Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA HÖÐVTLIINN Sunaudagur 14. júlí 1&63 r ATVINNULEYSIÐ: BOL AUÐVALDS Þessi mynd er tekin úr „US NEWS and WORLD REPORT“ og fylgir greininni sem liér era birtir kaflar úr. Svofel'dur texti fylgir myndinni í hinu bandaríska vikuriti: „Engin stofnun, hvorki hins opinbera eða einstaklinga, virðist geta útvegað atvinnu öllum þeim ungu mönnum sem koma á vinnumarkaðinn.“ Bandaríska tímaritið US NEWS and WORLD REPORT: 5 milljón vinnupláss á einu árí et átrfmu á utvinnuleysi í nýlegu hefti af vikuritinu „US News and World Report“ '(24. júní) er fjallað um vandamál atvinnuleysisins. Kápufyrirsögnin hljóðar: „Vinnupláss. Einn af hverj- um tíu þeldökkum verkamönnum er atvinnulaus. Einn af hverjum tuttugu hvítum verkamönnum er atvinnulaus". Niðurstaða ritsins er sú að nú séu ekki nokkrar horfur á því að atvinnuleysinu í Bandaríkjunum verði útrýmt og er þó aðeins miðað við að lækka hlutfallstölu at- vinnuleysingja niður í 3 prósent, en það vilja borgaralegir hagfræðingar telja „hæfi- legt“ atvinnuleysi til að koma í veg fyrir það sem Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri hefur nefnt „launaskrið“. Eina leið eygir ritið þó: Styrjöld myndi leysa vandann. Hér fara á eftir nokkr- ir kaflar úr grein „USNWR“. Hinn „ameríski draumur" var háðulegt öfugmæli Greinin sem hér birtist er eftir John Morgan og er þýdd úr síðasta tölu-blaði viku- rits brezkra sósíaldemókrata „New Statesman“. Greinin er allmikið stytt í þýðingu. I þeim köflum sem hér eru felldir niður lýsir greinarhöfundur ráðleysi bandarískra stjórnarvalda gagnvart því geigvænlega vandamáli sem atvinnuleysið er orðið í Bandaríkjunum og skeytingarleysi betur settra samborgara hinna atvinnulausu. Hann rekur hvernig bandaríska þingið hefur lagzt á þau fáu frumvörp sem borin hafa verið fram til að ráða að einhverju leyti bót á ástandinu. í lokaorðum kemst höfundur svo að orði: „ Það er fáránlegt, að þjóð sem er jafn auðug og hug- myndarík og Bandaríkjamenn skuli vera svo ráðvillt gagnvart þessum mikla vanda að einn af helztu ráðherrum skyldi ekki í viðtali við mig koma auga á aðra lausn þess en að sannfæra landslýðinn um að enginn þurfi að skammast sín fyrir vinnukonustörf11. Blaðið segir að ástæðumar fyrir því að vandamál atvinnu- leysisins í Bandaríkjunum er svo óskaplega erfitt viðfangs séu tvser: Annars vegar vaxi af- köst bandaríska iðnaðarins svo ört vegna nýrrar tækni að á hverju ári verði 1.4 milljón manna að leita sér nýrrar vinnu. H4ns vegar komi nú á vinnumarkaðinn svo stórir ár- gangar ungra manna, að vinna sé ekki til handa þeim öllum Árlega fjölgar á vinnumark- aðnum um 240.000 menn. 5 milljón vinnupláss Ef lækka ætti hlutfallstölu atvinnuleysingja niður í brjú prósent á næsta ári ,.yrði að útvega 5 milljónir nýrra vinnu- plássa. En eftir því sem bezt ér vitað. lætur enginn opinber aðili sig einu sinni dreyma um slíkt". 6 prósent aukning J Ef þetta ætti að takast „myndi þurfa að auka þjóðar- tekjumar um 6 prósent. Það myndi lækka hlutfallstölu at- vinnuleysingja sem nú er 5.9 3 prósent á ári“. En embættismenn stjórnar- innar gera ekki ráð fyrir meiri aukningu en í hæsta lagi 4 pró- sent á næsta ári. Meðalaukn- ingin síðan 1929 hefur verið um 3 prósent á ári Ungum aívinnuleys- ingjum fjölgar ört „Tölur sýna að ungum at- vinnuleysingjum fækkar ekki, heldur fjölgar. Það var af þeim sökum sem hlutfallstala at- vinnulausra hækkaði i maímán- uði s.l., jafnvel áður en ung- lingarnir komu úr skólunum í vinnuleit. Um 300.000 unglingar innan tvitugs komu á vinnu- markaðinn í maí og við það fjölgaði atvinnuleysingjum í þeim aldursflokki upp í 1.15 milljón, eða 18 af hundraði“. Atvinnuleysi ófaglærðra „Vandamálið verður enn flóknara fyrir þá sök“, segir .,US News and World Report“. „að vinnuplássum fyrir ófag- lærða og hálffaglærða verka- menn fer fækkandi. Snemma á þessu ári voru t.d. færri ó- breyttir verkamenn í vinnu en árið 1950. Vinnuplássum fyrir hálffaglærða verkamenn hefur aðeins fjölgað um 1 prósent síð- an 1950. En það cr einmitt í þessum greinum sem margir ungir menn, hvítir sem dökkir, leita sér vinnu vegna takmarkaðrar verkkunnáttu og menntunar. Snemma á þessu ári var at- vinnuleysið meðal óbreyttra þeldökkra verkamanna yfir 20 prósent og yfir 13 prósent með- al hvítra félaga þeirra“. En eins og vikið er að í grein Johns Morgan, hefur þetta í för með sér að ævinlega fjölgar þeim unglingum sem koma á vinnu- markaðinn ókunnandi og illa að sér. Ómegðin er mest hjá hinum atvinnulausu fátækling- um sem ekki geta kostað börn sín til neins náms. Engin úrræði En þrátt fyrir þetta óskaplega vandamál hefur hvorki stjóm né þing Bandaríkjanna aðhafzt nokkuð til að vinna bug á at- vinnuleysinu. Eina úrræði stjórnarinnar hefur verið að leggja til að skattar verði lækk- aðir í þeirri von, að aukið fé í vösum einstaklinga og hirzl- um fyrirtækja myndi verka örvandi á efnahagsþróunina. Engin frumvörp hafa verið lögð fram, segir ritið, um stórfelld- ar opinberar framkvæmdir, og það litla sem stjómin hefur lagt til, að gert yrði til að draga úr atvinnuleysinu í einstökum hér- uðum eöa landshlutum. hefur ýmist ekki náð fram að ganga á þingi, eða þá ekkert hefur orðið úr framkvæmdum. „Enginn cmbættismaður virð- ist gera sér neina gliigga hug- mynú um hvernig hægt verði, nema þá ef stríð brytist út, að fjölga svo vinnuplássum að vcita mcgi atvinnulcysingjun- um vinnu og vcita tækifæri ungnm piltum og stúlkum sem nú koma vankunnandi á vinnu- markaðinn“. örvænting er nú hlutskipti fjögurra milljóna Bandaríkja- manna og fjölskyldna þeirra sem leita að vinnu sem hvergi er fyrir hendi. Samborgarar þeirra bregðast við örlögum þeirra með skeytingarleysi. I auðugasta landi veraldar missa á hverri viku 40.000 manns at- vinnuleysisstyrk sinn og verða að draga fram lífið á „oífram- leiðsluafurðum“ eins og þurr- mjólk, hnotusmjöri, maísmjöli og hveiti og langar biðraðir liðast um ganga Hjálpræðis- hersins. Þeir geta einnig íeng- ið hinn ríflegri skammt sam- bandsstjórnarinnar, sem veitir þeim aðgang að meira matvöru- vali fyrir 64 dollara á mánuði. Kynþáttavandamálið „örvænting" og „skeytingar- leysi" eru ekki orð sem ég hef fundið upp hjá sjálfum mér. Það var verkamálaráðherra Bandaríkjanna, Willard Wirtz, sem notaði þau þegar hann i’æddi við mig nýlega um at- vinnuleysisvandamálið í Banda- víkjunum, erfiðasta vandann sem stjórn Kennedys hefur við að stríða heima fyrir. Þessi vandi tekur einnig til kynþátta- vandamálsins, þar sem nú er að veröa Ijósara, að enda þótt misréttiö bitni einnig á hinum betur stæðu blökkumönnum, þá er það fátækt og örvinglan hins þeldökka verkalýðs sem hleður þann bálköst sem næst mun standa í logum. Engin svör Árgæzkan sem nú um sinn ríkir í bandarísku efnahagslifi hefur varla bætt neitt hag vinnuleysingjanna og þegar aft- ur harðnar í ári má búast við að fjöldi þeirra verði orðinn enn meiri en hann var í vetur sem leið. Vandinn væri ekkí jafn geigvænlegur ef stjórn landsins ætti einhver svör við honum. Mér kom það svo fyrir sjónir þegar ég var í Washing- ton nú í sumar að stjómarvöld- in þar örvæntu líka um að þau gætu leyst vandann. Auðvelt er að finna ástæð- umar fyrir hinu mikla atvinnu- leysi. í héruðunum meðfram Appalchiafjöllum, frá Kentucky til Pennsylvaníu, hefur hin nýja tækni i stál- og kolavinnslu lagt í eyði gömul og gróin sam- félög. 1 sumum bæjum er fimmti hver maður atvinnu- laus, og enn annar hefur aðeins einhver snöp. í Hazard í Kent- ucky eru t.d. 40 leigubílstjórar í 6.000 manna bæ: enginn þeirra getur lifað af tekjum sinum. Sjálfvirknin En til viðbótar því sem gerzt hefur í Appalchiahéruðum kemur svo sjálfvirknin. Á hverju ári missir hálf önnur milljón karla og kvenna vinnu sína vegna nýrrar véltækni og þörfin fyrir vinnuafl vex ekki nógu ört til að vega upp á móti því; það fólk fær a.m.k. ekki vinnu við sitt hæfi. Jafnframt fjölgar stöðugt ungu fólki í vinnuleit. Meðal þessa fólks er atvinnuleysið enn meira en það var á árum kreppunnar miklu. Geigvænlegar tölur Það er einmitt þegar maður kannar skýrslurnar nánar, að í ljós kemur hve óskaplegt vandamálið er. Þannig er nú hlutfallstala atvinnuleysingja 5.9 af hundraði allra manna á vinnumarkaðnum, en hlutfalls- tala atvinnulausra ungra hvítra manna er 16 af hundraði. Með- al ungra svertingja er hún 33 af hundraði. Meðal fullorðinna hvítra manna er hún undir 5 af hundraði. Samsvarandi tala fyrir svertingja er 10 af hundr- aði. Þessar tölur eru geigvæn- legar ekki aðeins vegna þess að af þeim má leiða að kynþátta- ólgan muni fara vaxandi. held- ur einnig hins að þær gefa til kynna að vandinn muni vaxa ört þegar fram í sækir, vegna þess að það er fáfrótt og illa menntað fólk sem fyrst og fremst fyllir hóp atvinnuleys- ingja og það er einmitt fólk af því tagi sem að jafnaði á flest bömin. Ógurlegur vandi Á öllum þeim mörgu heimil- um sem ég kom á, hvort sem það var í hinum rykmettuðu dalverpum i Kentucky, þar sem atvinnu- og auralaust fólk virð- ist láta sér annara um gamla bílskrjóða sína en sjálft lífið, eða í fátækrahverfum svert- ingja í Pittsburgh, eða í kofa- ræksnunum í hæðunum fyrir utan Charleston. Vestur-Virgín- íu, — alls staðar var ég minnt- ur harkalega á hve ógurlegur vandi þessu fólki og Banda- ríkjamönnum öllum er á hönd- um. Syderhjónin í Charleston áttu t.d. sex börn á aldrinum Sex til sextán ára. Faðirinn, WflNTED: 5 MILLION NEW JOBS Nearly 5 million new jobs must be created within the next year to prövide “full ernployment'' for new workers and old — 3.6 MILLION JOBS are needed to reduce unemploymentto 3 per cent of the labor force. 1.4 MILLI0N JOBS are needed to offset loss of jobs wiped out by rising productivity. CHANCE OF CREATING ALL THE JOBS NEEDED: NONEXISTENT, BARRING WAR Skýringarmyndin er cinnig lckin úr ,,US News and World Re. port“. Texti myndarinnar hljóðar svo í þýðingu: ,,VANTAR: 5 MILLJÓNIR NÝRRA VINNUPLÁSSA. Nálega 5 milljón vinnupláss verða að bætast við á næsta ári, tii að koma á „fu'lri vinnu“ handa bæðj nýjum verkamönnum og göml- um. — 3,6 MILLJÓN VINNUPLÁSS þarf til að minnka at- vinnuleysið niður í 3 prósent af fjölda manna á vinnumark- aðnum. 1,4 MILLJÓN VINNUPLÁSS þarf til að vega UPP á móti vinnuplássum sem hverfa vegna aukinnar framleiðni. LÍK- UR Á A» AFLA ALLRA ÞEIRRA VINNUPLÁSSA SEM ÞÖRF ER FYRIR: ALLS ENGAR, NEMA EF STRÍÐ IjfftÝZT ÚT“. i 4 í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.