Þjóðviljinn - 19.06.1963, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 19.06.1963, Qupperneq 8
3 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. júni 1963 17 júní mótið Framhald af bls. 5. 5000 m. hlaup: Kristl. Guðbjömss. KR 15.44,6 Halldór Jóhanness. KR 16.28,0 Langstökk: Úlfar Teitsson KR Einar Frímannsson KR Gestur Einarsson HSK Spjótkast: Kjartan Guðjónsson KR Björgvin Hólm ÍR Valbjörn Þorláksson KR Sleggjukast: Þórður Sigurðsson KR Frjðrik Guðmundss. KR Birgir Guðjónsson ÍR Kringlukast kvenna: Hlín Torfadóttir ÍR 80 m. grindahl. kvenna: Sigr. Sigurðardóttir ÍR 15,5 Guðrún Svavarsdóttir KR 17,5 Jytte Mostrup ÍR 18,4 4x100 m. boðhl. karla; Sveit KR 45,0 sek. SEINNI DAGUR: 100 m. hlaup: Valbjörn Þorláksson KR 10,9 Einar Frímannsson KR 11,1 Einar Gíslason KR 11,2 Gestur Einarsson HSK 11,3 Ólafur Guðmundsson KR 11,4 400 m. hlaup: Kristján Mikkelsson fR 52,5 Helgj Hólm ÍR 53,5 Valur Guðmundsson KR 54.8 Sævar Gunnarsson HSK 55,0 110 m. grindahlaup: Valbjörn Þorláksson KR 15,6 Kjartan Guðjónsson KR 16,3 7,09 Sigurður Lárusson Á 16,3 6,83 1500 m. hlaup: 6,75 Kristl. Guðbjörnss. KR. 4.09,6 Agnar Leví KR 4.11,8 60,48 Jón Guðlaugss. UMFB 4.49,4 57,37 Hástökk: 57,02 Jón Þ. Ólafsson ÍR 2,00 Sigurður Ingólfsson Á 1.75 48,75 Halldór Jónasson ÍR 1,70 46,28 Þristökk: 45,67 Bjami Einarsson HSK 13,98 Ólafur Unnsteinsson ÍR 13,26 27,47 Kúluvarp: 27,43 Jón Pétursson KR 15,25 22,95 Guðm. Hermannsson KR 15,22 Artúr Ólafsson Á 14,55 Kringlukast: Jón Pétursson KR 45,99 Hallgr. Jónasson (Týr) 45,22 Friðrik Guðmundss. KR 44,21 Stangarstökk; Valbjörn Þorláksson KR Páll Eiríksson FH 3,81 100 m. hlaup kvenna; Halldóra Helgadóttir KR 13,3 Sigr. Sigurðardóttir ÍR 13,5 Maria Hauksdóttir ÍR 13,8 Sigrún Einarsdóttir KR 14,0 1000 m. boðhlaup: Sveit ÍR 2.05,1 mín. Drengjasveit KR 2.07,5 mín. AUSTIN GIPSY AUSTIN GIPSY er þrautreyndur á vegum og vegleysum. AUSTIN GIPSY er óvenju þægilegur í akstri. AUSTIN GIPSY er með benzin- eða diselvél. AUSTTN GIPSY er til afgreiðslu á stuttum tíma. Garðar Gís/ason h.f. BIFREIÐAVERZLUN Eiginmaður minn og faðir okkar, INDRIÐI WAAGE, lézt á Borgarsjúkrahúsinu þann 17. júní, Jarðarförin ákveðin síðar. Elísabet, Kristín og Hákon Jcns VVaage. Gamlar konur á torginu R' Móðir okkar Qg tengdamóðir, RAGNHILDUR THORLACIUS, andaðist 14. júní. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- klrkju miðvikudaginn 19. júní, kl. 13.30. Áslaug Thorlacius. Anna og Erlinguf Thorlacius. Sigríður og Birgir Thorlacius. Aðalheiður og Kristján Thorlacius. létt fyrir hádegi situr þú á bekk á skvernum við Púsjkinminnisvarðann inn- an um karla og kerlingar, sem eru komin á eftirlaun og haga sér eins og tíminn væri ekki til — og svo allskonar fólk, sem hefur lyllt sér stundar- kom á erilsamri verzlunar- ferð um miðbæinn. Þú ert til- tölulega ánægður með lífið því rétt áðan gekk maður fram hjá þér skammt frá Gnesín- tónlistarskólanum og spurði: — Afsakið þér, — voruð það ekki þér sem stjórnuðuð nem- endatónieikunum á föstudag- inn var? Þeir tókust alveg á- gætlega — sérstaklega Stabat mater ... Mikið var þetta hugulsamur maður. Sólin skein glatt á gler- byggða framhljð kvikmynda- hússins Rossía og grátt fúnk- isstórhýsi dagblaðsins Ízvestía. Þar höfðu birzt yfirþyrmandi lýsingar á lifnaðarháttum njósnarans Penkovskís. Enn- fremur var sagt frá ágætum viðtökum sem Fidel Castro hlaut í Uzbekistan — en þar hafði hann sezt uPP á traktor og ekið út á Hungursléttuna, sem nú er verið að rækta upp. En það er svo með dagblöð, að venjulega eru það smáar klausur sem mest er í varið: til landsins er kominn álitleg- ur hópur brezkra athafna- manna til að ræða viðskipti — blaðið sneri sér til eins þeirra, Leopolds de Rotschild banka- stjóra, og var hann ánægður með umræðumar og bjartsýnn á árangur. Rotschild ræðir kaupskap við Moskvukomma, ja hvílíkt grín. Myndi Vil- hjálmur Þór telja þetta svik við stéttina? Fyrr en varir erf þú orð- inn nokkurskonar þátt- takandi í samtali. Ég segi nokkurskonar þátttakandi, því stundum er ræðunni beþnt að þér, stundum að næstu kerl- ingum, stundum að heiminum yfirleitt. Og samtalið hefur hvorki upphaf né endi og er tþtölulega laust við forvitni. Að minnsta kosfi ert þú aldrei SPurður að neinu. Kannske er það vegna þess að öðrum að- ilum finnst þú svo ungur að það taki því ekki að spyrja þig frétta. — Svo er fólk að segja það vanti mjólk og hneykslast á biðröðunum og kallar betta skemmdarverk. herra trúr. hvað fólk getur verið vitlaust. Það hefur ekki rignt í háa herrans tíð og því engin spretta. Ekki étur kýr- in grjót, það skyldi maður halda.... Þetta er kona sem virðist um sextugt, fremur digur, í grænni peysu og rósóttum kjól og að sjálfsögðu með<S> voldugan skýluklút á höfði, ljósbláan, með hvítum dopp- um. Augun voru fremur lítil, því miður. sæmilega greindar- leg, nokkuð slóttug. Með ákaf- lega hægum handahreyfingum stakk hún upp i sig brauði og reyktu svínakjöti og tuggði virðulega. Það lá ekkert á. Og henni fan.nst semsagt að Moskvubúar vissu ekkert um búskap og sveitirnar yfirleitt. — En ég er fædd í sveit, sonur sæll, og ég veit hvað ég er að fara. Ég var ekki gömul þegar 'faðir minn var farinn að vekja mig klukkan fimm á morgnanna til að reka mig í sláttinn. O, ég þekki þetta allt saman... Hún sagðist vera að norð- an, eri norðlenzkur framburð- ur var horfinn úr hennar máli. Enda hafði hún flutzt til Moskvu árið 1905 og alltaf búið á sama stað „hérria rétt hjá Elísééf". Elísééf var stór- kaupmaður og átti miklar mat- vöruverzlanir í Moskvtí oS Pétursborg sem enn í dag eru við hann kenndar í daglegu talj. Þar er hátt til lofts eins og í melriháttar kirkja og geysimikið af ólýsanlegu nítjándualdarskrauti á veggj- um og í lofti, og þar er alltaf mejra og betra vöruúrval en á öðrum stöðum. Það hafa lið- ið mörg svöng ár og erfið ár síðan 1905 og því hagkvæmt að vera nágranni Elisééfs. J Iá, það var 1905 og nú er ég orðin áttræð, en því trúir enginn. segir hún og glottir. — Já, og hvar hef ég ekki unnið á þessum tíma, gæzkur — vinnukona var ég hjá kaup- manni, ég vann í verksmiðju, ég vann í vínkjallara, já og Eftir ÁRNA BERGMANN lengi vann ég í leikhúsi. Þekkti marga leikara. Það var skemmtjlegt líf í leikhúsinu, það held ég. Þú kannasf við Júzjín. Hann lék þarna sem- sagt. Já. það var gaman. Svona hef ég nú puðað í ein sextíu ár. hætti fyrir þrem árum. Margur hefur minna unnið. — Og færðu þá eftirlaun? spyr kerling sem situr hinum- megin, lítil og mjó, tannlaus og moldbrún eins og margar bóndakonur. ■— Af hverju spyrð þú heimskulegra spurninga, væna mín, segir sú áttræða ástríðu- laust. Auðvitað fæ ég eftir- laun. Hvernig ætti ég annars að lifa? — Kannske býrð þú hjá syni þínum eða svoleiðis, seg- ir sú mjóa og maular fiskbita. — Og þó svo væri. segir sú gamla, hef ég unnið í sextíu ár eða ekki? — mér er spum. — Ég átti einn $on, gæzkur, en hann dó í stríðinu. Ég gift- ist rétt fyrir stríðið, ekki þetta. neinei, fyrir hitt stríðið, 1914. Við bjuggum ekki nema eitt ár saman, því þeir drápu manninn minn við Krakow. — í tuttugu ár giftist ég ekki. Vann í leikhúsi semsagt. Það var ágætt. En svo fór mér að leiðast. Og þá skaut upp apótekara og ég giftist hon- um. Fyrir heimsku sakir. Æjá, er það nokkuð kaup sem þeir fá þessir apótekarar. Það hefði verið nær að giftast almenni- legum verkamanni. En svo dó hann líka — það eru nú bráðum futtugu ár síð- an.... Þú situr og jánkar öðru hvoru og furðar þig á því hvernig hægt er að tala um stóratburði ævisögunnar með ótrúlegri rósemd úr fjarlægð ellinnar — fjarlægð sem jafn- ar stórt og smátt, raðar at- burðum kæruleysislega upp á langa festi samkvæmt duttl- ungum minnisins. Og loksins er sem ekkert hafi gerzt — segir eitt skáld. Er það rétt? Annað skáld, ungt. rússneskt segir: ómerkilegt fólk er ekki til örlög þess eru eins og sögur reikistjarna. Hver þeirra býr yfir einhverju sérstöku og aðrar stjörnur líkjast henni ekki. 0 ^g síðan hef ég búið ein. — Ég bý vel gæzkur. Það er búið að hækka ellilaun- in. Ég fæ fjörutíu og fimm rúblur, þökk sé sovétskipulag- inu. Ég hafði líka safnað dá- litlu — í sextán ár fékk ég ellistyrk fyrir utan kaupið, og hann lagði ég til hliðar. En gullið sem ég átti einu sinni, það seldi ég þegar sulturinn var. Þá, eftir stríðið semsagt. fór ég upp í sveit. var á sam- yrkjubúi. Sló og skar ekki verr en í gamla daga, ónei. Bæjarfólkið sem var þarna glápti á mig alveg hissa eins og það hefði aldrei séð annað eins Ég var hengd upp á rauðu töfluna..... Þannig sátu nokkrir aldr- aðir borgarar í skugga þjóðskáldsins í heitri maísól. Sú áttræða hafði dálítið horn í siðu nágrannakpnu sinnar, þeirrar moldbrúnu, og kvartaði yfir því, að hún væri alltaf að þylja sömu söguna. Sonur hennar hefði flutt hana til Moskvu til að fá stærri íbúð; bömin sendu henni peninga; nú lifði hún sér til ánægju eins og hún segði. og af því^, húri væri orðin lejð á barna- börnunum. þá færj hún að heiman á morgnana, tæki með . sér morgunverð, spásséraði um búlivarðana. rabbaði við kunningjana. Allt 'þetta kom á dagskrá með skilum. Sú mjóa og moldbrúna var fremur hreykin af sjálfri sér og sagðist vera að yngjast upp öllsömul. — Tví, þakka skyldi þér, þú sem étur hænsni á hverjum degi, sagði aldursforsetinn. En það var ekki sjón að sjá þig þegar þú komst í bæinn. því máttu trúa. — Eigum við ekki að skreppa þama yfjr og fá okk- ur kaffi, sagði sú mjóa sátt- fús og benti á mjólkurmatsto.f- una sem áður var bjórsalur *— allt þar til forsætjsráðherrann hélt fræga ræðu um vínföng fyrir nokkrum árum. — Æ. það er bölvað gutl sem þeir eru með þarna, sagði sú gamla. Það er ekkert kaffi. Ég fer þá heldur heim og helli upp á sjálf... |j^ssar línur eru ekki » skráðar á blað í á- kv„ ,n og skynsamlegum til- gangi. Það vildi- einfaldlega svo til, að tal þessarar gömlu konu festist vel í minni; gam- allar konu, sem lifir nokkurs- konar jurtalífi og er þess- vegna sjaldan getið. Miklu skynsamlegra værj ef- laust að spjalla við Rósu Naúmovnu. Einhverju sinni hittum við hana fyrir utan Hús vísind- anna. Hún var í bezta skapi og sagðist koma þangað; tvisv- ar í viku í leikfimi og til að læra ensku. Þýzku og frönsku kunni hún frá fomu fari, en nú þurfti hún endi- lega að bæta við sig ensku. Rósa Naúmovna er 78 ára. Nokkrum mánuðum seinna fréttum við að hún hafi sér til upplyftingar flogið austur til Síberíu stigið þar á skip og siglt niður stórfljótið Jen- esei og allt til eyjunnar Dixom. spássérað þar um í heim- skautanáttúrunni og skemmt sér konunglega. Það er mikill munur á bessum tveim konum. hvernig þær mæta heiminum, og sjálf- sagt væri miklu skynsamlegra að spjalla við Rósu um lækn- isstörf í fimmtíu ár. En svo sem til afsökunar skulum við aftur vitna í Évtú- sjenko sem heldur því fram að ómerkilegt fólk sé ekki til: Sérhver á sér persónulegan. leynilegan heim. f þessum heimi er hið fegursta augnablik. f þessum heimi er hin hræðilegasta stund en allt þetta þekkjum við ekki. KATLARI I ★ Fyrir sjálfvirk kynditæki. ★ Fyrir súgkyndingu ★ Veljið aðeins það bezta. u VÉLSMIÐJA BJÖRNS MAGNÚSSONAR Keflavík — sími 1737. Aldrei er Kodak litfiíman nauðsynlegri en þegar teknar eru blómamyndir AJ/V. KODACHROMEII15 OIN KODACHROME X 19 DIN EKTACHROME 16 DIN HANS PETERSEN H.F. Sími 2-03-13 Bankastræti 4. 1 l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.