Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 13
f 1 NÚ höfum við fengjð sviss-
% jW neskar sól- og regnkápur úr
terrylene, svisneska sumar-
kjóla, svissmeskar sumarkápur og dragtir.
Nú er þó lítandi inn i Guðrúnarbúð á
Klapparstignum.
*M*X
• rtV
» • • • «
• • •^®
•%X<«
>v«%v»v«vav»v** . .-.•:•:•:•:*
.%%%%*a%%%%%%v,*;%v:v>v«v.v.v.%v»v.v
. • •%%%%%%%%%%%%%%%%%%•.%•%%%%%%%%%%%%:
%%<<<•
Sunnudagur 12. mai 1963
HÖÐVILIINN
SIBA JJ
Gerbreytist iðnnám í járniðnaði
og fleiri iðngreinum á þessu ári?
A aðalíuridi Félags járniðn-
ararmanna í vetur kom fram
að félagið hefur á undanföm-
um mánuðum haft frumkvæði
að stórmerkri nýung í iðn-
fræðslu járniðnaðarmanna og
fengig til liös við sig meistara-
félagið og Vélstjórafélag fs-
lands. Má telja víst að á næstu
árum eða strax á næsta ári
verðí stofnuð verknámsdeild
fyrir járnsmíðanema við Iðn-
skólann í Reykjavík, þar sem
þeir lærðu undirstöðuatriði
jámiðnaðarins í eitt ár og
lykju á þeim tíma fyrstu tveim-
ur bekkjum Iðnskólans. Að
loknu námi í verknámsdeild-
inni færu þeir síðan í smiðju
og lykju þar verklegu námi.
Ég leit inn í hinar framúr-
skarandi vistlegu og vel búnu
skrifstofur Félags járniðnaðar-
manna á þriðju hæð hússins
Skipholt 19 um daginn og bað
Guðjón Jónsson starfsmann fé-
lagsins að segja mér nokkru
nánar frá þessu máli, og rakti
hann gang þess á þessa leið:
1 Félagi járniðnaðarmanna
hefur það oft borið á góma að
nauðsyn væri að bæta verklega
kennsluna í járniðnaði og hefur
sú skoðun einnig átt vaxandi
fylgí að fagna utan félagsins.
Stjórn félagsins lét hreyfa
málinu á fundi i haust, 25.
september, og var þar sam-
þykkt að fela stjórninni að
ræða við stjórn Meistarafélags
jámiðnaðarmanna og stjórn
Vélstjórafélags Islands um mál-
ið. Var það gert og lýstu full-
trúar Félags járniðnaðarmanna
þeim hugmyndum sem fram
höfðu komið í félaginu varð-
andi breytt fyrirkomulag verk-
legu kennslunnar. Var það í
stuttu máli að brýn nauðsyn
væri að koma sem fyrst upp
við Iðnskólann í Reykjavík
verknámsdcild fyrir járniðnað-
arnema, sem gætu byrjað verk-
lega námið þar fyrsta árið og
lykju á þcim tíma tvcimur
fyrstu bekkjum Iðnskólans. Að
því loknu færu þcir í smiðju og
lykju þar verklega náminu.
Varð samkomulag allra þess-
ara aðila, Félags jámiðnaðar-
manna, Meistarafélags jámiðn-
aðarmanna og Vélstjórafélags
Islands að þau sneru sér sam-
éígínlega til skólastjórnar Iðn-
skólans. Var hugmyndinni
strax vinsamlega tekið af
r;fekólastjóra og yfirkennara skól-
áris, sem fyrst var rætt við. en
þeir óskjiðu eftir skriflegri
staðfestingu á beiðni félaganna
um þessa nýbreytni og voru
viðtölin staðfest með bréfi 21.
janúar í vetur, til skólanefndar
Iðnskólans.
★
Fulltrúar allra félaganna fóru
svo til viðræöna við skóla-
nefndina um málið. Taldi
skólanefndin æskilegt að af
framkvæmd þessarar hugmynd-
ar gæti orðið, en það gæti ekki
orðið nú þegar vegna þrengsía
í skólanum. Ætlunin væri hins
vegar að hefja viðbyggingu við
skólann, væntanlega strax i
sumar, og yrði þá slíkri verk-
námsdeild í járniðpaði ætlaö
þar rúm. Við hefðum kosið að
meiri hraði gæti orðið á fram-
kvæmd málsins og létum það í
ljós.
— Heldurðu ekki að sam-
þykkt Alþingis á þingsályktun-
artillögu Eðvarðs og Hanni-
bals um verknámsskóla í jám-
iðnaði verði til að ýta undir
fi'amkvæmdirnar?
— Jú, tvímælalaust. Maður
skyldi ætla að þar með væri
máliö leyst, því Alþingi hefur
einróma falið ríkisstjórninni að
sjá til þess að verknámsskólinn
komjst upp og skuli byrja ekki
síðar en 1. október 1963. Sam-
þykkt þingsályktunartillögunn-
ar er ekki sízt mikilvæg vegna
fjárhagshliðar málsins, þetta
hefur talsverðan kostnað í för
með sér, en samþykkt þingsá-
lyktunartillögunnar hlýtur að
skoðast sem þingvilji fyrir
greiðslu slíks kostnaðar af op-
inberu fé. Og fyrr éða sfðar
hljóta allir málmiðnaðarmenn
að koma í þetta námskerfi,
blikksmiðir, bifvélavirkjar og
jafnvel ný iðngrein: stálskipa-
smíði.
Ég spyr Guðjón hvað hann
telji helzt að vinnist við breyt-
inguna, og hann svarar:
Það hefur verið baráttumál
iðnnemasamtakanna árum sam-
an og er enn að koma iðnnám-
inu í þetta form. Auðskilið er
að hér er mikið hagsmunamál
iðnnema á ferðinni, en jafn-
framt ætti það að vera hags-
munamál meistaranna ef rétt
er á litiö. Venjulegast er það
svo, þegar nemi kemur í
smiðju, að hann þekkir lítið til
verkfæra og aðferða sem von-
legt er, en hefur skuldbundið
sig til fjögra ára námsdvalar.
Þá er það freisting sem meist-
arar falla oft fyrir að nota
nemann sem ódýrt vinnuafl,
láta hann vinna að óbrotinni
verkamannavinnu meira og
minna t.d. fyrri tvö érin. Þess
munu jafnvel dæmi að það er
ekki fyrr en á síðasta ári að
rokið er til að kenna nemam
ýmsa þá undirstöðuvinnu í fag-
inu sem þarf til að þeir komist
gegnum sveinsprófið.
Þetta væri allt öðruvísi ef
neminn væri búinn *ð vera ár
í verknámsdeild í Iðnskólanum
eins og verða mun á næstu ár-
um. Þegar hann byrjaði í
smiðjunni árið eftir á öðru ári
námstímans væri hann senni-
lega búinn að læra að fara með
gastæki, rafsuðuvélar, læra að
bora, læra að slípa bora, vissi
talsvert um hvernig unnið er
við rennibekk. Þetta væri allt
önnur og auðveldari aðkoma.
Neminn gæti þá frá byrjun far-
ið að vinna fagvinnu, æfa sig
£ reynd á þeirri undirstöðu-
þekkingu á vinnubrögðum sem
hann hefði fengið í verknáms-
deild Iðnskólans, tíminn í
smiðjunni yrði æfingartími og
reynslutími, nám sem ætti það
nafn skilið. Þar væri auðvelt að
byggja ofan á þá undirstöðu-
Guðjón Jónsson, starfsmaður Félags iárniOnaðarmanna, á skrif-
stofu félagsins að Skipholti 19.
þekkingu sem
skólaárinu.
fengist á fyrsta
Telur þú ekki að iðnfræðslu-
kerfið, með meistara og nema
sé orðið úrelt? spyr ég Guðjón,
og hann svarar því afdráttar-
laust játandi. Þetta kerfi sé
orðið úrelt og til trafala fyrir
eðlilega þróun járniðnaðarins.
Raunar furðulegt að ekki skuli
vera fyrir löngu búið að breyta
núverandi iðnfræðslukerfj., sVo
fjarri er það því að henta okk-
ar tímum. Þetta iðnfræðslu-
kerfi á tvímælalaust nokkurn
þátt í því að nú er afarmikill
skortur hér á landi á lærðum
járniðnaðarmönnum, þó aðal-
orsök mannaskortsins sé sú að
kaupinu hefur verið haldjð allt
of mikið niðri af þröngsýni at-
vinnurekenda. S.G.
Alþýðan verður al hefja stérsókn
Dagana 20. og 21. apríl
sl. var haldin á Akureyri
ráðstefna á vegum Alþýðu-
sambands Norðurlands um
kaupgj aldsmálín.
Ráöstefnuna sóttu, auk
miöstjórnar sambandsins
fulltrúar flestra sambands-
félaganna.
Hér eru birtar ályktanir
þær, er ráðstefnan geröi,
en þær voru allar sam-
þykktar einróma.
til kjarabóta
b)
Ráðstefna Alþýðusambands
Norðurlands um kaupgjaldsmál,
sem haldinn var á Akureyri 20.
og 21. aprfl 1963, gerðS eftir-
farandi ályktun;
Ráðstefna Alþýðusambands
Norðurlands um kaupgjaldsmál,
haldin á Akureyri 20. og 21.
april 1963, bendir á eftirfarandi
staðreyndir um þróun kaup-
gjaldsmála almenns verkafólks:
a) Raunveruleg kauphækkun
miðað við vísitölu fram-
færslukostnaðar frá janúar
1959 þar til nú nemur 18%.
Verkamenn í aimennri
vinnu skortir kr. 23.031,35
til þess að geta veitt sér
lágmarksnauðsynjar vísi-
tölufjölskyldunnar miðað
við 8 klst, vinnu á dag og
þarf því að vinna 2Vz klst.
í yfirvinnu á dag, alla
virka daga ársins.
c) Verkafólk hefur í engu
notið, hvað kaupgjald á-
hrærir. þeirrar stórfelldu
aukningar þjóðarfram-
leiðslu, sem orðið hefur á
þessu tímabili, né heldur
bættra verzlunarkjara.
Með tilliti til þessa telur róð-
stefnan óhjákvæmilegt, að
verkalýðsfélögin hefji nú þegar
stórsókn að þvl marki að vinna
upp þá kjaraskerðinu, sem orð-
ið hefur og til þess að ná rétt-
látri hlutdeild í aukinni þjóð-
arframleiðslu með eðlilegum
vinnutíma.
Sem fyrsta áfanga að þessu
marki, telur ráðstefnan að
verkalýðsfélögin verði, hvert á
sínum stað. að hefj,a nú þegar
samningaviðræður við atvinnu-
rekendur, með eftirfarandi lág-
markskröfur fyþri apgum:.
a) Kaupgjald hækki um 20%.
b) Vinnuvikan verði stytt í
44 stundir.
c) Fullt álag, miðað við eft-
ir- og næturvinnu, komi á
alla ákvæðisvinnutaxta.
d) Kaup karla og kvenna á
síldarplönum verði a.m.k.
10% hærra en almenn
vinna.
Ráðstefnan telur, að náist
ekki viðunanlegir samningar, sé
verkalýðsfélögunum nauðugur
sá kostur, að knýja fram kröf-
ur sínar með mætti samtak-
anna.
Ráðstefnan leggur áherzlu á,
• • •-•-%%%%%%%%%%%%%%%%%-*
:•%%%%%%%%%••%%%%%%>>
>:•:•:•%•-•*•-• ***
GANGIÐ
VEL KLÆDD
mót sumri
' OGSÖL
GUÐRÚ NARBÚÐ
KLAPPARSTÍG 27
að sem nánast samráð og sam-
starf verði milli verkalýðs-
laganna um allar aðgerðir, Til
þess að tryggja að þetta sam-
band verði svo gott, sem frek-
ast er kostur, samþykkir ráð-
stefnan að kjósa fjögurra
manna nefnd, sem falið sé að
annast samband milli félag-
anna varðandi kaupgjaldsbar-
áttu þá, sem framundan er.
Fari svo, að ríkisvaldið svar-
aði árangursríkri kjarabaráttu
með nýrri gengisfellingu, eða
öðrum ráðstöfunum. sem svip-
aðar afleiðingar hefðu fyrir
verkafólkið. felur ráðstefnan
miðstjórn A.N. að beita sér f-yr-
ir því, ásamt miðstjóm Al-
þýðusambands Islands, að slík-
um ráðstöfunum verði svarað
með tafarlausu allsherjarverk-
falli um allt land.
Ráðstefnan telur óhjákvæmi-
Norðurlands um kaupgjaldsmál,
haldin á Akureyri 20. og 21.
apríl 1963, vítir harðlega þá
framkomu útgerðarmanna
margra síldveiðiskipa og stjórn-
ar L.l.Ú. gagnvart síldveiði-
sjómönnum að þrjózkast við að
gera réttilega upp og standa
skil á hlutum áhafnanna. sem
störfuðu sl. sumar og haust á
síldveiðiskipum frá Dalvik,
Siglufirði og Húsavík, þ.e. að
gera upp samkvæmt þeim
samningum, sem í gildi voru
og ekki hafði verið sagt upn
á lögformlegan hátt.
Ráðstefnan telur áhjákvæmi-
legt, að félögin á ofangreind-
um stöðum hafi forgöngu um
að rétta hlut sjómanna með þvi
að innheimta það, sem van-
greitt er af hlutum síldveiði-
sjómanna með aðstoð dómstóla
og að Alþýðusamband Norður-
lands veiti félögunum aðstoð
sína í þvi efni svo sem þau
óska eða þarfnast.
Róðstefnan telur eftir atvik-
um rétt, að þau félög innan
A.N., sem nú hafa lausa samn-
inga um síldvejðikjör, taki upp
samninga við útgerðarmenn,
hvert á sínu félagssvasði um
kjör á síldveiðum á grund-
velli þeirra samninga, sem
gerðir voru á vegum A.S.I. fyr-
ir mörg sambandsfélög á s.l.
hausti. Verði þess gætt i þeim
samningum, að kauptrygging og
önnur ákvæði i samningunum
um ákveðnar greiðslur. verði
hækkuð a.m.k. til jafns við al-
mennar kauphækkanir. sem
orðið hafa síðan síldveiðisamn-
ingurinn var gerður í nóvem-
ber s.L