Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.06.1963, Blaðsíða 12
Krústjoff á miðstjórnarfundinum í Moskvu: Kennedy gerir sér ijóst að allar aðstæður hafa breytzt MOSKVU 29/6 — „Pravda" birtir í dag rækilegan útdrátt úr ræðu sem Krústjoff forsætisráðherra flutti á miðstjóm- arfundi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í síðustu viku. í ræðunni sagði Krústjoff m.a. að þess séu ýms merki að vesturveldin séu farán að gera sér ljósan styrk sósíal- ismans og nauðsyn þess að breytýrg verði á samskiptun- um við Sovétríkin og önnur sósíalistísk ríki. Kennedy forseti hefði gert sér betur grein fyrir þessu en aðrir Sunnudagur 30. júní 1963 — 28. árgangur — 144; tölublað. Deilur kommúnistaflokkanna Sendimenn Kína reknir f rá Moskvu Frá brunanum Myndin er frá brunanum á Siglufirði aðfaranótt sl. föstu- dags er kviknaði i stórum bragga er söltunarstöðin Sunna h.f. á. Skemmdir urðu miklar á bragganum einkum ibúðum síldarverkunarfólks sem eru á efri hæð hans. en skrifstofur og geymslur riðri skemmdust einn- ig af vatni og reyk. — Ljós- mynd. H. B.) Blcmasýning Fyrsta blómasýningin sem haldin er í Kópavogi var opn- uð kl 1 e.h. í gær í Blómaskái- anum á horni Kársnesbrautar og Reykjanesbrautar að við- stöddum bæjarstjóra og fleiri gestum. Þetta er sölusýning og verða þarna á boðstólum af- skorin blóm. pottablóm og margt fleira. Sýningin stendur í 5 daga. ráðamenn á vesturlöndum. Þessi aukni skilningur Banda- ríkjaforseta á hinum breyttu aðstæðum í heiminum hefði þó ekki enn valdið neinum um- skiptum í sambúð Sovétrikj- anna og Bandarííkjanna. I ræðu sinni sagði Krústjoff ennfremur að þeim sem hafni friðsamlegri sambúð ríkja með óliík stjórnkerfi sýni með því að þeir vantreysti byltingar- mætti verkalýðsins. Friðsamleg sambúð ríkja þýddi hins vegar á engan hátt, að stéttabarátt- an legðist niður. Miðar vel áfram Það yrði æ greinilegra að Sovétríkjunum miðaði vel á- fram að því marki að fara fram úr öflugasta ríki auðvalds- heimsins, Bandaríkjunum, í öll- um greinum iðniaðarins. Fyrir- ætlanir heimsvaldasinna um að koma Sovétrikjunum á kné me'ð hervaldi hafa farið út um þúf- ur og við munum einnig bera sigurorð af þeim í hinni frið- samlegu samkeppni á efnahags- sviðinu, sagði Krústjoff. Beilan við Kínverja Um deiluna við kíniverska kommúnista sagði Krústjoff m. a. að hinir kínversku leiðtogar hefðu reynt allt hvað þeir gátu til að magna ágreininginn milli flokkanna og stafi af því hin mesta hætta fyiir alla hina al- þjóðlegu verklýðshreyfingu. Sovézki flokkurinn myndi þó ekki hvika frá sjónarmiðum siínum í þessari deilu, enda teldi hann sig hafa á réttu að standa. Vill nýjan þjóðsöng 1 ræðu sinni f jallaði Krústjoff einnig um sköpunarfrelsi lista- manna og hvers krefjast bæri af þeim, en ekki eru þau um- mæli hans nánar rakin í þeim fréttum, sem borizt hafa af ræðunni. Þó er frá því skýrt að hann hafi hvatt sovézk Ijóðskáld og tónskáld að semja nýjan þjóð- söng fyrir Sovétríkin. Þjóð- sömgurinn sem nú er notaður er frá árinu 1943 og var í upp- haflegri mynd mikill lofsöngur til Stalíns. Viðræður í Berlín Krústjoff er nú í A-Berlin, ásamt leiðtogum flestra ríkja A- Evrópu. sem þangað eru komn- ir vegna afmælis Ulbrichts. Þar munu þeir ræða um deilurnar við kínverska kommúnista. MOSKVU 29/6 — Sovétstjórnin hefur farið fram á það við kín. verska sendiherrann í Moskvu að hann láti þrjá af starfsmönn- um sínum hverfa sem bráðast úr landi. Þeir eru sakaðir um að hafa dreift síðasta bréfi Komm- únistaflokks Kína til sovézka flokksins, sem hann hafði ákveð- ið að það skyldi ekki birt að svo stöddu. Bréf þetta er hörð ádeila á stefnu sovézka flokksins og sov- étstjómarinnar, sem sökuð er, óbeinum orðum að vísu, um und- anlátsemi við heimsvaldasinna og afskræmingu á kenningum marx-leninismans. Sovézki flokkurinn ákvað að birta ekki bréfið til að torvelda ekki enn frekar að sættir megi takast milli flokkanna, en við ræður þeirra um ágreiningsmál- in eiga að hefjast í Moskvu á föstudaginn. Það var talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sem skýrði frá kröfu sovétstjómarinnar um heimsendingu sendiráðsmanna og hann bætti því við að þessi krafa væri ósanngjörn og ástæðulaus. Hins vegar myndi kínverska stjórnin ekki gjalda í sömu mynt og því ekki krefjast að sovézkir sendiráðsmenn yrðu kallaðir heim frá Peking. Talsmaðurinn lét orð liggja að því að sovét- stjórnin hefði með þessu viljað torvelda að sættir tækjust í viðræðunum í Moskvu. Hann sagði að það væri venjan að sendiráð beggja landanna dreifðu opinberum flokksskjöl- um hvort í sínu landi og hefði KAIRÓ 29/6 — Sambandslýð- veldí araba hefur slitið stjórn- málasambandi við Portúgal, jil- kynnti hin opinbera egypzka fréttastofa í dag. Egyptaland á einn af níu full- trúum í nefnd sem skipuð var á ráðstefnu Afríkuríkjanna í Addjs Abeba fyrir skemmstu og hefur það verkefni að samhæfa þjóðfrelsisbaráttuna í hinum ýmsu löndum álfunnar sem enn eruínýlenduf j ötrum. Straumur ferða manna á Héraði HALLORMSSTAÐ í gær. _ S’.áttur er hafinn ofan til á Hér- aði, en ekki á Úthéraði fyrir utan Egilsstaði. Sprettan er með ágætum. Eindæma veðurblíða hefur ríkt hér á Héiaði um vikutíma en langvarandi vætu- tíð var hér á undan. Ferða- mannastraumur er byrjaður og er með fyrra móti og er þegar tjaldað í skóginum. Engar skemmdir urðu á skógi hér á Héraði og heldur ekkj niður á fjörðum nema helzt á syðstu fjörðunum. Tvær fjölmermar bændafarir fóru hér nýlega um á Héraði, 100 menn í hvorum hópi. ann- ar hópurinn frá Strandasýslu og hinn úr Norður-Þjngeyjarsýslu. Strandamenn voru óheppnir með veður, en Þingeyinear sóluðu sig að vanda. — sibl. kínverska sendiráðið í Moskvu áður útbýtt slíkum skjölum og sovézka sendiráðið í Peking sömuleiðis, og hefði það ekki verið talið aðfinnsluvert fram að þessu. Talsmaðurinn sagðist vona að sovétstjórnin gerði ekkert frekar sem gæti spillt fyrir ein- ingu og samstöðu bræðraflokk- anna tveggja og sambúð ríkj- anna. Frá Hvanneyri Myndin er af Otta Geirssyni til- raunastjóra á Hvanneyri, en síðari hluti frásagnarinnar þaðan er á 2. síðu blaðsins í dag. Ákveðið var á ráðstefnunni að veita þjóðfrelsishreyfingun- um í Suður Afríku og portú- gölsku nýlendunum í Afriku margháttaðan stuðning, bæði fjárstyrk og sjálfboðaliða. Páll sjötti krýndur í dag RÓM 29/6 — Páll páfi sjötti verður krýndur á morgun á torginu fyrir framan Péturs- kirkju i Róm. Það er í fyrsta sinn sem krýning páfa fer fram undir berum himni. Fjöldi sendi- manna hvaðanæva að verður viðstaddur krýninguna og búizt er við gífurlegum mannfjö’.da. Kóróna Páls pafa er gerð af hagleiksmönr.'..-.i í Mílanó. en þar var páfi áður erkibiskup. Verkföllin kefiest enn í Frakklandi PARÍS 29/6 — Ný verkfallsalda virðist riðin yfir i Frakklancli. Neðanjarðar’estir i París hafa verið stöðvðar í tvo tíma hvorn síðustu tvo daga og var vinna stöðvuð einmitt þegar umferð- in er mest. Flugvallarstjórar og veðurfræðingar við franska flugvelli hafa boðað tveggja sólarhringa verkfalli. I Neyðaróp í Vfsi! I ! I i Heildsalablaðið Vísir rak í fyrradag upp mikið neyðar- óp, vegna þess að Þjóðvilj- inn hefur enn á ný ben.t á hina mikiu vinnuþrælkun hér á iandi, og að inikil óá- nægja hefur komið upp með- al Vestur-íslendinganna, sem hér hafa unnið um nokkurt skeið, þegar þeir kynntust þessu ástandi í „viðreisnar- þjóðfélagi“ ríkisstjórnarinn- ar. Maðúr sá, sem réði Vest- ur-fsiendingana hingað not- aði nákvæml. sömu aðferð og máigögn ríkisstjómarinnar og sérfræðingar hafa gert, þegar átt hefur að sanna mönnum hve Iífskjör þeirra væru góð. Hann tók einfald- lega meðaitai af árstekjum og iofaði Vestur-íslendingum 140 þúsund króna tekjum á árf, en þeir gengu út frá því að átt væri við tekjur af 8 stunda vinnudegi, eins og miðað er við í flestum öðr- um löndum, þótt sums stað- ar sé vinnudagurinn styttri. Þegar hingað kom, fengu Vestur-Isiendingarnir hins vegar að vita að til þess að ná svo háum tekjum yrðu þeir að leggja nótt við dag, og þykir þeim slíkt ástand ekki til fyrirmyndar, sem vonlegt er. Þannig er að kynnast sælu „viðreisnarþjóðfélagsins“ í raun, og er það óneitanlega nokkuð á annan veg, en lát- ið er í veðri vaka af erlend- um „sérfræðingum“, sem ríkisstjórnin hefur öðru hvoru verið að kalia hingað til þess að vitna með sér ágæti kerfisins. Visir er ííka svo flemtri sleginn yfir þessu öllu saman í fyrradag, að leiðarahöfundur blaðsins rek- ur upp neyðaróp og segir, að nú verði að fá Vestur-Is- lendingum „starf við sitt hæfi Á LANDI” til þess að reyna að draga úr óánægju þeirra. Verður þetta var'.a skilið öðru vísi en svo, að blaðið telji V'-stur-lslend- ingana ekki hæfa tii þeirrar vinnu, sem þeir réðu sig í, og má teljast furðulegt að sjá slíkt á prentí. Og Vísir virð- ist einnig á þeirri skoðun, að vinna í frystihúsum í Vest- man.naeyjum fari ekki fram „á landi“, — eða kanski á Vísir við, að tæplega sé nú unnt að telja Eyjarnar til Is- lands. Og við saraa tón kveður í „Spjalli” Vísis. Þar scgir m. a.: „Það er þó ekkert leynd- armál að vinna á íslenzkri vertíð hefur aldrei verið ncin upphituð stofusæla“. Ekki hefur nú heyrzt getið um það, að um þetta ieyti árs standi yfir nein hörkuvertíð í Vestmannaeyjum, né lield- ur að Vestur-Islendingarnir séu ekki færir til starfa nema í „upphitaðri stofu- sælu“. Og svo kemur iíka sú frumlega hugmynd fram í þessum skrifum Vísis að nefna Islendinga „Austur-ls- lendinga“, sjálfsagt ti! enn frekari aðgrt'biingar frá frændum vorum vestra. Það skiptir minna máli .... Og svo er eftir að vita, hvernig Vísi gengur að finna Vestur-Islendingunum „starf við sitt hæfi Á LANDI“, ef það mætti verða til þess að bjarga heiðri „viðreisnarinn- ar.“ — En það gerir min,na til þótt aðrir launþegar verði að halda áfram að legja dag við nótt til þess að geta lif- að mannsæmandi lífi! I * * I I I I \ \ \ Slíta stjórnmála- tengsl viB Portúga!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.