Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.06.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞIÖÐVILÍINN Sunnudagur 16, júní 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT þér ótal tækifæri og nú er mér nóg boðið.“ Gamet tók eftir mörgu í senn •— dyr opnuðust. fótatak heyrð- ist úr öllum áttum, stúlkur hróp- uðu skelfdar og hvöss karl- mannsrödd sagði: „Frá þarna stúlkur og verið rólegar. Það er alvara á íterðum“. Charles sagði: „Ég hafði gert mér vonir um að fá þig til að sjá að þér en nú ertu stödd í þessu húsi og það er öllum aug- Ijóst að þú ert ekki fær um að annast uppeldi bams“. Gamet tók andköf af reiði. Stefán orgaði, bæði af hræðslu og af því hve fast hún hélt um hann. Úr rúminu hejrrði hún Texas segja veikum rómi: ,3ölvuð, falska lyddan þín“. Charles var rólegur og sig- urviss. Augu hans glóðu. Þegar hann tók aftur til máls var rödd hans lág en skýr, endaþótt Stefán gréti og Texas formælti. Reiði hans var þeim mun meiri sem hann fann til vanmáttar síns. Frammi í ganginum hróp- aði Estella til stúlknanma á spænsku. Charles sagði: „Briggskipið Lydia Belle sigl- tr til Boston innan skamms. Ég og kona mín förum með því til Boston til að gera upp dán- arbúið eftir fyrri mann hennar. Við tökum bróðurson minn með okkur“. „Ertu genginn ,af vitinu?" hrópaði Gamet. Hún titraði um allan kroppinn af reiði. Charles lét sem hnn heyrði ekki til hennar — „og þar skiljum við hann eftir, svo að hann geti gengið i skóla og alizt upp við mannsæmandi lífðkjör í stað þess umhverfis sem þú kýst hon- um til handa“. Gamet heyrði í Stefáni og Texas og Estellu. og fyrir utan húsið heyrði hún marr í kerr- um og öskur í nautum. En þó neyrði hún hvert einasta orð Hárqreiðslon PERMA, Garðsenda 21, giml 33968. Hárgreiðsln. oc snyrtistoía Dðmur, hárgreiðsla vlO allra hæfl. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstræt- Ismegin Siml 14662. H&rgrelðslnstofa austurbæjar TMaria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. simi 14656. Nuddstofa 4 aanu stað sem Charles sagði. Reiðin skerpti sjón hennar og heyrn og vöðvar hennar stæltust. Charles hélt áfram: „Við höfum ekki mátt til að orsaka hjá þér hugarfarsbreyt- ingu. En við viljum og getum tekið barnið frá þér“. „Nei, ég held nú síður“, sagði Gamet. Hún var svo reið að hún fann ekki til hræðslu. Hvernig í ósköpun- um hafði hann vitað hvar hana var að finna, hugsaði hún. en þessa stundina skipti það engu máli. Hún þrýsti baminu að sér, og hún beit saman tönnunum. „Þú skalt ekki fá hann. Ekki þótt ég þurfi að rífa í tætlur þennan viðbjóðslega. litla búk þinn. Ef þú svo mikið sem snertir barnið mitt —“ Charles greip framm í fyrir henni með Jyrirlitningarbros á vör: ,,Þú ert ekki falleg þegar þú ert reið, Garnet. og þú hefur ekki gott af því heldur. Ég stend ekki einn í þessu máli. Ég hef fyrirmæli um það frá of- urstanum sem er hæstráðandi í LoíS Angeles að þú eigir að af- henda mér bamið. Hér er plagg- ið. Sérðu það?“ Hann rétti fram skjal. Hann horfði á hana nístandi augum. Það var eins og tvær glóandi nálar styngjust inn í enni hennr ar. Hún fann næstum hvemjg sauð á þeim. Hún komst ekki lengra burt frá honum. því að hún stóð þegar með fætuma upp við rúmið sem Texas lá i, og útúr herberginu komst hún ekki, því að Charles stóð í gætt- inni. Fyrir aftan sig heyrði hún Texas segja eitthvað. hún vissi ekki hvað. Hatrið flæddi um hana alla. Stefán hélt áfram að gráta í fangi hennar. Hrædd- ur og kraminn af ofsalegum tökum hennar, fór hann að sparka í hana til að losna. Gam- et tók urn spriklandi fæturna á honum. Fingur hennar snertu byssuhylkið og hún fann byssuskeftið. Um leið vissi hún, hvað henni bar að gera. Það var jafnein- falt og að ganga beint af aug- um í sólskininu. Hún sá Charl- es með blaðið í hendinni og ill- gimislegt sigurbros, augabrýrn- ar eins og tvö fiðrildi yfir ó- hugnanlega stingandi augunum. Hún sá hann stíga skrefi fram- ar og taka í Stefán til að rifa hann af henni. Hún fann hvem- ig hún tók enn fastar um bam- ið, heyrði Stefán veina af hræðslu og fann ofsaleg spörk hans, og svo fann hún og heyrði að hleypt var af byssu hennar tvívegis, án þess að hún hefði eiginlega neitt fyrir því. Ramm- ur þefur barjt að vitum henn- ar. IFyrir framan hana seig Charles niður, hægt og sein- lega, og um leið hjöðnuðu mik- ilmennskudraumar hans. Hún stóð og starði á handaverk sin og hið eina sem kom upp í huga hennar fyTsta andartakið, var að henni bótti leitt að hafa gert svona mikið uppistand. 43 Skelkaður af hávaðanum barðist Stefán um af öllum kröftum. Garnet stóð hálflöm- uð, með vinstri handlegg hélt hún um drenginn, hægri höndin hékk máttlaus niður með hlið hennar og hélt enn um byss- una. Það var eins . og þetta tæki allt eaiman órtíma, en eftirá vissi hún að aðeins hafði liðið brot úr sekúndu áður en hún fann höndina á Texas taka um úlnlið sér og með hinni tók hann byssuna af henni. Hún vissi naumast af því. Hún horfði eins og dáleidd á b!óð- strauminn sem rann í áttina til hennar frá samanhnipruðu mannverunni á gólfinu. Um leið heyrði hún stúlkurn. ar veina og karlmennimir sem höfðu skipað þeim að vera ró- legum. hrópuðu og æptu í skelf- ingu. Hratt fótatak nálgaðist hana. Gamet heyrði það en hún vissi það varla fyrr en hún heyrði raddir tveggja manna og annar hrópaði: „Það er herra Hale!“ og hinn: „Hver gerði þetta? Hver gerði það, segi ég?“ Hún leit upp. Fyrir 'framan hana stóðu tveir piltar í her- mannabúningum, annar þeirra stóð í dyrunum, hinn laut yfir líkið. Þeir voru komungir. Sem snöggvast flaug henni í hug að þeir væru alltof ungir til að borfa á svona lagað. Áður en hún gæti jafnað sig. heyrðj hún Texas segja með ótrúlega styrkri röddu: „Ég gerði það, piltar“. Það vakti hana aí dval- anum. Hún sneri sér við. „Tex- as!“ hrópaði hún. „Hvað ertu að segja?“ „Það er bezt — þið farið héð- an út, piltar“. tautaði Texas. Annar hermaðurinn hafði tekið af honum byssuna og þegar Garnet fór aftur að andmæla, sagði Texas með erfiðismunum. „Hún er — móðursjúk. Fáið hana til að þegja“. „Þegið þér. kona“. sagði ann- ar pilturinn auðsveipur. Þeir gengu að dyrunum til að vama forvitnu fólki inngöngu. Úti fyrir voru stúlkur í óhrjálegum sloppum og Estella með sjal yfir sér og krullupinna í hár- inu og nokkrir náungar sem verig höfðu í nágrenninu og komu aðvífandi þegar þeir heyrðu skotin. Charies virtist hafa skilið eftir opið. Allir spurðu og þusuðu. Dym- ar opnuðust inn og piltamir gátu ekki lokað án þess að færa til lík Charlesar, þess vegna tóku þeir sér stöðu á þröskuld- inum og krosslögðu handlegg- ina og hrópuðu til fólksins að hypja sig burt. f þessum há- vaða og látum kraup Garnet hjá rúminu og sagði við Tex- as: „Láttu þér ekki detta þetta í hug. Ég ætla að segja þeim —“ „Gerðu það fyrir mig. mg- frú Gamet —“. Rödd hans titr- aði af ákafa. „Ungfrú Garnet, leyfið mér að taka þetta á mig“. ,,Það get ég ekki, Texas!“ ,,Ég hefði gert þetta sama ef ég hefði verið með byssuna“, sagði Texas. „Þeir geta ekki gert mér neitt úr þessu hvort sem er. Ég á ekki langt eftir“. Hann strauk um kollinn á Stef- áni. „Þú verður að hugsa um litla kútinn þinn“. Gamet heyrði Estellu gefa fyrirskipanir frammi á gang- inu-m. Með grófri og hásri rödd sinni sagði hún á víxl á lé- legri spænsku og lélegri ensku að Þær skyldu þoka Jrá. svo að Vesturbæjar verður lokuð frá 18. júní til 9. júlí n.k: I. DEILD íslandsmótið NJARÐVÍKURVÖLLUR kl. 17.00 KEFLAVÍK - AKRANES Dómari: Magnús Pétursson .— Línuverðir: Einar Hjartarson og Carl Bergmann. MÓTANEFND. legt. Jæja, — karlinn. Héma em myndir vinar míns. HANS PETERSEN H;F. Sími 2-03-13 Bankastraeti 4. ÚTBOÐ TilboS óskast í að byggja Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Útboðslýsinga og teikninga má vitja á skrifstofu Rannsóknaráðs ríkisins. Atvinnudeild háskólans, háskólalóðinni, gegn kr. 2.000.00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. júní n.k. kl. 11 f.h. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 ^ggy Sízai 24204 &*I«\>B]ÖRNSS0N 4 £0. p.o, BQX 13M • ttVKMVhC

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.