Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 3
Fimmfudagur 20. Túiií 1963 ÞJCÐVILIINN SÍÐA 3 Sovétríkin hafa enn sannað yfirburði sína Valentína og Bikovskí lentu í gær skammt hvort frá öðru MOSKVU 19/6 — Sovézku geimfararnir, þau Valentína Teresjkova og Valeri Bikov- skí, komu aftur til jarðar í morgun og lentu þau geimförum sínum skammt hvort frá öðru í Kasakstan. Þau höfðu bæði unnið ein- stæð afrek: Hún hafði ver- ið fyrst allra kvenna til að fara út í geiminn og hann hafði lagt að baki lengri leið úti í geimnum en nokkur annar maður á undan honum, eða 3,5 milljónir kílómetra. Það var Krústjoff forsætisráð- herra sjálfur sem tilkynnti mid- stjórnarfundi Kommúnistaflokks- ins í Moskvu um hin farsælu ferðalok. — Ég hef rétt í þessu talað við Valentínu 1 símann, og ég sagði henni að ekki væri annað að heyra á henni en að hún kæmi úr samkvæmi en ekki úr geimferð, sagði Krústjoff. Fagnaðarlæti Fregnin um hina farsælu lend- ingu vakti mikinn fögnuð i Moskvu og þúsundir hlupu út á götur og torg til að láta í ljós gleði sína. Þar bar hvað mest á húsmæðrum og skrifstofustúlk- um. Búizt er við geimförunum tveimur til höfuðborgarinnar um næstu helgi og munu þau vafa- laust fá góðar viðtökur. Valentína Ienti á undan Geimfar Valentínu, Vostok 6., Fyrsta konan sem út í geiminn fór, Valentína Teresjkova, er fríðleiksstúlka lenti fyrst, kl. 8.20 eftir íslenzk- um tíma, um 620 km íyrir norðan Karaganda í Kasakstan. Bikovskí lenti tæpum þremur timum sið- ar, kl. 11.06, urn 540 km frá Karaganda. Það voru þannig ekki nema um 80 km milli lend- ingarstaðanna, en það þykir lítil fjarlægð á geimferðavísu. Bikovskí setti met Bikovskí hafði verið lengur á braut umhverfis jörðina en nokk- ur annar maður eða fjóra sólar- hringa, 23 stundir og 54 mínút- ur, eða rétt rúmum sólarhringi lengur en Andrian Nikolaéff, sem í ágúst í fyrra var rétt tæpa fjóra sólarhringa á braut. Hann fór 82 umferðir um jörðu. Vanentína var nærri þ\n jafn- lengi á lofti og Popovitsj sem var með Nikolaéff í ferðinni í Valerí Bikovskí í majórsbúningi sínum, en hann hcfur nú verið sæmdur ofurstatign. fyrra, en fór 49 umferðir um jörðu. Lengstu geimferð Bandaríkja- manns fór Gordon Cooper í síð- asta mánuði, og fór hann 22 umferðir um jörðu. Geimfararnir munu hvílast um sinn suður í Kasakstan og sér- fraeðingar skoða þau til að kom- ast að þvi hvort þau hafa orðið fyrir nokkru hnjaski á ferðum sínum. Tassfréttastofan segir um þessi síðustu geimafrek Sovét- ríkjanna að þau gefi ekki ástæðu til að ætla að biiið milli þeirra og Bandaríkjanna haíi nokkuð mjókkað. síðan geimöldin hófst fyrir tæpum 7 árum. Tass bendir einnig á að Bandaríkjamenn geri ekki ráð fyrir að senda neinar konur á braut, a. m. k. ekki næstu árin. Sigur fyrir jafnréttið Þá segir fréttastofan um geim- ferð Valentínu að hún sé sigur í jafnréttisbaráttu kvenna og sönnun þess að þær standi körl- um fyllilega á sporði í áræði og dugnaði, líkamlegri hreysti og þekkingu. Mikill vísindaárangur varð af þessum geimflugum, einkum varðandi vitneskju um áhrif langvarandi dvalar í þjmgdar- leysi á mannslíkamann, segir Tass, og tekur jafhframt fram, að geimförin hafi verið svo rúm- góð að farþegar þeirra gátu hreyft sig um þau að vild. Þá bendir Tass á að sovézkir geim- farar hafi nú samtals lagt að baki 10 milljónir kílómetra úti í geimnum, en bandarískir aðeins 1.5 milljónir. 15 ~ y" •• ** 1 Kynþáttafrumvörpin lögð fyrir þingið WASHINGTON 19/6 — Kenn- edy forseti lagði I dag fyrir Bandaríkjaþing fruxnvörp þtiu sem hann hafði boðað til að draga úr kynþáttamisréttinu í Bandarikjunum. f frumvörpunum er gert ráð fyrir að bönnuð verði öll mis- munun kynþátta í gistjhúsum, veitingahúsum. verzlunum, skemmtistöðum, leikhúsum o.s. frv. Auk þess er gert ráð fyrir að dómsmálaráðherrann fái heimild til að höfða mál fyrir sambandsdómstólum gegn öll- um stjórnum opinberra skóla eða annarra menntastofnana sem halda áfram að gera upp á milli fólks af kynþáttaástæð- um þrátt fyrir níu ára gamlan úrsknrð hæstaréttar um að það sé brol á iandslögum. f frumvörpum forsetans er gert ráð fyrir ýmsum raunhæf- um aðgerðum til að draga úr misrétti því sem blökkumenn eru t.d. beittir á vinnumarkaðn- um og til að bæta hag þeirra að öðru leyti. Adsjúbei á miðstjórnarfundi Auiyaldii er rotið þrátt fyrir auglýsingaskrumið Macmillan, forsætisraðherra Breta, a nu mjög vegna Profumomálsins og er lítill vafi talinn verða honum að falli. hann kom á þingfund i vök að verjast á, að það muni Myndin sem tekin er af honum þegar mánudaginn þar sem Profumomálið var til umræðu sýnir að hann hefur Iátið á sjá upp á síðkastið. Scotland Yard á að yfirheyra Profumo Aldo Moro Pietro Nenni LONDON 19/6 — John Profumo hermálaráðherra. sem varð að segja af sér embætti út af kvennamálum sínum og virð- ist nú vera að fella Macmill- an, verður kallaður fyrir brezku rannsóknarlögregiuna, Srotland Yard, og yfirheyrður um tengsl sín við Stephen Ward, sem á sínifm tima kom honum í kynni við „fyrirsætuna“ Christine Keeler, en situr nú í fangelsi, ákærður fyrir vændismiðiun. Það var Ward sem varð Profumo að falli með því að gera heyrum kunnugt að ráð- Miðstjórn sósíalista hafnaði íhaldsstefnu Nennis Búizt við að aftur verði ef nt til kosninga á Ítalíu í haust MOSKVri 19/6 — Fundur mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna, sem um 330 mið- stjórnarmenn og fulltrúar iðnað- ar, vísinda og lista sitja, hélt áfram í Moskvu í dag og var Alexei Adsjúbei. ritstjóri „Is- vestfa“ og tengdasonur Krústj- offs heiztur ræðumanna. — Okkur hefur farið heijmik- ið fram síðasta áratuginn, sagði hann. Við höfum lært að horf- ast betur en áður í augu við staðreyndir og móta athafnir okkar eftir því. Við höfum vax- ið að sannleika og áræðni. Andstæðingar okkar skelfast vaxandi áhrif kommúnismans og þeir hafa glatað voninni um að geta sigrað Sovétríkin og önn- ur sósíalistísk ríki með hervaldi. Við munum einnig bera sigur- orð af þeim í hinni hugmynda- fræðilegu baráttu. Ef dæma ætti eftir sýnigluggum og aug- lýsingaskrumi auðvaldsþjóðfé- lagsjns væri það gallhraust, en það er rotið og á sér ekki við- reisnar von. sagði Adsjúbei. Hann réðst gegn einsýni og kreddufestu Qg vanmati á við- horfum og óskum einstaklings- ins og deildi á fræðimenn 5em skrifuðu þykk heilaspunarit. þar sem hvergi væri komið nálægt þeim málum sem öllu skipta; hvernig bezt og fljótast megi bæta kjör fólksins. RÓM 19/6 — Allar horf- ur eru nú taldar á því aS efnt muni verSa til nýrra þingkosninga í haust, eftir aS séS er aS ekki ætlar aS takast samstarf milli Kristilegra demó- krata og hinna gömlu samstarfsflokka þeirra annars vegar og sósíalista hins vegar. Nenni, foringi sósíalista, hafSi beitt sér fyrir því samstarfi og gert um þaS samning viS Moro, forsætisráSherraefni Kristi- legra, en miSstjórn sósíal- ista hafnaSi samningnum og Nenni sagSi þá af sér formennsku flokksins. Þegar svo var komið gekk Moro, sem er framkvæmdastjóri Kristilegra og valdamesti mað- ur flokksins nú, á fund Segni forseta og tilkynnti honum að hann gæfist upp við stjórnar- myndun. Búizt hafði verið við að Segni myndi þá biðja Fanfani, fyrrverandi forsætisráðherra úr flokki Kristilegra, að reyna stjómarmyndun, þar sem sósíal- istar myndu fremur sætta sig við hann en Moro. Úr því varð þó ekki, heldur leitaði hann til Leone. forseta þingsins. Minnihlutastjórn tH bráðabirgða Það þykir benda ótvírætt til þess að stjóm Kristilegra hafi ákveðið að hætta við frekari til- raunir til að mynda samsteypu- stjóm með þinglegum stuðningi sósíalista, og muni Leone ætlað að mynda minnihlutastjóm Kristilegra einna og sitji hún aðeins til bráðabirgða, komi fjár- lögum gegnum þingið og efni síðan til nýrra kosninga i haust. Afsögn Nennis Ekki hafa borizt nákvæmar fréttir af því sem gerðist á mið- stjómarfundi sósíalista í gær, en honum lyktaði sem áður segir með því að meirihluti miðstjóm- arinnar hafnaði samkomulagi Nennis og Moros um stefnuskrá nýrrar stjómar. Meirihluti hægri- manna í miðstjóminni, sem Nenni er foringi fyrir, er mjög . naumur, eða aðeins rétt rúmur helmingur áttatíu fulltrúa. Einn helzti liðsmaður Nennis í átök- um innan miðstjómarinnar und- anfarin ár, Lombardi. mun nú hafa brugðizt honum og hefur það sennilega riðið baggamun- inn. 1 samkomulagi því sem Nenni hafði gert við Moro voru ýmsar tilslakanir, sem vinstrimenn og jafnvel sumir hægrimenn flokks- ins gátu ekki sætt sig við. Þar mun m.a. hafa verið gert ráð fyrir, að væntanleg samsteypu- stjóm tæki ekki tillit til stuðn- ings kommúnista á þingi; þannig að þótt hún hefði unnið sigur i atkvæðagreiðslu, myndi hún segja af sér, ef sá sigur væri að þakka stuðningi kommúnista. Þetta hefði þýtt að hægri armur Kristilegra hefði jafnan getað komið í veg fyrir að umbótamál næðu fram að ganga eða þá að stjómin félli. Þegar samkomulaginu hafði verið hafnað, sagði Nenni og framkvaemdanefndin sem öll er skipuð hans mönnum af sér störfum. 1 kvöld var hins vegar samþykkt ályktun f miðstjóm- inni þar sem neitað var að taka afsagnir þeirra til greina. herrann hefði logið þegar hann skýrði brezka þinginu frá því að ekkert „ósæmilegt“ hefði átt sér stað milli hans og ungfrúar- innar. Þau hittust jafnan í ibúð Wards og þar hafði hún einnig stefnumót sín við sovézka flota- fulltrúann, Évgéni ívanoff. Ein vinkona hennar hefur sagt að ívanoff hafi jafnan komið í heimsókn þegar Profumo hafði lokið sinni. Látið hefur í veðri vaka að Ward muni verða kærður fyrir aðrar sakir en vændismiðlun, og gefið hefur verið í skyn að hann kunni að verða ákærður fyrir tilraun til njósna. Ung- frúin hefur borið, en síðar tek- ið þann framburð sinn aftur, að ívanoff hefði beðið sig að veiða hernaðarleyndarmál uPP úr Profumo. Þeir Ward og fvan- off voru hins vegar miklir mát- ar meðan sá síðarnefndi var í London. Víttur fyrlr a8 óvirða þingið Formaður þingflokks íhalds- manna, Iain Macleod, lagði í dag fyrir þingið ályktunartil- lögu þar sem segir að Profumo hafi gerzt sekur um mjög víta- verða óvirðingu við þingið. þeg- ar hann laug að því um sam- band sitt við ungfrú Keeler. Búizt er við að ályktunin verði samþykkt án atkvæðagreiðslu. Profumo sagði af sér þing- mennsku samhliða ráðherra- dómnum. Páfakjör hafíð RÓM 19/6 — Áttatíu kardínál- ar kaþólsku kirkjunnar komu saman i kvöld í Páfagarði til að kjósa nýjan páfa eftir Jó- hannes XXIII. Að loknum bænalestri voru þeir lokaðir inni í sixtínsku kap- ellunni og þar verða þeir að dúsa þar til þeir hafa kosið nýjan páfa, en til þess að kosn- ing sé gild, þarf tvo þriðju at- kvæða. eða atkvæði 54 kardín- álanna. Fyrstu tvær atkvæðagreiðsl- urnar fara fram á fimmtudags- morgun og síðan tvær aðrar síð- degis og þannig verður haldið áfram á hverjum degi unz nýr páfi er löglega kjörinn. á s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.