Þjóðviljinn - 12.05.1963, Blaðsíða 16
'4*5*
Gengislækkunin '61 til
að lækka kaupmáttinn
— og til þess að greiða fyrir völdum erlends fjármagns á íslandi
Byggingar og jarða-
bœtur í miðbœnum
eiga og ætla að byggja þar.
Tvídálkamyndin er tekin þegar
búið var að rxfa húsið og byr.iað
að grafa grunninn fyrir ný.ia
húsinu. Þá er nú einnig verið
að byria á viðbyggingu og
stækkun Útvegsbankans á næstu
lóð, en í sumar á að byggia of-
an á gamla bankahúsið og reisa
viðbyggingu við það í Kolasund-
inu sem nú verður lagt niður
sem gata. Það er sem sagt líf-
legt um að litast í miðbænum
þessa dagana.
Sósíalistar
Kópavogi!
FUNDIJR VERÐUR haldinn
í Sósíalistafélagl Kópavogs í
Þinghól þriðjudaginn 14. maí
klukkan 8.30. — Sjá nánar í
þriöjudagsblaðinu.
Kosningafundir
Alþýðubandalagið efnir til fimm almennra
kjósendafunda um og eftir þessa helgi og verða
fundimir sem hér segir:
Stykkishóhnur
Fundurinn verður á morgun, mánud. í samkomu-
húsinu og hefst kl. 8.30. Framsögumenn eru Ein-
ar Olgeirsson, Gils Guðmundsson og Ingi R. Helga-
son.
Drangsnes
Fundurinn verður í dag, sunnudag, og hefst kl. 4.
Málshefjendur: Hannibal Valdimarsson og Stein-
grímur Pálsson.
Hólmavík
Fundur á mánudagskvöld kl. 8,30. Málshefjend-
ur þeir sömu og á fundinum í Drangsnesi.
Ólafsfjörður
í Ólafsfirði verður fundur á þriðjudagskvöld og
hefst kl. 8,30. Málshefjendur verða Bjöm Jónsson,
Amór Sigurjónsson, Páll Kristjánsson og Hjalti
Haraldsson.
Hrísey
Fundur í dag, sunnudag, kl. 2 síðdegis. Málshefj-
endur: Björn Jónsson, Arnór Sigurjónsson og Hjalti
Haraldsson.
Um þessar mundir stamla yfir
miklar framkvæmdir í miðbæn-
um um að gerbreyta Austur-
velli og nú cru mikiar bygging-
arframkvæmdir að hefjast við
Austurstræti.
Þrídálka myndin er tekin á
Austurvelli. Verið er að um-
bylta grasflötunum og leggja
nýja stíga samkvæmt nýrri
skipulagsteikningu sem samþykkt
var fyrir nokkra. Er unnið af
kappi að þessum framkvæmdum
og notuð ýmis stórvirk tæki eins
og myndin sýnir. Mun völlurinn
breyta mjög um svip við þessar
aðgerðir.
Þá er ekki minnaum að vera
við Austurstræti. Þar hefur eitt
af gömlu húsunum sem lengi er
búið að „setja svip á bæinn“ ver-
ið jafnað við jörðu á örfáum
dögum og á rústum þess á að
rísa nýtt stórhýsi. Þetta er hús-
ið Austurstræti 17 þar sem
verzlun L. H. Muller var og eru
það Silli og Valdl sem lóðina
Allar gcrðir íslenzkra vald-
hafa ailt síðastliðið kjörtímabil
hafa fyrst og fremst miðazt við
fyrirætlanir þeirra um að inn-
lima ísland í Efnahagsbanda-
lag Evrópu. Gengislækkunin
1961 var t.d. gerð í þeim eina
tilgangi að minnka kaupmátt
Iauna allra vinnandi stétta til
nokkurrar ,,samræmingar“ við
efnahagskerfi EBE-landanna. —
Og enn er unnið ósleitilega að
því að tryggja erlendu fjármagni
völd á íslandi, eins og Þjóðvilj-
inn skýrði frá í gær.
Þessar fyrirættanir valdhaf-
anna voru komnar á það stig
sumarið 1961, að islenzka rík-
isstjórnin var þá ákveðin i því
að semda umsókn um aðild ís-
lands að Efnahagsbandalaginu,
og krafðist meðal annars svars
frá öllum stærstu hagsmunasam-
tökum landsins, hvort þau teldu
slíka umsókn æskilega. Svöruðu
ÖM umrædd samtök þeirri spurn-
ingu játandi, að Alþýðusambandi
íslands einu undanskildu, enda
gafst enginn timj til að athuga
þessi mál nánar svo mikið rak-
ríkisstjórnin á eftir svarinu.
En ríkisstjórninni var jafn-
framt fullljóst, að hún yrði að
geta sannað hinum erlendu að-
ilum, að hún fvlgdi sömu efna-
hagsstefnu og í löndum þeirra
O'g að kaupgjald hér væri ekki
of hátt að dómi hinna erlendu
aðila o.fl. En einmitt um þetta
leytj hafði verkalýðshreyfingin
knúið fram umtalsverðar kjara-
bætur.
Ríkisstjórnin greip þá þegar
til hefndarráðstafana gagnvart
verkalýðshreyfingunni og felldi
Ferð í fugla-
biarg í dag
Ferðaskrifstofa rikisiins og
Fuglaverndarfélagið efna til
ferðar í dag, sunnudag. á Hafna-
berg, sem er sérkennilegt fugla-
bjarg. Þar gefur að líta flestar
tegundir íslenzkra bjargfugla. En
nú hefur fuglinn þegar búið um
sig í berginu. Síðan verður ekið
að Reykjanesvita og þá með
ströndinni til Grindavíkur og
gengið á Þorbjöm, ef tími leyfir,
en þaðan er gott útsýni um all-
an Reykjanesskaga.
Lagt verður af stað í ferðina
frá Ferðaskrifstofu ríkisins Lækj-
argötu 3, á sunnudag kl. 13,30.
Upplýsingar og miðasala á Ferða-
skrifstofu ríkisins kl. 10—12 f.h.
á sunnudag. 12. maí. Fararstjóri
verður Bjöm Þorsteinsson sagn-
fræðingur.
gengi íslenzku krónunnar sem
nam kauphækkununum. Tiigang-
urinn var tvíþættur; að rýra
kaupmátt launþega til samræm-
is við kröfur erlendra aðila og
sanna þeim um leið, að ríkis-
stjómin hefði töglin og hagld-
irnar ; kaupgjaldsmálum. Þeir
ættu ekkert á hættu Þótt þeir
festu hér fé sitt.
Alþýðublaðið hefur undanfar-
ið verið að reyna að breiða yf-
ir hinn raunverulega tillgang
gengislækkunarinnar i ágúst
1961 með því að segja, að hún
hafi verið gerð vegna þarfa út-
flutningsatvinnuveganna. Það
þykir ekki heppilegt að hinn
raunverulegi tilgangur komi í
Ijós núna fyrir kosningar, enda
þótt áfram sé unnið að því bak
við tjöldin að tryggja erlendu
einkafjáirmaani „aðStöðu1* héir
á landi.
I
I
II
t
I
I
I
t
í
I
I
1
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
x
7
I
I
I
I
I
!
\
\
\
Dýrtíðin og íbúðabyggingarnar:
Samdráttur—þótt
lánin hækki!
2007 lestir í
216 róðrum
Stykkishólmi í gær. — Afli
Stykkishólmsbáta hefur reynzt
á þessari vertið 2007,2 tonn í
216 sjóferðum. Afld bátanna
skiptist þannig: Straumnes með
690,2 tonn í 71 sjóferð, Þórsmes
með 545,9 tonn í 51 sjóferð,
Amfinnur með 341,5 tonn í 44
sjóferðum. Nonni með 211,9 í
33 sjóferðum og Bjami Jóhann-
esson með 167,8 tonn í 17 sjó-
ferðum. Trilluafli er um 50
tomn. — R..J.Ó,
Ótíð í Hnífsdal
Hnifsdal 11/5 — Afli Hnífs-
dalsbáta ÍTá áramótum var sem
hér segir: Mímir 724 lestir (á
netum), Rán 459,10 (fer á síld),
Einar 365,9 lestir og Páll
448,8 íestir.
Undanfama daga hefur verið
hér óhemju ótíð, stórhríð og
norðanbylur, en gott veður og
sólskjn í dag. Ýta hefur unnið
á vegum undanfarið. og teppt
var í Bolungarvík í fyrradag.
_ Helgi.
Deildafundir
FUNDIR i ÖLLUM deildum
annað kvöld, mánudag.
Sósíalistafélag
Reykjavíkur.
Alþýðublaðið birtir x gær
fróðlegar tölur um Ián til í-
búðabygginga siðustu ár, en
jafnframt eitthvert furðulegasta
línurit um byggingar sem sézt
hefur. Á línuritinu er sem sé
látið líta svo út sem íbúðabygg-
ingar hafi stóraukizt, eða í réttu
hlutfalli við lánsupphæðina í
krónutölu!
Það er býsna fróð’egt að bera
þessa stoltu frétt Alþýðublaðs-
ins saman við staðreyndirnar um
tölu fullgerðra íbúða undanfar-
in ár. í desemberhefti Fjármála-
tíðinda 1962 má fletta upp á
töflu, sem sýnir eftirfarandi um
þróun ibúðabygginga í Reykja-
vik frá 1956—1961:
Ár Tala fullg. íbúða
1956 705
1957 935
1958 865
1959 740
1960 642
1961 541
Þessar staðreyndjr tala sinu
máli. Alþýðublaðið segir, að í
tíð vinstri stjórnarinnar hafi
lánveitingar til íbúðabygginga
numið 138,1 milljón króna, en í
tíð núverandi stjómar hafi lánln
numið 308,7 milljónum. Tölur
Aiþýðublaðsins bornar saman
við þróunina í byggingamálun-
um undirstrika því aðeins það
sem allir vita raunar: Að á
Framhald á 2. síðu.
-100%
-75%
-50%
-25%
71%
9 virkir dagar
eftir
í gær kom nokkur
skriður á söfnunina, við
fórum upp um 3% eða
í 71% og náðum við því
meðaltali, sem við þurf-
um að ná til þess að
standa þessa 10 daga á-
ætlun sem við settum
okkur í gær. Vantar
okkur þá 145 þús. fyr-
ir annan fimmudag.
Framlög bárust okk-
ur 1 gær aðallega úr
Reykjavík, en auk þess
úr Kópavogi og Mos-
fellssveit. Við þökkum
þessi ágætu framlög og
vonum að við sígum
jafnt og þétt á síðasta
áfangann í þessari lotu.
Munum að margar
hendur vinna létt verk.
Skrifstofan Þórsgötu 1,
sími 17514 er opin dag-
lega frá kl. 10—12 f.
h. og 1—6 e.h.
28. árgangur — 106. tólublað.
Sunnudagur 12. maí 1903