Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. júní 1963 HÖÐVIUINN SÍÐA Rambler Classic vekur athygli hér Rambler Classic er með sex strokka 138 ha. vél, sem eyðir u.þ.b. 11-12 lítrum a£ benzíni á 100 km. Útvarp, sjálfskipting og vökva- stýri verður að panta sérstak- lega. Fyrirtækið Jón Loftsson h'/i hefur nýlega hafið innflutning á Rambler Classic bílum frá nýj- um samsetningarverksmiðjum í Belgíu, en bílamir eru fram- leiddir í Bandaríkjunum. 1 sam- bandi við þessi viðskipti var nýlega hér á ferðinni eftirlits- maður frá Belgíu og á hann að fylgjast með því, að varahluta- og viðgerðaþjónusta fullnægi hin- um ströngu kröfum verksmiðj- anna. Rambler bíllinn er nú í fyrsta sæti sem útflutningsbíll frá Bandaríkjunum og á innanlands- markaði þar hefur hann verið i öðru sæti. Hingað til lands voru fyrir skömmu komnir um 30 bílar og von á um 40 til viðbótar og verkstæðisrými er þegar fyrir hendi fyrir fjóra bíla í einu, en verður aukið um helming á næst- unni auk þess sem fluttar verða inn birgðir varahluta. Rúmlega 30 leigubílstjórar hafa nú fengið, eða eru í þann veg- inn að fá Rambler bíla og verða í framtíðinni ævinlega fyrirliggj- andi um fimm bílar á lager til tafarlausra afgreiðslu til leigu- bílstjóra. Til leigubílstjóra kost- ar Rambler bíllinn um krónur 210.000. Það er til marks um ágæti Ramblersins, að Motor Trend tímaritið í Bandaríkjunum valdi hann „bíl ársins 1963“. Sökum þess hve verksmiðjunum hefur tekizt vel með þessa gerð mun hún litlum breytingum taka næstu árin, en hinsvegar er væntanleg á markaðinn í haust ný gerð af Rambler American, sem er aðeins minni. Verð á Rambler classic til al- mennings er krónur 270.000 mið- að við að hann sé fluttur inn frá Belgíu, hinsvegar væri verð- ið 20-25.000 krónum hærra ef hann kæmi frá Bandaríkjunum. Veldur því hærri flutningskostn- aður. Fimmtugur á morgun Kristján Jensson 50 ára verður á morgun 17. juní Kristján Jensson. Ekki mun til sá Ólafsvíkingur, að hann þekki ekki Kristján Jens- son. Svo mikið hefur hann komið við sögu Ólafsvíkur og svo oft hefur svarrað um hann þar vestra. Ekki verður í stuttri afmæliskveðju rakin ævisaga Kristjáns, enda maðurinn á miðjum aldri, en fæddur er hann í Ólafsvík og komungur missti hann föður sinn. Móðir hans stóð ein uppi með fjölda barna og varð að koma hluta þeirra í fóstur. Kristján ólst upp í Miklaholtshreppi, en vart var hann kominn af unglings- árunum, er hann flutti aftur til Ólafsvíkur. Og síðan er saga hans samgróin Ólafsvík — og þar átti hann eftir að láta til sín taka. Ólafsvík, þessi staður, sem er steinsnar frá beztu fiskimiðum heimsins, á þessum stað var áður fátækt meiri, en víðast annars staðar, og aðstaða til útgerðar óvíða verri. Ströndin á utanverðu Snæfellsnesi var hafnlaus, allt athafnalíf var á eftir tímanum framkvæmdir ríkisvaldsins í hafnarmálum voru með slíkum endemum, að fólk var á hung- urstigi. Það var enginn leikur á þessum árum að heyja verka- lýðsbaráttu í Ólafsvik. barátta fyrir einfaldasta rétti kostaði harðar sviptingar. Verkalýðsfélag var stofnað 1938, Kristján Jensson var fyrstu tvö árin varaformaður, en síðan formaður i samfellt 20 ár. Það stóð oft styrr um Kristján á þessum árum, en það fylgdi honum líka hress- andi gustur, og í höndum hans varð Verkalýðsfélagið Jökull forystufélag við Breiðafjörð. Á Kristján hlóðust hin fjöl- þættustu trúnaðarstörf, hrepps- nefnd o.fl. En tvennt held ég hafi verið honum hugstæðast, baráttan í verkalýðsfélaginu og störfin í haf'nannefnd Ólafs- víkur. I 12 ár var hann í hafn- amefnd Ólafsvíkur, þar af oft formaður. Höfnin var skilyrði allra góðra hluta, og í barátt- unni fyrir henni naut sin vel snerpa Kristjáns og málafylgja. Enda sá á að um leið og hafn- arskilyrði bötnuðu þá varð Ól- afsvík á skömmum tíma einn mesti uppgangsstaður á land- inu. Ég efast um að mörg þorp á landinu hafi átt öllu harð- snúnari formann í verkalýðs- félagi. Þetta er að verða saga Ólafsvíkur, en svo samgróin er Kristján Ólafsvík, að vart er hægt að skýra frá Kristjáni, án þess að nefna Ólafsvík um leið. Eins og á má sjá, er Krist- ján félagsmálamaður mikill og ræðumaður með afbrigðum og allra manna skemmtilegastur í hópi vina og félaga. Menn, sem staðið hafa í langri verka- lýðsbaráttu verðskulda miklar þakkir og ég hygg, að það hafi orðið Ólafsvíkingum heilla- drjúgt hið harðsnúna starf hans í verkalýðsfélaginu og ötult starf í hafnarmálum Ólafsvík- inga, þótt ekki sé fleira upp talið. Á síðasta ári flutti Krist- ján til Reykjavíkur vegna heilsubrests og býr nú á Nökkvavogi 15. Um leið og ég óska honum góðs bata, sendi ég honum og hinni ljúfu konu hans, Fríðu Bjömsdóttur, hlýj- ar kveðjur á þessum góða degi. Undir þær óskir munu margir taka. G. J. G. Orðsending Kaffi og heitar vöffiur og pönnukökur verða veitt í Tjam- argötu 20 þann 17. júní frá kl. 3 e.h. til ágóða fyrir styrktar- sjóðinn. STJÓRNIN. Geimfarinn Framhald af 1. siðu. tunglin sem send hafa verið frá Sovétríkjunum undanfarið rúmt ár voru stærri og full- komnari en nokkur önnur gervi- tungl sem skotið hafði verið á loft. Fyrsta sólarhringinn sem Bikov- skí var á lofti gekk allt að ósk- um og öll tæki geimfarsins störf- uðu eins og til var ætlast. Víða um heim hefur verið fylgzt með ferðalagi hans og hann hefur sent kveðjur til ýmissa landa sem hann hefur farið yfir, þann- ig m.a. til bandarísku þjóðarinn- ar. Áður en hann lagðist til svefns á föstudagskvöldið hafði hann neytt vænnar máltíðar, nauta- seikur og kjúklings. Vísitalan Kauplagsnefnd hcfur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun júnímánaðar og reynd- ist hún vera 131 stig eða óbreytt frá vísitöiunni í maíbyrjun. Matráðskona Síldarstúlkur — Undirritaðan vantar síldarstúlkur á RAUFARHÖFN — VOPNAFJÖRÐ og SEYÐISFJÖRÐ. Á stöðum þessum voru saltaðar 35 þúsund tunnur s.l. sumar. — Stúlkumar verða fluttar á milli staða. Upplýsingar á Hótel Borg — herbergi .301. Jón Þ. Árnason bifrelðaleigan HJÓL Hverfisgötu 82 Sími lfi-370 ! i ! * i ! D A G S K R A hátíðahaldanna 17. júní 1963 ! I. Dagskráin hefst: Kl. 10,00 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík. Kl. 10,15 Forseti borgarstjómar leggur blómsvejg frá Reykvíking- um á leiðj Jóns Sigurðssonar. Karlakór Reykjavíkur syng- ur: „Sjá roðann á hnjúkunum háu“. Stjórnandi: Jón S. Jónsson. Einsöngvari: Guðmundur Jónsson Kl. 10,30 Lúðrasveitir barna og unglinga leika við EUiheimilið Grund qg Dvalarheimili Aldraðra Sjómanna. Stjórnend- ur: Karl O. Runólfsson og Páll Pampichler Pálsson. n. Skrúðgöngur: Kl. 13,15 Safnazt saman við Melaskóla, Skólavörðutorg bg Hlemm. Frá Melaskólanum verður gengið um -Furumel, Hringbraut, Skothúsveg, Tjarnargötu og Kirkjustræti. Lúðrasveit Reykjavíkur og lúðrasveit bama. og ung- lingaskóla Reykjavíkur leika. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. Frá Skólavörðutorgi verður gengið um Njarðargötu, Lauf- ásveg, Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Lækjargötu og Skóla- brú. Lúðrasveitin Svanur og lúðrasveit bama- og ung- lingaskóla Reykjavíkur leika. Stjómendur; Jón G. Þórar- insson og Karl O. Runólfsson. Frá Hlemmj verður gengið um Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Pósthússtræti. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi: Ólafur L. Kristjánsson. FyTÍr skrúð- göngunum ganga skátar með íslenzka fána. JII Hátíðahöldin við Austurvöll: Kl. 13,40 Hátíðin sett af formanni Þjóðhátíðarnefndar, Ólafi Jónssyni. Gengið í kirkju. Kl. 13,45 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédikun: Vígslubiskup séra Bjarni Jónsson. Einsöngur: Kristinn Hallsson. Organleik- ari: Dr. Páll ísólfsson, tónskáld. Dómkórinn syngur. Þess- ir sálmar verða sungnir: Nr. 43 Lát vom Drottinn .... Nr. 664 Upp þúsund ára þjóð .... Nr. 675 Faðir andanna. Kl. 14,15 Forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, leggur blóm- sveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðs- sonar. Lúðrasveitirnar leika þjóðsönginn. Stjómandi Páll Pampichler Pálsson. KI. 14,25 Forsætisráðherra, Ólafur Thors. flytur ræðu af svölum Alþingishússins. Lúðrasveitirnar leika „fsland ögrum skorið". Stjómandi Karl O. Runólfsson. Kl. 14,40 Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishússins. Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona flytur. Lúðrasveitimar leika: „Yfir vom ættarlandi“. Stjórnandi Jón G. Þórarinsson. IV. Barnaskemmtun á Arnarhóli- Stjómandi og kynnir; Klemenz Jónsson, leikari. Kl. 15,00 Lúðrasveit drengja: Stjómendur Karl O. Runólfsson og Páll Pampichler Pálsson. Ávarp: Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi. Flutt atriði úr barnaleiknum Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjöm Egn- er. Þar koma fram Mikki refur, Lilli Klifurmús og mörg önnur dýr. Leikendur: Bessi Bjarnason, Ámi Tryggva- son o.fl. Baldur og Konni skemmta. Barnakór Lauga- lækjarskóla syngur undir stjórn Guðmundar Magnússon- ar, skólastjóra. Stutt atriði úr „Pilti o.g stúlku“. Leik- endur: Valur Gíslason og Klemenz Jónsson. Lúðrasveit drengja leikur. Leikþáttur; „Pétur pylsa og Kalli kúla“. Leikendur Bessi Bjamason og Árni Tryggvason. Savanna- tríóið syngur. Undirleik annast Carl Billich. V. Hljómleikar á Austurvelli: KI. 16,15 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi; Páll Pampi- chler Pálsson. Stjómandi: Jón G. Þórar- i I VI. A Laugardalsvellinum: Kl. 16,30 Lúðrasveitin Svanur leikur, insson. KI. 17,00 Avarp: Baldur Möller, formaður í. B. R. Skrúðganga íþróttamanna og skáta. Glímusýning; Glímumenn úr Ár- jú manni og K.R. sýna undir stjórn Þorsteins Krjstjáns- " sonar. Stúlkur úr Ármanni sýna akrobatik. Drengjaflokk- fe ur Í.R sýnir fimleika undir stjórn Birgis Guðjónssonar. fe Piltar úr Ármanni sýna júdó undir stjórn Sigurðar ® Jóhannssonar. Karlaflokkar K.R. og Ármanns sýna fim- leika undir stjórn Jónasar Jónssonar. Þjóðdanssafélag Reykjavíkur sýnir þjóðdansa undir stjórn Svav- ars Guðmundssonar. Boðhlaup stúlkna og drengja frá íþróttanámskeiðum Reykjavíkurborgar. Keppni í frjáls- um íþróttum: 100 m grindahlaup — 100 m hlaup — 400 m hlaup — 1500 m hlaup — kúluvarp — kringlu- kast — stangarstökk — hástökk —■ þrístökk — 1000 m boðhlaup. Keppt er um bikar, sem forseti íslands gaf 17. júní 1954. Keppni og sýningar fara fram samtímis. Leikstjóri: Jens Guðbjömsson. Atli Steinarsson og Örn $ Eiðsson kynna ! ! VII Kvöldvaka á Arnarhóli: KI. 20,00 Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi Jón G. Þórarinsson. Kl. 20,20 Kvöldvakan sett: Valgarð Briem, ritari Þjóðhátíðanefnd- ar. Lúðrasveitin Svanur leikur: „Hvað er svo glatt“. Karla- kór Reykjavíkur syngur. Stjómandi: Jón S. Jónsson. Ein- söngvarar: Guðmundur Guðjónsson og Guðmundur Jóns- spn óperusöngvarar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Gejr Hallgrímsson, flytur ræðu. Lúðrasveitin - Svanur leikur Reykjavíkurmars eftir Karl O. Runólfsson. Höfundurinn stjórnar. Einsöngur: Ólafur Þ. Jónsson. Undirleikari: Ól- afur Vignir Albertsson. Kveðja frá Vestur-fslendingum. Valdimar J. Líndal, dómari frá Winnipeg flytur. Tví- söngur og kvartett; Jón Sigurbjörnsson, Erlingur Vigfús- son, Sigurveig Hjaltested og Svala Nielsen. Gamanþáttur: Koma Ingólfs eftir Svavar Gests. Leikendur: Árni . Tryggvason, Herdís Þorvaldsdóttir, Bessi Bjamason og | Gunnar Eyjólfsson. ■ VIH. Dans til kl. 2 eftir miðnætti: Kynnir á Lækjartorgi: Svavar Gests. Að kvöldvökunni lokinni verður dansað á eftirtöldum stöðum: Lækjar- torgi: Hljómsveit Svavars Gests. Einsöngvarar: Anna Vil- hjálmsdóttir og Bertj Möller. — Á Aðalstræti; Lúdó- sextettinn. Einsöngvari: Stefán Jónsson. — Á Lækjargötu: Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar. Einsöngvar- ar: Sigríður Guðmundsdóttir og Björn Þorgeirsson. — Hljómsveit Björns R. Einarssonar leikur til skiptis á öllum dansstöðunum. Einsöngvari: Anna Kristjánsdóttir. KI. 02,00 Dagskrárlok. Hátíðahöldunum slitjð frá Laekjartorgi. I * I ! J Gæzla fyrir börn sem kunna að tapast verður | í Alþýðuhúskjallaranum meðan á Barna- | skemmtuninni á Arnarhóli stendur. Einnig við | 'f s*"'" ovrv. Útvegsbankann um | I SV.R. afgreiðslu kvöldið. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.