Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞlðÐVILHNN Sunriudagur 12. maí 1963 ,Getur auðvaldsskipulagið lifað slíkt af?" Ofreskja atvinnuleysism hrjáir bandarískan verkalýð „Fátækt í alsnægtunum miðjum“, þannig Iýsir bandaríska vikuritið NEWSWEEK atvinnuleys inu sem nú hrjáir bandarískan verkalýð. Sam- kvæmt hagskýrslum eru 4,5 milljónir Bandaríkja- manna atvinnulausir, það er 6,1 prósent af öllum vinnufærum mönnum í landinu. Og það eru ekki aðeins þessar 4,9 milljónir manna, sem líða skort vegna atvinnuleysisins. Margir atvinnuleysingj- amir eru fjölskyldufeður og böm þeirra verða éinnig að taka afleiðingum „efnahagsvandamáls Bandaríkjanna númer eitt“, eins og Kennedy for- séti nefnir atvinnuleysið. 11.- marz síðastliðinn gaí Kennedy þinginu skýrslu um atvinnulcysið og fullyrti að 32 millj. Bandaríkjamanna Iifðu á mörkum örbirgðarjnnar. Hvemig lifir einn hinna 32 milljóna og fjölskyldna hans? Newsweek hefur rætt við einn slíkan, atvinnulausan stálverka- mann, Alfred Michel að nafni. Ef Michel og kona hans væru ein saman, myndi hann ekki kvarta. En þau eiga tvær dæt- ur, 14 og 16 ára. „Mín vegna gerir þetta ekki svo mikið til“; segir Michel og rödd hans skelfur af geðshræringu, „en það eru stúlkurnar. Þær eru að vaxa upp. Þær vilja fara á böll, í samkvæmi og þess hátt- ar. Þær þurfa fallega kjóla og þess háttar, svo að þær skamm- ÍsÞsin ekki, svo að þeim finn- jst ekki að þær séu öðruvísi en annað fólk. En ég get ekki veitt þeim þetta. Ég get ekki veitt þeim neitt“. Michel er orðinn 54 ára og þar með „of gamall“ til að vinna. Sömu söguna er að segja um þriðjung þeirra Bandaríkja- manna sem hafa verið atvinnu- lausir langtímum saman. „Þeg- ar érfitt er að fá vinhu“, hef- ur Wirtz atvinnumálaráðherra Bandarikjanna sagt, „er dagur- inn þegár maður yfir 45 ára - aldur missir vinnu sína, dagur- inn þegar hann verður gam- all“. Ónotaðar verksmiðjur A sama tfma og fjöldi stál- vérkamanna er átvinnulaus, notar stáliðnaðurinn í Banda- ríkjunum ekki alla framleiðslu- mðgtiléika síná. Vélar og verk- smiðjur stahda ónotaðar. Fram- leiðslan nemur 110 milljónum smálesta á árþ endá þótt unnt væri að framleiða 160 milljónir. Hráefni og vinnu- krafti er kastað á glæ og fólk eins og stálverkamaðurinn Mi- chel og fjölskylda hans liður skort af þeim sökum. Kennedy hefur skýrt frá því að Bandaríkin hafi vegna at- vinnuleysisins misst einn millj- arð vinnudaga á síðasta ári. Kynþáttamisrétti Negramir í Bandaríkjunum verða harðast úti vegna at- ■ ■< > T. vinnuleysisins. Þeir eru ráðnir síðást og fyrst sagt uþp. 1 Chicago til dæmis éru negrarn- ir 13 prósent af vinnukraftin- um en 40 prósent hinna at- vinnulausu í borginni eru negr- ar. Samkvæmt skýrslum sam- takanna NAACP, sem vemda réttindi blökkumanna, er hið sama upp á teningnum í borg- um eins og Detroit, Philadelp- hia, St. Louis og í heldurminni mæli i Los Angeles og New York. Sá stjómarmeðlimur í NAACP sem fer með atvinnu- mál, Herbert Hill, hefur sagt: „Fyrir hvítu mennina er þetta mikil kreþpa, fyrir negrana er þetta kreppa á hástigi“. Hill sakar bandaríska vihnuveitend- ur um að gera upp á milli manna eftir litarhætti. Newsweek segir frá negran- um Buster Taylor. Hann hefur verið atvinnulaus í tvo mánuði en þá vann hann við grænmet- isgeymslu. „Þeir gefa mér nokkrar kartöflur eða kálhöf- 'tTð áem þéir géta TkkT notáð og þannig komumst við hjá því að svelta heilu hungri“, sagði Taylor við blaðamennina. Nagandi ótti Blaðið skrifar um hinn „nag- andi ótta“ meðal atvinnuleys- ingjanna. Þeir óttast að þeir muni alltaf verða utanveltu viö atvinnulifið enda þótt efnahag ur Bandaríkjanna batni. Frelsi undan óttanum, frels undan neyð, voru tvær af fjór um téguhdum frelsis sem Roos welt Bandaríkjaforseti lýsti yf ir á stríðsárunum að væru markmið lýðræðisins. En slík' frelsi hefur kapítalisminn ekk veitt bandarísku þjóðinni held- ur öryggisleysi og ótta vegna morgundagsinsj En Newsweek sér ejnnig hinar ljösu hliðar vandamáls- ins: „Minniháttar kvikmynda- stjörnur og japanskar dans- meyjar sem leita eftir styrk geta jafnvel gert heimsóknina á atvinnuleysisskrifstofiina í Hollywood þægilega fyrir at- vinnuleysingjana“. Atvinnuleysinginn John Smith fær kanski að standa í biðröð fyrir aftan kvikmyndastjörnu áður en hann hverfur heim til konu og svangra barna. Atvinnulaus negri, Buster Tay- lor: — Þeir gefa mér nokkrar kartöflur eða kálhöfuð sem þeir geta ckki notað og þannig komumst við hjá því að svclta. Atvinnulaus stáívérKartiáou), Alfred Michel: — Mín vegna gerir þetta ekki svo mikið til, éri ég á tvær dætur . . . Gcorge Mcany, formaður verka- iýðssamtakanna — falsaðar töl- Þrúgur reiðinnar Newsweek ræddi við at- vinnulausan landbúnaðarverka- mann í Kaliforníu. Hann heitir Antonio Moreno og er 61 árs að aldri. Hann á aðeins eina ósk: „Ég óska mér stöðugr- ar atvinnu og sanngjarnra launa fyrir vinnu mína“. En, segir Newsweek, vegna þess að hann er laUsafnaður í land- búriaðinum eru ehgár líkur til að hann fái ósk sína uppfyllta. Hann má kallast hamingjusam- ur ef hann fær nókkra at- /innu. „Ástandið hefur aðeins ;reytzt smávægilega frá því íohn Steinbeck lýsti hræðileg- im aðstæðum þeirra í skáld- ;ögu sinni „Þrúgur reiðinnar“. Með þeirri tækni sem Banda- ■íkin hafa yfir að ráða getur einn bandarískur verkamaður framleitt nógar nauðsynjavörur handa sjálfum sér og sex öðr- um Bandaríkjamönnum og yrði bó mikið eftir til útflutnings. En auðvaldsskipulagið gerir það að verkum að 32 milljónir Bandaríkjamanna lifa samt sem áður „á jaðri örbirgðarinnar", eins og Kennedy forseti orð- aði það. „Öskuhaugnr iðn- aðarins“ Newsweek segir, að sam- kvæmt opinberum skýrslum séu 4,9 milljónir atvinnulausra í Bandaríkjunum og bætir við: .Þár við bætist, að einn af iiverjum fimm (20%) af vinnu- færum Bandaríkjamönnum mun vera án atvinnu á ýms- um tímum í ár. Að minnsta kosti 2,6 milljónir verkamanna nunu neyðast til að vinna að- úns stund og stund þar sem • stöðuga atvinnu er ekki að hafa .... — og vandamálið 'erður stöðugt örðugra við- 'angs“. Blaðið segir að „milljónum innufúsra verkamanna sé íastað á öskuhauga iðnaðar- ns“. Samkvæmt nýjustu stjórn- arskýrslum hafa 2,2 milljónir verkamanna verið atvinnulausir svo lengi að þeir hafa tekið út allan þann atvinnuleysis- styrk sem þeim stendur til boða, „og sú tala lækkar um 40.000 á viku“. Draugaborgir Bandaríski blaðamaðurinn John Lindsay fór fyrir skömmu til fylkisins Kentúcky til að semja frásögn um koláhéruðin í Bandaríkjunum, en þar er ástandið einna verst. Lindsay heimsótti námuverkamanninn Ellis Grigsby. Hann er 46 ára að aldri, fimm barna faðir og hefur verið atvinnulaus frá því í septerriber. Blaðamaðurinn spurði hvernig honum tækist að sjá sjálfum sér og fjölskyldu sinni farborða án atvinnu. „Ja, að mestu leyti lifum við á sníkjum“, var svarið. „Ég á þrjú börn sem ganga í skóla og eitt heima“ bætti hann við. „Við fáum mat af offramleiðslubirgð- um ríkisins. En ég get ságt ykkur að maturinn er ekki nægilegur. Við sveltum ekki, en maturinn er ekki nægilegur“. 1 heimahéraði Grigsby, Perry County, unnu áður fyrr 14.000 verkamenn i námunum. Nú starfa þar 5000. Svipað er upp á teningnum hvarvetna í kola- héruðum Bandaríkjanna. Héil- ar borgir hafa verið yfirgefnar vegna þess að fólkið fékk enga Ellis Gngsby, „ stáivéiis<í..ia6ur: vxo svt.mm ekK en maturinn er ekki nægilegur. atvlnnu. Slíkar borgir kallast di’augaborgir. í Bandaríkjunum skipta þær hundruðum. Blaða- maðurinn Roul Tunley hefur lýst einni þeirra í blaðinu Saturday Evening Post: „Stotcsbury er ótrúlega ó- bugnanleg draugaborg. Ég kom að röðum galtómra, grárra húsa sem voru að hruni komin. Hér óg þar bjó fjölskylda í ómáluð- um skúr innan um skran og i'lgresi. — Á götunum léku sér fáein þögul börn skítug í framan. AIIs staðar var að- éins lítilfjörlég starfsemi og enn minni von“. Falsaðar tölur Allt frá því að heimsstyrjöld- inni lauk, hefur atvinnuleysið vaxið stöðugt í USA. Auk þess hefur það magnazt í efnahags- kreppum, sem orðið hafa á fárra ára fresti, æ tföar og tíð- ar. Kennedy gerir ráð fyrir að atvinnuleysið aukist enn. Hann kennir vélvæðingu í landbún- aði o.g iðnaði um. Newsweek skýrir frá því að talið sé að vélvæðingin geri vinnu 1,5 milljóna Bandaríkjamanna ó-<^ þarfa á ári hverju. George Meany, formaður bandarísku verkalýðssamtak- anna, AFL-CIO, hefur nýlega látið í Ijós að hann efaðist um að auðvaldskerfið gæti lifað af þegar atvinnuleysið væri stöð- ugt yfir 5 prósentum. Fyrir- menn verkalýðssamtakanna fullyrða að hinar opinberu töl- ur um fjölda atvinnuleysingja séu rangar. Það sé ekki aðeins 4,9 milljónir Bandaríkjamanna án atvinnu heldur 5,6 millj- ; ónir“. „Þeysandi sósíalismi“ Formaður bandarískra stál- verkamanna, David J. McDon- ald hefur tekið svo til orða: „Því hefur verið spáð að í framtíðinni verði 18 milljónir atvinnuleysingja í Bandaríkj- unum. Ef af þvi verður niun það hafa stjórnmálalega spreng- ingu í för með sér cg slíkt gæti ekki endað öðruvísi en með þeysandi sósíalisma......“ Þessi orð bera ekki vott um stuðning við sósíálismann. En í þeim felst viðurkenning á því að sósíalismi væri lausn vandamálsins, endanleg og raunhæf lausn. í sósíalistískum áætlunarbúskap þekkist ekki atvinnuleysi. Sósíalistísku ríkin vélvæðast ört en það hefur ekki í för með sér atvinnu- leysi heldur velmegun. Sósíal- isminn tryggir efnalegt öryggi manna og því hefur hann ver- ið tekinn upp í þriðjungi heims- byggðarinnar. Útbreiðsla hans mun ekki stöðvast — cnda þótt mikið vatn muni renna til sjáv- ar áður en „þeysandi sósial- ismi“ heldur innreið sína í Bandaríki Norður-Ameríku. Nektarmyni Abdulla al Sallal, fórseti j Jemen, hefur sakað konungs- sinna fyrr að berjast gegn byltingunni með því að dreifa myndum af nöktum stúlkum yf- ir allt Jemen. Forsetinn hélt útvarpsræðu um mál þetta og lýsti því yfir að þéir sem hefðu slíkar mynd- ir í fórum gætu átt von á strangri refsingu. Hörmuleg flugslys um fyrri helgi 54 fórust í Kði A . , : ,.J jr riegrár safráSt santan á götuhöríilim t Atlanta. Þéir Vohást éftir því að einhver sem á leið .. nihjá fái þá til að vinna fyrir sig dagsverk. Þannig er ástandið hvarvetna i Suðurríkjunum. H’utfallslega eru margir fleirj negrar eu hvitir at- vinnulausir í Bandaríkjunum. rún—35 DOULA, Kamerún 6/5 — Alls létu 54 manns lífið þég- ar farþegaflugvél af gérðinni DC6 rakst á brún Kamérún- fjállsins á laugardaginn. 55 manns voru um borð, en í dag fundu björgunarsvéitir einn mann lifandi í flakinu. Flugvélin var ejgn afríkanska f’ugfélagsins Air-Afrjque og var á leið frá Doula til Lagos í Nígeríu. 48 farþegar og sjö manna áhöfn voru um borð í yélinni. Það var ágætis veður og “Qtt skyggni þegar slysið varð o» eru orsakir þess enn ó- kunnar, en samkvæmt fréttum frönsku fréttastofunnar AFP heyrðist kröftug sprenging á ;þessu svæði á þejm tíma sem fijila-iu lít i,e1 flugvélin áttj að ‘fljúga yfj það. Léitárflokkar sém fundu slvs staðinn úr flugvél í dag sái engan lifándi en i^r björguriar svejtir komu á staðirin furidi þær þrjá menn á Jífj. Einn d( þó stuttu síðar og annar lézt . leiðjnni niður fjallsiilíðina Slys staðurinn er í næíf'j 400 metr; hæð. í Brasiiíu varð línnic hörmu legt flugslys aðfarhnótt lau'r'”‘ dagsins. Þar fórúét a.m.k. 3: manns þegar farþégaf’uavél a gerðinni Convair hranaði niðu á þrjár byggirigar(a Sao Paulð Flugvéljn var að .þevgia til lenda á flugvelliR. brasilí flugfélagsins Cruzpifo de Sul Allir fórust í fliigvéiinni. et enginn af þeim sem’- í bygging unni voru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.