Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 8
r J SlÐA ÞJðÐVILIINN Þriðjudagur 25. júní 1963 Frá uppeldismálaþingi Nokkrar samjjykktir um skóla- og uppeldismál Á uppeldismálaþingi Sambands íslenzkra bamaskólakennara og Landssambands fram- haldsskólakennara, sem haldið var hér í Reykja- vík dagana 15.—16. þ.m. voru gerðar ýmsar á- Telur þingið rétt að ungir kennarar séu hvattir og styrkt- ir til þess að afla sér sérþekk- ingar á sviði félagsstarfa. Menntun kennara lyktanir og samþykktir varðandi uppeldis- og skólamál. Fara ályktanir þingsins hér á eftir, enda um mikilsverð mál að ræða sem almenn- ing varðar mjög: „Uppeldismálaþing S. í. B. og L. S. F. K., haldið dagana 15. og 16. júní 1963, telur, að breyttár þjóðfélagshsettir krefj- ist breyttra kennsluhátta og meiri ræktar við hinn uppeldis- lf a þátt skólastarfsins, svo að æska iandsins öðlist í senn hagnýta þekkingu, heilbrigð lífsviðhorf, sterka skapgerð og rfka ábyrgðartilfinningu. Til þess að skólunum sé faert að rækja hið mikilvæga hlut- verk sitt, þarf að búa nemend- um og kennurum góð starfs- skilyrði. Telur þingið, að stefna beri að því: 1) að lengja starfstíma skóla bama og gagnfræðastigsins í þéttbýli þannig að allir nem- endiur séu í námi frá l.sept. til 31. maí. 2) að fræðslustarfið fari aðal- lega fram í skólunum, dag- legur skólatími sé lengdur og heimanám sé minnkað að sama skapi; nemendum sé ekki ætluð heimavinna um helgar eða í lögboðnum leyf- um. 3) að námstími nemenda nýt- ist sem bezt, m.a. með því að rannsaka, hvenær heppi- legast sé að nemendur hefji nám einstakra námsgreina, t.d. erlendra tungumála, og sé kannað, hvaða starfs- tilhögun reynist árangursrík- ust. 4) að athugaðir séu möguleikar á breyttri tilhögun prófa þannig, að minni tími fari frá venjulegri kennslu til prófa en verið hefur. 5) að tími sé til félagsstarfa á starfsskrá skólanna. Auka ber síarfrænt og félagslegrt nám Vegna þess að þjóðfélags- hættir verða stöðugt fjölþættari og samvirkari, telur uppeldis- málaþingið, að auka beri starf- rænt og félagslegt nám i skól- um landsins. Þingið leggur áherzlu á, að Kennaraskóli Islands og Há- skóli Islands öðlist skilyrði til að búa kennaraefni undir að beita þessum kennsluaðferðum af kunnáttu í starfi sínu. Þingið telur æskilegt, að skólamir geti fullnægt félags- og skemmtanaþörf seskufólks, meðsin það dvélur í skólunum, og veitt nauðsynlega leiðsögn í þeim efnum. Skorar þingið á fraeðsluyfirvöld. að viðurkenna í reynd þessa hlið skólastarfsins og leggja fram nauðsynlegt fjármagn i þessu skyni. á gagnfræðastigi Uppeldismálaþing S.l.B. og L.S.F.K., haldið í Reykjavík dagana 15. og 16. júní 1963, lýsir ánægju sinni yfir setn- ingu laga um kennaramenntun og þeim áfanga, sem lokið er í byggingu Kennaraskóla Islands. — Þingið bendir á nauðsyn þess, að endurskoðuð verði lög um menntun kennara á gagn- fræðastigi í samræmi við til- lögur síðasta fulltrúaþings L.S.- F.K. Jafnframt skorar það á Al- þingi og ríkisstjóm að leggja fram nægilegt fjármagn til þess að unnt sé að ljúka við bygg- ingu kennaraskólans ásamt æf- ingaskóla og búa með því verð- andi kennurum nauðsynlega aðstöðu til undirbúnings kennslustarfinu. Námsskrá fyrir tornæm börn Þingið fagnar því að hafizt hefur verið handa, að fmm- kvæði fræðslumálastjóra, um samningu námsskrár fyrir tor- næm böm. Jafnframt telur þingið nauð- synlegt, að hið fyrsta sé gefin út handbók um kennslu slíkra bama. Þingið beinir þeim tilmælum til fræðsluyfirvalda, að þau^ veiti nú þegar fé til samningar bókarinnar, þar eð Ríkisútgáfa námsbóka hefur tjáð sig fúsa til að kosta útgáfu verksins að öðm leyti. Beztu hjólbarðakaupin Hinir ódýru en sterku jupönsku NITTO hjólbarðar Allar stærðir af fólksbíladekkjum n'ýkomnar SENDUM UM ALLT LAND Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 18955 Hvort er hættulegra? Morgum er orðin spnrn. hvort öryggi Bretlands stafi meiri hæ‘< - kynbombum eða vetnisbombum. Blaðafulltrúi Evrópuróðsins hafði viðdvöl í Reykjavík Skólaminjasafn Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeim athugunum, sem fram hafa farið um stofnun skólaminjasafns, og hvetur til að hraða framkvæmdum þess máls, svo að takast megi að forða frá glötun merkum minj- um um fræðslu- og uppeldis- starf liðinna kynslóða. Varað við óhóflegum vinnutíma bama Uppeldismálaþing 1963 telur mjög æskilegt, að börn og ung- lingar kynnist atvinnulífi þjóð- arinnar á heilbrigðan hátt, en varar eindregið við þeirri þró- un, að böm og unglingar á fræðsluskyldualdri, séu látin vinna óhæfilega langan vinnu- tíma við framleiðslustörf. Þingið skorar á heilbrigðis- yfirvöld og barnaverndanefndir að hafa strangt eftirlit með því, að bömum og unglingum sé ekki ofgert með erfiðisvinnu. Einnig lítur þingið svo á, að varhugavert sé, að böm og unglingar hafi of mikla pen- inga handa á milli til eyðslu án eftirlits foreldra eða ann- arra forráðamanna. Þingið beinir þeim tilmælum til fræðsluyfirvalda að sköpuð verði hið fyrsta skilyrði til þess, að sem flest börn og unglingar geti notið sumarleyfis síns í hollu umhverfi, t.d. sumarbúð- um. Uppeldisstofnanir — og heimili Þingið telur nauðsynlegt, að komið sé upp uppeldisstofnun- um fyrir böm og unglinga, sem ekki eru hæf í almennum skól- um vegna hegðunargalla, sbr. 5. og 6. gr. laga um barna- fræðslu og 15. og 17. gr. laga um gagnfræðanám frá 1946. Ennfremur telur þingið knýj- andi nauðsyn, að umkomulaus- um bömum og bömum frá heimilum, sem eiga við sérstök vandamál að stríða, sé séð fyr- ir heimavist, þar sem þau hafi viðunandi skilyrði til náms og þroska. Sjós/ys Framhald af 6. síðu. Þegar þeir komu til Senegal dóu tveir af þessum þremur. Hinn þriðji var óvenjulega hraustur til líkama og sálar. Hann varð heill heilsu og byrjaði að ganga á milli manna í borgiimi og sagði ýmislegt: „Eg gæti sagt frá ýmsu óþægilegu sem gerðist þegar freigátan var yfirgefin. Eg gæti sagt frá einu og öðru sem enginn veit lengur annar en ég. Og þa'ð verður heldur leiðinlegt fyrir vissa herra þegar ég fer til frönsku yfir- valdanna og segi frá því.“ sagði hann. Bæjarbúar biðu í mikilli eft- irvæntingu eftir því sem þessi maður hafði að segja. En áð- ur en hann gæti borið vitni gerðist dularfullur atburður: kvöldið áður en hanm færi til Frakklands með skipi var hann myrtur í rúmi sínu. Og lögreglunni „tókst" auð- vitað ekki að hafa upp á þeim seka .... Forstöðumaður upplýsinga- deildar Evrópuráðsins í Strass- bourg, Paul Levy, hafði þriggja dægra viðdvöl hér á landi fyrir helgina. Levy kom hingað frá Banda- ríkjunum, þar sem hann hefur dvalizt um skeið, en héðan fór hann til Norðurlandanna. Var ætlun hans að hafa skamma við- dvöl í höfuðborgum skandinav- ísku landanna. Paul Levy er Belgíumaður, kominn yfir miðjan aldur og hefur reynt sitt af hverju um ævina. Hann hefur kennt hag- fræðistatistic við háskóla í heimalandi sínu, haft nokkur af- skipti af stjórnmálum en lengst af þó stundað blaðamennsku og fréttaritarastörf. Um langt skeið vann hann við belgíska útvarpið og var fréttastjóri þess, er hann var fangelsaður af nazistum þeg- ar Þjóðverjar hemámu Belgíu. Sat hann í fangabúðum Þjóð- verja lengi, en tókst um síðir að flýja land og starfa með banda- mönnum til stríðsloka. Skömmu eftir að heimsstyrjöld- inni lauk beitti Paul Levy sér fyrir stofnun nýrra stjómmála- samtaka i Belgíu. Buðu sam- tökin fram á þriðja hundrað frambjóðendur við þingkosning- ar, en Levy var sá eini sem náði kosningu, í iðnaðar- og landbún- aðarhéraði skammt frá Briissel. Levy leit á þessi kosningaúrslit sem vantraust kjósenda á hin nýju stjómmálasamtök og sagði af sér þingmennsku eftir fárra vikna þingsetu. Síðan hefur hann ekki haft afskipti af stjóm- málum, en unnið þeim mun meir síðustu árin fyrir Evrópuráðið, og nú er hann forstöðumaður upplýsingadeildar ráðsins, blaða- fulltrúi sem fyrr segir, og hefur verið um nokkurt skeið. Þór Vilhjálmsson, fulltrúi upp- lýsingadeildar Evrópuráðsins hér á landi, gaf ritstjórum dagblað- anna í Reykjavík kost á að hitta Paul Levy að máli og ræða við hann stundarkorn s.l. föstudags- kvöld, en einnig mun hann hafa talað á félagsfundi Varðbergs daginn eftir. STOKKHÓLMI 24/6 — A sunnu- dagskvöld varð að aflýsa aftan- söng í Katrínarkirkjunni i Stokk- hólmi, þar eð kirkjubekkir stóðu auðir. Þrír voru mættir í kirkju: Klerkur, organisti og húsvörður. Eftir stutta ráðstefnu ákvað þrenningin messufall. Kirkju- prestur lætur þess getið. að þetfa sé í fyrsta sinn, sem messufall verði af þessum sökum. Er framleiddur í rauðum, brúnum og svörtum litum - tólf gerðir | Verð og gæði við allra hæfi Verksmiðjan MAX REYKJAVÍK lí \ i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.