Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞJðÐVILJINN Sunnudagur 12. maí 1963 verið orðið við tilmælum þeirra ef þær voru yngri en átján ára, en nú hefur aldurstak- markið verið lækkað niður í saut.ján ár. Til greina kemur að veita yngri stúlkum um- beðna aðstoð, en þá aðeins að fengnum meðmælum læknis. „Við teljum okkur ekki neina siðvæðingarpostula", seg- ir Kjell Hansson, ritari félags- ins. Aldurstakmarkið var lækkað, segir hann, vegna þess að í 1 jós kom að margar sautján ára gamlar stúlkur komu sér ekki að því að ræða viðkvæmustu einkamál sín við ókunnuga. heldur treystu á vini sína eða guð og lukkuna. Mæður senda oft ungar stúlk- ur sínar til stöðva félagsins, vilja ekki að þær eigi neitt á hættu. Margar stúlknanna koma þangað nauðugar viljugar og það kemur oft á daginn að þær hafa ekki hætt á neitt. En margar eru sendar þangað af vinum sínum. ★ ÞEGAR BÖKUÐ er rúUu- terta er gott að nota plast til að leggja hana á í staðinn fyrir pappír. Það er fljótlegt að rúlla tertunni upp með plastinu og engin hætta á að það rifni. Vegna kuldanna fram eftir cfllu vori á Norðurlöndum og víðar er nú miklu minna af drögtum í búðunum en vant er á vorjn. Þess í stað er mikið á boðstól- um af kjólum og kápum sem eiga saman. Á myndinnj sést dönsk samsetning: grófofin svart- og hvítköflótt kápa og undir henni hvítur kjóll úr samskonar efni, skreyttur stór- um svörtum hnappi. Það er eitt sem víst er 8 tíma vinnudagur er ekki í gildi fyrir húsmæður Hagnýt kynfræisk í Svíþjóð Það er engu líkara en flíkurnar sem stúlkurnar á myndinni eru í hafi verið ætlaðar íyrir ka -lmenn: jakkaföt úr gráröndóttu efni með tilheyrandi manséttum (og brjóstvasa fyrir hvíta klútinn), hattkúfui og svartar regnhlífar meðfylgjandi. Þetta á þó að vera kvenfatatízka, en rétt að geL. þess, að myndin var iekin í tízku- vikunni í London, rg Bretar hafa iöngum kunnað betur að gera f3í á karía en konur. Þvottur og ræsting Mestur vinnutími fer í þvotta, hreingerningu og daglega ræst- ingu. Eftirtektarvert er, að lit- ið er á einmitt þvott og straun- 1 venjulegri fjölskyldu með tveimur fullorðnum og tveimur börnum þarf húsmóðirin árlega að þvo upp þennan haug af diskum. Myndin er úr sænsku uppsláttarbókinni KVINNANS VARLD, sem segir jafnframt að diskarnir séu yfir sjö þúsund að tölu og vegi samtals fimm tonn. En þetta eru jú bara diiskarnir — svo eru bollarnir hnífa pörin, glösin, pottarnir, pönnurnar og svo framv. Sænsk blöð skýrðu frá því undir áberandi fyrirsögnum fyrir skömmu að lækkaður hefði verið aldur þeirra stúlkna sem geta fengið mátaðar í sig getnaðarverjur í stöðvum fé- lagsins sem vinnur að aukinni fræðslu um kynferðismál, en á síðasta ári leituðu 23.000 kon- ur aðstoðar hjá því. Fram að þessu hefur ekki ^eimskipií œtt Stjömukönnuðir framtíðar- innar munu geta nartað í geim- farið sitt ef nestið endist ekki á langferðum út í geiminn sem famar verða frá tungilinu. Þetta er haft eftir dr. Sidney Schwartz sem vinnur að und- irbúningi fyrstu tunglferða’- Bandaríkjamanna. Dr. Schwartz sagðist haf tekizt að búa til hart, ætiler efni í geimskip úr þurrmjólk sterkju, maís og bananasneið um. Hægf er að bleyta efnjð upp á tíu tituum og neyta þesc síðan. Hann vonast til að ge* bætt kjöti í efniö síðar meir. ingu sem tímafrekustu og erfið- ustu vinnuna — þrátt fyrir ný- tízku þvottahúsin. Mestur vinnutími mæðra — einkum þeirra sem eiga mörg börn — fer í umönnun bam- anna. Um þetta sögðu konurn- ar: ef reikna skal umönnun og eftirlit með smábömum til vinnunnar og það hlýtur að eiga að gera það, þá er það al- tímafrekast af öllu. Áberandi fáar konur nefndu matargerð númer eitt sem svar við spurningunni um hvaða verk tækju mestan tíma. Kannski hefur stóraukið úrval matvæla, sem auðvelt og fljót- legt er að elda, haft meiri á- hrif til breytingar á eðli heim- ilisstarfanna en heimilistækin. Eiginmaðurinn Eiginmennimir, sérstaklega þó af yngri kynslóðinni, virð- ast hafa mun jákvæðari afstöðu til heimilisstarfanna en áður fyrr og vera hjálpsamari. Þetta á einkum við annars vegar meðan bömin eru mjög ung og hins vegar þegar þau eru komin á þann aldur að móðirin fær tækifæri til að fá sér vinnu utan heimilis hluta úr degi. 96 af þeim hundrað konum sem spurðar voru svöruðu því til að eiginmennirnir réttu þeim á einhvern hátt hjálparhönd við heimilisstörfin og var upp- þvottur og matargerð það sem oftast var nefnt í þessu sam- bandi. Þá em eiginmennimir líka yfirleítt fúsir til að ann- ast bömin að einhverju leyti. Hins vegar er — eftir svörun- um að dæma — leitun á eigin- mönnum sem nenna að aðstoða við að taka til á heimilinu, þvo gólf eða gera hreint. í sta§ dragtar HUNDRAÐ HUSMÆÐUR voru spurðar ni.a.: 1) Hvaða verk á heimil- inu taka mestan tíma? 2) Hvaða verk finnst þér leiðinlegast og hvað skemmtilegast af heim- ilisstörfunum? 3) Hjálpar eiginmaður- inn til á heimilinu og þá við hvað helzt? OG SVÖRIN URÐU: 1) 44 nefndu þvott og hreingerningar / dag- lega yfirferð, 36 um- önnun og eftirlit með 'oörnum, 16 matargerð 4 sitthvað annað. 2) Þetta þótti ekki nógu vel spurt, því að flest- ar létu í ljós það álit sitt að „venjuiega eru flest verk á heimili skemmtileg" og margar bættu við: „einkum þó ef eiginmaðurinn tek- ur líka cftir því sem gert hefur verið“. 3) 90 kvennanna svöruðu hiklaust að eiginmenn- irnir aðstoðuðu þær á einn eða annan hátt við heimilisstörfin, 6 dálítið hikandi: „jú, það hefur komið fyr- ir“ og 4 að eiginmenn- irnir hefðu ekki nokk- urn áhuga á heimilis- verkunum. í sænsku uppsláttarbókinni Kvinrtans V'árld er gerð tilraun til að reikna út vinnutíma húsmóðurinnar. Seg- ir þar m. a. að allt að tíu prósent viinnutímans fari í innkaup, milli þrjú og tíu prósent í þvott og strauningu, matargerð taki 24—30 prósent o. s. frv. Mikill munur er þó á vinnutíma og prósentutölum eftir því hvort búið er í borg eða sveit. Umönnun ungbarns tekur 1.100 vinnutíma á ári, tveggja smábarna 1.600 tíma og þriggja smábarna 2.300 tíma, segir í bókinni. sem auk heimilis hafa fulla vinnu utan þess, þar sem málin horfa allt öðru vísi við frá þeirra sjónariióli. Þær sem spurðar voru eru giftar konur sem flestar vinna eingöngu heimilisstörf, en sumar stunda þó jafnframt aðra vinnu ein- hvern hluta úr degi. Svörin urðu dálítið breytileg — eins og eðlilegt er — eftir því hvort konumar áttu mörg ung börn eða voru kannski barnlausar og eins eftir því hvort íbúðin var ný eða gömul og érfið. Ótakmarkaður Hefur þá vinnuhagræðing. síaukin tækni og fjölgun heimilistækja breytt vinnudegi konunnar svo nokkru nemi? Hefur konan sem vinnur heim- ilisstörfin fengið meiri frítíma til eigin umráða og hefur hún vinnukraft afgangs til að nota utan heimilisins? Þannig spyr sænska blaðið Ny Dag og til að reyna að fá spurningunni svarað hefur það snúið sér til hundrað húsmæðra og spurt um reynslu þeirra í þessum efnum. Þótt lífskjör í Svíþjóð séu að vísu almennt talsvert betri en hér, húsmæð- ur ráði t.d. yfirleitt yfir fleiri heimilistækjum og úrval mat- vara sé þar meira, er ekki úr vegi að heyra hverju þær svara því sjálfsagt er margt líkt á komið með húsmæðrum þar og hér. Blaðið tekur fram í upphafi að úrtak húsmæðranna sé að vísu ekki sem skyldi. Miðað er við húsmæður í borgum og gengið algerlega framhjá þeim vinnudagur Tízka fyrir konur eða karlaí Einmitt hið síðastnefnda gæti stutt þá skoðun að nútímaheim- ilið hefði algerlega breytt vinnuskilyrðum húsmóðurinnar, segir blaðið. Það gildir kannski helzt þegar um er að ræða grundvallar þægindi (vatn, upp- hitun o.s.frv.). En það sem kom samt einna mest á óvart í þess- ari skoðanakönnun var þó það að tækniþróunin í heimilistækj- um (ryksugur, uppþvottavélar, þvottavélar o.s.frv.) hefur ekki valdið neinni gjörbyltingu í heimilisstörfunum og alls ekki orðið til þess að konan ætti meira frí. Almenn skoðun kvennanna var að einkenni heimilisstarfanna væri eftir sem áður ótakmarkaður vinnu- tími.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.