Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA MÖDVILJINN Fimmtudagur 20. júnl 1063 Dýrtíðin Framhald af 1. síðu. Sé aðéins miðað við hina op- inberu vísitölu framfærslu- kostnaðar þyrfti almennt tíma- kaup verkamann nú að vera kr. 31,26 til þess eins að vera jafnhátt og í janúar 1959. Til þess að verkamenn fengju sinn hlut af sivaxandi þjóðarfram- leiðslu og góðæri á tímabilinu þyrfti þessi upphæð að hækka til muna. Skylda ríkis- stjórnarinnar Fjölmennasta leikferðin Leikferð Þjóðleikhússins með leikritið Andorra mun vera fjöl mennasta leikferð, sem farin hefur verið hér á landi. 25 leik- arar og aukaleikarar taka þátt í þessari ferð. Ekki nægir að hafa minna en tvo stóra bíla i ferðina. Það þarf að hafa sér- staka bifreið fyrir Ieiktjöld og annan leiksviðsútbúnað. Að und- anförnu hefur leikurinn verið sýndur í nágrenni Reykjavíkur við mjög góða aðsókn. Húsfylli hefur verið á öllum stöðunum. Lagt var af stað til Norður- og Austurlands sl. þriðjudag. Fyrst verður sýnt á Akranesi. Þá verður haldiið til Sauðár- króks, og svo til Ólafsfjarðar, þaðan til Akureyrar og síðan á- fram norður og austur. Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir utan Þjóðleikhúsið þegar Ieikflokkurinn var að leggja af stað í ferðina. Útsvörin Framhald af 1. síðu. virka daga kl. 9—12 og 13—16, laugardaga 9—12, fram til 4. júli, en að kvöldi þess dags rennur út frestur til að kæra yfir út- 6vörunum. Að þessu sinni verður tekin upp sú nýbreytni að álagningar- seðlar verða bomir út til gjald- enda og eru prentaðar á seðlana þær upplýsingar sem lagðar eru eru til grundvallar við álagningu gjaldanna, útsvars, tekjuskatts o. s. frv. Á þetta að verða mönnum til hægðarauka við að sjá. hvort rétt er lagt á þá. Er nú verið að póstleggja álagningarseðiana. Þetta er i fyrsta sinn sem framtalsnefnd annast álagningu útsvara, en hún tók við af nið- urjöfnunamefnd á sl. ári. Nefnd- ina skipa Guttormur Erlcndsson formaður, Haraldur Pétursson, Zóphonias Jónsson, Bjöm Snæ- bjömsson og Bjöm Þórhallsson. Framleiðslan á Kjarna er nú orðin 172236 smálestir Aðalfundur Áburðarverksmiðj- unnar h.f. var haldinn i Gufu- nesi 19. apríl sl. Stjórnarformað- ur, Pétur Gunnarsson, setti fund- inn og kannaði lögmæti hans. Fundinn sátu hluthafar og um- boðsmenn þeirra fyrir 93,3% hlutafjárins. Fundarstjóri var kjörjnn Vilhjálmur Þór, seð a- bankastjóri, en fundarritari, Hall- dór H. Jónsson, arkitekt. Pétur Gunnarsson, deildar- stjóri, formaður verksmiðju- stjórnarinnar, flutti skýrslu stjómarinnar um rekstur og hag fyrirtækisins fyrir árið 1962. 1 árslok 1962 hafði verksmiðj- an starfað í 9 ár og framleitt samtals 172.226 smálestir af Kjama. Starfandi voru í árslok 115 marrns hjá fyrirtækinu og laun greidd yfir árið námu 13,8 milljónum króna. Framleiðsla ársins 1962 nam 19.836 smálestum og var það 3.228 smálestum minna en árið 1961. Samdrátturinn í framleiðslu varð einkum af tveim ástæðum: 1. Vegna minnkandi fáanlegrar raforku lækkuðu afköst um rúmar 1.000 smálestir. 2. Vegna bilana á spenni í verksmiðjunni varð fram- leiðsluskerðing um sem næst 2.150 smálestir, og olli hún um 4,15 milljón króna rekst- urstjóni. Þá skýrði formaður frá því, að lokið væri byggingu áburðar- geymslu, sem byrjað var á 1961, og ætluð er til geymslu Kjama og innflutts efnis til framleiðslu blandaðs áburðar. Ennfremur skýrði formaður frá því, að komastækkun Kjama, sem miðað hafði verið við að komin yrði í gang um vorið 1962, hefði ekki reynzt Framkvæmdir hafn- ar við Domus Medica Sl. föstudagskvöld hófust framkv. við miðstöð lækna hér í borg, Domus Medica, en húsinu hefur verið valinn stað- ur á horni Egilsgötu og Snorra- brautar, í næsta nágrenni vlð vlð Heilsuvemdarstöðina. Um 20 læknar voru viðstaddir þeg- ar Bjami Bjarnason læknir tók fyrstu skóflustunguna, en strax að því Ioknu hóf stórvirk jarð- ýta að róta upp jarðveginum. Áður en Bjami Bjamason c+cilrlr ctiinrtnTiíi V»ó1+ VipTvn ræðustúf. þar sem hann lýsti tildrögum og undirbúningi að þessari byggingu. Húsið var teiknað af þeim Gunnari Hans- , ni og Halldóri Jónssyni og verður 4 hæðir og kjallari. Á 1. hæð verður félagsheimili lækna, en á hinum hæðunum verða læknastofur, þar sem sér- fræðingar eiga að geta haft að- gang að fullkomnustu tækjum hver í sinni grein. Ekki hefur enn verið ákveðið hvað gert verður við kjallarann. Húsið, eins og það er ráðgert í fyrsta áfanga, verður 320 fermetrar að grunnfleti og reiknað er með að honum verði lokið eftir u.þ.b 2 ár. en þá er opinn möguleiki á 450 fer- rv>o+-q viðhvc'gineii. 1 stjóm Domus Medica eru auk Bjama Bjamasonar, sem er formaður, þeir Bergsveinn Ölafsson, Eggert Steinþórsson, Jón Sigurðsson og Oddur Ólafs- son. framkvæmanleg ennþá með þeim tækjum, sem keypt hefðu verið frá Allis Chalmers International, en að komin væri nú til lands- ins ný kvörn, er sett yrði upp í þessum tilgangi á næstunni. Vísaði formaður til skýrslu Runólfs Þórðarsonar, verksmiðju- stjóra um þetta mál. Að lokum skýrði formaður frá því, að á árinu 1961 hefði Á- burðarverksmiðjunni verið fal- inn rekstur Áburðarsölu ríkis- ins. Framkvæmdastjóri Hjálmar Finnsson las reikninga fyrir ár- ið 1962. Niðurstöðúr rekstrarreiknings sýna rekstrarhalla á árinu 1962, að upphæð kr. 2.312.176,06. Til þess að íþyngja ekki á- burðarverði vegna 4,15 milljón króna tjóns af völdum eins árs óhapps, svo sem spennibilunar- innar. var varasjóður látinn bera það tjón, og fullt framlag því innt af hendi til fymingasjóðs og varasjóðs. Reikningar félagsins voru síð- an samþykktir og ákvörðun tek- in um að greiða 6% í arð af hlutafé fyrir árið 1962. Undir sérstökum dagskrárlið gerði fráfarandi formaður, Vil- hjálmur Þór, ýtarlega grein fyr- ir þörf aukinnar framleiðslu köfnunarefnisáburðar í landinu og aðkallandi stækkunar Áburð- arverksmiðjunnar. Meðal annars benti hann á, að frá því undirbúningur að verksmiðjubyggingunni hófst ár- ið 1950 hafi notkun köfnunar- efnis í landinu aukizt um 20 þús. smálestir miðað við Kjama, og var notkunin árið 1962 tæp- ar 27 þúsund smálestir, en mesta afkastageta verksmiðjunnar 24 þús. smálestir á ári, miðað við að engar takmarkanir séu á raf- orku til hennar. Um áburðarþörf næstu ára sagði hann, að ekki yrði sagt til um með nákvæmni, en áætla mætti þörfina 1968, 32—39 þús. smálestir og árið 1973, 48—67 þús. smálestir. Virtist af þessu þörf á tvöföldun afkasta verk- smiðjunnar. Þá sagði hann, að byrjunar- athuganir hefðu þegar verið gerðar á öllum möguleikum fram- ferðir til greina, þ.e. stækkun á grundveUi vetnisframleiðslu með rafmagni, eins og nú er gert, en hin leiðin, sem mjög hefur rutt sér til rúms, byggð- ist á innflutningi jarðolíu til framleiðslu vetnis. Sagði hann, að stjómin hefði ákveðið að gera ráðstafanir til að ýtarlegar athuganir verði gerðar á öllum mögueikum fram- leiðsluaðferða til stækkunar Vf»rkqmiðiin"»npr og um leið hvort hagkvæmt gæti verið að flytja inn ammóníak til að við- halda 24 þús. smálesta ársaf- köstum og bæta þannig upp skert afköst af völdum minnk- andi fáanlegrar raforku. Að lokum kvað Vilhjálmur það von stjórnarinnar að væntan- legar áætlanir leiddu til við- bótarverksmiðju, sem risi í Gufunesi til hagsbóta fyrir þjóð- félagið. Endurkjörnir í stjómina voru Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra og Jón Ivarsson, for- stjóri, varamenn þeirra Halldór H. Jónsson, arkitekt og Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri, svo og endurskoðandi Halldór Kjart- ansson, stórkaupmaður. Stjóm Áburðarverksmiðjunnar h.f. skipa nú: Pétur Gunnarsson, deildar- stjóri,, formaður, Halldór H. Jónsson, arkitekt, varamaður Ingólfs Jónssonar. landbúnaðar- ráðherra, Jón Ivarsson, forstjóri, Tómas Vigfússon, byggingameist- ari, Vilhjálmur Þór, Seðlabanka- stjóri. Kauphækkun sú sem nú hef. ur verið samið um er þannig aðeins eins konar vísitölu- uppbót vegna verðhækkana frá því i maí í fyrra. Og launþeg- um mun að vonum ofarlega í huga hvort stjórnarvöldin taki ekki einnig þess uppbót aftur á örfáum mánuðum mcð nýrri dýrtíð. Þróunin einmitt þessa sömu daga spáir ekki góðu. Mjólkurafurðir hækkuðu um síðustu helgi. Veruleg hækkun á útsvörum er að koma til fram- kvæmda. Ferðalög með langferða- bílum og strandferðaskipum hafa nýlega stórhækkað. Ný hækkun á landbúnaðarvörum kemur fljót- lega til framkvæmda sam- kvæmt viðreisnarlöggjöfinni. Og þannig mætti lengi telja. Nú þegar rikisstjórnin hefur beitt sér fyrir rann- sókn á því hversu mikil end- anleg kauphækkun megi vera, ætti það að vera lág- marksskylda hennar að tryggja óskertan kaupmátt launa meðan sú rannsókn fer fram, annaðhvort að koma í veg fyrir almcnnar verð- hækkanir eða tryggja laun- þegum bætur jafnóðum. Að öðrum kosti mun kaupgjald- ið enn dragast aftur úr verðlaginu og launþegar fá versnandi aðstöðu til að rétta hlut sinn eins og þörf er á. Vöruskiptajöfn- nðurinn óhag- stæður Samkvæmt bráðabirgða yfir- liti Hagstofu Islands um verð- mæti inn- og útflutnings í april 1963 reyndist vöruskiptajöfnuður- inn í mánuðinum óíhagstæður um 108.2 millj. króna, en i apríl 1962 var hann óhagstæður um 44.2 millj. króna. Samkvæmt sama yfirliti var vöruskiptajöfnuðurinn frá ára- mótum til aprflloka í ár óhag- stæður um 41.6 millj. króna en var á sama tímabili 1962 óhag- stæður um 147.6 millj. króna. 17. júní hátíða- höld ÓLAFSVÍK í gær. — Myndar- leg hátíðahö’.d voru hér 17. júní og setti Alexander Stef- ánsson útisamkomu kl. 14,15 og lýstj dagskrá: Frú Sigríður Alfonsdóttir flutti Fjallkonu- kvæði 1954 eftir Davíð Stef- ánsson. Þá hófst almennur söngur. Hjnum árlega kapp- róðri milli ógiftra og giftra kvenna lauk með sigri þeirra giftu. Hinsvegar báru ókvæntir karlar sigur úr býtum við kvænta ejnnig í kappróðri og þykir þetta gthyglisvert. Þá var á dagskrá knattspyma, handknattleikur og hlaup. Kvenfélagið sá um kaffisölu í samkomuhúsinu til ágóða fyrir kirkjubyggingu og síð- an var dansað til kl. hálf þrjú. — E.V. SOIII PJlllSTAI LAUGAVEGI 18®- SIMI 1 9113 TIL SÖLU 2 herb. ný íbúð við Aust- urbrún. góð kjör. 2 herb. íbúð í smíðum í Selási. . . 3 herb nýstandsett ítoúð við Bergstaðastræti, með sér hita og sér inngangi, útb. 200 þús. 1. veðr. laus. 3 herb. efri hæð við Öðins- götu, sér inngangur. Utb.. 200 þús. 3 herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg, sér inh- gangur, góð kjör. 3 herb. íbúð á efri hæð í Gerðunum, stofa og eld- hús á 1. hæð fylgir. 3 herb. góð íbúð á Seltjarri- arnesi. 3 herb. hæð í timburhúsi við Nýbýlaveg, 1. véðr. laus, góð kjör. 3 herb. hæðir 90 ferm. í timburhúsi við Engjaveg, útb. 150 þús. 3— 4 hcrb. íbúð í Safamýri, næstum fullgerð. 4 herb. jarðhæð við Ferju- vog, sér inngangur, 1.- veðr. laus. 4 herb. vönduð hæð við Langholtsveg, með upp- hituðum bílskúr innrétt-, uðum sem verkstæði. 1, veðr. laus. Timburhús við Suðurlands- braut, 4. herb. hæð og óinnréttað ris, útb. 100 þús. Glæsilegt einbýlishús f smíðum í Garðahreppi. 5 herb. glæsileg íbúð í Hög- unum, I. veðr. laus. Lítið steinhús, við Víði- hvamm, á stórri bygg- ingarlóð. Utb. 80 þúsund, 1 SMlÐUM 1 KÓPAVOGI 5 herb. efri hæð með allt sér í Hvömmunum. 3 herb. íbúð á I. hæð, , Glæsilegar efri hæðir 130— 140 ferm. með allt sér. Höfum kaupendur með miklar útborganir að: 2 herb. íbúðum í borginhi og i Kópavogi. 3 herb. íbúðum f borginni og f Kópavogi. 4— 5 herb. hæðum f borg- inni og í Kópavogi. Einbýlishúsum helzt við sjávarsíðuna Hafið samband við okkur ef þið þurfið að kaupa eða selja fasteignir. Hinn nýi ambassador Belgíu herra Louis-Chislain_ Delhaye af- henti i gær forset íslands trún- aðarbréf sitt við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum. Fréttir og fyrirsagnir ..Aukinn afsléttur á útsvör- um án þess að draga úr framkvæmdum“, stendur með stærsta letri á fyrstu siðu Morgunblaðsins í gær. En það var ekki fyrr en á blað- síðu tíu sem lesa mátti með smáu letri hvaða frétt fólst í raun og veru undir íyrir- ^ögnin.nj miklu. Þar var sagt. borgarstjórn hefði lagt til .,að útgjaldahlið fjárhagsá- ætlunar fyrir 1963 verði hækkuð um 30 millj. kr. til þess að mæta væntanlegum kauphækkunum borgarstarfs- manna og útgjöldum vegna aukinna framkvæmda við fullnaðarfrágang gatna. Út- svörin hækki því um sömu upphæð“. Þannig er „auk- inn afsláttur á útsvörum" framkvæmdur með því að hækka þau. Ritstjórar Morg- unblaðsins reikna auðsján- lega með því að verulegur hluti lesendanna látj sér nægja að líta á fyrirsagnjr. \ síðustu stundu Sú ákvörðun Sjálfstæðis- flokksjns. afi hækka útsvöriri enn um 30 milljónlr ofan á 55 milljóna hækkun sem áð- ur var komin, var tekin á borgarstjómarfundi 18. júrií — níu dögum eftjr kosniá'gi;-, ar. Skyldu ráðamenn börgar- jnnar ekki hafa uppgötvað þessa nauðsyn fyrr en nú. eða þóttj þeim öruggara að fara bak við borgarbúa þar til atkvæðj þeirra höfðu vérið lokuð niðrj í innsigluðum kössum? Með og móti Tíminn segir i gær á for- síðu að hækkun útsvaranna sé afleiðing hinnar vondu við- rejsnar og hefur þau um- mæli eftir fulltrúum Fram- sóknarflokksins i borgar- stjórn. Þessir Framsóknar- f, ,11+'i, cíf,] cfAori y,fq ( oorgarstjóm þegár næKKuu útsvaranna var samþykkt. Þejr eru að framkvæma þá stefnu flokksins að vera með og móti öllum málum. — 4ustr!.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.