Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 8
3 SÍÐA ÞIÓÐVILIINN Sunnudagur 14. júlí 1963 Jensey Sveinsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir stóðust ekki góða veðrið á mánudaginn var og tóku sér frí frá eldhússtörfunum íil aá fara í Nauthólsvíkina með börnin. Og krakkarnir, þau Hér sjáið þið vinkonurnar Þorbjörgu Möller, Ernu Eiríksdóttur og Ásu Arnardótlur slcikja sól- skinið í Nauthólsvíkinni- Ari; Gyða og Sigga virðast fyllilega kunna að meta það. SUMAR 06 SÓL ROYAL T-700 ódýrasta íjölskyldubiíreiðin á markaðnum. Heíur reynzt afburðavel við íslenzka stað- háttu. Bifreiðin hefur sérstaklega byggðan undirvagn fyrir íslenzka vegi. Eyðsla 5—6 1. fyrir 100 km. Rúmgóð og þægileg. Kostar aðeins 114.000 krónur. Á bifreið- inni er ársábyrgð frá verksmiðjunni. Lögð áherzla á góða varahlutaþjónustu. KRÓM 0G STflL BolKoItí 6. — Sími 113 81\ ís meS ÓYÖxfum SetjiS eina skeið af blönduðum óvöxtum í glas, því nsest tvær ís- kúlur, spændar mcð heitri matskeið úr íspakkanum, síðan bætt við úvöxtum og cin skcið af þeyttum rjóma ofan ó. Síðustu daga hafa Reykvík- ingar sleikt sólskinið, heitustu dagana sem komið hafa í sum- ar. Allir vilja fá brúnan og fal- legan lit á hörund sitt og nota til þess misjafnar aðferðir með ennþá misjafnari árangri. Að sjóbaðstaðnum í Naut- hólsvík hefur verið geysileg aðsókn og má þar sjá fólk á öllum aldri flatmaga í sólinni og þeir sem hugaðastir eru bregða sér í sjóinn, þótt kald- ur sé. Kvenfólkið lætur sér nú ímyndunarveiki Það er alkunna að böm á vissum aldri þjáist af stöðug- um ótta um að þau séu hættu- lega veik, segir dr. Hans Ny- ström í sænska tímaritinu „Barn“. Þessi ótti kemur mest í ljós hjá 10 til 12 ára börnum, þá fara hlutföll líkamans að breytast og baminu finnst að það hljóti að vera eitthvað ó- eðlilegt. Það beinir allri at- hygli sinni að líkamsstarfsem- inni og finnur sífellt ný og ný veikindamerki. Stundum verð- ur hjartslátturinn áhyggjuefni bamsins. Stöðug umhugsun um þetta líffæri veldur því að hjartslátturinn verður tíðari, þótt hjartað sé að öllu leyti heilbrigt. Öttinn við þetta leið- ir til þess að bömin fá verki hér og þar um líkamann og eru magaverkir algengastir. Á þessu stigi eiga foreldrar að láta lækni rannsaka barnið því læknisrannsókn hefur venju- lega róandi áhrif á það. Séu börnin sérstaklega slæm af þessum ótta ráðleggur dr. Ny- ström foreldmm að leita ráða hjá barnasálfræðingi. yfirleitt nægja að baka sig i sólinni á þurm landi; hvort það er af hræðslu við kuld- ann eða vatnið vitum við ekki en kannski eru þær bara hræddar um hárgreiðsluna. Börnin virðast samt hvergi smeyk og busla í sjónum eins og þau mögulega geta og njóta lífsins sjáanlega í ríkum mæli. Þeir sem vinnu sinnar vegna komast ekki úr borgarrykinu, kasta af sér hlýjustu fötunum og fara í sólbað í matar- og kaffitímum. Og allsstaðar heyr- ast upphrópanir eins og: „Mik- ið ert þú orðin brún.“ „Er ég ekki einu sinni orðin svolítið rauð?“ „Ég hlýt að vera orðin brúnni en þú.“ Það er vonandi að flestum verði að ósk sinni þessa sólardaga og fái einhvern lit á sig án þess þó að þjást af sólbruna næstu viku. Stella Pálsdótfir gjaldkeri hjá heildverzlun Ágústs Ármann lokar peningakassanum i hádcginu og fer út í sólskinið. Hér sést hún ásamt tveim ungum kunningjum sínum, þeim Ágúst Má og Baldvin Dagbjartssyni, „Allt um herrafötin ' I Danmörku er nýkominn á markaðinn bæklingur sem heit- ir Allt um herraföt. 1 honum geta karlmenn fundið ótal ráð- leggingar um allt sem lýtur að klæðnaði þeirra, frá skóm og uppí hatta. Hirðusemi um fötin er nauð- synleg hverjum manni sem vill vera vel klæddur segir í bæk- lingnum, og þar að lútandi eru þessar reglur helztar: Föt á að pressa oft á meðan þau eru ný. þá krumpast þau síður þegar fram í sækir. Það má ekki troða of miklu í vasana og þá á að tæma á hverju kvöldi. Fötin á að hengja á góð herða- tré strax eftir notkun, buxurn- ar fara betur ef þær eru hengdar í buxnaklemmu. Það þarf að bursta og pressa fötin reglulega og senda þau í hreinsun annað slagið. Séu föt ekki notuð einhvern tíma á ekki að láta þau hanga óhrein í skápnum, mölur sækir nefni- ------------------$> Svaladrykkir Hér koma uppskriftir af nokkrum mjólkurdrykkjum, sem fljótlegt er að búa til þeg- ar þorstinn sækir að fjölskyld- unnj í sumarblíðunni. Þeytið drykkina vel með rjómaþeytara. Jarðarberjadrykkur. 1 matskeið ís Vi 1 jarðarberjasaft 2 dl mjólk. Appelsínudrykkur. 1 matekeið ís 3 matsk. sterkur appelsínu- safl 2 dl mjólk Mokkadrykkur 1 matskeið ís 2 tsk. kaffiduft 2 dl mjólk. Eggjadrykkur. 4 dl mjólk 2 eggjarauður 1 matskeið hunang 2% matsk. sítrónusafi. Blandið mjólkinni varlega i hunangið og þeytið síðan allt saman. lega helzt í óhrein föt. Rifur og saumsprettur á að gera við strax og þær koma, annars geta þær orðið erfiðar viðfangs Vakandi auga á að hafa með slitböndunum á buxnaskálm- um og skipta á þeim i tíma. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að reisa hús fyrir Sparisjóð Kópavogs. Útboðsgagna má vitja á teiknistofu mína, Skólatröð 2, Kópavogi, gegn 1000 króna skilatryggingu. Hörður Björnsson. I i 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.