Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.06.1963, Blaðsíða 5
FÍnkntudagur 20. júní ÍS63 ÞIÓÐVILIINN Handknattleiksflokkur úr Víkingi til Tékkóslóvakíu Keppni í tugþraut Tugþrautarkeppni Meistara- móts íslands í frjálsum íþrótt- um fer fram í Reykjavík dag- ana 21. og 22. júní. Fyrir næstu helgi fer fram úrtökukeppni fyrir landskeppn- ina í frjálsum íþróttum við Dani. Á föstudag verður úr- tökukeppni í eftirtöldum grein- 1 * * IV. V. um: 200 m. hlaupi og sleggju- kasti. Á laugardag: kringlu- kasti, þrístökki og 110 m. grindahlaupi. Sleggjukasts- keppnin fer fram á Melavell- inum kl. 18 en keppni í öðr- um greinum á Laugardalsvelli kl. 20. Happdrætti skíðadeildar IR - 6533 1 dag, fimmtudag, heldur 18 manna flokkur handknattleiks- manna úr Knattspyrnufélaginu Víkingi í keppnisför til Tékkó- slóvakíu og Vestur-Þýzkalands. Er hér um að ræða meistara- flokk félagsins, sem varð í öðru sæti á síðasta Islandsmóti, og fer flokkurinn til Tékkóslóvakíu í boði tékkneska liðsins Gott- valdow, sem keppti hér á landi á vegum Víkings fyrir þremur árum. Víkingar verða þrjár vikur í förinni og munu alls leika níu leiki á þeim tíma, og verða nokkrir þeirra við mjög kunn lið m.a. þrjú efstu liðin í tékknesku meistarakeppninni sl. ár, Dukla, Spartak, Pilsen og Gottvaldow. Ferðaáætlun Víkings er í megin dráttum þannig. Farið verður flugleiðis frá Reykjavík í dag til Kaupmannahafnar, fimmtudaginn 20. júní — og þaðan nær strax áleiðis til Tékkóslóvakíu. Fyrsti leikurinn í förinni verður í héraðinu Moravíu við 1. deildar lið — Holsesor. Og daginn eftir verð- ur leikið við Hreice, sem er í sama héraði. — 24. júní verður komjð tjl Gottvaldow og borg- in skoðuð — og daginn eftir leikið við gestgjafana, 27. júní verður leikið við lið sem heitir Zulc og þann 28. júní við Ola- mouc. 29. júní verður komið til höfuðborgar Tékkóslóvakíu. 30. júní leikið við Dukla eða Spart- ak Pilsen. Þann 1. júlí verður flogið til Frankfurt í V-Þýzkalandi og þar verður dvalið í eina viku og á því tímabili leiknir þrír leikir, sem verða við sterk fé- lagslið. Af þessari upptalningu má sjá, að ferðaprógram Víkings er mjög strangt — eða leikur næstum á hverjum degi. Áleiðis heim verður haldið 8. júlí og verður farið um Amsterdam og London og komið heim 14. júlí. Þess má geta, að Víkingar hafa æft mjög vel undanfarið og hafa æfingar verið í íþrótta- húsinu á Keflavíkurflugvelli einu sinni í viku. Aðalfararstjóri í förinni verð- ur Árni Ámason og með hon- um þeir Pétur Bjarnason og og Björn Kristjánsson. Dregið hefur verið hjá Borg- arfógeta í Bílhappdrætti Skíða- deildar IR, og upp kom No: 6533 Handhafi vinningsnúmersins fær vinninginn, sem er bifreið, Renault R8 afhentan hjá for- manni Skíðadeildar IR Þóri Lárussyni, Grenimel 31. Fréttatilkynning frá Skíðadcild ÍR. ----------------------- ® Ármann Lárusson. 53. fslandsglíman verðw á Hálogalandi á morgun Rithöfundum út- hlutaÖ tveimur dvalarstyrkjum Menntamálaráð hefur falið stjórn Rithöfundasambands Is- lands að úthluta dvalarstyrkjum til tveggja rithöfunda að fjár- hæð kr. 10.000 til hvors. Umsóknir um styrki þessa skal senda skrifstofu rithöfunda- sambandsins. Hafnarstræti 16, Reykjavík, fyrir 1. júlí n.k. 53. Íslandsglíman hefst í íþróttahúsinu á Hálogal. annað kvöld kl. 9. Þátttáka er góð að þessu sinni. 11 kepp- endur eru skráðir til keppni, og eru þeir frá 5 félögum. Meðal þeirra er Ármann Lárusson, sem sigrað hefur í ís- landsglímunni undan- farin ár. Islandsglíman er nú haldin nokkru seinna en venja er, og er slíkt bagalegt, þar sem glímuæfingar eru venjulega ekki hjá félögunum á sumr- in og æfingar þeirra flestra hættar fyrir nokkru. Það er þó ánægjulegt hversu þátttaka er mikil í ár, og fleiri félög senda nú glímumenn til keppni en oft áður. KR sendir nú keppendur til Á síðustu mínútu lérna kemur ein síðbúin knattspyrnumynd, stm við getum ekki látið hjá líða að birta vegna 'ess hve skemmtileg hún er. Myndin er tekin i úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu milli Vals 0« Þróttar. Það er Björgvin markvörður V als sem grípur knöttinn með miklum tilþrifum. glímumóts í fyrsta sinn í mörg ár. Eru það fyrrverandi félag- ar úr Ungmennafélagi Reykja- víkur, sem hófu æfingar á vegum KR á síðastliðnum vetri. Er það ánægjuefni að KR skuli ætla að endurvekja glímudeild í félaginu, sem eitt sinn átti marga ágæta glímumenn. Skráðir þátttakendur í Is- landsglímunni á morgun eru þessir: Frá Glímufélaginu Ármanni: Guðmundur Freyr Halldórsson, Lárus Lárusson. Frá KR: Guð- mundur Jónsson, Elías Árna- son, Garðar Erlendsson. Frá Ungmennafélagi Reykjavíkur: Hannes Þorkelsson, Sigtryggur Sigurðsson. Frá UMF Breiða- blik í Kópavogi: Ármann Lárusson og Ingvi Guðmunds- son. Frá Ungmennafélaginu Samhyggð: Guðmundur Stein- dórsson, Steindór Steindórsson. I þessum hópi saknar mað- ur aðallega þriggja glímu- manna, sem verið hafa í fremstu röð undanfarið. Eru það Sveinn Guðmundsson (Á), Hilmar Bjarnason (UMFR) og Trausti Ölafsson (Á). Sveinn dvelur utanbæjar vegna at- vinnu sinnar og getur því ekki keppt. Hilmar fótbrotnaði fyrir skömmu, en hann sigraði í Skjaldarglímu Ánmanns í vet- ur. Lárus Lárusson, bróðir Ár- manns, keppir nú fyrir Glímu- félagið Ármann í fyrsta sinn. Keppnin getur orðið skemmtileg að þessu sinni. Ár- mann Lárusson ætti að vera öruggur um sigur, en vitað er að margir yngri glímumenn- irnir hafa æft betur en hann i vetur og ættu því að geta veitt honum nokkra keppni. Glímudeild Glímufélagsins \rmanns sér um mótið. Ólafsvíkurbáfcr ;arnir á sílt? k Ólafsvík í gær. — Sjö bát- ar eru farnjr héðan á síld- veiðar fyrir Norðurlandi í sumar. Sá síðasti fór á laug- ardag. — E.V. SlÐA § Fundur sambands- ráðs Í.S.Í: Fundur var haldinn í sambandsráði ÍSÍ 24. maí s.l., og ræddi hann ýmis málefni íþrótta- hreyfingarinnar og tók ákvarðanir um þau m. a.: Áhugamannaregl- ur, Slysatryggingasjóð, endurskoðun glímu- laga, skiptingu skatt- tekna og kennslu- styrkja o.fl. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, setti fundinn og flutti skýrslu um helztu gjörðir framkvæmda- stjómar ISl frá síðasta fundi sambandsráðs. Ræddi hann m.a. um Iþróttablaðið, íþrótta- merki ÍSÍ, skipan í nefndir og úthlutun úr utanfararsjóði. Skipting skatttekna Samþykkt var að skipta helmingi skatttekna ISI fyrir árið 1963 milli sérsambandanna á eftirfarandi hátt: Frjálsíþróttas.b. Isl. kr. 7.000.00 Golfsamb. ísl. — 5.000.00 Handknattl.s.b. Isl. — 6.000.00 Knattspyrnus.b. Isl. — 5.000.00 Körfuknattl.s.b. ísl. — 6.000.00 Sundsamb. Islands — 5.000.00 Skíðasamb. Islands — 6.000.00 Samt. kr. 40.000.00 Styrkur til sérsambanda Þá var samþykkt að fyrst um sinn skuli hverju sérsam- bandi innan ISI veittur 10 þús. króna styrkur vegna námskeiða á árinu 1963. Einnig var ákveðið að fé því, er íþróttanefnd ríkisins úthlut- ar úr íþróttasjóði 1963 til ISl (kennslustyrkir), verði skipt milli aðila í réttu hlutfalli við út reiknaðan kennslukostnað, gerðan eftir kennsluskýrslum, og fjárupphæð þá, er íþrótta- nefnd veitir í þessu skyni. ★ Þá voru talsverðar umræður um slysatryggingasjóð ISl og um áhugamannareglur í íþrótt- um. Körfuknattleiks- námskeið í Sví- þjóð í sumar Tilkynning hefur borizt frá Körfuknattleikssambandi Sví- þjóðar, um tvö námskeið, sem körfuknattleiksmenn frá Islandi hafa aðgang að. 1. Námskeið fyrir dómara, 1. f 1., dagana 18—22 ágúst n.k. 2. Námskeið fyrir þjálfara, 1. fl., dagana 18—24. ágúst n.k. Bæði námskeiðin verða haldin að íþróttaskólanum Bosön, Lid- ingö skammt frá Stokkhólmi. I samræmi við samþykkt Körfuknattleiksráðs Norðurlanda. þá er einum þátttakanda frá Is- landi boðið frítt uppihald á hvort námskeið. Umsóknir skulu sendar til stjórnar KKl, sem fyrst og ekki síðar en fyrir n.k. mánaðamót. (Frá stjórn KKl). Körfuknattleikur á alþjóðavettvangi Fundur miðstjórnar Alþjóða- keppni Afríku, sem haldin verð- körfuknattleikssambandsins, FI- BA, var haldinn í Rio de Janeiro 16.—18 maí s.l. Samkvæmt skýrslu aðalritar- ans Mr. R. William Jones, voru meðlimir FIBA á þinginu í Róm árið 1960 samtals 86. en eru nú orðnir samt. 109. Mun FIBA því orðið eitthvert fjölmennasta í- þróttasamband í heiminum í dag. Samþykkt var á þinginu að Körfuknattleikssamband Fil- ippseyja greiði 2000 dollara í sekt, vegna þess að nokkrum keppendum í heimsmeistara- keppni í körfuknattleik. sem átti að fara fram í Manilla, var neit- að um vegabréfsáritun. Flytja varð mótið til Rio de Janeiro. Þátttökurétt í körfuknattleik á Olympíuleikjunum í Tokio hafa eftirtalin körfuknattleikssam- bönd: Bandaríkin. Sovétríkin, Brasilía, Italía, Tékkóslóvakía, Júgóslavía, Pólland og Uruguay. Ennfremur Japan, sem heldur leikina. Þátttökurétt með sérstakri keppni fá eftirtalin lið: Úr Pan-Americanleikjunum 1963 — Puerto Rico og Peru. Tvö efstu liðin úr keppni Ev- rópuliða, sem haldin verður snemma á árinu 1964. Sigurvegari úr II. meistara- ur í Karthoum, Sudan, snemma á árinu 1964. Tvö sæti, sem eftir eru, ákveð- ist á sérstöku úrtökumóti, sem haldið verður í Yokohama, skömmu fyrir Olympíuleikana. IV. heimsmeistarakeppni kvenna verður haldin í Perú, marz 1964. V. heimsmeistarakeppni kvenna verður haldin í Uruguay 1966. V. heimsmeistarakeppni kvenna verður haldin í Tékkóslóvakíu árið 1967. Stærsta körfuknattleikshöll i heiminum er í Rio de Janeiro, en hún tekur 40 þúsund áhorfendur í sæti. Yfir 30 körfuknattleiks- hallir, með sæti yfir 10 þúsund áhorfendur hver, hafa verið byggðar í Suður-Ameriku á s.l. 5 árum. Meistarakeppni S.-Ameríku, sem haldin var í Lima, Perú, varð að halda á útileikvelli, sem tók 25 þúsund áhorfendur. Upp- selt var á alla leikina. Vinsældir körfuknattleiks fara stöðugt vaxandi á austurströnd Kanada og Nova Scotia. Er nú svo komið að aðsókn á körfu- knattleikskeppni er orðin meiri, heldur en á íshokkey, sem þó hefur verið talin þjóðaríbrótt Kanadamanna. (Frá stjóm JC’fTÍ). I l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.