Þjóðviljinn - 30.04.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.04.1963, Blaðsíða 5
r w Þriðjúd&giir 30. apríl 1963 NÝI TÍMINN SlÐA sítt af hverju k Einn knattspyrnumaður beið bana og fjórir félagar hans misstu meðvitund er eldingu laust niður á knatt- spyrnuvöll í Austurríki með- an kappléikur stóð yfir. Eng- an sakaði í hinu liðinu. Áhorfendur voru undrandi yfir því að leikmenn annars liðsins skyldu sleppa alveg ó- skaddaðir, en veðurfræðingar gáfu eftirfarandi skýringu: Léikmenn óhappaliðsins voru klæddir þykkum ullartreyjum og svitnuðu mikið. Svitinn dregur að sér eldinguna. Sá sém lézt var ötulasti maður liðsins, hafði hlaupið mest og svitnað mést. ★ Hlnn kunn'i knattspyrnu- þjólfari Fernando Rifera frá Chile, sem lengi hefur verið þjálfari „Benefica" frá Lissa- bon, hefur tekið boði FIFA um að gerast þjálfari heims- liðsins í knattspyrnu. Það lið á að mæta liði Englands í Wembley 30. okt. n.k. í til- efni 100 ára afmælis Knatt- spyrnusambands Englands. Riera þjálfaði landslið Chile í fyrra, og á mestan heiðurinn að því að hafa komið liðinu í þriðja sæti í heimsmeistara- keppninni. ★ Það á að nota olympíu- sönginn, en ekki þjóí|söng viðkomandi Iands til að hylla olympíusigurvegara, sagði for- s'eti heimsráðsins fyrir í- þrótta- og 0 líkamsuppeldi, William Jones, s.l. sunnudag. Ráðið hefur sent Alþjóða- olympíunefndinnl þessa til- Iögu, sem Jones telur að muni minnka deilur vissra þjóða og auka bræðralag hinna ýmsu Ianda undir merki olympíuléikanna. ~k Nú er ákveðið að einvigi Listons og Pattersons um heimsmeistartitilinn í þunga- vigt hnéfaleika fari frám í Las Vegas 37. júní n.k. Eft- irvæntingin um úrslitin fer vaxandi. én bandarískir sér- fræðingar telja vinningslík- urnar vera Liston mjög i hag — eða 5:1. •k Franskir frjálsíþrótta- ménn komu á óvárt með því að vinna Vesturþjóðverja í innanhúss-landskeppni með 67:55 stigum. Jazy hljóp 1000 m. á 3.33,4, Bernard vann 3000 m. á 8.08,7. ~k Pólverjinn Kazimier Zimmy sigraði nýlega í al- þjóðlégu víðavangshlaupi skammt frá París, og bar þar sigurorð af ekki minni kappa en Bolotnikov frá Sovétríkj- unum. Vegalengdin vár um 8 km. ■k Ingemar Johansson hefur nú hrapað úr öðru sæti niður í sjöunda á áskorendalistanum nm heimsmeistaratignina í hnefaleik. Ástæðan er auðvit- að aunileg frammistaða Inge- mars í keppninnii við Brian London á dögunum, en þá bjargaði lokahringingin hon- um frá rothöggi. Floyd Patt- erson er að sjálfsögðu nr. 1 á áskorendalistanum. Síðan kemur Cassius Clay. utan úr heimi Reykjavíkurmót 1. flokks í knattspyrnu hófst á laugar- dag. Hafá nú farið fram tveir léikir: Fram vann Víking 4:0 og KR váhn Þrótt 5:2. Smurt brauð Snittur Ö1 Gos og sælgæti Oþið trs kl 9—33.30. Pantið timanlega i ferminga veizluna. BWÐST0FAN Ve'sturgötu 35. Sími 16013. Afmælísknattspyinumót „Fram" Fram vann KR 3:2 en jafntefli öldunganna Knattspyrnufélagið Fram hélt hátíðlegt 55 ára afmæli sitt með knattspyrnu- keppni á sunnudag- inn. Buðu þeir til leiks við sig M. fl. KR og síðan léku Fram og Valur eins og liðin voru skipuð 1947. Báðir voru leikirnir skemmtileg- ir. Fyrst léku Fram og KR og tefldu báðir fr'am því bezta sem þeir eiga í dag, að þvi undanskildu að KR saknaði Harðar FelixsQnar og Fram Hermanns. Tvær breytingar voru á Fram- liðinu frá því í leiknum gegn Þrótti. Guðjón Jónsson var nú aftur með og ’.ék sína fyrri stöðu. bakvörð. Bjöm Helga. son. sem leikið hefur með ís- firðingum. hefur nú gerzt liðs- maður hjá Fram og lék hann h. framvörð. Lejkur Fram að þessu sinnj var mun jákvæðari en er þeir léku við Þrótt fyrir stutt.u Guðjón er liðinu styrkur í vörninni Björn var að vísu nokkuð drjúgur pn sóttj stund. um of langt fram. Mnrkin Framarar fengu á fyrstu 10 tnín tvÖ' ailgóð marktækifærj t en ekki f'ékkst mark skorað Það var ekki fyrr en á 25 - mín að-'fyrsta markið kom - oe var þar að verki Þorgeir Lúð- víksson sem spvrnti i auti markið þar sem Gísli var ekki tii staðar. KR-ingar feneu tvö góð tækifærj til að jafna leikinn. annað fyrir opnu marki en mark fékkst ekki skorað. í síðári hálfleik hélt leikur inn áfram jafn og spennandi Er 18 mín. voru liðnar skora’- Óskar Sigurðsson eftir send- ináu frá Gunnari Guðmanns- syni sem lagðj knöttinn tjl Óskars sem var í ,.dauða“ færi Mínútu siðar ná KR-ingar yf- irhöndinni með markskoti Sig- urþórs eftir sendingu Óskars. Guðjón Sveinsson jafnar fyr- ir Frám á 27. min. og Hall- elzti og sá yngsti í -Old boys“-leiknum. Frimann Helgason (Val) til vinstri og Rlkharðui Jónsson (Fram) til hægri. grímur Scheving skorar markið á 35. min. sigur- Ljðin. KR-ingar áttu ágætan leik yfirleitt þó margt hafi betur matt fara, Sérstaka ' athyglj vakti h.framv Þórður Jónsson sem er góður „stoppari’* og 'byggir einnjg vel upp. Ejns og áður segir var leikur Fram nú mun betri en á mótj Þrótti á dögunum enda b.iugg- ust fæstir við bvi að bar hefði verið teflt fram bvi bezta. Einar Hjartarson dæmdi leikinn. Öjdungarnlr — Ljðm Fram: Guðmundtir Guð- mundsson Karl Guðmundsson. Haukur Antonsron, Sæmundur Gíslason Valtýr Guðmundsson, Haukur Bjarnason. Þórhallur Einarsson. Rikarður Jónsson, Magnús Ágústsson. Hermann Guðmundsson Gísli Benedikts- son, Sigurður Jónsson, Böðvar Pétursson. Valur: Hermann Hermanns- son, Jón Þórarinsson. Frimann. Helgason. Geir Guðmundsson, Sigurður Ólafsson, Sigurhans Hjartarson. Gunnar Sigurjóns- son, Einar Halldórsson. Albert Guðmundsson Guðni Sigfús- son, Ellert Sölvason. Stefán Hallgrímsson. Áhorfendur fengu oft hlegið dátt að hinum gömlu stjömum, sem gerðu ýmislegt á brosleg- an hátt en áttu líka til með að gera eitt og annað nokkuð laglega. Er hér aðallega átt við þá liðsmenn sem lítið eða ekk- ert hafa kofnið við knöttinn 10—15 ár. En svo voru aðrir sem virtust vera í sæmilegri æfingu og svo að sjálfsögðu Ríkarður og Albert, sem hafa leikið með fram á þennan dag. Albert mun þó vei-a hætt- ur. Af leiknum er það helzt að segja að fyrri hálfleik lauk án þess að mark fengist skorað og jkapaðist ekki nema eitt tækifæri en það var þegar Hermann Guðmundsson spyrntj hættulegu skoti á markið en Herm. Hermannsson vippaði í horn, .... Siðari hálfleikur var rétt hafinn er dæmd var auka- Framhald á 9. síðu. Heimsmetaregn í frjálsum íþróttum 9.121 í tugþraut í stöng kringiu 5.00 m. 62.62 í Þrjú athyglisverð heimsmet voru sett á frjáls- íþróttamótum í Bandaríkjunum um helgina. Mesta athygli vekur tugþrautarmet Sjúan-Kvang Jang í tugþraut, sem er 438 stigum betra en gamla metið sem Rafer Johnsson setti 1960. Jang, sem er Formósumaður búsettur í Bandaríkjunum, setti metið í Walnut í Kalifomíu á sunnudag. Hann er 29 ara gamall. Nýja metið er 9.121 stig. Jang kveðst hafa það að takmarki að ná 9.500 stigum i tugþraut. I tugþrautarkeppninni s.l. sunnudag tóku þátt 16 menn, en enginn þeirra komst í ná- munda við árangur Jangs. Nr. 2 og 3 urðu Vesturþjóðverj- arnir Paul Hermann (8.061) og Manfred Bock (7.309) Fjórði var Soeve Pauly frá USA (7.299). Gamla metið, sem þandaríski negrinn Rafer Johnson setti á olympiuleikunum 1960, var 8.683 stig. í þeirri keppni varð Jang annar. Á mótinu í Wal- nut hafði Jang þegar farið fram úr meti Johnssons er síð- asta greinin —■ 1500 m. hlaup' var eftir. Jang þjáðist af slæm- um krampa í fæti meðan hann Framhald á 9. síðu. Sjúan-Kvang Jang. /’nnanhússmót Skarphéðins Héraðssambandið Skarphéð- inn hélt innanhússmót í frjáls- um íþróttum að Laugarvatni í fyrradag. Þátttakendur voru 20 frá 7 félögum. I stigakeppni * ungmennafé- laga urðu þessi félög haést: u.m.f. Gnúpverja 21 stig u.m.f. Selfoss 15 u.m.f. Samhyggð 9. I einstökum greinum urðu úrslit þessi: Hástökk með atrennu: Jón Hauksson (Self) 1.69 m. Bjami Einarsson (Gnúpv.) 1.64 Sigurður Sveinsson (Self.) 1.64 Gestur Einarsson (Self) 1.64 Þrístökk án atrennu: Bjarni Einarsson 9.22 m. Sigurður Sveinsson 9.02 Gestur Einarsson 8.69. Langstökk án atrennu: Sigurður Sveinsson 3.00 m. Bjami Einarsson 2.98 Sigurður Magnúss. (Hrun) 2.94 Hástökk án atrennu: Þórir Sigurðsson (u.m.f. Bisk) Þórir Sigurðss. (umf. (Bisk) 1.50 Bjarni Einarsson 1.40 Gestur Einarsson 1.35 KONUR Langstökk án atrennu: Helga Ivarsdóttir (Samh) 2.31 Ragnh. Stefánsd. (Samh) 2-22 Margrét Hjaltad. (Gnúpv) 2.20 Hástökk án atrennu: Ragnheiður Pálsd. (Hvöt) 1.35 Kristín Guðmundsd. (Hvöt) 1.30 Helga ívarsdóttir ,(Samh.) 1.25. Bandarískur sund- þjálfarí áð störfum Nýlega kom hingað tU lands á vegum SSÍ bandaríski sundþjálf- arinn Robert Frailei, sem er reyndur þjálfari við háskóla i Wash- ington D.C, Hann mur, dvelja hér til loka maímánaðar og leið- beina bezta sundfólki okkar í Reykjavfk og nágrenni. (slenzka sundfólkið hefur tekið þessum ágæta gesti fengins hendi og æfing- ar eru tvisvar á dag í sundhöllinni, en ^iuk þess kennii Frailei tvlsvar í viku í Hafnarfirði. Koma þessa ágæta þjálfara hingað er mikið ánægjuefni. Iþróttasíðan brá sér á æfingu i söndhöllinni i fyrrakvöld og sá að Frailei hefur rnikið lag á að skapa áhuga og starf uro sundíþróttina Sundfólkið lætur, sérs(?kloga vel af þjálfaranum sem fært hefur þvi margai nýiungar 1 sunflþjálfun. Ljósm. Þjóðv. A. K. tók mjndirnar af Fraileá við þjálíunarstörf. á í I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.