Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.07.1963, Blaðsíða 10
|0 SÍÐA GWEN BRISTOW: y I HAMINGJU LEIT ----- HÖÐVIUINN----------------- Ekkert rúm í gistihúsinu tók hann upp. Mikki var búinn að þurrka diskana. Hún fékk honum hest- inn og bað hann að fá Stefáni hann, svo að hann gæti leikið sér að honum. Mikki brosti og kinkaði kolli og fór út á sval- imar. Gamet stóð í miðju her- berginu og vissj ekki hvað hún átti af sér að gera. I>að var ejtthvað svo tómlegt. Hvar var Florinda niðurkomin? Kannski hafði Florinda farið upp á loft. Hún hafði ekki feng- ið mikinn svefn um nóttina og hana langaði kannski að hvíla sig andartak áður en hún opn- aði barinn. José var ekki kom- inn enn og Silky var ekki kom- inn til baka frá Abbott. Eða kannski vildi FIorinda eins og John vinda sér í næsta verk- efni. til þess að þurfa ekki að hugsa um Risann. Kannski hafði hún farið inn i barinn til að opna hann. Ef svo var, þá fannst Gametu sjálfsagt að hjálpa henni, hún þurfti að taka sér eitthvað fyrir hendur. Hún gekk gegnum eldhúsið og opnaði dyrnar að barrium. Ennþá var skuggsýnt í veit- ingastofunni. Útidyrnar voru lokaðar og hlerar fyrir glugg- um. Florinda stóð við barborð- ið eins og hún ætlaði að fara að skenkja á glös, en hún var ekkert að búa í haginn fyrir daginn. Hún horfði á eitthvað sem hún hélt á í hendinni og við hliðina á hennj. samanvöðl- aður á borðinu, lá blái hálsklút- urinn sem Gamet hafði séð hana með í höndunum þegar hún var úti að veifa Risanum í kveðjuskyni. Þegar Florinda heyrði dymar opnast, sneri hún sér snöggt við. Hérgrei?*,on Hárgreiðsln- og snyrtistofa STEINt) og DÓDÓ Langavegi 18 HI. h (lyfta) . Sími 24616. P E R M A Garðsenda 21, síml 33968. Hárgreiðsln. og snyrtistofa. Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötn 10. Vonarstrætis- megin. — Símj 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Gnðmnndsdóttir) Langavegj 13 — sími 14656. — Nnddstofa á sama stað. — — Hver er það? spurði hún, en þegar hún sá Garnetu, varð hún ekki aiveg eins önug: — Nú, ert það þú. Garnet horfði skelkuð á and- litssvip hennar. Florinda var reiðileg um augu og munn, hún otaði fram neðri vörinni eins og skass. — Er ég að trufla þig? spurði Gamet undrandi. — Viltu að ég fari aftur? — Nei, komdu inn. Ég verð að hella mér yfir einhvern. Þessi bannsettur hálfviti. þessi dómadags erkiauli. Viltu sjá hvað hann gaf mér! Garnet leit undrandi á hlut- inn sem Florinda ýtti til henn- ar. Hún sneri honum og velti milli handanna í undrun og að- dáun. Hún hafði aldrei séð nejtt svipað þessu og vissi ekki hvað það var. Floirinda hafði fengið henni dálítið nisti úr slitnu, bláu flaueli, það var op- ið og hún sá stiliséraða mynd af fólki með geislabauga um höfuðin. Myndin var í gull- ramma greyptum perlum. Geislabaugarnir gáfu til kynna að þetta væri trúarleg mynd og að því er virtist hafði Risinn gefið Florindu hana, en meira gat Gamet ekki gizkað á. Hún spurði: — Hvað er þetta. Flor- inda? — Þetta er íkon. fkon móð- ur hans. Þessi bannsettur hálf- viti. Að fara að gefa mér íkon- inn hennar móður sinnar! •— Hvað er íkon? spurði Garnet hissa. — Það er helgimynd úr rúss- nesku kirkjunni. En það er ekki aðalatriðið. Hann veit að ég hef ekkert vit á kirkjum. Það sem máli skiptir, er að móðir hans átti þetta. Hann metur þetta meira en eigið iíf. Hann hefði ekki selt það, þótt hann hefði verið að svelta í hel, og hvers vegna í fjandanum dettur bonum í hug að gefa mér þetta? Garnet svaraði ekki. Hún gat ekki svarað slíku. Þær böfðu saman þurft að reyna sitt af hverju. en þetta var í fymta skipti sem hún hafði séð Flor- indu miður sín af reiði. — Er hann í alvöru farinn? spurði hún. — Þú ert alveg viss um að hann sé farinn? — Já, já, sagði Garnet. —• Hann er farinn. — Hann má prísa sig sælan. Ég hefði fleygt þessu beint í fésið á honum. Þessi endemis asni! Er nokkur í eldhúsinu? — Nei. — Ég þarf nefniiega að hafa rýmra um mig þegar ég er reið. Þessi lika þorskur. Að gefa mér íkoninn hennar móð- ur sinnar! Florinda tók biáa klútinn og Framhald af 7. síðu. Þá tóku þeir eftir því hvað María var komin langt á leið, og höfðu um það mörg háðuleg orð, og einn þeirra stakk hana fingri í kviðinn, en Jósep sagði ekki neitt og gerði ekki neitt, heldur stóð grafkyrr starandi augum eins og svefngengill. Þau voru bæði rekin út úr stofunni. Um leið og María var hrakin út úr dyrunum, leit hún til körfunnar í hominu og gerði sig líklega til að grípa hana, — þessa körfu sem hún hafði svo vandlega breitt yfir hreinan, hvítan dúk. Hún rétti út höndina, augnaráðið var hræðilegt. Litlu sporin svo smá að þau urðu varla greind með berum augum, þegar hún var að sauma í efnið. Maðurinn sem át kökuna átti nú annríkt við að þurrka af stígvélunum sínum á einni af þessum hvítu, mjúku flíkum, og kraup við það hjá körfunni, sem oltin var á hliðina. Hann gerði þetta vel og vandlega, eins og almenningi var boðið af stjórnarvöldunum að gera allt. Tungan kom út milli tannanna, stórra og gulra, og hann þurrk- aði og þurrkaði af mesta dugn- aði. Þá bölvaði foringinn af óþolinmæði og maðurinn flýtti sér að fleygja þessari skó- þurrku ásamt öllu hinu, tröðk- uðu og útötuðu, út í horn, og flýtti sér á eftir hinum svo hann gæti verið hjálplegur við að troða hjónunum upp í trukk, þar sem allþröngt var fyrir. Síðan var skipt á trukknum og jámbrautarvagni, og skrönglaðist hann klukkutímum saman með þau, — eða voru það dagar? María hafði enga hugmynd um það, hvað tíman- um leið. Jósep hallaði höfði hennar að brjósti sér og hún gleymdi sér jafnvel stund og stund, og augnahárin, löng og dökk, sigu saman hin efrj og hin neðri. Það var ógnarlega þröngt um þetta fólk hver iá utan í öðrum, á gólfi og á göngum. Ekki leið á löngu fyrr en óþrifnaðurinn var orðinn of- boðslegur. Böm grétu, konur ráku upp æðisgengin óp, en flestir, konur jafnt sem menn, sátu grafkyrr og störðu út í bláinn. Lestin brunaði áfram af þessum framfúsa dugnaði sem einkenndi allt þetta land. Það var undarlegt að sjá þetta siðprúða miðstéttarfólk breytast þvínær á svipstundu í hroðalegasta eymdarlýð, sjá bað búa við óþverraskap, sem því hefði aldrei getað hugkvæmzt Konumar reyndu raunar að halda fötum sínum sómasam- legum, og að þvo sér, en vatnið var af svo skomum skammti, að varla nægði til að stilla sár- asta þorstann. Innan um þenn- an óþef og óhljóð, en þó eins og í nokkurri fjarlægð, sátu þau María og Jósep. Hxín var nývöknuð af blundi, og hafði hresstst ótrúlega við að sofna. Þetta var eins og ljótur draum- ur, sem hana hafði dreymt aftur og aftur, og vaknað af í skelfingu í hvert skipti, en nú varð ekki vaknað framar, hann var orðinn að raunveruleika, og fyrst svo var, varð að taka því. Nú tók hún við höfði hans, og hélt því upp að brjósti sér, enda sofnaði hann brátt, svo úrvinda sem hann var orðinn, luktu augnalokin hvikuðu, og vöðvamir í handleggjunum voru stríðir, en hnefamir krepptir þó hann svæfi. Jósep hafði elzt sýnilega þessa nótt. Daginn áður var hann hraust- ur og sterklegur miðaldra mað- ur, nú var hann hvítur, og það voru komnar undarlega djúpar holur í gagnaugun, og bláæð- arnar í þeim þrútnuðu á ein- hvem henni óskiljanlegan hátt. Þó að hún væri alveg komin að falli, reyndi hún að hjálpa þeim sem lakar voru á vegi staddar en hún, bæði eldri kon- um og yngri. Það var furðu- legt að sjá hve þrekmikil hún var, en svo er oft um bamshaf- andi konur. Lestin stöðvaðist, og fólkið leit út, en ekkert var að sjá. Þá fór hún aftur af stað, og var nú komið að landamærum. Einkennisklæddir menn ruddust fram hjá, tröðkuðu utan í fólk- ið og stigu jafnvel ofan á það, eins og héldu þeir að þetta væru maðkar. Þeir töluðu sam- an og fóm út úr lestinni, en lestin fór aftur á bak þangað til hún var þar stödd sem eng- in verksummerki vom af neinu tagi. Hrjóstrugt land, engin mannabyggð. Það mátti heita að þetta væri staðurinn Hvergi. Þetta var hvorki land né að- liggjandi lands. Það var einsk- ismannsland. Hér var hvorki hægt að kom- ast fram né aftur. Fólkið var rekið út, því var ýtt og spark- að, út á þessa ræmu milli Himnaríkis og Helvítis, hreins- unareldinn. Týndar sálir. Það ljós sem þau stigu út í, var rökkurljós. Öljós. Það var síðla hausts, október. það var í dag. Hvað er ég að segja, svona hlutir gerast ekki, þessi heimur er siðmenntaður heim- ur, þetta er ekki satt, sögðu þau við sjálf sig. Ekki þetta, að ganga þangað til maður hnígur, hverfa svo, það gerist ekki. Þau voru tvöhurtdruð saman og þau gengu eins og og héldu þau að takmarkið væri, eitt- hvert til, þrátt fyrir allt. Börn- unum skrikaði fótur og þau duttu, grétu, vom dregin upp, duttu aftur. Hvergi var nokk- urt skjól að fá, ekki hróf né hreysj. Ekkert. Þá fann María að það sem hún átti von á var að koma. Hríðirnar hófust, komu í öld- um, hver af annarri. Augun stækkuðu fram úr öllu valdi og andlitið varð lítið og horað og ellilegt. Svo gafst hún upp að ganga. Þau fóru framhjá litlum geitahóp sem var að bíta á grænum reit sem haustkuldam- ir höfðu hlíft, og gættu þeirra tveir geitahirðar, sem höfðu hjá sér asna naumlega stærri en hund. Jósep sneri sér til geitahirð- anna’ í örvæntingu sinni. „Kon- an mín er veik. Hún er mikið veik. Leyfið mér að taka asn- ann handa henni. Það hlýtur að vera einhver staður héma einhversstaðar þar sem hún getur fengið gistingu, hvað haldið þið?“ Einn af hirðunum, sem tæp- lega var jafn aulalegur og hin- ir, svaraði honum: „Jú, það er gististaður héma, en ég held það verði ekki tekið á móti henni þar.“ „Taktu við,“ sagði Jósep og rétti fram fáeina smápeninga, sem hann fann í vösum sínum. „Og lofaðu henni svo að fara á bak og ríða svolítinn spöl.“ Maðurinn tók við peningun- um. „Já, svolítinn spöl. Ég er að fara heim. Það er komið að kvöldmatartíma. Hún má ríða svolítinn spöl.“ Svo var Maríu lyft á bak asnanum, og þar sat hún hálf- bogin, en nú var komið að því að hún skyldi fæða, og hún lét sig falla af baki og þeir komu henni út í þurra rás við vegarbrúnina. Það var hálfvont að eiga við hana því hún var nigluð af kvölum og hræðslu. „Sæktu nú litlu hreinu flíkumar hans“, sagði hún við Jósep. „Lérefts- skyrtumar, þær enx í skúffunni í eldhúsborðinu. Láttu sjóða á katlinum. Nei, ekki bezta nátt- kjólinn minn, hann ætla ég að hafa seinna, þegar allt er af- staðið og búið að taka til. Þið karlmennirnir, þið eruð alltaf eins og utan gátta.“ Henni fannst jörðin ganga í bylgjum og öll andlitin, sem hún sá, voru ógreinilega og af- skræmd, en sjálf var hún í kvölunum og heyrði einhvern æpa eins og dýr í dauðastríði, síðan kom miskunnarríkt ó- minni. Þegar hún vaknaði sá hún konu, sem beygði sig yfir hana, og það var búið að kveikja bál í kvistum og þurru grasi, og á einhvem óskiljanlegan hátt var komið heitt vatn og ræmur úr fötum, og fyrst fann hún til bamsins og sá það síðan, þarna við hlið sér í rásinni, og sá að búið var að klæða hann í sómasamlegar ræmur úr rifn- um fötum. Hún megnaði ekki að spyrja, en leit á konuna og hún skildi augnaráðið og svar- aði: „Já, það er drengur. Á- gætur drengur." Og hún tók hann upp. Hann kippti til litlu höndunum og hárið sýndist bjart í ljósinu frá eldinum. En fplkið hópaðist að og kom pf nærri, og Jósep bandaði hendi, en tók með hinni undir hnakka hennar og hún leit á hann og reyndi að brosa. Þegar fólkið dreif frá heyrð- ist í bíl sem kom með ofsa- hraða og stöðvaðist eins og þegar hemlað er af öllu afli. Þama voru komnir embættis- menn, um það varð ekki villzt, í einkennisbúningum og stíg- vélum og allri múnderingu. Og spígsporuðu mikinn. „Hr-r-rymph“, sögðu þeir. „Komið þið hingað öll. Hvern fjandann er verið að gera? Það tók ekki lítinn tíma að finna — Sunnudagur 14. júli 1963 ykkur, og við hefðum aldrel gert það ef við hefðum ekki séð bjarmann í skýjunum aí þessu báli sem þið voruð að kveikja. Hana þá, gegnið þið nafni, hver sem kallaður verð- ur, ekkert múður, eða þið vitið hvað þið fáið.“ Þeir höfðu nöfn allra þessara tvöhundxruð manna á skrá sinni, og þorði enginn annað en anza, sumir með ótta, aðrir með fyrirlitningu, sumir grát- andi, en aðrir með flaðri, sumir með hugrekki. ,,María“, var kallað. ,,María“. Hún opnaði augun. „Maria.“ sagði hún, en það var lítið annað en hvískur. „Það hlýtur að vera hún,“ sagði einn af hinum þremur ný-aðkomnu. „Það er sú sem var að ala bam.“ Þeir komu nær og sáu nýfædda bamið í rásinni. „Ja, svei því ekki ber á öðru. Fætt í skurði hjá þess- um andskotans júðum." „Ætli það væri ekki rétt að setja það á skrána. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og bezt að skrá króann áður en hann fer að stækka og reynir að laumast burt. Hvað heitir hann? Svaraðu María.“ Hann ýtti við henni, en þó ekki óþyrmilega, með tánni á skónum sínum. Hún opnaði augun og leit á manninn og brosti, en síðan leit hún á bamið. Hún brosti en það var hyl- djúp þjáning í augunum. „Enginn," hvíslaði hún. „Hvað sagðirðu? Talaðu hærra. Ég heyri ekki til þfn.“ Hún tók á öllu sem hún átti til, bærði varirnar eins og hún ætlaði að koma orðinu út úr sér, en varimar voru svo þurr- ar, að hún varð að væta þær með tungunni fyrst. „Enginn, ekki neinn.“ Einn þeirra skrifaði nafnið, en yfirmaðurinn glápti eins og hann væri vondur og héldi að verið væri að narrast að sér, svona háttsettri persónu. En þegar hann leit á konuna, sá hann að henni var alvara. Hann gat ekki haft augun af baminu, eldsbjarminn lék um kinnfiskasogið andlitið, og það bjarmaði af hárinu. „Enginn. Ja, svei mér, ekki gaztu fundið neitt betra! .... Jesús-----Nú jæja þá, reyndu að herða þig upp, þetta er fallegasta bam. Hann ætti að geta orðið að manni." Klapparstíg 26. ítalskir Barnavagnar Ný sending. Húsgagnaverzlun Austurbæjar Skólavörðustíg 16 — Sími 24-620. rúmar alla FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 - á Sími 24204 ^^^WÖRNSSON * CO. P O 80X1M6. ríykjavik * * * t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.