Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 4
SÍÐA ÞI6ÐVILIINN DIOOVIIIINN Útgefandi: Sósíalistaflokk- Sameiningarflokkur alþýðu urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Sjálfstæðisharáttan gjálfsíæði þjóðar er ekki einvörðungu og ekki fyrst og fremst fólgið í þjóðréttarl'égum ákvæð- um, stjórnarskrá og lögum, samningum við önn- ur ríki eða öðrum þvílíkum formum, heldur eru rætur þess í andlegu lífi þjóðanna, vilja þeirra og reisn. Þótt y’fri aðstæður þrengi að fullveldi þjóðar þarf hún ekki að bíða af því neitt tjón til frambúðar ef hún heldur anda sínum ófjötruð- um. Hins vegar stoða hin y’tri form lítt og geta á skömmum tíma hrunið saman eins og spila- borg, ef sjálfstæðisviljinn lamast, ef þjóð glatar trúnni á sjálfa sig. j þeirri sjálfstæðisbarátfu sem íslendingar hafa háð þau 19 ár sem liðin eru síðan lýðveldi var endurreist eru það þannig ekki sjálfir samning- arnir við Bandaríkin, Breta og Atlanzhafsbanda- lagið sem eru hættulegir, svo mjög sem þeir hafa þó þrengt að hugmyndum hinna beztu íslendinga um sjálfstætt og óháð friðarríki. Öllum samning- um er hægt að rifta, einnig þeim sem grunnhyggn- ir menn ímynda sér að standa muni um eilífð alla. Hættan er fólgin.í þeirri hugarfarsbreytingu sem orðið hefur hjá valdamönnum þjóðarinnar og verulegum hluta almennings á tæpum tveimur áratugum. Þessi hugarfarsbreyting er svo alger að henni mætti helzf líkja við heilaþvott; þegar sagnfræðingar framtíðarinnar bera saman það sem Gylfi Þ. Gíslason, Ólafur Thors og aðrir slíkir sögðu um sjálfstæði íslands í styrjaldarlok og tveimur áratugum síðar, munu þeir eiga erfití með að trúa því að jafn andstæðar hugmyndir hafi tekið bólfestu í sömu heilunum á svo skömm- um tíma. Aldrei hefur þessi niðurlæging birzf jafn greinilega og í hinni áfjáðu sókn valdhafanna eftir því að innlima ísland í Efnahagsbandalag Evrópu; þeim var það greinilegt tilfinningamál að leggja þetta smáríki að velli, og þeim fannst þeir hafa orðið fyrir verulegu áfalli þegar það mistókst. Stjórnarherrarnir hafa þannig komizt að þeirri niðurstöðu á aðeins 19 árum að hugsjón- in um sjálfstætf íslenzkt þjóðríki fáí ekki staðizt, nú verði að yfirgefa litlu kænuna og ráðast í staðinn í skipsrúm hjá öðrum; það eru þessi skoð- anaskipfi sem eru háskalegri en allir samningar. jþað er engin nýjung h'vorki hér á íslandi né ann- arstaðar að valdhafar spillist og fýni trú sinni; hitt er verra þegar þeir sýkja út frá sér, og einn- ig það hefur verið að gerast hér á landi. Menn- irnir sem hættir eru að frúa á sjálfstæði Islands hlutu meirihluta atkvæða í kosningunum á sunnu- daginn var. Eflaust hafa býsna margir kjósendur ekki áttað sig á því hvaða skoðunum þeir væru að vofta traust, en andvaraleysið er lítil huggun; einnig það er sönnun þess hversu mjög hefur gengið á þann vökula sjálfstæðisvilja sem gagn- sýrði þjóðina 1944. Því er sjálfstæðisbaráttan ó- jöfn og tvísýn um þessar mundir og leggur mönn- um meiri skyldur á herðar en nokkru sinni fyrr. — m. Sunnudagur 16. júní 1963 Lasker gegn Botvinnik Nú þegar Botvinnik hefur að flestra tali unnið sér til frambúðar titilinn fyrrverandi heimsmeistari, þá er ekki úr vegi að mæla hann við heims- meistara fortíðarinnar. Sú skák, sem ég birti hér, í því skyni, er að vísu engin módel- skák, en hefur sögulegt gildi að því leyti, að hún er ein af fjórum skákum, sem þeir tefldu alls síni á milli Lasker og Botvinnik og sú eina þeirra, sem ekki lauk með jafntefli. Hafa ber I huga aldursmun keppenda, þegar skákin var tefld. Skáin er tefld á skák- þingi í Moskvu snemma árs 1936, en þá var Lasker 67 ára að aldri en Botvinnik 24. Ald- ursmunurinn er 43 ár. Á þeim tíma er skákin var tefld, var Lasker landflótta frá heima- landi sínu, eignum sviptur og forsmáður af valdamönnum þar, en Botvinnik naut hins- vegar hins bezta atlætis á flestum sviðum, mikilsvirtur af löndum sínum, æðri sem lægri. En þjóðfélagslegar aðstæð- ur og atlæti hljóta ávallt að verka sterkt á athafnir manna til hins betra eða verra. Á skákþingi þessu voru 10 þátttakendur og tefld tvö- föld umferð. Sigurvegari varð Kúbu- maðurinn Capablamka, fyrr- verandi heimsmeistari með 13 <§. vinninga, en Botvinnik var í öðru sæti með 12 vinminga. Lasker hreppti 6. sæti með 8 vjnninga...... Nú skulum við renna yfir skákina, sem ég vék að: Hvítt: Botvinnik. Svart: Lasker. RETI-BYRJUN. 1. Rf3, d5 2. c4, e6 3. g3 Rf6 4. Bg2, Be7 5. 0—0, 0—0 6. d4, Rb—d7 'kólaslit at Staðarfelli Sunnudaginn 26. maí var Hús- mæðraskólanum að Staðarfelli slitið að aflokinni guðsþjónustu. Séra Ásgeir Ingibergsson prédik- aði. í skólaslitaræðunni gaf for- stöðukonan, frú Ingigerður Guð- jónsdóttir yfirlit yfir starfið á liðnum vetri. Kennslan í skólanum hófst 24. október og stóð til 26. maí. Kennarar við skólann auk for- stöðukonu voru frú Bryndís Steingrímsdóttir handavinnu- kennari og ungfrú Sigurveig Ebbadóttir, sém kenndi vefnað. — Auk þess kenndi séra Ásgeir Ingibergsson íslenzku og uppeld- isfræði. — Ráðsmaður skólans var Ingólfur Eyjólfsson. Heilsufar nemenda var mjög gott og námsárangur góður. Sumar námsmeyjarnar höfðu af- kastað allt að 60 munum í handavinnu og vefnaði en að jafnaði munu þeir hafa verið um 40. — Hæstu einkunn hlaut Sigvarðína Guðmundsdóttir frá Hólshjáleigu í Hjaltastaðaþinghá. önnur hæsta varð Guðrún Gunn- arsdóttir frá Ytri-Ásum í Skapt- ártungu. Hlutu þær báðar verð- laun í peningum frá Breiðfirð- ingafélaginu í Reykjavík. Þriðja varð Kristín Kristbjömsdóttir, Eiríksbúð, Snæfellsnesi. Hlaut hún að verðlaunum bók frá or- lofsnefnd kvenna í Dalasýslu. Nýbreytni í skólastarfinu í vet- ur var það að þar dvöldust 17 orlofskonur í allt að viku hver — ti) mikillar ánægju sér og nemendum. (Líklega var betra fyrir svartan að drepa þegar á c4 eða leika 6. — — c5 og fá þannig fram hina svonefndu Taí-raschvöm). 7. Rc3, dxc4 (Þessi leikur reynist eltki vel. Hvítur fær sterkt mið- borð og á ekki í miklum örð- ugleikum með að vinna peðið til baka. 7----c5 er liklega bezt). 8. e4, c6 9. a4, a5 (Leikið til að fá tryggan stað fyrir riddarann á b6, en allt er kei-fið þunglamalegt hjá svörtum). 10. De2, Rb6 11. Hdl, Bb4 12. Re5, De7 (Hugmynd Laskers er lík-r" lega þessi: 13. Rxc4, Rxc4 14. Dxc4, e5 15. d5, Bg4 16. f3, Dc5f 17. Dxc5, Bxc5f 18. Kfl, Bd7, og svartur er ekki sem verst á vegi staddur. Botvimn- ik treystir því stöðu sína bet- ur, áður en hann tekur peðið). 13. Be3, Bd7 14. Rxc4, Rxc4 15. Dxc4, b5 (Þessi leikur veikir nokkuð stöðu svarts, en hins vegar var ekki svo auðvelt fyrir hann að losa um sig. Ekki er lengur áhættulaust að leika -----e5). 16. De2,------ (16. axb5, cxb5 17. Rxb5 mundi létta um of á svörtum og gefa honum færi á c-lín- unni). 16.------Ha—b8 (Botvinnik fær nú taktiskt færi, sem hann lætur sér ekki úr greiptun ganga. En svartur átti þegar í afskaplegum erf- iðleikum). 17. axb5, cxb5 18. e5, Re8 (18.------Rd5 tapar peði). 19. d5, exd5 (Óglæsilegt. En 19. — — Bxc3 20. d6, Dd8 21. bxc3 væri ekki heldur glæsilegt fyrir svartan). 20. Rxd5, Dxe5 (Hvort þetta er yfirvegað sjálfsmorð ’ eða afleikur er ekki gott að segja. Það skipt- ir heldur ekki miklu máli, því svartur gat litla björg sér veitt. T. d. 20. — — Dd8 21. M. Botvinnik Rxb4 og síðan 22. Ha7 og biskupinn á d7 fellur. Skárra væ'ri 20. — — De6, en eftir 21. Rxb4 axb4 22. Bc5 er svartur auðvitað tortíming- unni ofurseldur). 21. Rxb4 og svartur gafst upp, því biskupinn á d7 fellur. Júníbók Almenna bókafél, Út er komin hjá AB bók mán- aðarins fyrir júnímánuð. Er það INDLAND eftir Joe David Brown í þýðingu Gísla Öláfssonar. Er þetta 6. bók féiagsins i bóka- iflokknum LÖND OG ÞJÖÐIR. Indland mun íslenzkum les- endum um flest lítt kunnugt land og framandi, en hér gefst kostur á greinargóðu og fróðlégu yfirliti um land og þjóð, sögu Indlands og glæst.an og stundum blóðídrifinn feril indversku þjóð- anna. Áherzla er lögð á stöðu Indlands í dag og hina öru þró- un, sem þar hefur orðið eftir frelsistöku landsins, og sérstak- ir kaflar eru helgaðir leiðtogum Indverja á þessari öM, Gandhi og Nehrú. I öðrum köflum er m.a. rætt um hina fornu menningu Indverja og andlega arfðleifð, trú, heimspéki og listir Höfundur bókarinnar, Joe David Brown. starfaði um ára- bil sem fréttamaður Times og Life í Nýju Delhí og kynntist þá landi og þjóð náið. Frásögn hans er, eins og annarra höfunda þessa bókaflokks, Ijós og skýr og mjög læsileg, og henni fylgj.a á annað hundrað valinna mynda af landi og þjóð í daglegri önn og á hátíðastundum, fornum og nýjum mannvirkjum og lista- verkum. Myndir bókarinnar eru prent- aðar í Veróna á Italíu. en prent- un alls lesmáls hefur prentsmiðj- an Oddi annazt. Bókin er bund- in í Sveinabókbandinu. KROSSCÁTA 12 -1963 LÁRÉTT: 1 fönn, 6 op, 8 skikkja, 9 smá- veru, 10 ákvað, 12 flugtæki, 14 lengra, 16 karlmannsnafn, 18 fuglinra, 21 gróður, 23 hrekja 25 félagar, 28 úir, 29 skyldasti, 30 auðug, 31 heppnaðist. LÓÐRÉTT: 1 upphæð, 2 danir, 3 snið, 4 ónýtur, 5 kyrrði, 6 dýr, 7 fuglinn 11 prúð- búin, 13 fugl, 15 upphefð 16 stuttur, 17 óveður, 19 svívirðing, 20 ekki, 22 bölvað, 24 híma, 26 matarforði, 27 plokkað. LATJSN Á KROSSGÁTU NR. 11. — LÁRÉTT: 1 liálfvitar, 6 sin, 8 kappinn, 9 stóll, 10 röðull, 12 asnaleg, 14 annt, 16 skeina, 18 ábótar, 21 ugla, 23 rósóttar, 25 kista, 28 traðk, 29 draugur, 30 ami, 31 norð- lens'k. Lárétt: 1 hákur, 2 lapið, 3 veizlan, 4 tinn- an, 5 rósin, 6 stórlát, 7 nálægur, 11 örk, 13 stál, 15 naut, 16 skratta, 17 elskaði, 19 bak- fall, 20 a't. 22 gandur, 24 tíkin 26 sygin, 27 afrc’-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.