Þjóðviljinn - 30.04.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.04.1963, Blaðsíða 8
I SÍÐA MÖÖVIUINN Þriðjudagur 30. apríl 1953 FISKIMÁL¦¦-¦ Eftir Jóhann J. E. Kúld ::::::;:::-;>::v:;::::::;::;:-;r;-;::.:.:ý:::::.:.;;;.:::.;::.:::.;.:.;.:.:.: 5:íí;>' II Hversvegna ekki leitarskip fyrir togarafíotann? Togarinn Úlafur Jóhannesson bundinn við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Hversvegna geta Norðmenn það# en ekki íslendingar? Þegár sala ríkisstjórnarinnar á togaranum Ölafi Jóhannes- syni varð kunn, þá kom þessi spurning fram á varir margra sjómanna. Hversvegna var Ól- afur Jóhannesson ekki gerður áð leitarskipi fyrir togaraflot- ' ann? Það er ekki undarlegt bó spurt væri. því að allir sem eitthvað skyn bera á þessi mál. vita að mikil vöntun hefur verið undangengin ár á slíku skipi, og þetta skip var að ýmsra dómi, vel til fallið að verða gert að leitarskipi með nokkrum breytingum. Og óneit- anlega hefði það sýnt meiri manndóm að breyta þessu góða skipi í það horf heldur en sel.ia það úr landi fyrir lítinn pen- ing. Það hefur mikið verið kvart- að á undanfórnum árum yfir rýrum afla togaranna, en að nokkuð hafi verið gert af viti til að rétta hlut þeirrar útgerð- ar, það er af og frá. Fyrsta skrefið sem stíga þarf togaraút- gerðinni til stuðnings er að halda úti fiskileitarskipi. Þær erlendar togaraútgerðir sem mestan afla hafa borið úr být- um á undangengnum árum. hafa allar notið stuðnings fiski- leitarskipa. sem ýmist hafa ver- ;Þau tíðindi, hafa nú gerzt, að norskur útgerðarmaður hefur keypt. botnvörpunginn Ólaf Jó- hannesson af Islenzka ríkinu fyrir aðeins 2 milljónir og 750 þiis. viðreisnarkrónur, eftir bví s<»m sagt hefur verið frá í blöð- um. .Togarinn Ólafur Jóhannesson var byggður í Aberdeen árið 1951 og því aðeins 12 ára gam- ajl. Þetta hefur alla tíð verið talið eitt af betri skipum ís- lénzka togaráflotans. Togarinn var eign Vatneyrarbræðra á fatreksfirði og gerður út það- . an, þar til hann stöðvaðist sök- um viðreisnarkreppu í togaraút- gerðinni, en síðan innlimaði ís- lenzka ríkið hann eftir nauð- ungaruppboð í sinn togaraflota, sem fraegastur hefur orðið fyrir það afrek að liggja bundinn í höfnum árið um kring. Það má sjálfsagt til sanns vegar færa, að þakkar verð sé þessi síðasta ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, að hefja sölu á togaraflota sínum úr landi, í stað þess að lata skipin grotna niður í höfnum, þó óneitanlega sé hér ekki um í.toppsölj" að ræða. En nú þeg- ar þessi sala hefur farið fram, og skipið verður flutt til Nor- egs. þar sem sett verður í það díselvél í stað gufuvélarinnar, og máske fleiri breytingar gerð- ar á því í samræmi við kröfur tímáns, þá fer ekki hjá þvi að margir spyrji. Hvers vegHa ge+a Norðmenn það í þessum efnum sem Islendingar geta ekki? Ég þarf ekki að spyrja um ástæðuna, hún er augljós. Ég hef margsinnis í þessum þáttum sýnt fram á það, að norskir út- gerðarmenn hafa fengið og fá miklu hærra verð fyrir allan fisk og síld, heldur en Islend- ingar, og þessi mismunur hefur farið stórlega vaxandi á við- reisnartímabilinu. Þó selja báð- ar þjóðirnar yfirleitt fiskafurðir sn'nar á sömu erlendu markað- ina. og kaup við vinnsit*»á'fisk- inum hefur verið talsvert hærra í Noregi heldur en hér. En vextir af rekstrarlánum hafa hmsvegar verið miklu hærri hér heldur en í Nbregi; og sá sjúkdómsfleinn hefur staðið djúpt í holdi útgerðarinnar og stendur ennþá, með þeim af- leiðingum að togaraútgerðin hefur verið um margra ára skeið eins og sjúklingur sem ekki getur á heilum sér tekið. 1 gegnum vaxtahækkunina og ýmsar aðrar álögur, svo sem allfcof háan útflutningstoll, tók viðreisnin meira af útgerðinni en hún rétti henni. Þar liggur hundurinn grafinn. Vélbátaútgerðin hefur flotið einungis sökum metafla á þorskveiðum og síldveiðum síð- urðu ár. Þó hefur ástandið ekki verið þeta þar en svo, að ríkis- stjórnin hefur talið nauðsyn- legt að greiða vátryggingagjöld skipanna, og staðið beint og ó- beint að kjararýrnun skipshafn- anna, sem einskonar bætur fyr- ir viðreisnina. Hefði ríkt nokk- urn veginn eðlilegt ástand i togaraútgerðinni, þá hefði aldrei komið til þess, að góð skip væru seld úr landi þar sem erlendir eigendur breyttu þeim í samræmi við kröfur tímávjs. Nei, að sjálfsögðu hefðu þá Is- lendingar sjálfir látið breyta skipunum og síðan haldið þeim úti til veiða. Skilyrði Norðmanna til tog- veiða eru á engan hátt betri, frá hendi móður náttúru, held- ur en -skilyrði Islendinga til sömu veiða, síður en svo. En hitt virðist aftur á móti ó- yggjandi staðreynd, eins og þessi togarakaup bera vitni um, að það er búið betur að útgerð- inni í Noregi heldur en á ls- landi, af opinberri hálfu í dag,. og það gerir gæfumuninn. Við þurfum áreiðanlega ekki mörg ér með meðalafla vélbátaútveg- inum til handa, við sömu að- stæður frá opinberri hálfu og nú eru ríkjandi í dag, til þess að farið verði að selja nýju línuveiðarana úr landi fyrir brot af því verði sem fyrlr þá hefur verið greitt nú. Það hefur skeð margt ótrúlegra en það að slíkt verðí endaskeið viðreisnar- innar, ef þjóðin lofar henni að lifa svo lengi. Norski fáninn blaktir á togaranum. iö gerð út af viðkomandi ríkj- um eða þá af stórum togara- félögum sem átt hafa marga tugi skipa, og þá stundað fiski- leit á eigin kostnað. Við erum að verða að nátttröllum á þessu sviði, fylgjumst alls ekki með tímanum. Ábendingar okkar færustu aflaskipstjóra á tog- araflotanum í þessum efnum hafa verið Iátnar sem óheyrðar, af íslenzkum valdhöfum sem hefðu stöðu sinnar vegna átt Áttræð í dag: Frú Guðríður Guttormsdóttir, Dullundi f dag er áttrseS frú Guðrið- Ur Guttormsdóttir á Dallandi í Mosfellssveit. Hún fæddist á Syálbarði 1 Þistilfirði, dóttir sera Guttorms Vigfússonar frá Ási í Fellum, er þar var þá préstur, og Þórhildur Sigurðar- dóttur frá Harðbak á Sléttu. Á Svalbarði ólst Guðríður upp með foreldrum sínum til fimm ára aldurs. En árið 1988 fluttist séra Guttormur að Stöð í Stöðvarfirði. en það brauð hafði hann þá sótt um og feng- ið. Ferðalag fjölskyldunnar TECTYL er ryðvörn. austur á Stöðvarfjörð hefði þótt tíðindum sæta á vorum dögum, því að það tók 3 vik- ur. Guðríður og Guðlaug yngri systir hennar voru á leiðinni hafðar í trékössum, sem hengd- ir voru sitt hvorum megin á einn klakkhestinn. Þessum um- búnaði öllum og ferðalaginu hefur Guðríður lýst mjög skemmtilega í blaðaviðtali á s.l. sumri. í Stöð átti Guðríður svo heima til rúmlega tvítugs. Árið 1905 giftist hún Þorsteini Mýrmann, kaupmanni á Stöðv- arfirði. Eftir nœr áratugs dvöl í Stöðvarþorpi fluttu þau hjón að Óseyri, sem er innan við fjarðarbotninn í Stöðvarfirði. Þar bjuggu þau til dauðadags Þorsteins, árið 1943, eða í nær þrjá áratugi. Eftir lát manns síns hefur Guðriður átt heima hjá börnum sínum til skiptis. Þau Guðriður og Þorsteinn eignuðust 7 börn. Af þeim eru 6 á lífi, en BjSrn sonur þeirra dó uppkominn. Þau eru: Pálína, gift Guðm. Björnssyni kennara á Akranesi; Skúli, kennari við Melaskólann í Rvík og framkvæmdastjóri Umf. íslands; Friðgeir, oddviti á Stöðvarfirði. Anna, gift séra Kristni Hósessyni á Eydölum í Breiðdal, Halldór vélvirki, nú verzlunarm. í Reykjavík; Pétur lögfr. og bóndi á Dallandi. Þótt Guðríður Guttormsdótt- ir hafi nú átta áratugi að baki. myndu fáir trúa því, sem sæ.iu hana og heyrðu í fyrsta sinn. Frítt andlit hennar virðist ekkj rist rúnum erfiðis og harðrar baráttu íslenzkrar bóndakonu, þó að hún hafj áreiðanlega mætt hvorutveggja í eins rík- um mæli og flestar jafnöldrur hennar núlifandi. Minni henn- ar virðist ekki einasta óskert. heldur er það miklu skarpara en flestra' yngri manna óg kvenna; gild sönnun þess var það, er hún heimsótti s.l. sum- ar í fyrsta skiptj eftir 74 ár berriskustöðvarnar, sem hún yfirgaf fimm ára gömul. og stóð þá umhverfið allt ljóslif- andi fyrir henni. Hygg ég þetta einstakt. Aðeins í einu hefir Elli kerl- ingu tekizt að beygja Guð- ríði: heyrn hennar er farin að bila dálítið, Ég kynntist ekki Guðríði Guttormsdóttur að heitið gæti fyrr en fyrir liðlega áratug. Mér hefir veitzt sú ánægja að hitta hana oft á þessu tíma- bili og fræðast af henni um liðinn tíma og frændfólk okk- ar. Fyrir þessi góðu kynni þakka ég henni af alhug á þessum merkisdegi hennar. Og ég vonast til að eiga eftir að hitta hana jafn erna í mörg ár enn. Til haming.iu með dag- inn, Guðríður! Sif. Blöndal. að koma þeim í framkvæmd. Eitt af síöustu verkum við- reisnarinnar áður en alþingis- kosningar fara í hönd, er að selja togarann Ólaf Jóhannes- son úr landi í stað þess að láta breyta skipinu í fiskileitarskip. Ýmsir sem góða þekkingu hafa t þessum efnum telja þó að einmitt þetta skip, hafi ýmsa þá kosti sem gott fiskileitarskip hurfi að hafa. Við eigum úrvals togaraskipstjóra á heimsmæli- kvarða, heilan hóp. En það er ekkert gert til að létta þeim störfin á hafinu. I dag má segja að íslenzkir togaraskip- stjórar þurfi í fjölda tilfella að vinna við miklu verri aðstæd- ur, heldur en erlendir stéttar- bræður þeirra sem njóta leið- beininga frá fiskileitarskipum um afla. Þessir erfiðleikar erj alltaf og allsstaðar fyrir hendi, en þó mestir þegar skipin sækja fisk á fjarlæg mið, þar sem engir dagar mega missast í beina fiskileit svo að hægt sé að skila farminum óskemmdum til heimahafnar eða á erlendan markað. Þetta vita víst allir á fslandi, að undanteknum þeim sem hefðu átt að hafa forust- una af ríkisins hálfu um lag- færingu á þessu algjörlega óvið- unandi ástandi, sem er áreið- anlega búið að kosta bjóðina mörg hundruð milljónir króna síðustu árin. 16250 VI'NNINGARI Fjórði hver rniði vinriur að meá^lfalif Hsstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 lcrónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Shbbh €jFi*Am. S manna ER KJORINN BÍUFYRIR ÍSIENZKA VEGi: RYÐVARINN, RAAAMBYGGÐUR, AFLMIKIU. OG ÓDÝRARI TEKMNE5KA BIFREIÐAUMBOÐI0 VONARSTRÆTI 12. ðÍMI 37MI Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur árið 1963, fer fram við hús Sérleyfisbifreiða Keflavíkur dagana 2.-87. maí n.k. kl. 9-12 og kl. 13-16,30, svo sem hér segir: Fimmtud Föstud Mánud. - Þriðjud. Miðvikud. Fimmtad Föstud Mánud Þriðjud Miðvikud Fimmtud Föstud. Mánud. Þriðjud Miðvikud. Föstud Mánud 2. rnaí 3. maí 6. maí i 7. maí" 8. maí 9. maí 10. maí 13. maí 14 maí 15. maí 16. mai 17. rr.aí 20 rnaí 21. maí 22. maí 24. mai 27. maí Ö- 1 Ö- 51 0-101 0-151 Ö-201 Ö-251 Ö-301 Ö-351 Ö-401 Ö-451 Ö-501 Ö-551 ^ Ö-601 Ö-651 Ö-701 Ö-751 Ö-800 til til til til til til til til til til til til til til til tíl' 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 550 600 650 700 750 800 og þar yfir Sömu daga verða reiðhjól með hjálparvél skoðuð. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ðkuskírteini. —Sýna ber og skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátryggingariðgjald ^kumanna fyrir árið 1962 séu fereidd og lögboðin vétrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin tekin úr umferð, þar til gjöld- In ern greidd. Kvittun fyrir greiðsiu afnotagjalds út- varpsviðtækis, í bifreið, ber og að sýna við skoðun. — Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, án þess að hafa áður íilkynnt skoðunar- mönnum Ibgmæí forföll með hæfilegum fyrirvara, verð- ur hann Iátinn stela sektum samkvæmt umferðalðgnm og lögum um bifreiöaskatt og bifreið hans tekin úr um- ferð, hvar sem til hennar næst. Þetta er hér með tilkynnt öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Kef.avík, 24. apríl 1963. ALFREÐ GÍSLASON. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 5wiH^WöRNSSON & co. „0 Sími 24204

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.