Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.06.1963, Blaðsíða 12
Ekkert pláss ueins staðar Myndimar hér á siðmmi cru frá athafnasvæði því sem smá- bátamir hafa haft úti i Örfiris- ey og sýna þær grlöggt, hve illa er að smábátaútveginum búið af hálfn borffaryfirvaldanna hér f Reykjavík. Það er stórgrýtis- nrð þar sem bátamir eiga að lenda og öll önnur skilyrði mjög frumstæð. Þjóðviljinn sneri sér í gær *il Tómasar Guðmundssonar formanns Bátafélagsins Bjarg- ar og spurði hann um álit hansá þessum málum og viðhorf smá- bátaeigenda til aðbúnaðarins að þessari atvinnugrein. Tómas kvaðst nýtekinn við formennsku í félaginu og ekki Tera búinn að kynna sér þessi máf til hlýtar og vildi þvi ekki láta hafa mikið eftir sér að svo stöddu. Hann sagði þó að óhætt væri að segja að aðstaða bátanna væri ákaf- lega slæm þarna í Örfirjsey og inni í höfninni sjálfri væru bátamir einnig í mikilli hættu f hvassviðrum. Þetta væri vand- ræðaástand. Það væri ekkert pláss neins staðar fyrir bátana. Hve lengi skyldu borgaryfir- völdin ætla að láta þetta vand- ræðamál haldast. Myndirnar tók Ijósmyndari Þjóðviljans Ari Kárason nú um helgina. á.i ^ t as«:T'"'v ' 'VjÁ Krabbameinsféiagið hyggst útrýma krabbameini í legi í kvöld lýkur hér í Reykja- vík þingi norrænna krabba- meinsfélaga, en slík þing em haldin einu sinni á ári á Norð- urlöndunum fimm til skiptis. Þingin eru haldin til að gefa forystumönnum félaganna kost á að bera saman bækur sínar um starfið í löndunum og ár- angurinn af því. Fyrsta þingið var haldið árið 1948 og í fyrsta sinn hér á landi árið 1958. Næst verður það í Stokkhólmi. Á þessu þingi var einkum fjallað um krabbamein í legi og ráð til að útrýma því. Pró- fessor Níels Dungal kveður það einna auðgreindast. t.d. mun auðgreindara en krabbamein í maga og með markvissri leit megi finna það mörgum árum áður en það verður að ólækn- andi meinsemd. hans minnst hér á íslandi eins og er, en er þó í vexti. Hann er algengastur hér í Reykja- vík. Prófessor Níels Dungal kvað orgakir legkrabbans kunn- ar, hann kæmi einkum fram hjá konum, sem hefðu byrjað kynmök of snemma og lifað með mörgum karlmönnum. T. d. fengju nunnur nær aldrei krabbamein í leg. Magakrabbi er algengastur hér á fslandi og lungnakrabbi í Finnlandj, en þar í landi voru reistar fyrstu vindlingaverk- smiðjur á Norðurlöndum. Prófessor Dungal sagði, að með stöðugu og markvissu eft- irliti á konum á aldrinum 25— 60 ára værj hægt að útrýma krabbameini í legi, en til þyrfti vitanlega að koma fuli sam- vinna kvennanna. Einnig er í ráði hjá félaginu að stórauka fræðslustarfsemi um krabba- mein. Þegar hefur verið feng- in kvikmynd frá Bandaríkjun- um, sem fjallar um krabbamein í legi og verður hún sýnd kqn- um í Háskólafoíói. Einnig hafa verið fengnar fræðslumyndir um reykingar og lungnakrabba. sem Pramhald á 2. síðu. Kolmunni í síldinni Siglufirði í gær. — Tvö skip komu í dag með síld í bræðslu og fengu þau þessa síld fyrir austan í nótt. Það eru Sigurður SI með 300 mál og Sæúlfur SU með 750 mál. Þau lentu i kol- munna og þykja það kvíðvænleg tíðindi. K.F. Búið að opna í Nauthólsvík Sjóbaðstaðurinn í Nauthóls- vík hefur nú verið opnaður. Er það með seinna móti vegna óhagstæðrar tíðar og sakir þess að þar hefur verið unnið að ýmsum endurbótum. Fjar- an hefur verið lagfærð og skeljasandur settur í hana í vor. Sandur sá, sem eigendur sanddæluskipsins Sandeyjar gáfu í fyrrahaust, var að mestu horfinn niður í mölina í fjörunni. Er fjaran nú hin skemmtilegasta, og er vonandi að borgarbúar hafi ánægju af að dvelja þama á góðviðris- dögum. Að gefnu tilefni skal at- hygli borgarbúa vakin á þvf, að hættulegt er að láta böm og unglinga leika sér á gúm- bátum og vindsængum á sjón- um. Erfitt er að stjóma þess- um tækjum, sem geta áður en varir rekið til hafs, sokkið eða hvolft. Vörður er á staðnum frá kl. 13-19 alla daga. (Frá skrifst. borgarlæknis). Lftil síldveiði var um helgina Vopnafirði í gær. — Svartaþoka hefur verið á síldarmiðunum fyrir Norðausturlandi, en þar heldur síldarflotinn sig að mestu. Síldarafli um helgina reyndist 6000 mál hjá 11 skipum. Síldin er stygg og stendur djúpt og vitað var um lítilsháttar vciði á Digranesflakinu eftir hádegi í gær. Þannig fékk Rifsnesið sæmilegt kast, en reyndist að mestu kolmunni. Síldarverksmiðjan hér byrjar bræðslu á miðvikudag og eru nú 17 þús. mál í þróm verksmiðj- unnar. Miklar breytingar hafa staðið yfir i vetur og vor við verksmiðjuna og er þannig ný- iokið við byggingu 1100 fermetra mjölhúss og gufuþurrkurum hef- ur verið breytt í eldþurrkara og nýtist þannig soðkjamavinnsla betur en áður. Þá hefur verið borað eftir vatni inn í Vesturárdal og þrjár holur teknar og reyndist rennsl- ið 8 lítrar á sekúndu. Er þetta til mikilla bóta fyrir síldarplön og verksmiðjuna og raunar allt þorpið, sem hefur átt við vatns- skort að búa undanfarin sumur. Þá hefur verið lögð háspennu- lína að dælunum. Undirbúningi að söltun er að mestu lokið og em 12 þúsund tunnur á staðnum til reiðu undir síld. Auðbjargar- planið hefur látið stækka bryggj- una hjá sér og sett niður tvö kör og hyggur gott til glóðarinn- ar í sumar. D.V. Datt aí hestbaki og höiuikúpubrotnaii Síðastliðinn laugardag héldu 10 ® Akureyringar ríðandi af stað á- leiðis inn á afréttarlönd inn af Eyjafirði og var hópurinn kom- inn inn að Hrafnagili klukkan fimm um daginn. Þá hnaut hest- ur með einn manninn og féll hann fram af hestinum og skall með höfuðið í veginn. Kom síð- ar í Ijós, að maðurinn hafði hlot- ið höfuðkúpubrot. Heitir hann Jakob Jónsson og er starfsmaður f Áfengisverzlun ríkisins á Akureyri. Þrátt fyrir áverka sinn ætlaði Jakob að halda ferð sinni áfram en varð þó að hætta því eftir klukku- stundarreið og leita hælis í Litla Garði í Saurbæjarhreppi. Jakobi leið það illa síðar um kvöldið, að húsmóðirin á bænum hringdi eftir lækni og við nánari athugun var sjúklingurinn þegar lagður inn á sjúkrahús Akureyr- ar og á sunnudagsmorgun flaug sjúkraflugvél Tryggva Helgason- ar með hann hingað suður og var hann lagður inn á Landa- kotsspítala. Líðan hans var eftir vonurn í gærkvöld. Fylkingin ÆFR efnir til ferðar í Þjórs- árdal um næstu helgi. Lagt af stað klukkan 2 e.h. Nánar í blað- inu á morgun. Valtingojer sýnir í Mokka Eins og listunnendur muna, opnaði Richard Voltingojer fyrir ekki alllöngu málverkasýningu i Bogasal Þjóðminjasafnsins. Að- sókn var góð að sýningunni, og seldust allmargar myndir. Val- tingojer hefur nú flutt nokkum hluta sýningarinnar í Mokka- kaffi og sýnir þar. Sýning Valtingojers verður op- in næsta hálfa mánuðinn. 19. sept. næstkomandi opnar hann málverkasýningu í Vín, og í okt- óber i Þýzkalandi. Síðan mun Valtingojer snúa aftur til íslands* en eins og mönnum er kunnugt, hefur hann hug á að setjast hér að. Richard Valtingojer er Aust- urríkismaður að þjóðemi. Krabbamelnsfélagið hefur nú ákveðið að stofna strax á þessu ári eða fljótlega á því næsta, leitarstöð fyrír konur. Ætlunin er að rannsaka á 2 árum aUar konur í Reykjavik. þær sem eru á aldrinum 25—60 ára, en þær munu vera um 20.000 talsins. Félagíð hefur nú til umráða ágæta húseign að Suðurgötu 22 Og verður allur kjallarinn tek- inn undir leitarstöðina. Einu verulegu Ijónin á veginum, eru erfiðleikamir á að fá þjálfað starfsfólk í slíka stofnun, en hún byggist á frumurannsóknum og verður oft að rannsaka meira en 100 sýnishom á dag. Af Norðurlöndunum hefur legkrabbi sig mest í frammi í Danmörku. hins vegar er tíðni Ennþá hindrar Vinnuveitendasambandið samn Ekki hafa verið boðaðir frek- arii sáttafundir í kaupdeilu skipa- smiða, en eins og kunnugt er, hefur aðeins verið haldinn einn fundur með deiluaðilum, þótt verkfall hafi nú staðið í fimm vikur. Sveinafélag skipasmiða fer ein- ungis fram á, að skipasmiðir hér í Reykjavík fái sömu kjör og félagar þeirra alls staðar ann- ars staðar við Faxaflóa, en í inga við skipasmiði þeirri grein eins og fjölmörgum öðrum tíðkast nú orðið yfirborg- anir, sem nema munu allt að 20%. Á samningafundinum s.l. fimmtudag buðu atvinnurekend- ur einungis 7,5%, hækkun, en þess má geta, að í vetur, þegar kaup hækkaði almennt um 5% fengu skipasmiðir enga kaup- hækkun. Það er Vinnuveitenda- samband Islands, sem heldur þessum samningum öllum föst- um, og þvemeitar að semja um sambærilegar kauphækkanir og fjölmörg félög hafa þegar fengið staðfestar í samningum. En á sama tíma er það al- kunna, að fjölmargar skipa- smlðastöðvar greiða allt að 20%, álag á gildandi taxta, eins og áður segir. Það virðist hins veg- ar orðið algert „prinsip" hjá Vinnuveitendasambandinu að virða slíkar staðreyndir að vett- ugi, og ekkert um það skeytt, þótt mikilvæg þjónusta sé stöðv- uð með öllu vikum og jafnvel mánuðum saman til þess eins að halda þessum „prinsipum“ til streytu. Er hætt við ,að málgögn atvinnurekenda væru farin að tala um „þjóðhættulega starf- semi“, ef verkalýðshreyfingin kæmi fram í slfku steingervings- formi sem Vinnuveitendasam- bandið gerir í þessum samning- 1 tim. _ — t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.