Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 10
JO SÍÐA ÞlðÐVILjmN Sunnudagur 30. júní 1963 G W E N B R I S T O W : # um. Dymar bak við þau opn- uðust og Silky kom inn. „Það er bezt þið lokið“, hróp- aði hann. „Allir þorparar bæj- arins eru á ferðinni í dag“. Fyrir aftan sig heyrði Garn- et Stefán gráta. Hann hljóp framhjá Silky og út í eldhús- ið. Stefán hafði oltið um koll eins og allir aðrir og Isabell var á leiðinni til hans. Kvöld- maturinn hafði runnið út í glóð- ina og hún hafði hjálpað Mikka að sópa burt glóandi öskunni, sem hrunið hafði fram úr eld- stónni. Gamet hljóp framhjá henni og tók Stefán í fang sér. Hann hafði fengið kúlu á enn- ið, en annars var hann ómeidd- ur. Hún hélt á honum inn á barjnn til að fylgjast með því sem þar gerðist. Silky var á leið inn í spila- salinn til að laga þar til. Þegar Gamet kom inn um dymar með Stefán í fanginu, spurði Florinda: „Meiddist hann nokkuð?“ „Nei, nei, hann er bara hræddur“. Hún hallaði sér upp að dyra- stafnum oig strauk honum um kollinn og róaði hann. Risinn stóð enn fyrir framan borðið, en hinir gestimir voru farnir. José læsti útidymnum eins og Silky hafði mælt fyrir. Florinda var búin að taka af sér blautu hanzkana og þurrkaði sér urt) hendurnar á pilsinu. Vínflaska sem runnið hafði út á hillubrún, datt í gólfið og brotnaði við fæturna á henni. „Fjandinn sjálfur", sagði hún. „Við verð- um allan morgundaginn að taka til“. En svo gerðist dálítið ann- að. Garnet undraðist alltaf hve HárgreiSsIan Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18 m. h (lyfta) Sími 24616. P E R M A Garðscnda 21, slmi 33968. Hárgreiðslu. og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — Sími 14662. HÁRGREIBSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — simi 14656. — Nuddstofa á sama stað. — allt virtist gerast hægt þegar eitthvað alvarlegt var á ferð. Þau voru öll búin að gleyma lömpunum sem héngu niður úr loftinu í veitingastofunni. Lamp- arnir höfðu alltaf verið þarna. Silky hafði keypt þá, þegar hann opnaði stofuna, svo að ekki þyrfti að nota kerti sem drukkinn maður gæti velt um koll. Lampamir voru festir í bjálkana með málmkrókum og í ringulreiðinni hafði enginn lit- ið upp og séð að annar krók- urinn hafði losnað. Enginn tók eftir neinu fyrr en um leið og annar lampinn rann upp af króknum og féll í gólfið. Garn- etu famnst þetta gerast svo hægt, eins og margar mílur væru frá lofti til gólfs. Lamp- inn kom niður rétt hjá Flor- indu og brotnaði fyrir framan fæturna á henni. Loginm dans- aði yfir olíuna og snart pils- faldinn hennar, kveikti ? plls- ínu og fór að teygja sig uPP eftir því. Flcirinda hreyfði sig ekki. Hún starði skelfingu lostin og stjörf á logana. Augun voru eins og tvö blá postulínsegg. Florinda hafði aldrei fyrr misst stjórn á sér, ep nú gerði. hún það. Munnurinn opnaðist, tennurn- ar komu í ljós og hún baðaði öróttum höndunum eins og leð- urblaka vængjum. Út úr munni hennar kom öskur sem glumdi um allt húsið. Silky kom þjót- andi fram úr spilasalnum og Mikki missti leirkrukku sem brotnaði á eldhúsgólfimu. Allt tók þetta ekki nema andartaks- stund. Það gerðist svo snöggt, að José sem var að læsa dyr- unum, heyrði brothljóðið í lampanum og veinið samtím- is. Hann sneri sér við en sá ekki logann bak við barborð- ið og vissi ekki hvað hafði kom- ið fyrir. Hann þaut yfir her- bergið, en áður en hann komst alla leið og áður en Silky var kominn að dyrunum og áður en Garnet gæti hreyft sig með Stefán í fanginu, var Risinn búinn að stökkva yfir borðið. Hann hoppaði léttilega eins og barn yfir girðingu. Hann greip í pils Florindu með báðum höndum og reif það utan af henni og um lelð fóru undir- pilsin í gólfið, svo að hún stóð þarna í hvítum línbrókum og kjólblússunni. Hann traðkaði á eldinum og þcgar Silky var kominn svo nærri að hann gat spurt hvað væri á seyði, var eldurinn sloknaður. Florinda hélt báðum höndum í borðið. Hún starði á sviðin pilsin á gólfinu. Hún skalf eins og strá í vindi. andlit hennar var ná- fölt. Blússan hékk í tætlum í mittið. þ.ar sem Risinn hafði rifið kjólinn sutndur. tBlúfnd- umar á buxunum hennar stóðu út við hnén og Ijósið glamp- aði á silkisokkana og skraut- lega geitarskinnsskóna með silkibryddingum. Hún reyndi allf hvað hún gat að jafna sig. Með veikri röddn stundi hún: „Kærar þakkir — mikill auli er ég að æpa svona út af engu — gefið mér eitthvað að fara í“. Gamet var á leiíinni til hennar en Risinn rétti út hand- legginn. „Láttu hana vera, ég skal sjá um hana“. Hann tók um hana eins og ungbarn og Florinda veitti enga mótspyrnu. Risinn sagði: „Farðu frá dyrunum, Silky. Gamet, settu drenginn frá þér. Hann er ekkert meiddur og ef Isabell getur stillt sig um að veiria. þá getur hún haldið á honum meðan þú hleypur upp á loft og sækir ullarteppi". Þau rýmdu fyrir honum og hann bar Florindu fram í eld- húsið og lagði hana á veggbekk- inn. Isabell grét eins og Ris- inn hafði spáð, en enginn sinnti því. Gamet fékk henni dreng- inn og hljóp upp á loftið. Þegar hún kom niður með ullarteppið, sat Florinda á bekknum og hló að sjálfri sér. „Mér Þykir þetta svo leiðin- legt, krakkar. Ég varð svo hrædd þegar lampaskrattinn sigldi bókstaflega í hausinn á mér, þegar ég hélt að allt væri búið. Þakka þér kærlega fyrir tepp- ið, Garnet mín. Settu það utan- um mig- Ung stúlka fer aldrei of varlega“. Hlátur hennar var óeðlilegur. Risinn vissj það. Hann tók ull- arteppið af Garnetu og sveip- aði því mjúklega um Florindu. En Silky vissi ekki neitt. Hann hélt að hrópin í Florindu væru aðeins óhemjuskapur, og hann var hissa á því að hún með alla rósemina skyldi sleppa sér svona. Hann kom með fyrsta læknjslyfið sem honum hug- kvæmdist, stóran sjúss. Flor- inda tók við glasinu og sagði: „Þakka þér fyrir, Silky“. en þegar hún bar glasið að munn- inum og fann áfengislyktina, hrópaði hún: „Guð minn góður, nei“. og ýtti glasinu að Risan- um. En hún áttaði sig, brosti og sagði: „Silky, hvað á ég oft að segja þér að ég kem þessu ekki niður“. Garnet fór út á veröndina bak við húsið til að athuga hvort vatristunnan stæði þar enn, svo að hún gæti sótt meinlausan drykk handa Florindu. En Mjkka hafði tekizt að ná vatni í ketii sem stóð nú á eldinum. Nú fór hann að búa til te með mestu rósemi. Vatnið var ekki sjóðandi. en það rauk úr því þegar hann hellti á. Hann færði Florindu bollann. Hún tók við honum og sagði: „Guð blessi þig, Mikki“. og Mikki kinkaði kollj með alvörusvip. Gamet gekk að bekknum til að setjast hjá Florindu. Þegar hún settist, tók hún viðbragð — jú, hún var víst sannarlega bíá og marin! Með Gametu til annarrar handar og Risann hinum meg- in st Florinda og brosti til þeirra á vixl. Hún drakk teið og fékk Mikka bollann og sagð- ist ekki ætla að bíða eftir kvöldmatnum. Hún ætlaði að nota þetta tækifæri til að fá góðan nætursvefn. Ef þau ættu ekki að opna barinn aftur, þá teldi hún réttast að hún færi að sofa núna en kæmi heldur niður snemma í fyrramálið til að laga til. Garnet tók um hönd- ina á Florindu og Florinda þrýsti hana blíðlega. Og þegar hún þrýsti hrjúfa. örótta höndina á Florjndu á móti, rann upp fyrir henni ljós. Hún vissi ekki hvers vegna. Hún minntist dagsins í Archill- ette þegar Texag hafðj stungið glóandi jáminu í handlegginn á henni. Hún mundi að hún hafði litið upp og séð andlitið á Florindu fyrir ofan sig, ná- hvítt og baðað í svita, rétt eins og Florinda hefði fundið sárs- aukann en ekki hún. Hún hafði fyrir löngu tekið þá ákvörðuin að spyrja aldrei af hverju örin á handleggjum hennar stöfuðu. En nú var ejns og skýringin á þeim væri á næsta leiti. Það var eins og hún riði eftir vegi og eitthvað væri í þann veginn að koma í Ijós. Hún gat ekki annað en séð það. vegna þess að það var þama. <§> I. DEILD ÍSLANDSMÓTIÐ Á Akureyri klukkan 20,00. Akureyri - Valur Dómari: Carl Bergmann. Línuverðir: Bjöm Karlsson og Steinn Guðmundsson Á Njarðvíkurvellinum klukkan 16,00 Keflavík - K.R. Dómari: Baldur Þórðarson. — Línuverð- ir: Halldór Backmann og Karl Jóhannsson. Mótanefnd. S KOTTA Það var nógu vont að sýna honum þúsund króna seðil. Þu áttir ekki að æpa líka upp, — fylitu á skrjóöinn. uppþvottinn hrcingcrninguna 09 fínþvottinn. vex fer vel meS hendurnar og ifmar þægilego. vex þvottoefnin eru bezta húshjáipiit. vex fæst í næstu verziun. _ Sími 24204 i omíh^bdÖRNSSON & CO. p.o. box - uyuavík ÚMAR ALLA JÖLSKYLDUNA YNNIÐ YÐUR JODEL 1963 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.