddi ekki
ai mögia"
Fundurinn Iýtur á það sem
fullkomið brot á hugmyndum
manna um hlutleysi og iýðræði
að gera hlut verklýðssamtak-
anna, stærstu félagasamtaka
andsins, verri en flcstra ann-
arra sem fengið hafa aðgang að
dagskrá ríkisútvarpsins.
Fundurinn Iítur á þessa ráð-
stöfun sem freklega móðgun við
verklýðssamtökin og misbrúkun
á því valdi sem útvarpsráði er
veitt.“
Óðinn og Milwood komu
til Reykjavíkur kl. 10.30 í
gærkvöld. Mikill mannfjöldi
var samankominn á bryggj-
unni þegar skipin komu að,
en lögreglan hafði girt Ing-
ólfsgarðinn miðjan, svo fólk-
ið ryddist ekki. Óðinn kom
fyrst að bryggjunni, en tog-
arinn nokkru seinna, því að
tollskoðun hafði farið fram
JÍ,tj . á ytpi. höfn,-
Milwood er nýlegt 250 tonna
skjp, smíðað árið 1960. Eigandi
þess er Burwood Fishing Co
í Aberdeen. Mikið var um
dýrðir þegar skipin lögðust að
bryggjunni. Blossarnir frá ljðs-
myndavélunum lýstu upp um-
hverfjð og þar að auki voru
mættij- kvikmvndatökumenn.
Aðeins 5 af upprunalegri á-
höfn togarans voru um borð.
Vélamennirnir 3 og svo tveir
hásetar Fyrri fréttir höfðu
hermt að stýrimaðurinn væri
einnig um borð. en skipverjar
voru einhuga um að bera það
til baka. Verið getur að hann
skýlj sér á bak við hásetagrím-
una til að forðast réttarhöld ef
skiostjórinn verður ekki fram-
seldur.
Þórarjnn Björnsson skipherra
svaraði spurningum blaðamanna
greiðlega og bar að mestu sam-
an við það. sem áður er komið
fram um viðskipti hans við tog-
arann Palliser. Þegar hann var
spurður hvort hann hefði haft-
fyrirmæli frá Reykjavík um að
skjóta. ekki föstu skoti að tog-
aranum. svaraði hann því til að
hann hefði haft fulla samvinnu
við yfirstjórn landhelgisgæzlunn-
ar!
Þegar við komum um borð í
togarann, sátu hinir skozku
skipsmenn afturí. Þeir voru
hressir að sjá og ekki vitund
fúlir. Blaðamaður frá Scottish
I Daily Mail sat inni hjá þeim
!
*
v
Brezka sendiráðið í s/æmri klípu |
Þjóðviljinn hafði í gær-
kvöld tal af Brian Holt blaða-
fulltrúa brczka sendiráðsins.
Hann kvað skipherrann á
Palliser hafa fengið þau fyrir-
mæli frá Englandi að fram-
selja John Smith ekki nauð-
ugan i hcndur íslcnzkri rétt-
vísi. Hinsvcgar lýsti hann
harmi sínum yfir framkomu
skipherrans á Palliser, þegar
hann gerði tilraun til að koma
Iögbrjótnum undan með Juni-
,per og sagðist hann ekki eiga
nógu sterk orð til að for-
dæma þessa framkomu.
Samkvæmt upplýsingum
Brian Holts, er þetta fyrsta
ferð Hunts skipherra á ís-
Iandsmið og er sannarlega ill
hans fyrsta ganga.
Hann sagði að eins og mál-
um væri nú komið, gætu þeir
i sendiráðinu ekki gert annað
en beðið ákvéðinna fyrir-
mæla frá London, eða Aber-
dcen. — G. O.
Þórarinn Björnsson skiphcrra á
Óðni ræðir við blaðamenn. —
(Ljósm. A. K.).
og spurði þá spjörunum úr 1.
vélstjóri vjrtist hafa orð fyrir
þeim félögum. Annar og 3. meist.
ari voru að ganga frá í vélinni
þegar vjð komum njður. 3.
mejstari er ungur maður og kná-
legur. Við spurðum hann hvort
ekki hefði komið leki að skip-
inu við áreksturinn við Óðjnn
Hann sagðist ekki vita til þess.
— Var þetta ekk’ mikið höga?
— Ekki svo mjög.
— Heldurðu að þið verðið
lengi hér?
— Það er ekki gott að segja.
— Eruð þið nokkuð naprir
útj okkur fslendingana?
— Nei. nei.
— Hvað heitir þú?
— Við skulum ekki nefna
nein nöfn. sagði hann og hló við.
Fyrr í dag höfðu verið nokkr-
ir menn af Palliser um borð
í togaranum. en siðari hluta
dags í gær kom herskipið og
sótti þá. Þórarinn Björnsson
kvaðst hafa sleppt mönnunum
við herskipið án alls mótþróa,
enda hefði sé- ekkert þýtt að
mögla! — G.O.
Orðsending til
sósíðlista
Kaffi fyrir Carólínusjóð í Tjarn-
argötu 20 1. maí eftir kröfugöng-
una. Skemmtun um kvöldið,
hefst klukkan 8.30 stundvíslega.
Skemmtiariði: 40 ár í Ijóðum
og lausu máli — flutt af Hug-
rúnu Gunnarsdóttur, Ingibjörgu
Haraldsdóttur og fleirum. Get-
raun scm ailir geta tekið þátt í.
Verðlaun. Bögglauppboð. allt
góðir munir.
Carólínusjóðsstjórn.
i
I