Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA -------------------------------------------—.. ÞJÓÐVIUINN * "" --------- 1 ...... Sunnudagur 14. júli 1963 1400nemendur voru í Voguskólusl. vetur Vufínn / dughloð Fyrir fáeinum dögum fannst kiukkustundar gamall drengur yfir- gefinn á kvennasalerni um borð í brezka farþegaskipinu „Southern Cross“ sem þá var statt úti fyrir Ástralíuströndum á leið til Sydney. Kona nokkur um borð heyrði ákafan barnsgrát og fór á stúfana til að aðgæta nverju þetta sætti. Hún fann drenginn vafinn inn í dagblöð úti i einu horni salernisins. Drengurinn var þegar fluttur á skipssjúkrahúsið og sögðu læknar að honum væri mjög kalt en að öðru leyti væri hann við he/tu heilsu. Þegar í land kom var hann fluttur á sjúkrahúsið í Sydney — ásamt móður sinni. Það hafðist sem sé upp á henni við rannsókn um borð og kom i ljós að hún var nítján ára stúlka frá Nýja Sjálandi og hafði henpi heppnazt að leyna því, að hún var barnshafandi, er hún kom um borð. Myndin var tekin um borð í „Southern Cross“ og sýnir barnfóstru gefa drengnum fýKtfTmáltiðiná. ' ‘ — Samningar tókust í gœr við Verkalýðsfélag Akraness Fjórða starfsári Vogaskóla lauk með uppsögn landsprófsdeildar 17. júni, en öðrum gagnfræða- deildum og barnadeildum var slitið 31. maí. 1 skólanum voru alls 1402 nemendur í 52 bekkj- ardeildum, 939 í 35 bamadeild- um og 463 í 17 gagnfræðadeild- um. Af þeim voru 193 í 3. og 4. bekk, sem skiptust í alm. bók- námsdeildir, landsprófsdeildir og verzlunardeildir. 1 skólanum voru því 10 aldursflokkar allt frá 7 ára deildum til 4 bekkjar gagnfræðastigs, en Vogaskóli er fyrsti samskólinn, sem byggður er og starfræktur hér á landi (fyrir bæði bama- og gagnfræða- stig). Auk skólastjóra og yfirkenn- ara störfuðu 55 kennarar við skólann, 36 fastir kennarar og 19 stundakennarar. Félagslíf skólanemenda var fjölþætt en þrengsli há þó mjög ýmsum æskilegum þáttum tóm- stundastarfs. Vorferðir voru farnar að lokn- um prófum. 12 ára börn fóru eins dags för um byggðir Borg- arfjarðar, gagnfræðingar fóru um hvítasunnu austur um Skaftafellssýslu að Skeiðarár- sandi, en á sama tíma ferðuðust nemendur landsprófsdeilda um Snæfellsnes og Borgarfjörð. Bamaprófi luku 127 nemendur, og stóðust allir. Ágætiseinkunn hlutu 15. Hæstu einkunnir hlutu: Pétur Thorsteinsson (9.44), Þor- valdur Karl Helgason (9.38) og Erna Jónasdóttir (9.32). 1 1. bekk gagnfræðastigs hlaut Sólveig Jónsdóttir hæsta einkunn (9.61). Var það jafnhliða hæsta einkunn i skólanum. Ágætiseink- unn hlutu einnig Svandís Sigurð- ardóttir (9.37) og Steinunn Sig- urðardóttir (9.11). Unglingaprófi luku 134 nem- endur og 133 stóðust það. Hæstu einkunn hlaut Kristín Hannes- dóttir (9.47). Aðrir, sem hlutu ágætiseinkunn: Baldur P. Haf- stað og Hrafnhildur Ragnarsdótt- ir (9.35), Stefán Friðfinnsson (9.25), Þorlákur Helgi Helgason (9.11) og Birgir Jakobsson (9.00). Landspróf miðskóla þreyttu 52 r.emendur. Prófið stóðust 50 nemendur, þar af hlutu 37 fram- haldseinkunn (6.00 eða meira), sem veitir rétt til setu í mennta- skóla eða kennaraskóla. Hæstu einkunn hlaut Guðrún J. Zoega (9.04 í landsprófsgreinum). Er það sérstaklega glæsilegt afrek, þegar þess er gætt, að Guðrún er mjög ung, verður 15 ára 8. sept. n.k. — * — Gagnfræðaprófi luku 52 nem- endur og stóðust allir. 1 almennri bóknámsdeild varð Aðalsteinn Hermannsson hæstur (8.24), en í verzlunardeild hlaut Áslaug Harðardóttir hæsta einkunn (8.36). Þessir fyrstu gagnfræðing- ingar skólans heiðruðu skóla sinn með myndarlegri og fagurri gjöf. Gáfu þeir mikla fánastöng og íslenzkan fána. Drógu þeir fánann að húni fyrir utan skól- ann fyrsta sinni, er skólastjóri hafði afhent þeim gagnfræðings- skírteini. Sigríður Hagalín segir okkur hvað klukkan er Tekin hefur verið í notkun ný símaklukka í stað hinnar gömlu, sem verið hefur í not- kun síðan 1937. Nýja klukkan er þýzk en hin vinsæla leikkona, Sigríður Hagalín hefur talað inn á þessa nýju upptöku. Globke frétti afaftökunum! WUPPERTAL 12/7 — Dr. Hans Globke, ráðuneytisstjóri Aden- auers, sem var háttsettur emb- ættismaður í innanrikisráðuneyti Hitlers til stríðsloka, skýrði frá því í dag að þýzkir hermenn sem neitað hefðu að taka þátt í af- tökusveitum nazista hefðu átt strangar refsingar á hættu, jafn- vel dauðadóm. Globke sagði þetta fyrir rétti sem fjallar um mál fjögurra SS-manna sem sakaðir eru um stríðsglæpi. Kom hann fyrir rétt- inn til að vitna böðlunum til málsbóta. Globke sagði meðal annars að hann hefði meðan á stríðinu stóð heyrt getið um það að aftöku- sveitir nazista hefðu tekið Gyð- inga, skæruliða, skemmdarverka- menn og Rússa af lífi. Ekki kvaðst hann lengur geta komið því fyrir sér hver hefði sagt honum þessi tíðindi. Kannski þau hafi ekki komið honum mjög á óvart. Að minnsta kosti var hann einn aðalhöfundur nazista- laganna um meðferð Gyðinga. Fundur sáttasemjara ríkiisins með fulitrúum Verkalýðsfélags Akraness og vinnuveitenda stóð til kl. 4.30 i gær, en fundurinn hófst í fyrrakvöid, eins og áður befur verið skýrt frá í blaðinu. Samningar tókust milli deilu- aðila á svipuðum grundvelli og Geriit áskrífendur að Þjóðviljanum Afgreiðs/u- síminn er önnur verkalýðsfélög höfðu áður samið um, en þó eru nokkur sérákvæði í samningum Vlf. Akraness og stóð þófið lengst um þau. Nánar verður skýrt frá samningunum eftir helgina. Verkfall átti að hefjast hjá Verkalýðsfélagi Akraness, ef samningar tækjust ekki fyrir miðnætti í kvöld. Norræna sundkeppnin stend- ur yfir. Það er óþarfi að fara í geim- ferð til þess að njóta þyngdar- leysis. Það er hægt í næstu sundlaug. Syndið 200 metrana um leið. Framkvæmdanefndin. 1 _ KIPAUTGCKÐ RIKISINS M.s. Baldur fer til Rifshafnar, Króksfjarðar- ness, Skarðsstöðvar, Hjallaness og Búðardals. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag. Norrœn skáldverk vestra Framhald af 1. síðu. 3. Bindi með eftirtöldum leikrit- um: Mörður Valgarðsson eftir Jóhann Sigurjónsson. Vér morðingjar eftir Guðmund Kamban og Kjarnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðar- son. Þess skal getið, að einungis komu til greina nútímaverk, sem ekki höfðu áður birzt í viðhlít- andi þýðingu á ensku. Bækur þær, sem valdar hafa verið til útgáfunnar frá hinum Norðurlandaþjóðunum, eru eftir Jakob Paludan, Tom Kristensen og H. G. Branner, Danmörku, F. E. Sillanpáa, Toivo Pekkanen og Hagar Olsson, Finnlandi, Johann Falkberget, Aksel Sandemose og Tarjei Vesaas, Noregi, Karin Boye, Tage Aurell og Peter Sjö- gren, Svíþjóð. Stefnt er að því. að útgáfan geti hafizt árið 1964, og eru í fjárlögum 1963 veittar kr. 50.000 til þátttöku Islands. f samningi Norðurlandaríkj- anna við bókaforlagið, er af hálfu útgefanda tekið fram, að hann vænti þess, að framhald geti orðið á útgáfustarfinu, ef vel tekst til um þennan fyrsta bókaflokk." fm^m PJÍIUSTAH LAUGAVEGI 18^ SIMI 19113 TIL SÖLU: 3 herb. ný íbúð við Ásbraut í Kópavogi. Utborgun 125 þús. kr. 3 herb. góð íbúð við Máva- hlíð. Sérinngangur. 1. veðréttur laus. 4 herb. hæð við Mávahlíð. Bílskúr. 5 herb. glæsileg ný íbúð í Skipholti. 5 herb. hæð við Mávahlíð. 1. veðréttur laus. 5 herb. hæð með risi við við Njarðargötu. Bílskúr. Eignarlóð. Kaupendur — Seljendur Ef þið þurfið að selja eða kaupa, hafið samband við okkur. SængurfatnaSar — hvitur og mislitur Rest bezt boddar. Dúusængur. Gæsadúnsængur. Koddar. Vöggusængur og svæflar. BILLir 1 Bidstrup teiknaði fyrir Land og Folk Skó'avörðustie 81. Bindindismannamótið verður haldið í Húsafellsskógi um verzlunar- mannahelgina. Nánar áuglýst síðar. N E F N D I N V 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.