Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.06.1963, Blaðsíða 8
SÍÐA HÖÐVILIJNN Ritstjóri: Unnuur Eiríksdóttir. Sagan af karlinum alvitra Einu sinni var kóngur og drottning, sem réðu fyrir ríki. Þau áttu eina dóttur, sem Hildur hét; hún var svo fögur, að varla fannst henn- ar líki, enda unnu þau henni mjög. Þegar hún var gjaf- vaxta, komu kónga- o;g greifa- synir af ýmsum ríkjum til að bjðja hennar. en allir urðu þeir að íara svo búnir, sökum þess, að kóngurinn faðir hennar hafði strengt þess heit, að gifta hana eng- um nema þeim, sem gaeti sagt sér. hvað hann vaeri að hugsa um hvern sumardag fyrsta. Biðlarnir sátu og spreyttu sig á gátu þessari, en enginn fékk getið í hug kóngs. Þá voru og enn marg- ir, sem látið höfðu lífið fyr- ir þessa sök, því í fjarlaegu landi og í fjalli einu bjó karl einn fjölkunnugur. s©m marg- ir höfðu sótt heim til að leita sér fróðleiks af, en hann gjörði þeim öllum sömu skil, og kom enginn til baka aft- nr. Þá er þess getið, að í nánd við kóngsríki bjuggu hjón ein fátæk. Þau áttu so'n, sem Þorsteinn hét. Hann var fríður sýnum og gjörvilegur snemma. en pöróttur þótti hann í æsku og lék jafnvel kóngsmenn svo sárt, að þeir klöguðu hann, en kóngur var jafnan vægari í sökum við strák, og sagði að vera mætti að einhvem tímann yrði mað- ur úr honum. Þegar hér var , komið sögunni var Þorsteinn 19 vetra gamall og svo stór og sterkur sem fullorðnir menn. ■ Þykir honum nú held- ur dauf heimavistin, og ræð- ir eitt sinn vjð foreldra sína, að sér leiki hugur á að fara að heiman og á fund karlsins alvitra, ef ske kynni að hann gæti fræðst af honum um eitthvað, er sér mætti að gagni koma. Karl og kerling löttu hann þess, en hann býst eigi að síður. Hann hagaði þannig ferðum sínum, að hann lá tvær nætur úti und- ir berum himni á skógum og eyðimörkum, en þriðju nóttina gisti hann jafnan í mannabyggðum. Fyrstu nótt- ina gisti hann hjá bónda einum, sem spurði hann að vanda. hvert ferðinni væri heitið. Þorsteinn dró ekki dul á það, kvaðst ætla að finna karlinn, sem vissi allt. Bóndi sagði, að fáir hefðu hingað til komizt að fróðleik hans, því enginn hefði, svo hann vissi, komizt þangað lífs, en þó segist hann vilja biðja gestinn nokkurs, því sér lítist svo á hann, að hann sé ekki með öllu giftulaus. Segir hann, að sig vanti 12 sauði, er horfið hafi fyrir þrem nóttum, og geti hann ómögulega vitað. hver valdur sé að hvarfinu. Biður hann nú Þorstein, að grafa karl- inn um þetta. Þorsteinn heit- ir því og kveður síðan. Ligg- ur hann enn á mörkum úti tvær nætur, en briðja kvöld- ið ber hann að prestssetri einu. Þar bjó pokaprestur gamall og auðugur. Ekki geðjaðist Þorsteini að þeirri gistingu, því þar lá hann í útiskemmu kaldri og var fátt um fagnað. Um morgun- inn hitti hann prest á hlaði. Þorsteinn bauð honum góð- an daginn og bað guð að launa honum gestrisnina sem vert væri. Prestur spurði hvað hann væri að flakka. Þorsteinn sagði honum eins og var, að hann ætlaði að finna karlinn alvitra og fræðast af honum. Prestur glotti og mælti: „Þá eru nú flestir sótraftar á sjó dregn- ir, er Þorsteinn karlsson vill gjörast vísindamaður, og illa get ég karlinum alvitra brugðið, ef slíkir sækja sigur inn á fund hans!“ Þorsteinn kveður nú klerk í styttingi og nöldrar um leið svo hátt, að vel mátti hyra: „Einatt eru flónin flökkust í getunum!" Þegar Þorsteinn er kominn skammt út fyrir traðimar, kemur dóttir prests þar á eftir honum og biður hann að staldra við og tala við sig. Hún var stúlka fríð sýnum og ólíkt viðmótsþýðari en karl faðir hennar. Hún biður hann að taka það ekki illa upp fyrir sér, þótt hún leiti ti Ihans með lítilræði, er sér standi á miklu. Svo sé mál með vezti, að staðarlyki- arnir séu týndir og finnist eigi, þó leitað hafi verið dur- um og dyngjum; faðir sinn kenni sér um lyklahvarfið og megi hún búast við öllu illu af honum, ef þeir komi ekki í leitimar; kveðst hún því ætla að biðja Þorstein að komast eftir því hjá karlin- um alvitra, hvar lyklamir séu niðurkomnir, því að svo segi sér hugur um, að ferð hans muni giftusamlega tak- ast. Þorsteinn lofar að gjöra sem hún beiddi. Síðan heldur Þorsteinn leiðar sinnar og gengur þann dag allan til kvölds; er hann þá kominn á völlu víða og fagra og sér nú í fjarska bláma fyrir fjallinu, þar se mkarlinn alvitri átti heima. Gengur hann nú enn um stund, þar til fyrir hon- um verður lítill kotbær. Karl einn gamall og grár fyrir hærum sat á hlaði og dyttaði að annboðum; var hinn mesti sægur af krökkum í kringum hann. Þorsteinn heilsar hon- um og spyr, hvort hann geti fengið húsaskjól næturlangt. Framhald Frá fesentfum Amór litli bróðir minn og ég Siggi bróðir minn, 3 ára, með eftir Stefaníu Snorradóttur, 9 bílinn sinn, eftir Rósu Jóns- ára, Freyjugqtu 1. dóttur, 7 ára. Öðinsgötu 9. Afmælisgjöf handa drottningunni Drottningin fór í nýja, fína náttkjólinn sinn og lagðist í rúmið. En hvaða vandræði. Rúmið var alltof stutt. Kóng- urinn varð öskuvondur og lét sækja forsætisrá./herrann. Forsætisráðherrann fór til yf- ir-hirðsmiðsins og skipaði að láta taka smiðinn fastan. Yf- ir-hirðsmiðurinn sótti fanga- vörðinn og hann fór með vesalings smiðinn í fangelsi. Smiðurinn skildi ekkert í þessum ósköpum. Hann sat bak við jámrimlana og reyndi að finna ástæðuna fyrir þess- um mistökum. Hann hugsaði málið lengi, lengi. Loksins farrn hann lausnina: Kóngur- inn var mjög stór, og hafði þessvegna stóra fætur. En smiðurinn var lítill, og fætur hans miklu minni en kóngs- ins. — Ég skal smíða mátu- lega stórt rúm ef ég fæ fyrst að mæla hvað kóngurinn hef- ur stóra fætur, — hrópaði hann. Fangavörðurinn sagði yfir- hirðsmiðnum frá þessu, hann sagði forsætisráðherranum, en forsætisráðherrann talaði við kónginn og skýrði málið fyrir honum. Kóngurinn var önnum kafinn við vinnu sína og hafði engan tíma til að heimsækja fangann. Þessvegna lét hann sækja frægan myndhöggvara. og sá gerði líkan af öðxum fæti kóngsins. Framhald. Gleymdi fíllinn Júmbó hafði ekki gengið lengi þegar hann mætti íkomanum, kunningja sínum. Hann sagði íkomanum alla söguna, að hann væri farinn að heiman, til þess að leita að einhverj- um, sem þætti vænt um hann og vildi vera góður við hann. — Komdu með mér og búðu hjá mér, uppi í gamla eikar- trénu þama. Mér þykir vænt um þig og ég skal aldrel gleyma afmælisdeginum þín- um. — sagði íkorninn Júmbó ætlaði að klifra upp í tréð, hann reyndi aftur og aftur, en hann var svo þungur og klunnalegur, að hann datt alltaf niður aftur. Hann reif skyrtuna sína i tætlur og meiddi sig á hnjánum. Þá gafst hann upp og kallaði til íkomanna: — Ég er fíll en ekki íkomi og ég get ekki átt heima uppi í tré eins og þú. Þakka þér samt fyrir gott boð og vertu sæll. Síðan hélt hann áfram ferð- inni. Eftir skamma stund mætti hann Tumbó, frænda sínum, sem kom labbandi með stærðar pakka 1 rananum. — Hvað ert þú að gera hér, mér sýnist þú eitthvað stúr- inn á svipinn, Júmbó litli? — Ég er farinn að heiman, sagði Júmbó, og sagði Túmbó alla sorgarsöguna. — Æ, mikill dauðans kjáni getur þú verið, sagði Túmbó og hló dátt, — Sjáðu stóra pakkann sem ég er með. Það er afmælisgjöf handa þér. En þú átt ekki að fá gjöfina í dag. Afmælið þitt er ekki í dag, heldur á morgun. Á morgun er tuttugasti og ann- ar september, og þá áttu af- maeli. — Er þetta alveg áreiðan- legt? — spurði Júmbó. — Auðvitað, fílar gleyma aldrei neinu, — svaraði Túmbó. — Jú, ég gleymdi, — sagði Júmbó skömmustulegur. — Það er af því að þú ert svo lítill enn þá. Þegar þú ert orðinn stór gleymirðu engu, sagði Túmbó, — Komdu nú við skulum verða samferða heim til þín. — Á heimleið- inni mættu þeir Samma og íkornanum. — Mér skjátlaðist — hrópaði Júmbó til þeirra, — aímælið mitt er á morg- un og þá skal ég sannarlega senda ykkur stórt stykki af rjómatertu. Múmbó og Dúmbó voru orðin hrædd um Júmbó litla af því hann hafði verið svo lengi að heiman. Þegar hann kom svo heim heill á húfi urðu þau svo glöð að þau skömmuðu hann ekkert þó hann væri bæði óhreinn og rifinn. Þegar Júmbó var sofn- aður sætt og rótt um kvöldið sagði Túmbó pabba hans og mömmu alla söguna um gleymda afmælisdaginn. Þau hlógu dálítið að vitleysunni í Júmbó. Og þau hétu þvi að hann skyldi fá reglulega skemmtilegan afmælisdag á morgun. Og þið megið trúa að þetta varð skemmtilegasti af- mælisdagur sem Júmbó hafði nokkurn tíma lifað. Laugardagur 8. júní 19C I I kosningakaffinu Kvenfélag sósíalista biður kon- J ur að gefa kökur til þess að hafa G með kaffinu á kosningadaginn k eins og venjulega. Vinsamlega | komið kökunum i Tjamargöi.: k 20 i dag eða á morgun. | HvanReyrarnóiið } var vel sótt. SIGLUFÍRÐl — Urslit i B Hvanneyrarmótinu í skák hér - I Siglufirði eru nú kunn og fai > ffl hér á eftir: Efstur og taplaus varð Fre- B steinn Þorbergsson með 6 vinr> ■ inga. Annar varð Jónas Þo- valdsson með 4 vinninga. Þrið i og fjórði urðu Þráinn Sigurdr son og Halldór Jónsson m> > 3% vinning hvor og fimrr varð Benóný Benediktsson m< 3 vinninga. Freysteinn Þorbergsson va- ■ einnig sigurvegari i aukakepr um 4. landsliðssætið og hla 3 vinninga í þeirri keppni. Öhætt er að fullyrða ; ' Hvanneyrarmótið hefur glætt ; huga manna fyrir skákíþróí inni á Siglufirði og er nú ráð- gert að stofna taflfélag hér i bænum. Skákeppnin var allvei sótt og vakti það athygli hversu áhorfendur voru ungir að árum. K.F. \ \ \ \ \ \ \ i I I i KIPAUTGCRÐ RIKISINS M.s. Herðubreið fer austur um land 14. þ.m. Vörumóttaka á mánudag til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöð- varfjarðar, Borgarfjarðar, Vopna- fjarðar, Þórshafnar og Kópa- skers. Farseðlar verða seldir í miðvikudag. M.s. Esja fer vestur um land í hringferð 13. þ.m. Vörumóttaka árdegis í dag og mánudag til Patreksfjarð- ar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þing- eyrar og Flateyrar, Suðureyrar, Isafjarðar, Siglufjarðar, Akur- eyrar, Húsavíkur og Raufarhafn- ar. Farseðlar seldir á miðviku- dag. Regnkfæðin eru hjá VOPNÁ Eins og ávallt hagstæð, haldgóð og ódýr. Veiðivöðlur — Veiðikápur, takmarkaðar byrgðir. VOPNI Aðalstræti 16, Sími 15830 G-listinn G-llstinn Kosninga- skrifstofa Kosningaskrifstofa fyrlr Breiðagerðisskóla (Mýrar- hverfi, Háaleitishverfi, Smáíbúðarhverfi, Réttar- holtsskóli og Bústaða- hverfi). hefur verið opnuð að Breiðagerði 35. Skrif- stofan verður opin á kvöld- in frá kl. 8.30 til kl. 10. Sími 33942. Stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins i þessum hverfum eru beðnir að koma á skrifstofuna og veita aðstoð og upplýsingar, sem að gagni mega koma í kosningabaiwttunni. G-listinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.